Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989. íþróttir Sport- stúfar t Reykjavíkurmeistara- mót í ólympískum lyft- ingum verður haldið í lyftingahúsi KR við Frostaskjól laugardaginn 30. des- ember. Vigtun fer fram milli kl. 12 og 13 en keppnin sjálf hefst kl. 14. Skráning er í síma 621437 (Óskar) á kvöldin. Sanngjarn sigur Brasilíumanna Brasilíumenn unnu verðskuldaðan sigur, 0-1, á Evrópumeistur- um Hollands, þegar fé- lögin mættust í aldarafmælisleik hollenska knattspymusam- bandsins í Rotterdam í fyrra- kvöld. Careca, leikmaður með Napoh á ítahu, skoraði sigur- markið á níundu mínútu síðari hálfleiks. í lið Hollands vantaði marga fastamenn og það náði ekki að ógna sterku Uði Brasilíu nægilega mikið. £ Jafnt í Edinborg og Aberdeen efst Hearts og Aberdeen skildu jöfn, 1-1, í mikilvægum leik í skosku úrvalsdeildinni í knattspymu sem fram fór í Edinborg í fyrra- kvöld. Aberdeen komst þar með í efsta sætið á ný með 24 stig eftir 18 leiki en Rangers er með sömu stigatölu. Celtic er með 22 stig og Hearts 20 stig. Gladbach kaupir Norbert Meier Bomssia Mönchengladbach er í þann veginn að kaupa vestur- þýska landsUðsmannin Norbert Meier frá Werder Bremen fyrir 500 þúsund mörk, eða um 18 miUj- ónir íslenskra króna. Meier, sem er 31 árs gamall, mun skrifa und- ir samning til vorsins 1992. Glad- bach situr á botni úrvalsdeUdar- innar í fyrsta skipti í sögunni og veitir ekki af Uðsstyrk tíl að kom- ast þaðan. Lakers þurfti framlengingu Los Angeles Lakers þurfti framlengingu til að sigrast á nýUöum Minnesota Timber- wolves, 106-97, í bandarísku at- vinnudeildinni í körfuknattleik í fyrrakvöld. Leikið var á heima- veUi Minnesota. Boston Celtics vann Utah Jazz í hörkuieik, 113-109, og nýhöar Orlando Magic unnu óvæntan sigur á Chicago BuUs, 110-109. Önnur úrsUt í NB A-deUdinni urðu þessi: New Jersey-DaUas.......78-84 Philadelphia-Wash.ton ....118-111 Cleveland-Denver.......89-104 S. Antonio-Sacramento ....103-100 Phoenix-Indiana.......130-131 Golden State-Houston...118-112 Stjóri Liverpool með gylliboð í höndunum: Dalglish boðnar 70 Juventus ítalska stórUðið Ju- ventus gerði Kenny DalgUsh, fram- kvæmdastjóra Liv- erpool, glæsUegt tílboð í vikunni. Juventus er reiöubúið að greiða DalgUsh 70 miUjónir króna á ári fyrir tveggja ára samning. Þetta er þriöja tUboðiö sem DalgUsh £ær frá Juventus á örfáum vikum. Það var breska dagblaðið Sunday Mirror sem sló þessari frétt upp á síöu blaösins í vUcunni. Þriðja tllboðiðfrá Juventus á fáum vikum MUIjónamæringurinn Gianni AgneUi, eigandi Juventus og Fiat bílaverksmiöjana, bauð Dalglish í fyrstu 50 milljónir króna á ári, hækkaði síðan tilboðiö í 60 miUj- ónir og siðasta tUboðið er 70 miUj- ónir króna. AgnelU segir að allt í sölumar 1 DalgUsh hafi hafnað fyrstu tveimur tUboðunum en nú sé bara að bíöa og sjá hvemig Dal- gUsh bregðist við síðasta tUboð- inu. Dalglish sem 38 ára að aldri, hefur sem minnst vUjaö tjá sig um þetta mál í breskum fjölmiðl- um til þessa. Juvéntus reyndi á sínum tíma að fá Michel Platini en tókst ekki því Platini hefur nýlega skrifað undir fjögurra ára samning sem þjálfari franska landsUðsins í knattspyrnu. Platini lék sem kunnugt er í mörg ár með Juvent- us og er enn mjög vinsæll á með- al stuðningsmanna Uðsins. Ju- ventus hefur ekki unnið tU verð- launa síðan Giovanrú Trappatoni yfirgaf félagið og gerðist þjálfari Inter MUan. Trappatoni var við stjómvöUnn hjá Juventus í 10 ár og á þeim tíma var liðið stórveldi. Barnes og McMahon undfr smásjá ítalskra Ifða Tveir leUunenn Liverpool-Uðsins hafa um nokkra hríð veriö undir smásjá ítalskra Uöa en leikmenn- imir, sem hér um ræðir, em John Barnes og Steve McMahon. Óvíst þykir hvort forráðainönnum Liv- erpool tekst aö halda John Barnes eftir þetta keppnistímabil. Þær sögusagnir fá byr undir báða vængi þegar haft er í huga að fjöl- skylda hans býr ekki lengur í Liverpool, hún er þegar flutt til Lundúna. Bames er uppaUnn í Lundún- um en þar lék hann með Watford í nokkur ár áður en Iáverpool keypti hann. Barnes heimsækir fjölskylduna i London að minnsta kosli einu sinni viku. -JKS Amar Grétarsson bíður enn eftir atvinnuleyfi í Skotlandi: „Leyfið ætti að vera tilbúið eftir áramót“ Arnar Grétarsson, Kópavogsbúinn ungi sem er á tveggja ára samningi hjá skoska knattspyrnustórveldinu GlasgoW Rangers, er ekki enn búinn að fá atvinnuleyfi í Skotlandi. Hann hefur því aðeins getað æft með Uðinu en ekkert spUað frá því í október en þá lék hann þrjá leiki með varaUði félagsins. Ennfremur hefur hann misst af keppni ungUngaUðanna en þar mætast Rangers og Celtic í úr- sUtaleik um áramótin. „Mér skilst að leyfið sé að ganga í gegn og ætti að vera tilbúið þegar ég fer aftur til Skotlands eftdr áramótin. Það virðist aUtaf taka þrjá mánuði að ganga frá atvinnuleyfi þannig að þetta er eðUleg bið,“ sagði Arnar í samtaU við DV í gær. Hann dvelur heima í Kópavoginum þessa dagana en fer á aðfangadag með unghnga- landsUðinu til ísrael þar sem það keppir í alþjóðlegu móti. Til Skot- lands heldur hann á ný 9. janúar. Létt yfir öllu hjá Rangers „Ég kann mjög vel við mig hjá Ran- gers, það er létt yfir öUu og æfingam- ar skemmtilegar. Þær fara nánast eingöngu fram á Utlum svæðum þannig að ég veit ekki enn hvemig ég stend í samanburði við þá sem eru í aðalhðinu. Þegar ég lék með vara- • Arnar Grétarsson. Uðinu í október fannst mér ég vera að komast í takt við samherjana og síðan þá hef ég styrkst talsvert Uk- amlega. SennUega er . ég á bilinu 20.-25. í röðinni hjá leikmönnum fé- lagsins sem eru hátt í fjörtíu tals- ins,“ sagði Amar. Opinn samningur Amar er aðeins 17 ára gamall og gekk frá samningi við Rangers þann 30. september. „Samningurinn er til tveggja ára en opinn þannig að ég get hvenær sem er hætt og farið heim ef mér líkar ekki hjá félaginu. Að næsta keppnistímabiU loknu, vorið 1991, er ég síðan laus aUra mála ef ég vil fara eitthvað annað og þá á Breiðablik enn samningsréttinn fyr- ir mína hönd.“ Leikur jafnvel eitthvað með Breiðabliki í sumar Arnar telur ekki útilokað að hann leiki eitthvað með Breiðabliki í 2. deUdar keppninni næsta sumar. „Mér skUst að ég fengi heinúld tU þess ef áhugi væri fyrir hendi. En það yröi aldrei í langan tíma, kannski 1-2 mánuði, því ég myndi taka mér eitthvert frí að loknu tímabilinu í Skotlandi og síðan hefst undirbún- ingurinn hjá Rangers á nýjan leik á miðju sumri. Svo er ekki víst aö þjálf- ari Breiðabliks yrði hrifinn af því að fá mann inn í svona skamman tíma,“ sagði Amar Grétarsson. -VS íþróttamaður ársins 1989 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: 1. 2. 3. 4. 5. Nafn:. Sími: Heimilisfang:. Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11-105 Reykjavík. Jólahald Atla í landi múslima: Liðið dvelur á hóteli á jólanótt „Liðið á að dvelja á hóteh í Adana á jólanótt, eftir leik gegn Adanaspor í l. deUdinni á aðfangadag. Ég og tveir Argentínumenn í liðinu erum aö vinna að því að okkur veröi ekið til baka til Ankara strax eftir leikinn svo við getum verið hjá fjölskyldum okkar á aðfangadagskvöld," sagði AtU Eðvaldsson, landsliðsfyrirliði í knattspymu, sem leikur með Gen- clerbirUgi í tyrknesku 1. deildinni. „Það tekur fimm tima að keyra frá Adana tíl Ankara. Við ættum að geta lagt af staö um þijúleytiö og veröum þá komnir heim á þokkalegum tíma um kvöldið. Á jóladag á Uðið síðan að fara í æfingabúðir og dveljast þar fram að heimaleik 27. desember en við þremenningamir ætlum okkur að sleppa því og halda jóUn heima. Hinir í Uðinu eru músUmar og jóUn skipta þá því ekki máli," sagði AtU. AtU missti af síðasta leik Gencler- birUgi, gegn Besiktas á heimavelh, um síðustu helgi þar sem hann togn- aöi í læri í leik gegn Ankaragucu viku áður. Hann hefur náð sér aö fullu af þeim meiðslum. „Það var mjög gott að ná stigi gegn Besiktas, sem er mjög sterkt, og við jöfnuðum á síðustu mínútunni þegar mótherjamir vora famir að slaka á. Við erum í 8. sæti af 18 Uðum í deild- inni og eigum að geta haldiö okkur þar en fimm neðstu Uðin faUa þar sem Uðunum verður fækkað í 16 fyr- ir næsta tímabil,“ sagði AtU. -VS • Ámi Stefánsson. Svo gæti far- ið að hann léki með liði Tinda- stóis næsta sumar. Árnií mark Stólanna? Þórhallur Ásmundss., DV, Sauðárkróki Svo gæti farið að Ámi Stefáns- son, hinn gamalreyndi landsUðs- markvörður, léki í marki 2. deild- ar liðs Tindastóls næsta sumar. GísU Sigurðsson, sem leikið hefur í marki Tindastóls undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga til Uðs við ÍA. „Það er sárt að þurfa að yfir- gefa Uð Tindastóls. Það hefur lengið blundað í mér að reyna fyrir mér í 1. deildinni og ég taldi það heppilegt nú þegar ég orðinn 25 ára gamaU,“ sagði GísU Sig- urðsson í samtaU við DV. Ámi hóf sinn feriU hjá ÍBA frá Akureyri en síðan lá leið hans tU Fram. Hann reyndi fyrir sér í Svíþjóð og lék með Jönköping. Ámi gerðist þjálfari og leikmaður með Uði Tindastóls fyrir nokkr- um árum en undanfarin tvö ár hefur hann þjálfað Uð Neista frá Hofsósi í 4. deUdinni, auk þess aö spUa. Ámi á að baki 15 landsleiki fyrir ísland. Gunnar valinn í pressuna Gunnar Gunnarsson, leikmað- ur með Ystad í Svíþjóð, hefur verið valinn í sænska pressuUðið, þ.e. Uð sem sænskir íþróttafrétta- menn velja. PressuUðið mun spila við sænska landsliðið milU jóla og nýárs og er þessi leikur Uður í undirbúningi sænska landsUðsins fyrir A-keppnina í Tékkóslóvakíu á næsta ári. PressuUðið var vaUð úr 5 Uðum sem spUa í AUsvenskan og var Ystad eitt af þeim. -GH Unglingar í ísrael UngUngalandsUðið, 18 ára og yngri, í knattspynu heldur utan tU Israels 24. desember nk. og tek- ur þátt í firnasterku alþjóðlegu móti. Liöiðleikur í riöli með Sov- étmönnum, Pólverjum, Sviss- lendingum, Portúgölum og Kýp- urbúum. í hinum riðlinum eru einnig mjög sterkar þjóðir: Sví- þjóð, ísrael, Ungverjaland, Rúm- enía, Grikkland og Liechtenstein. Fyrsti leikur íslenska landshðs- ins verður gegn Rússum 27. des- ember og verða leiknir 5 leikir á jafnmörgum dögum í riðlakeppn- inni og síðan verður spUað um sæti 2. janúar. Þetta er í þriðja skipti sem ís- lenskt ungUngalandsUö tekur þátt í þessu alþjóðlega móti í ísra- el. Um síðustu áramót hafnaði Uðið í 5. sæti sem var mjög góður árangur. Strákamir hafa æft mjög vel undir stjórn Lárasar Loftssonar og ættu þeir að mæta vel undirbúnir til leiks. Liðið mun koma heim 4. janúar. -Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.