Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. Viðskipti Reyfaraleg saga á bak við mál Stöðvar 2 á gamlársdag Búið að gera 3 ára samning við Jón Óttar, Hans og Ólaf - gengið að riftunarkröfum Páls í Pólaris Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Kominn með þriggja ára samning sem sjónvarpsstjóri. Stöðvar 2 sagan á tveimur siðustu dögum ársins 1989 líkist fremur góð- um reyfara en raunveruleika. Þann- ig hefur DV áreiðanlegar heimildir fyrir því aö nýbúið hafi veriö aö gera 3 ára starfssamning við Jón Óttar Ragnarsson, Hans Kristján Árnason og Ólaf H. Jónsson, svo og Magnús Hjaltested, íjárbónda á Vatnsenda, og konu hans, Kristínu Jónsdóttur, þegar fimm fyrirtækja hópurinn svo- nefndi var kvaddur á skyndifund í Fréttaljós Jón G. Hauksson Verslunarbankanum um hádegis- bilið á gamlársdag. Ennfremur lá þá lika fyrir að búið var að samþykkja riftunarkröfu Páls G. Jónssonar í Pólaris en hann keypti á sínum tíma hlut í Stöðinni fyrir um 70 milljónir. Páll taldi sig hafa verið svikinn þar sem hann hefði ekki fengið réttar upplýsingar um íjárhagsstöðu Stööv- ar 2 þegar hann keypti. Þessir samn- ingar réðu úrslitum um það að fimm fyrirtækja hópurinn gaf Stöðina end- anlega frá sér. / Upp úr slitnaði á gamlársdag Viðræður Verslunarbankans við fyrirtækjahópinn, Heklu, Hagkaup, Vífilfell, Prentsmiðjuna Odda og Árna Samúélsson í Bíóhöllinni, hóf- ust um miðjan nóvember. í upphafi voru fyrirtækin raunar þrjú eða Hekla, Hagkaup og Vífilfell. Oddi og Árni Samúelsson bættust síðan við. Lengi vel leit út fyrir aö þessi fyrir- tæki myndu kaupa Stöðina en eftir um sex vikna viðræður slitnaði end- anlega upp úr á hinum sögulega fundi sem haldinn var í Verslunar- bankanum á gamlársdag. Segja má að reyfarinn hafi tekið óvænta stefnu eftir jól þegar Versl- unarbankinn setti þeim þremenning- um og aðaleigendum Stöðvar 2, Jóni Óttari Ragnarssyni, Hans Kristjáni Árnasyni og Ólafi H. Jónssyni, þann úrslitakost að mál Stöðvarinnar gagnvart bankanum yröu að vera komin á hreint fyrir áramót þegar íslandsbanki yrði til. Jón Óttar á fund Steingríms Sjónvarpsstjórinn, Jón Óttar Ragn- arsson, leitaði þá til forsætisráð- herra, Steingríms Hermannssonar, um að ríkisstjómin veitti ríkisábyrgð fyrir 400 miUjóna króna eclendu láni sem Stöðin ætlaði að kaupa. Jón Ótt- ar og félagar áttu síðan fund með Jóni Sigurðssyni viöskiptaráðherra og Ólafi Ragnari Grímssyni íjármála- ráöherra. Þvi næst var beiöni Stöðvar 2 manna lögð fyrir ríkisstjórnarfund síðastliðinn fimmtudag, 28. desemb- er. Úr varð að taka átti ákvörðun um málið á ríkisstjómarfundi daginn eftir, 29. desember. Þeim ríkisstjóm- arfundi var mjög óvænt frestað um morguninn. Nú hófust hlaup og læti. Stöðvar 2 menn sáust á hlaupum í ráðuneytum þennan fræga fostudagseftirmiðdag. Útkoman varö hins vegar sú aö ríkis- stjómin vildi ekki gefa út bráða- birgðalög um ríkisábyrgð handa Stöð 2 en bauð á hinn bóginn viljayfirlýs- ingu þess efnis að hún myndi leggja fyrir Alþingi lagafmmvarp um ríkis- ábyrgð vegna fyrirtækisins. Þetta fannst Verslunarbankanum ekki duga. Næturfundur með ríkinu En spennunni var ekki lokið með aðstoð ríkisins til handa Stöðinni. Áfram var leitað leiða. Eftir mið- nætti á fóstudagskvöld mættu þeir Jón Sveinsson, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, Már Guömundsson, efnahagsráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar, og Bjöm Friðfmnsson, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneyt- inu, á næturfúnd með Stöðvarmönn- um. Þessi fundahöld héldu áfram dag- inn eftir, laugardaginn 30. desember. Um klukkan fimm þennan dag var ljóst að öllu sund voru lokuð til að ríkið kæmi með einum eða öömm hætti inn í myndina. En meðal ann- ars var búið að kanna þann mögu- leika að Atvinnutryggingasjóður, Hlutabréfasjóður eða jafnvel Fram- kvæmdasjóður gætu kömið inn í dæmið. Skuld breytt í eign - Þegar hér var komiö sögu var Verslunarbanki kominn í þá stöðu að verða að tryggja stöðu sína gagn- vart Stöð 2 fyrir gamlársdag en við þann dag mun margumtöluð mats- nefnd bankanna fjögurra í íslands- banka miða í sínu uppgjöri. Verslun- arbankinn mat stöðuna svo síðdegis þennan laugardag aö betra væri að eiga 250 milljóna króna hlut í Stöð 2 heldur en 250 milljóna kröfu vegna láns til Stöðvar 2. Áð eign í fyrirtæk- inu væri öömvísi metin en ótryggt lán til Stöðvarinnar. Á hlutahafafundi Sjónvarps- félgagsins daginn eftir, á gamlársdag, var samþykkt hlutafjáraukning úr um 5,5 milljónum í um 405 milljónir króna. í samkomulaginu, sem gert var á fundinum, tók Eignarhalds- félag Verslunarbankans hf. að sér að ábyrgjast sölu á hlutafé fyrir 250 milljónir króna en fyrri aðaleigend- ur, Jón Óttar, Hans Kristján og Ólaf- ur H., ætluðu að útvega hlutafé upp á um 150 milljónir króna. Þetta hlut- afé er ætlunin að fá út með sölu jarð- arinnar Vatnsenda en Reykjavík hef- ur áhuga á landinu undir bygginga- framkvæmdir. Skyndifundur í bankanum í hádegi á gamlársdag Verslunarbankinn boðaði síðan til fundar með fimm fyrirtækja hópnum í Verslunarbankanum klukkan eitt um hádegið á gamlársdag. Á þennan fund mættu af hálfu bankans þeir Gísli V. Einarsson, formaður banka- ráðs, Tryggvi Pálsson bankastjóri, Orri Vigfússon bankaráðsmaður, Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski, bankaráðsmaður, Þorvarðui' Elíasson, skólastjóri Verslunarbank- ans, og Guðmundur H. Garðarsson bankaráðsmaður. Af hálfu fimm fyr- irtækja hópsins mættu þeir Heklu- bræöur Ingimundur og Sigfús Sig- fússynir, Siguröur Gísli Pálmason, stjórnarformaöur Hagkaups, Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðj- unnar Odda, Árni Samúelsson bíó- kóngur og Lýður Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri Vífilfells. Á fundinn mættu einnig þeir Óskar Magnússon lögmaður og Símon Á. Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi, en þeir voru fimm fyrirtækja hópnum til aðstoöar í samningaviðræöunum við Verslunarbankann. Höskuldur og Jón Óttar í hálftvöfréttum Bankamennirnir gerðu hópnum grein fyrir því hvernig mál heföu þróast á milli bankans og Stöövar 2 og áð bankinn ætti hlut í Stööinni. Jafnframt að þessi 250 milljóna króna hlutur bankans væri til sölu. Á sama tíma voru þeir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Verslunar- bankans, og Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri í hálftvöfréttum á Stöð 2 aö fjalla um málefni Stöðvar- innar og að Eignarhaldsfélag Versl- unarbankans hefði komið inn með 250 milljóna króna hlut í Stöðina. Jón Óttar ljómaöi allur í þessum fréttum og sagði eitthvað á þá leið að þetta væru sín bestu áramót í mörg ár. En hvernig mátti það vera að Jón Óttar væri svona ánægður því ekki var að sjá að mál Stöðvarinnar væru leyst þar sem Verslunarbankinn á eftir að selja meirihluta sinn í Stöð- inni, 250 milljónir króna? Jón Óttar Ijómaði Ástæðan var auðvitað sú að ný stjórn Stöðvar 2, en meirihluti henn- ar er Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans hf., hafði gert 3 ára samning við Jón Óttar, Hans Kristján og Ólaf H. Jónsson. Sömuleiöis lá líka fyrir 3 ára starfssamningur viö Magnús Hjaltested, fjárbónda á jörðinni Vatnsenda, og konu hans, Kristínu Jónsdóttur, systur Ólafs H. Jónsson- ar á Stöð 2. Þannig var tryggt að Jón Óttar yrði sjónvarpsstjóri hjá Stöð- inni næstu þrjú árin þó enn ætti eft- ir að selja meirihlutann í Stöðinni. Fimm fyrirtækja hópurinn hafði í þær sex vikur sem samningaviðræð- ur höföu staðið yfir við bankann ávallt lagt á það ofurkapp að fá meiri- hlutann í Stöðinni til að geta stjórnað henni. Samstarfssamningur tÚ 3 ára við æðstu menn Stöðvar 2 var nokk- uö sem fimm fyrirtækja hópurinn gat ekki sætt sig við. Riftunarkrafa Póls í Pólaris Þegar það lá einnig fyrir að riftun- arkrafa Páls G. Jónssonar í Pólaris haföi á endaspretti ársins verið sam- þykkt breyttist dæmið auðvitað stór- lega. Páll keypti hlutafé fyrir 70 millj- ónir í Stöðinni. Það að ákveða að endurgreiða Páli í Pólaris á núver- andi verðlagi getur því þýtt hátt í 100 milljóna endurgreiðslu. Lengi vel hefur verið rætt um að skuldir Stöövar 2 séu um 1 milljarð- ur. Og raunar var það sú tala sem veifað var framan í fimm fyrirtækja hópinn til aö byrja með. Síðan hefur skuldastaða Stöðvar 2 verið að breyt- ast meðan á viðræðunum hefur stað- ið. Þannig var talan 1.300 milljónir króna nýlega reifuö. Um 100 milljóna króna endurgreiðsla til Páls í Pólaris ætti að hækka þessa tölu í um 1.400 milljónir króna. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála hjá Stöðinni. Tekst Eignarhaldsfélagi Verslunarbank- ans hf. að selja 250 milljóna hlutafé sitt í Stöðinni? Tekst að selja 100 milljóna viöbótarhlutafé sem hlut- hafafundur samþykkti að heimila á gamlársdag? Bjargar Vatnsendi mál- unum? Það er mörgum spurningum ósvarað. Þetta er reyfari.. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 11-12 Bb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 11,5-13 Úb,V- 6mán. uppsögn 13-14 b,Ab Úb.V- 12mán.uppsögn 12-15 b,Ab Lb 18mán. uppsögn 26 Ib Tékkareikningar, alm. 2-4 Sp Sértékkareikningar 10-12 Bb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 0,75-1,5 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-3.0 nema Sp Lb.Bb,- Innlán meðsérkjörum 21 Sb Allir Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7-7,5 Sb Sterlingspund 13-13,75 Úb.Bb,- Vestur-þýsk mörk 6,75-7 lb,V- b.Ab, Úb.lb,- Danskarkrónur 10,5-11,0 Vb.Ab Úb.lb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) Vb.Ab lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 27.5 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 31,5-32,75 Lb.Bb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 32,5-35 Lb.Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,25-8,25 Úb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 28,5-33 Lb.Bb. SDR 10,75 Allir Bandarikjadalir 10,25-10,5 Allir Sterlingspund 16,75 nema Úb.Vb Allir Vestur-þýskmörk 9,75-10 Allir Húsnæðislán 3,5 nema Lb Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 40,4 MEÐALVEXTIR óverðtr. des. 89 •31,6 Verötr. des. 89 7,7. VlSITÖLUR Lánskjaravisitalajan. 2771 stig Lánskjaravísitala des. 2722 stig Byggingavísitala des. 505 stig Byggingavísitalades. 157,9stig Húsaleiguvisitala 3,5% hækkaði 1. okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,508 Einingabréf 2 2,481 Éiningabréf 3 2,971 Skammtímabréf 1,539 Lífeyrisbréf 2,267 Gengisbréf 1,993 Kjarabréf 4,460 Markbréf 2,368 Tekjubréf 1,898 Skyndibréf 1,346 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 2,169 Sjóðsbréf 2 1,662 Sjóðsbréf 3 1,523 Sjóðsbréf 4 1,281 Vaxtasjóðsbréf 1,5225 HLUTABREF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 400 kr. Eimskip 400 kr. Flugleiðir 162 kr. Hampiðjan 172 kr. Hlutabréfasjóður 166 kr. lönaöarbankinn 180 kr. Skagstrendingur hf. 300 kr. Útvegsbankinn hf. 155 kr. Verslunarbankinn 153 kr. Olíufélagið hf. 318 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb=.Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.