Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989.
15
Allir sem einn
Öllum er ljóst að gífurlegur vandi
steðjar að íslendingum í atvinnu-
málum. Atvjnnuleysistölur sjást,
sem minna á ástandið fyrir 20
árum, og þó er ekki öll sagan sögð.
Yfirvinna er mikið til horfin og
heimilin verða fyrir miklu tekju-
tapi.
Þetta er með ólíkindum, þar sem
ekki verður séð að ytri ástæður
hafi breyst þannig á miili ára að
réttlæti þessi gífurlegu umskipti. í
fyrra vorum'við með næsthæstu
tekjur í veröldinni á eftir Sviss og
hafði svo verið í tvö ár áður. Þetta
árið er okkur spáö 330 milljarða
landstekjum, sem er mjög hátt á
alþjóðamælikvarða, og eiga þessar
tekjur eftir að skola okkur mjög
hátt á á tekjulista veraldarinnar,
líklega í eitt af tíu efstu sætunum,
þrátt fyrir samdrátt og atvinnu-
leysi.
Lifað um efni fram
Almenningur spyr því sjálfan sig
hverjar aðstæðurnar séu fyrir
þessari miklu umbreytingu hér
innanlands þegar þetta kemur ekki
fram í alþjóðasamanburöi eða
engra sérstakra stórslysa verður
vart í ytri aðstæðum.
Helsta skýringin er sú að við höf-
um lifað um efni fram hér á árum
áður og nú, þegar bjartsýni upp-
sveiflunar byrgir okkur ekki sýn
lengur verðum við bara að horfast
á við raunveruleikann. Sá raun-
veruleiki verður þeim mun sárari,
sem við höguðum okkur óskyn-
samlegar áður.
Skuldasöfnun - gengisfals
Stærsta meinsemdin í hagstjórn
góðærisins á árunum 1985 til 1987
var að nota ekki hluta af batanum
til þess að veijast áfollum. Þrátt
fyrir mesta góðæri íslandssögunn-
ar vorum við samt að safna skuld-
KjaHarinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
um erlendis þessi ár, án nokkurra
tiltakanlega arðbærra fiárfestinga.
Þetta segir okkur bara eitt. Gengi
krónunnar á góðæristímanum var
falsað. Þrátt fyrir mikla verðbólgu
var því haldið fóstu.
Útflutningsatvinnuvegirnir voru
alfarið látnir borga brúsann af góð-
ærinu frá sjálfum sér og ekkert
gert þótt þeim byrjaði að blæða út.
Meira að segja var þenslunni enn
gefinn byr undir báða vængi með
því að svipta ríkið tekjustofnum,
sem hefðu getað hægt þensluna, og
halli var á fiárlögum ríkisins öll
ár góðærisins. í rauninni var þetta
skólabókardæmi um ævintýra-
mennsku í hagstjóm, sem myndi
hefna sín, og það stóð ekki á því.
Atvinnulífið á hausnum
í fyrrahaust voru útflutningsat-
vinnuvegirnir gjörsamlega komnir
í þrot. Allt sem hét innlend fram-
leiðsla var meira eða minna létt-
vægt fundið og innflutningur,
styrktur af íslendingum sjálfum
meö gengisfolsun og sláttu-
mennsku, var að gera allan at-
vinnurekstur innlendrar verð-
mætasköpunar gjaldþrota.
Útgerðin var á hausnum, nema
sá hluti hennar sem gat ausið upp
úr gullkistunni beint á dýrustu
ferskfiskmarkaði heims. Frystiiðn-
aðurinn var á barmi gjaldþrots og
söltunin átti í erfiðleikum. Fram-
leiðsluiðnaður hér heima, sem
keppti við innflutninginn, var einn-
ig á hausnum og iðnframleiðsla til
útflutnings var nánast fræðilegt
hugtak, nema áliðnaðurinn sem
marði þetta af og járnblendið sem
alltaf fær niðurgreitt rafmagn á 7,5
mills.
íslenskur landbúnaður og allt
honum tengt frá rollum til refa var
á hausnum. Samt var þjóðin næst-
tekjuhæsta þjóð veraldar. Það var
eitthvað meira en lítið að. Undraði
engan þótt ríkisstjórnin færi á
hausinn líka.
Massíf gengisfelling
- náðarhöggið
Gengið hafði verið falsað og Sjálf-
stæðisflokkurinn með stjómarfor-
ustuna vildi gengisfellingu. Gott og
vel. í hittifyrra hafði vertíð gersam-
lega bmgðist á Vestfiörðunum og á
Snæfellsnesi. Ofan á mjög slæma
rekstrarstöðu vegna gengisfölsun-
arinnar bættist því við vonlaus
skuldastaða, alit í erlendri mynt.
Massíf gengisfelling heföi því ein-
faldlega slegið útgerð og fisk-
vinnslu á þessum svæöum gersam-
lega af með einu pennastriki.
Reyndar var skuldastaða margra
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja
úti um allt land litlu betri.
Sveitarstjórnir, sem höfðu reynt
að halda uppi atvinnu á stöðunum,
voru skuldsett í erlendri mynt.
Kaupfélög, sem reynt höföu að
halda uppi atvinnu með útflutning
í huga, voru líka skuldsett erlendis.
Þannig var einnig ástandið meðal
fiölda einkafyrirtækja sem reyndu
að standa í útflutningi. Fastegeng-
isstefnan, gengisfölsunin, verð-
bólgan og hæstu raunvextir í heimi
voru einfaldlega að ganga af öllum
þessum aðilum dauðum. Erlenda
skuldastaðan var þannig að gengis-
felling einber heföi veitt þeim náð-
arhöggið, hverju og einu.
Eitt söluskattsstig
Til þess að bæta launþegum áhrif
mögiúegrar gengisfellingar vildi
svo Sjálfstæðisflokkurinn gera að
engu þann árangur sem náðst hafði
í ríkisfiármálunum með einföldun
og bættri innheimtu á söluskatti.
Þetta var nánast furðulegt, ef ekki
einstakt.
Bestu menn Sjálfstæðifslokksins
i atvinnurekstri reyndu að benda
forystu flokksins á ástandið í út-
flutningsgreinunum og hver áhrif
massífrar gengisfellingar yrðu á
útflutningsgreinarnar eftir gengis-
fölsunartíma, þenslu og hávaxta-
rugl. Ekkert dugði.
Órlög Sjálfstæðisflokksins urðu
svo þau að vera víðs Qarri því níð-
ingslega erfiði sem það hefur kost-
að að koma útflutningsatvinnuveg-
unum á legg á ný og snúa nföur
ekki eins árs heldur margra ára
óheillaþróun í því efnahagslega
umhverfi sem íslensku atvinnulífi
hefur verið búið.
Það getur líka hvert mannsbam
séð hversu mikilvægt það er fyrir
ríkisfiármáhn að skattstigið sé eitt,
svo féð skili sér sem best í kassann,
á þessum hallaárum ríkissjóðs.
Byggjum upp atvinnulífið
Vera má að gengið sé enn rangt
skráð. Samt er mikið búið að gera
til leiöréttingar og gaumgæfilega
búið að fara í saumana á útflutn-
ingsfyrirtækjunum, þannig að þar
er nú allt með felldu. Gengið er
auðvitað borið uppi af atvinnulíf-
inu. Þróttmikil verðmætasköpun,
mikil útflutningsframleiðsla og há-
ir markaðir tryggja hátt gengi
gjaldmiðils okkar. Því miður eru
enn blikur á lofti á þessu sviði.
Samningar nást ekki enn um nýtt
álver, þrátt fyrir gífurlega fiárfest-
ingu í raforkufyrirtækjum.sem við
eram öll ábyrg fyrir. Samstaða er
ekki í ríkisstjórninni um varaflug-
völl kostaðan af mannvirkjasjóði
Atlantshafsbandalagsins, þótt það
sé ekki hernaðarmannvirki, þjóni
algjörlega afvopnun á höfunum og
tryggi öryggi í alþjóðaflugi, sem
flugfélögin okkar eru sérstaklega
að knýja á um.
Við höfum öll verk að vinna í
þessu landi hvar í flokki sem við
stöndum og atvinnuleysi megum
við ekki líða, til þess era verkefnin
of mörg. Látum karp, persónuníð
og dægurþras til hliðar og stöndum
öll saman um uppbyggingu at-
vinnulífs okkar. Það er grundvöll-
urinn og hamingja okkar inn í
framtíðina.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
„Látum karp, persónuníð og dægur-
þras til hliðar og stöndum öll saman
um uppbyggingu atvinnulífs okkar.
Það er grundvöllurinn og hamingja
okkar inn í framtíðina.“
„Jólin sem stöðvuðu styrjöld“
Enn fara jól í hönd, þessi hátíð
sem líkist engu öðru og bregður
birtu á heimsbyggðina alla. Hvað
er það sem ber fyrir augu? Er það
ný tegund glæsibifreiðar sem á
engan sinn líka? Er það ný hljóðfrá
þota sem tekur öllu fram sem menn
þekktu áður? Fagna menn máske
nýju gereyðingarvopni sem brenn-
ir andstæðingana alla sem einn á
svipstundu? Væri út í hött að
spyrja sem svo á okkar tímum?
Við vitum betur og þá sömu vitn-
eskju hafa menn átt í margar aldir.
Það er lítið barn sem hvílir í dýra-
stalli lágum. Það er þetta barn sem
milljónir og aftur milljónir fagna
umjól. ‘
En menn fagna ekki einasta at-
burðum í Betlehem endur fyrir
löngu. Sjálfir verða þeir sem endur-
fæddir um jólin. Þeir sem alla jafna
tigna glingur og glys, svo ekki sé
minnst á það sem ógeðfelldara er,
verða sjálfir sem börn á ný. Þrá
flestra er að gleðja aðra um jól og
þeir sem gleðja aðra verða um leið
mestir hamingjumenn sjálfir.
Um þessi jól era hðin rétt 75 ár
frá því einstæðir atburðir gerðust.
Ég las fyrir nokkrum árum frásögn
af þeim í erlendu tímariti undir
fyrirsögninni Jólin sem stöðvuðu
styrjöld. Við skulum, ágæti les-
andi, nema staðar við þessa frásögn
og draga hana saman í örfáum orð-
um.
Hvers vegna berjumst við?
Við hverfum aftur til ársins 1914,
fyrsta árs heimsstyijaldarinnar
fyrri. Það er aðfangadagskvöld í
héraðinu Flandern í Belgíu. í skot-
gröfum, sem ná frá sjó allt til landa-
Kjállaxiim
Sigurður E. Haraldsson
kaupmaður
mæra Sviss, era tugþúsundir her-
manna, sumir rétt komnir af
bamsaldri.
Vistin í þessum blautu forar-
skurðum er eins óvistleg og hugs-
ast getur. Þessa jólanótt er frost og
það stimir á hélaða jörðina milli
skotgrafa þýskra og breskra her-
manna. Þessi landspilda er einskis
manns land, einskis lífs land ætti
fremur að segja, því spörvamir eru
flúnir. Á þessari landspildu er ekk-
ert líf en hún er blóði drifin. 250
þúsund menn í blóma lífsins höfðu
týnt lífi eða særst á þessum stað á
örfáum vikum.
En nú á jólanótt er dauðaþögn.
Graham Williams, 21 árs fótgöngu-
liði í liðssveitum Breta, norpar í
skurðinum og honum er kalt. Hann
rennir augum í austurátt, í átt tfi
þýsku herjanna. Hann verður
undrandi. Hann sér Ijós við ljós.
Og hann hrópar til félaga sinna:
„Þeir era með jólatré." Og í næstu
andrá berst söngur úr sömu átt:
Stille Nacht, heilige Nacht - jóla-
sálmurinn Heims um ból. Um leið
og þýsku hermennimir hafa lokið
söng sínum hefia hinir bresku her-
menn söng og þeir syngja: 0, come
all je faithful - lag sem við syngjum
við sálm sr. Friðriks, Vér stöndum
á bjargi.
í nokkum tíma skiptast her-
mennirnir beggja vegna „einskis-
mannslands" á að syngja jóla-
söngva. Það er fullt tungl og þeir
sjá hvorir til annarra. Og áður en
hinir bresku liðsmenn hafa áttað
sig sjá þeir hóp þýskra hermanna
leggja af stað í áttina til þeirra.
Þjóðverjamir eru óvopnaðir með
hendur í vösum. Og hinir bresku
hermenn bregða á sama ráð. Þeir
hefia sig upp úr forarvilpunum og
ganga til móts við hina syngjandi
óvini. Aðeins 5 metra frá 17 ára
hðsmanni Breta, Jim Prince að
nafni, stöðvar Þjóðveiji göngu sína
og spyr: „Hvers vegna beijumst
við?“ Annar breskur hermaður,
Leshe Walkinson, hefur síðar skýrt
frá meö þessum orðum: „Þetta
skeði allt eins og ósjálfrátt og á
undarlegan hátt. Andi, sem var
stríðsöflunum sterkari, réð ferð-
inni þetta kvöld.“
Á jóladag endurtók sagan sig. Á
„einskismannslandinu“ voru þús-
undir hermanna beggja vegna frá.
Menn leiddust arm í arm, spiluðu
fótbolta, skáru hnappa af einkenn-
isbúningi sínum og gáfu sem jóla-
gjafir. Myndir voru teknar. Hinn
ungi Jim Prince, sem áður er getið,
hitti ungan stúdent frá Leipzig. Sá
tók með sér jólapakka frá fiöl-
skyldu sinni. í honum voru vindl-
ar, kökur og sælgæti. Og ungu
mennimir gerðu sér gott af inni-
haldinu. Og spörvarnir komu aftur
og hermennirnir stráðu brauðmol-
um handa þeim.
En jóhn liðu og herforingjar skip-
uðu þessum ungu mönnum aftur á
sinn stað, ef svo mætti að orði kom-
ast. Skotvopnum var miðað á ný
og hinn ungi Jim Prince miðaði og
skaut. Maðurinn féh. Var það ungi
stúdentinn frá Leipzig? -Við því fékk
harin ekki svar. Jim lifði tfi ársins
1981 og náði 85 ára aldri en annan
fót sinn missti hann í vitfirringu
Stríðsins. En hvert sinn, sem hann
heyrði jólasálminn Stflle Nacht,
hefiige Nacht, streymdu tár um
hvarma. Hann gleymdi aldrei því
sem hann nefndi „dásamlegustu jól
í lífi mínu“.
Hver var sekt þeirra?
Fyrir þá sem hafa nánast inn-
gróna andstyggð á vopnaburði og
telja það atferli ekki sæma okkur,
hljómar þessi áhrifamikla jólafrá-
sögn nánast sem fagnaðarerindi.
Vonandi koma þeir tímar að menn
stingi höndum í buxnavasana sé
fyrir þá lagt að bera vopn á sak-
lausa menn af öðrum þjóðum eða
kynþáttum.
Á hðandi ári vorum við þó minnt
á þá staðreynd að enn ráða menn
heflum þjóðum, jafnvel hinum fiöl-
mennustu, sem rogast með stein-
hjarta í brjósti sér.
Hver man ekki mynd af kínversk-
um stúdentum sem hrokafulhr
valdhafar létu leiða á afvikinn stað
og skjóta í hnakkann? Hver var
sekt þeirra? Hún var sú ein að óska
þess að lifa sem fijálsir menn í
landi sínu og láta þá skoðun í ljós
og e.t.v. hvetja félaga og vini til
hins sama. Var böðlum þeirra
hugsað til foreldranna á þessum
tíma? Hugleiddu þeir að kærleiks-
ríkar ömmur og afar hlutu grimmi-
lega refsingu að ósekju? Vonandi
finnast ekki margir okkar á meðal
sem knékrjúpa fyrir þjóðfélagi
mannfyrirhtningar og kúgunar.
Á árinu, sem senn er hðið, hafa
þó gerst meiri atburðir og gleði-
legri en á mörgum áratugum. Því
ganga margir fagnandi mót jólum
og áramótum nú. Lesendum DV
era færðar bestu hátíðaróskir.
Sigurður E. Haraldsson
„A líðandi ári vorum við þó minnt á
þá staðreynd að enn ráða menn heilum
þjóðum, jafnvel hinum Qölmennustu,
sem rogast með steinhjarta 1 brjósti
sér.“