Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. Fréttir Sjómenn að leggja síðustu hönd á kröfugerðina: Sjómenn dregist aftur úr öðrum - segir Hólmgeir Jónsson, hagfræðingur Sjómannasambandsins „Það er verið að leggja síðustu hönd á kröfugerð sjómanna í kom- andi kjarasamningum. Kröfugerðin verður svo tekin til meðferöar á sam- bandsstjórnarfundi Sjómannasam- bandsins um miðjan þennan mánuð. Ég held að allir viöurkenni að sjó- menn hafa dregist aftur úr öðrum launþegum, hvað kjörin varðar. Þeir eru nú að ganga inn í þriðja aflasam- dráttarárið í röö. Auk þess hafa skiptakjörin rýrnaö um 5 prósent síöan í september, vegna olíuverðs- hækkana," sagði Hólmgeir Jónsson, hagfræðingur Sjómannasambands íslands, í samtali við DV í gær. Kjarasamningar sjómanna féllu úr gildi um áramótin, eins og flestra verkalýðsfélaga í landinu. Hólmgeir var inntur eftir því hvort Sjómanna- sambandið myndi taka þátt í þeirri kjarasamningagerð sem aðilar vinnumarkaðarins eru nú að glíma við. Hann sagði að engin formleg af- staða hefði verið tekin til þeirra, en Sjómannasambandið fylgdist að sjálfsögðu með því sem þar væri að gerast. „En ég held að sjómenn hafi dreg- ist það mikið aftur úr öðrum laun- þegum að þeir verði fyrst á fá fram ákveðnar lagfæringar áður en þeir geta tekið þátt í því sem aðilar vinnu- markaðarins eru að ræða um,“ sagði Hólmgeir Jónsson. -S.dór Spámaður Steingríms völva eða seiðskratti? Ég hef ekki nafnið á spámanninum - segir forsætisráðherra „Þetta kom nú fram í einhverjum fjölmiðlanna var mér bent á. Það er nú alltaf verið að spá, það eru völvur og ég veit ekki hvað. Það kemur til dæmis fram í Vikunni, þó að hún leiði það nú af öörum ástæðum, að hlutimir fari batnandi þegar líður á árið. Mér fannst þetta vera yfirleitt sú niðurstaða sem þessir aðilar kom- ust að. Ég hef ekki nafn á þessum manni frekar en aðrir sem gefa sig fram viö þetta," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra þeg- ar hann var spurður að því hver hann væri hinn forspái maður sem forsætisráðherra ræddi um í ávarpi sínu til þjóðarinnar á gamlárskvöld. Þar sagði forsætisráðherra: „Við áramótin er að venju keppst viö að spá fyrir nýju ári. Menn vilja vita hvað framtíðin ber í sínu skauti. Meðal annars er greint frá því að forspár maður telji sig sjá ljóma yfir íslandi seinni hluta næsta árs.“ Steingrímur sagði aö ekki væri hægt að kenna þessa spá við einn spámann, heldur væri þetta byggt á þeim tóni sem hann hefði fundið í spámönnum fjölmiðla. Eftirfarandi spámenn birtust í fjölmiðlum fyrir áramót: seiðskratti Þjóðviljans, Amy Engilberts hjá Pressunni og völva Vikunnar. - Það er þá enginn einn ákveöinn spámaður að spá fyrir forsætisráð- herra íslands? „Það spáir enginn sérstaklega fyrir hann. Það gerir hann sjálfur og þá helst uppi á fjöllum í fallegu um- hverfi í kyrrðinni," sagði Steingrím- ur. -SMJ Verðhækkanir og verðlækkanir: Veðbókarvottorð hækkuðu um 150% Umtalsverðar hækkanir urðu á ýmsum þjónustugjöldum um ára- mótin. Veöbókarvottorð hækkuðu mest, eða um 150 prósent. Þau -kostuðu 200 krónur fyrir áramót en kosta nú 500 krónur. Þinglýsingar kost- uöu 280 krónur en kosta nú 600 krónur. Hækkunin er 114 prósent. Þá hækkaöi gjald fyrir ljósritun úr 130 krónum í 250 krónur. Það er 92 prósenta verðhækkun. Dropinn ódýrari Viröisaukaskattur varð til þess að áfengi og tóbak lækkaði í verði í gær um 0,4%. Samkvæmt verð- lagninganeglum ÁTVR er allt áfengisverö látið standa á tug króna og lækka þvi einungis dýrari tegundir. Þannig lækkar vodka, viskí og koníak um 10 krónur hver flaska. Þannig kostar íslenskt brennivín 1.490 krónur í stað 1.500 áður. Verð á bjór og léttvíni breyt- ist ekki. Pakki af sígarettum, sem áður kostaði 199 krónur, lækkar um 1 krónu og er svo um flestar tóbak- stegundir. „Ég minnist þess ekki að áfengi og tóbak hafi veriö lækkað með þessum hætti hjá Áfengis- og tó- baksverslun rikisins,“ sagði Hö- skuldur Jónsson forstjóri í samtali við DV. Verslanir ÁTVR voru lok- aðar í gær vegna vörutalningar en verða opnar í dag og nýtt verð kom- ið í gildi. Olía og bensín Breytingar urðu á bensín- og olíu- verði í gær vegna skattkerfisbreyt- ingarinnar. Nú kostar litri af blýlausu bensíni 49,20 krónur í stað 49,90 áður. Lítri af súperbensíni lækkaöi úr 54,10 krónum í 53,60 krónur. Dísilolía, sem áður var undan- þegin söluskatti, hækkaði úr 17,30 krónum hver lítri í 22,50 krónur. -Pá/sme Ragnar Rúnar Þorgeirsson stendur hér við flakið af bilnum. Bílbelti björguöu lífi: „Þakka guði fyrir að konan var ekki með“ - sagöi ökumaöur sem slapp ótrúlega vel efdr árekstur „Ég missti stjóm á bílnum í hálku við Kúagerði. Hann byrjaði skyndi- lega að renna og ég stefndi á stóran vöruflutningabíl sem kom á móti. Ég og bílstjórinn á stóra bílnum sáum báðir aö hverju stefndi. Honum tókst að fara út fyrir veginn en ég reyndi að snúa mínum bíl áður en ég lenti á þessu rosastóra stykki. Ég reyndi aö láta afturendann lenda á vöru- flutningabílnum en þaö tókst ekki. Bfilinn mínn skall síðan með helj- armiklu afli á hann. Þá missti ég sennilega meðvitund nokkra stund,“ sagði Ragnar Rúnar Þorgeirsson, 39 ára gamall ökumaöur, sem telur að bílbelti hafi bjargað lífi síriu þegar hann lenti í mjög hörðum árekstri á Reykjanesbraut síðastliðinn fimmtu- dag. „Ég þakka bara guði fyrir aö konan mín var ekki með. Bíllinn lenti far- þegamegin á vöruflutningabílnum og hentist aftur með honum. Ég sá bara stóra gapandi rifu farþegamegin þeg- ar ég rankaði viö mer - eg hef lent á stýrinu en hef ekki hugmynd um hvers vegna annar handleggurinn er allur marinn. Ég varð bara eftir í beltunum og hef eymsli í öxlinni. Allar rúðurnar nema tvær brotn- uöu og biti úr þakinu stakkst niður viö höfuðpúðan á farþegasætinu. Ég skreið út úr bílnum í sjokki og var allur í rúðubrotum. Þeim rigndi yfir mig og brotin stungust í andlitið á mér - ég leit út eins og freknóttur krakki. Þegar ég stóö viö hliðina á hræinu hugsaði ég til þess að konan mín hætti við aö fara með mér rétt áður en ég keyrði af stað úr bænum. Hún hefði stórslasast - tfi dæmis ef bitinn hefði farið í hana,“ sagði Ragnar Rúnar. í samtali yið DV vfidi hann ítreka að bílbeltin björguðu lífi hans í slysinu. Hann gengur nú með „kraga“ um hálsinn en er vel rólfær og er aö ná sér eftir þennan harða árekstur. -ÓTT I>V Biðstada hjá BSRB „Það má segja að nú sé biðstaöa í kjarasamningamálum opin- berra starfsmanna, biðstaða og gerjun,“ sagði Ögmundur Jónas- son, formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. Hann sagði að opinberir starfs- menn heföu skoðaö og fylgst með þeim samningatilraunum sem aðilar vinnumarkaðarins hefðu verið að ræöa síðustu vikurnar. Ekkert nema gott væri um það að segja að reyna aö halda aftur af verðlagshækkunum hvers konar. Hitt væri aftur annaö mál að eftir væri að sjá hvaða trygg- ingar fengjust fyrir því að slíkir samningar héldu. Ögmundur sagði þaö Ijóst að ef slíka samn- inga ætti aö gera, þyrfti um þá mjög víðtæka samstöðu á vinnu- markaðnum. „En til þess að við getum farið út í samningagerð af þessu tagi, þurfa mjög viða miklar lagfær- ingar að koma til hjá okkur, sem er samræming á töxtum fólks, sem vinnur sömu vinnu, en hefur ekki sömu laun,“ sagði Ögmund- ur Jónasson. Hann sagðist óttast aö kjara- samningarnir almennt færu út í þóf sem teygjast mundi fram eftir vetri. -S.dór Rútubifreiöastjórar: Boða verkfall 15. janúar Bifreiðastjórafélagið Sleipnir, sem er félag rútubifreiðastjóra, hefur boðað þriggja daga verkfall frá og með 15. janúar, hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tíma. Sleipnismenn fara fram á 100 pró- sent launahækkun. Síðasti samningafundur var haldinn milli jóla og nýárs og var harnt árangurslaus. „Ég tel víst að við boðum til allsheijar verkfalls strax að lo- knu þessu þriggja daga verkfalli hafi samningar ekki tekist. Og eins og andinn hefur veriö á þeim samningafundum sem haldnir hafa veriö fæ ég ekki séö að lausn sé í sjónmáli," sagði Magnús Guömundsson, formaður Sleipn- ■ is, í saratali við DV. Um áttatíu félagar eru í Bif- reiðastjórafélagmu Sleipni. Kjaradeila þeirra og rútubílaeig- enda er þegar komin til sátta- semjara. Margar byltur Margir gangandi vegfarendur urðu fyrir óhöppum í lúmskri hálku á höfuðborgarsvæöinu í morgun. Sjúkrabílar fluttu óvenjumarga á slysadeild. Á timabili voru þrír sjúkrabílar i útkalli í einu og mun hafa verið um beinbrot eða tognanir að ræða. Götur voru saltaöar í morgun en heimkeyrslur og gangstéttir leyndu mjög á sér og fengu því margir slæmar byltur. Árekstrar bíla voru orðnir allmargir þegar líða tók á morguninn. Einn bókstafiu- getur oft breytt merkingu heillar setningar. Það gerðist einmitt í DV í gær þar sem skýrt var frá brunanum í Krossa- nesverksmiðjunni. Þar er haft eftir Tómasi Búa, slökkviðliös- stjóra á Akureyri, að eölilegt væri að brunavamir í verksmiðj- unni hefðu verið látnar sitja á hakanum. Að sjálfsögðu átti að standa að - óeðlilegt - væri að þær hefðu verið látnar sitja á hakanum. Tómas Búi er beðinn velvirðing- ar á þessu bókstafsniðurfalli. :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.