Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990.
Iþróttir
Sport-
stúfar
Innanhússmót í frjálsum íþróttum:
Sigurður vann
fimm greinar
r"'“...| Nokkrir leikir
J íj\ | fóru fram í 1. deild
j // m | portúgölsku knatt-
1 1 spyrnunnar um ára-
mótin. Úrslit leikjanna urðu
þannig: Beníica-'Boavista 1-1,
Portó- Belinenses 3-0, Sporting
Lissabon - Madeira 2-0, Braga-
Feirense 3-1 og Portimonense -
Amadora 1-0. Portó er í efsta
sæti deíldarinnar með 24 stig,
Guimares er með 23 stig og liö
Benfica kemur næst með 22 stig.
Markahæstir á Ítalíu
Markahæstu leíkmenn á Ítalíu
eftir leikina á nýársdag eru þess-
ir:
Salvatore Schillaci, Juventus, 10
mörk. RobertoBaggio, Fiorentina
og Abel Dezotti, Cremonese, 9
mörk. Gianluca Vialli, Samp-
doria, Stefano Desideri, Roma, og
Jurgen Klingsman, Inter, 8 mörk.
Með 6 mörk eru leikmenn eins
og Marco Van Basten, Maradona
og Rudi Voeller.
Vialli fótbrotinn
Gianluca Vialli, landsliðsmaður
ítala og leikmaður með Samp-
doria á Ítalíu, fótbrotnaði í leik
með liði sínu gegn Cremonense á
sunnudaginn. Vialli brotnaði á
hægri fótlegg og er talið aö hann
verðí frá keppni í a.m.k. tvo mán-
uði. Þetta er mikið áfall fyrir ít-
alska landsliðið í knattspymu
sem undibýr sig af krafti fyrir
úrslitakeppni HM sem verður
haldin á Ítalíu í sumar. Vialli er
miðherji landsliðins og hefur ver-
ið aðalmarkaskorari liðsins.
Hann vonast til að geta leikið með
Sampdoria í Evrópukeppni 7.
mars nk.
Platt markahæstur
i Englandi
Markahæstu leikmenn í 1. deild
ensku knattspyrnunnar eftir
leikina um áramótin eru þessir:
David Platt, Aston Villa..17
Dean Saunders, Derby......16
Gary Lineker, Tottenham...14
Ian Rush, Liverpool.......14
JohnBames.Liverpool.......12
Real Madrid setti
nýtt markamet
Real Madrid hélt áíram sigur-
göngu sinni í spænsku knatt-
spyrnunní. Liðið sigraði Osasuna
á heimavelli, 4-1. Real Madrid
hefur því skorað 40 mörk í síð-
ustu níu Ieikjum og er það nýtt
met. Barcelona fékk skell á
heimavelli þegar liðið fékk Se-
villa í heimsókn. Allt stefndi í
öruggan sigur Barcelona og þegar
13 mínútur vora til leiksloka var
staðan 3-1. Þá fékk Sevilla víta-
spymu og skoraði og í kjölfarið
fylgdu tvö mörk hjá liðinu og
úrslitin uröu 3-4.
KR með
þrjá titla
KR varð í gær Reykjavíkurmeist-
ari í þremur flokkum í innan-
hússknattspyrnu. í 4. flokkikarla
sigraðu KR-ingar ÍR, 4-1, í úr-
slitaleik, í 3. flokki kvenna vann
KR Val, 3-2, og 7-2 í viöureign
sömu félaga í 2. flokki kvenna.
ÍR-ingar urðu meistarar í 5.
flokki, unnu Fram 6-5 í úrslita-
leik og Fylkir vann Fram, 2-1, í
úrslitaleik í 6. flokki. Keppni í
meistaraflokki karla hófst t gær-
kvöldi en keppt veröur t 2. pg 3.
flokki karla um næstu helgi. í dag
verður keppt í meistaraflokki í
Laugardalshöllinni og hefst fyrsti
leikurinn kl. 17 á milli Vals og
Ármanns. Síðan rekur hver leik-
urinn annan og verður leikið ti)
kl. 22.30.
Sigurður Matthíasson, Eyfirðing-
urinn fjölhæfi, sigraði í fimm grein-
um á tveimur innanhússmótum í
frjálsum íþróttum milli jóla og nýárs
- jólamóti ÍR í ÍR-húsinu viö Túngötu
á annan í jólum og innanhússmóti
KR í Baldurshaga á fóstudaginn.
Sigurður sigraði í hástökki án at-
rennu á báðum mótum, stökk 1,65
metra á ÍR-mótinu en 1,70 á KR-
mótinu. Á ÍR-mótinu reyndi hann við
nýtt íslandsmet, 1,86 metra, en felldi
það naumlega. Sjálfur á hann metið,
1,85 metra, en heimsmetið, sem Rune
Almen frá Svíþjóð á, er 1,90 metrar-
Sigurður lék sama leik í þrístökki
án atrennu, stökk 9,63 metra á ÍR-
mótinu og 9,48 metra á KR-mótinu.
Hann vann ennfremur langstökk án
atrennu á ÍR-mótinu, stökk 3,28
metra en beið síðan ósigur gegn Unn-
ari Garðarssyni, HSK, á KR-mótinu.
Unnar stökk þá 3,32 metra en Sigurð-
ur 3,30 metra. Enn mjórra var raunar
á mununum hjá þeim á ÍR-mótinu
því þá stökk Unnar 3,27 metra,
Spjótkastið númer eitt
hjá Sigurði í ár
Þrátt fyrir þennan árangur í stökk-
unum hyggst Sigurður einbeita sér
að spjótkasti á nýbyrjuðu ári. Á síð-
asta tímabili kastaði hann 78,52
metra sem er árangur á Evrópu-
mælikvarða og hann vantar því aö-
eins herslumun til að ná þeim Einari
Vilhjálmssyni og Sigurði Einarssyni
í þeirri grein. Hann á möguleika á
að keppa í spjótkasti á Evrópumeist-
aramótinu í Júgóslavíu í sumar.
Tvö met Aðalsteins
Á KR-mótinu setti Aðalsteinn Bern-
harðsson, UMSE, tvö met í 35 ára
• Sigurður Matthíasson.
flokki. Hann stökk 3,14 metra í lang-
stökki og 9,46 metra í þrístökki og
var því aðeins tveimur sentímetram
á eftir Sigurði í síðari greininni.
Guðrún Arnardóttir, UBK, vann
báöar kvennagreinarnar á báöum
mótunum, stökk 2,65 og 2,69 í lang-
stökki og 7,73 og 8,02 í þrístökki.
-ÓU/VS
• Helgi Jóhannesson, íþróttamaður
Kópavogs 1989.
Helgi kjörinn
íþróttamaður
Kópavogs
árið 1989
Helgi Jóhannesson, kar-
atemaður úr Breiðabliki,
var kjörinn íþróttamaður
ársins 1989 í Kópavogi á
íþróttahátíö Kópavogs sem haldin
var fyrir skömmu. Helgi er landshðs-
maður í karate og á árinu 1989 varð
hann íslandsmeistari í Kumite -80 kg
karla og einnig náði hann frábærum
árangri á Norðurlandamótinu á kar-
ate þegar hann hreppti silfurverð-
laun í sínum flokki. Helgi hefur skip-
að sér meðal bestu karatemarina
landsins.
Helgi fékk bikar
til eignarað launum
Helgi fékk bikar til eignar að launum
frá íþróttaráði Kópavogs, farand-
bikar frá Rotaryklúbb Kópavogs og
einnig fjárhæð frá bæjarráöi Kópa-
vogs. -GH
Gamlárshlaup IR fór að vanda fram á gamlársdag og var
þátttakan ágæt. Sigurvegari varð Jóhann Ingibergsson, FH, sem er fyrir
miðri mynd. Bragi Einarsson úr Ármanni, til vinstri, varð annar, og Daniel
Guðmundsson úr USAH, til hægri, hafnaði í þriðja sæti.
DV-mynd S
• Meistararnir í Detroit Pistons unnu New Jersey Nets um áramótin í fjörugum
Nets, reynir hér körfuskot en er stöðvaður af James Edwards í liði Detroit Piston
Bandaríski körfuknattleikurir
LA Lakers mei
vinningshlut
Stórhðin í gegnum árin í bandaríska
körfuknattleiknum, Lakers og Boston
Celtics, unnu bæði sínar viðureignir um
áramótin. Núverandi meistarar, Detroit
Pistons, hafa ekki náð sér á strik og
hefur frammistaða liðsins komiö sér-
fræðingum vestan hafs í opna skjöldu.
Búist var við miklu af liðinu fyrir keppn-
istímabhið en sú spá hefur enn ekki náð
að rætast. Um áramótin lék Detroit tvo
leiki, vann fyrri leikinn en tapaði þeim
síðari.
Los Angeles Lakers hefur unnið flesta
leikina í NBA-deildinni fram að þessu
en það lið sem hvað mest hefur komið á
óvart er San Antonio Spurs. Eins og
flesta rekur minni til lék Pétur Guð-
mundsson með liðinu um tveggja ára
skeið. San Antonio Spurs kemur fast á
hæla Lakers hvað vinningshlutfall
snertir á tímabilinu en liðið tapaði sín-
um sjötta leik í dehdinni gegn Chicago
Buhs um áramótin.
Boston Celtics hefur oft áður byrjað
af meiri krafti. í síðustu tveimur leikjum
sínum hefur liðið þó sigrað og bera
stuðningsmenn þess þá von í bijósti að
það fari nú loks að sýna sínar réttu hhð-
ar.
Úrslit leikja í NBA körfuboltanum
um áramótin uröu þessi:
Laugardagur
Milwaukee - Detroit Pistons..99-85
Phoenix Suns - Minnesota...118-101
Chicago - SA Spurs..........101-97
Tvö íslandsmet se
Tvö íslandsmet og sex unglingamet
voru sett á innanfélagsmótum fyrir ára-
mótin. Á móti Vestra, sem fram fór í
Sundhöll Reykjavíkur fyrir skömmu,
setti Arnþór Ragnarsson, SH, íslands-
met í 400 m bringusundi, synti á tíman-
um 5:08,47 mín. Ævar Örn Jónsson, SFS,
setti íslandsmet í 400 m baksundi, synti
á tímanum 4:42,59 mín. Gamla metið átti
Eðvarö Þór Eðvarðsson og stóð þaö í sex
ár. Þess má geta að Eðvarð Þór er þjálf-
ari Ævars Arnar.
Hildur Einarsdóttir, KR, setti telpna-
met í 50 m sk'riðsundi á tímanum 28,73
sek. Þá setti telpnasveit KR met í 4x100
m fjórsundi á tímanum 5:15,67 mín., 4x50
m bringusundi á tímanum 2:41,53 mín.
og í 4x100 m bringusundi á tímanum
5:53,11 mín. Sveitina skipuðu Berta
Hannesdóttir, Eva Erhngsdóttir, Hhdur