Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. 13 Sviösljós Dýrasti bangsi í heimi flaug yfir Atlantsála á fyrsta farrými. Hvernig ferðast verðmætasti bangsi heims á milli Evrópu og Am- eríku. Svarið er einfalt, auðvitað á fyrsta farrými. Bangsinn var seldur á uppboði hjá Sotheby’s og var söluverð hans um 5,2 milljónir íslenskra króna. Kaup- andinn var bandarískur milljónari sem ekki vill láta nafn síns getið en haft var eftir lögfræðingi hans að milljónarinn æth að gefa tilvonandi eiginkonu sinni bangsann í morgun- gjöf á brúðkaupsdegi þeirra. Það var ekki nóg með að borgað væri geysihátt verð fyrir bangsann heldur kostaði 120 þúsund krónur að koma honum yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna því auðvitað þurfti bangsi fylgdarmenn með sér. Bangsinn er tæpir 60 cm að lengd, úr ljósu tauáklæði með stór brún augu. Hann var framleiddur hjá Steiff-verksmiðjunum í Þýskalandi árið 1927 en einungis voru framleidd nokkur þúsund eintök af þessari teg- und. Verðið, sem greitt var fyrir bangs- ann, á sér enga hhðstæðu í veraldar- sögunni. Um mitt síðasta ár var seld- ur bangsi á uppboði hjá Sotheby’s sem Steiff-verksmiðjurnar fram- leiddu árið 1906 fyrir rúma 1,1 mhlj- ón króna og þótti það hátt verð. Safnarar mátu hins vegar bangs- ann frá 1927 upp á 300-500 þúsund kr. En á uppboðinu voru tveir sem vhdu eignast hann og buðu þeir grimmt hvor á móti öðrum og endan- legt kaupverð varð, eins og áður sagði, um 5,2 milljónir króna. Onefndur safnari, sem var við- staddur uppboðið, sagði: „Þetta er ótrúlegt. Enginn í salnum trúði sín- um eigin eyrum. Þetta var hreint brjálæði. Það borgar ekki nokkur hehvita maður slíkt verð fyrir bangsa.” Það var ekki alveg sami gleðisvipurinn á Ed Koch við innsetningarathöfnina en hann varð að láta af embætti borgarstjóra New York- borgar eftir 12 ára valdaferil. Suður-afríski biskupinn Tuto óskar hér David Dinkins, borgarstjóra New York-borgar, til hamingju eftir að hann hafði svarið embætt- iseið sinn sem borgarstjóri á nýársdag. Dink- ins er fyrsti blökkumaðurinn sem kosinn er til þessa starfs í sögu borgarinnar. Glæsileg svansdýfa hjá ítalska dýf- ingameistaranum Aldo Correri. Aldo stökk af handriði Garibaldibrúarinn- ar í ána Tiber sem liggur um Róm. Þetta ku vera hefð hjá Rómverjum að stökka í ána þegar þeir fagna nýju ári. Það var engin smáljósadýrð yfir höfninni i Sydney í Ástralíu þegar borg- arbúar fögnuðu nýju ári. Að sögn lögreglunnar söfnuðust um 300 þúsund manns saman niðri við höfna en allt fór friðsamlega fram. Einungis voru 80 manns handteknir fyrir ýmiss konar syndir. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, á neðangreindum tíma: Engihhð, Tálknafirði, þingl. eign Bjama Frans Viggóssonar og Jó- hönnu G. Þórðardóttur, fer fiam eftir kröfii Lífeyrissjóðs Vestfirðinga mið- vikud. 10. janúar 1990 kl. 13.30. Balar 4, l.h.v„ Patreksfirði, þingl. eign Guðmundar Olafssonar, fer fram eftir kröfti Hróbjarts Jónatanssonar hdl. miðvikud. 10. janúar 1990 kl. 14.30. Þórsgata 9, Patreksfirði, þingl. eign Iðnverks h/f, fer fram eftir kröfti Eyra- sparisjóðs, Brunabótafélags Islands, Byggðastofriunar, Innheimtu ríkis- sjóðs og Patrekshrepps fimmtud. 11. janúar 1990 kl. 9.30. Nauðungaruppboð annað og síðara á efb'rtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, á neðangreindum tíma: Balar 4,0.h.l, Patreksfirði, þingl. eign Patrekshrepps, fer fram eftir kröfu Byggingasjóðs verkamanna mið- vikud. 10. janúar 1990 kl. 14.00. Sigtún 45, Patreksfirði, þingl. eign Gunnlaugs Valgeirssonar, fer fram eftir kröfu Byggingasjóðs verka- manna miðvikud. 10. jan. 1990 kl. 15.00._______________________ Sigtún 49, efri hæð, talin eign Guðrún- ar Samsonardóttur, fer fram eftir kröfu Byggmgasjóðs verkamanna miðvikud. 10. jan. 1990 kl. 15.30. Stekkar 9, neðri hæð, Patreksfirði, talin eign Sigurborgar Sverrisdóttur, fer fram eftir kröfu Byggingasjóðs rík- isins, Ólafs Garðarssonar hdl., Sig- urmars K. Albertssonar hrl. og Lífeyr- issjóðs Vestfirðinga miðvikud. 10. jan. '1990 kl. 16.30._____________________ Aðalstræti 39, efri hæð, Patreksfirði, þingl. eign Sigríðar Pálsdóttur, fer fram eftir kröfu Byggingasjóðs ríkis- ins og Ólafs Garðarssonar hdl. mið- vikud. 10. jan. 1990 kl. 17.00. Feigsdalur, Bíldudalshreppi, þingl., eign Guðbjarts Inga Bjamasonar, fer fram eftir kröfu Byggingasjóðs ríkis- ins miðvikud. 10. jan. 1990 kl. 17.30. Grænibakki 7, Bíldudal, þingl. eign Jóns Brands Theodórs, fer fram eftir kröfii Byggingasjóðs ríkisins, Bruna- bótafélags íslands, Gunnars Sæ- mundssonar hrl. og Innheimtustof- unnar s/f miðvikud. 10. jan. 1990 kl. 18.00. Ingibjörg H. BA-402, þingl. eign. Gunnars Þorvaldssonar, skuldari Miðvík h/f, fer fram eftir kröfii .Skúla J. Pálmasonar hrl., Fjárheimtunnar h/f og Siglingamálstofiiunar ríkisins miðvikud. 10. jan. 1990 kl. 18.30. Brunnar 6, Patreksfirði, þingl. eign Eiðs B. Thoroddsen, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Byggingasjóðs ríkisins og Innheimtu- stofunnar s/f föstud. 12. janúar 1990 kl. 9.00._________________ Þórsgata 12, Patreksfirði, þingl. eign Iðnverks h/f, fer fram eftir kröfu Klemensar Eggertssonar hdl., Krist- ins Hallgrímssonar lögfr., Patreks- hrepps og Brunabótafélags íslands fimmtud. 11. jan. 1990 kl. 10.00. Lækjarbakki, Tálknafirði, þingl. eig. Herberts Guðbrandssonar, íe_r fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs og Útvegs- banka íslands fimmtud. 11. janúar 1990 kl. 10.30. Fiskimjölsverksmiðja á Vatneyri, Pat- reksfirði, þingl. eign Svalbarða h/f, fer fram eftir kröfu Brunabótafélags ís- lands, Fiskveiðasjóðs íslands, Byggðastofnunar og Innheimtu ríkis- sjóðs fimmtud. 11. jan. 1990 kl. 11.00. Geir BA-326, þrngl. eign. íshafs s/f, fer fram eftir kröfu Valgarðs Sigurðsson- ar hdl., Byggðastofriunar, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl. og Innheimtu ríkissjóðs fimmtud. 11. janúar 1990 kl. 11.30._____________________________ Iðnaðarhús v/Strandveg á Tálkna- firði, þingl. eign Sigmundar Hávarð- arsonar, fer fram eftir kröfu Iðnlána- sjóðs fimmtud. 11. jan. 1990 kl. 16.30. Sýslumaður Barðastrandarsýslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.