Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990.
Fréttir
Fjölskyldan hjálpast að við að sinna Söru, Guðjóni og Sif:
Þau eru róleg og þæg
og sofa á milli gjafa
- segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, móðir þríburanna sem fæddust á aðfangadag
Þríburarnir vaknaðir. Ætli þeir hugsi ekki sem svo: Við erum orðnir svangir og okkur finnst tími til kominn að fá
eitthvað að drekka.
„Enn sem komið er eru þau ósköp
róleg og þæg og sofa á milli gjafa.
Fjölskyldan hjálpast að við að sinna
þeim og við erum yfirleitt tvö til þrjú
sem gefum þeim og skiptum á þeim
þegar þau vakna,“ segir Guðbjörg
Gunnarsdóttir, móöir þríburanna
sem fæddust á aðfangadag.
Þríburarnir komu til síns heima, í
Kópavoginn, af fæðingardeild
Landspítalans á laugardaginn en áð-
ur en börnin komu heim voru þau
skírð og hlutu nöfnin Sara, Guðjón
og Sif.
Þegar DV kom í heimsókn á heimil-
iþríburanna síðdegis í gær sváfu þeir
ósköp værðarlega í þremur rúmum
sem stóðu hlið við hlið í barnaher-
berginu og virtist heimsóknin ekki
trufla þá ýkja mikið. Það var ekki
fyrr en eftir nokkra stund sem einn
þríburinn opnaði augun enda var þá
farið að líða að því þeir ættu að fá
aö drekka.
Guðjón hefur þyngst mest
„Það er ekki erfitt að þekkja þau í
sundur. Sara er stærst og hárið á
henni er ofurlítið rauðleitara en á
Guðjóni og Sif. Hárið á þeim er nán-
ast alveg hvítt. Svo er nokkur stærö-
armunur á bömunum. Annars finnst
okkur Sara hafa annan svip en Guð-
jón og Sif sem em frekar lík,“ segir
Guðbjörg.
Börnin hafa dafnað vel og eru
hraust. Sara, sú elsta, vó tæpar 11
merkur við fæðingu en er nú orðin
rúmar 12 merkur, Guöjón vó 7 '/2
mörk en er nú orðinn 9 merkur og
hefur hann þyngst aðeins meira en
systurnar. Yngsta barnið, Sif, vó 9
merkur þegar hún fæddist en hefur
nú bætt við sig hálfri mörk.
„Þau vom ekki lengdarmæld þegar
þau yoru útskrifuð af spítalanum og
okkur var sagt að það yrði ekki gert
fyrr en eftir fimm til sex vikur. Við
vitum því ekki hvort bömin hafa
lengst eitthvað síðan þau fæddust,"
segir faðir þríburanna, Ólafur Guð-
jónsson.
Gefið sjö sinnum á sólarhring
„Við gefum þeim sjö sinnum á sól-
arhring. Yfir nóttina sleppum við
einni gjöf til að við fáum aðeins lengri
hvíld. Við emm yfirleitt búin að gefa
þeim um klukkan hálftvö - eftir það
sofa þau til klukkan sex en þá byrja
þau að vakna og vilja fá mat sinn og
engar refjar. Við reynum að vera eins
fljót að gefa þeim og skipta á þeim
og við getum svo að það séu einhver
hlé á milli gjafa, ef það tekur of lang-
an tíma aö sinna þeim í hvert skipti
fá þau ekki næga hvfld.
„Þau taka vel við, þó er strákurinn
sýnu duglegastur við að drekka,
hann er alltaf svangur. Sú elsta er
hins vegar miklu rólegri og stundum
finnst manni eins og hún sé stöðugt
syfjuð," segir mamman.
Það þarf mikinn útbúnað þegar
þrjú börn koma í heiminn í einu. Það
þarf þrennt af öllu og bleyjumar,
sem notaðar em yfir sólarhringinn,
em margar en foreldrar þríburanna
reikna með að 25-30 stykki þurfi dag
hvem.
Samhent fjölskylda
„Fjölskyldan ætlar að hjálpast að
við að sinna börnunum, afar og
ömmur ætla að hjálpa tfl og svo ætl-
ar systir mín að koma og hjálpa mér
á daginn. Auk þess munum við fá
aðstoð frá Kópavogsbæ en bæjarráð-
ið hefur samþykkt að greiða konu
fyrir að koma og hjálpa okkur við
heimilisstörfin hluta úr degi.
Það leggjast því allir á eitt við að
gera okkur þetta sem auðveldast,"
segja hinir stoltu þríburaforeldrar.
-J.Mar
Rúm þríburanna standa hlið við hlið í barnaherberginu. DV-mynd BG.
Engar borgarstjórnarkosningar
Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa
ákveðið að efna ekki til prófkjörs
um frambjóðendur sína til borgar-
stjómar. Þeir héldu fund á Sögu
og þar mættu fleiri en vanalega
tíðkast á fundi hjá stjómmála:
flokkum. í fyrstu héldu ókunnugir
að nú væri eitthvað í uppsiglingu
hjá sjálfstæðismönnum og stórar
ákvarðanir í vændum. En svo kom
í ljós aö flokksbundnir loyalistar
safnast ekki saman til fundahalda
til að taka ákvarðanir. Þeir koma
saman til að samþykkja þær
ákvarðanir sem búið er að taka
fyrir þá. Það var sem sagt búið að
ákveða í innsta hring Sjálfstæðis-
flokksins að fella niður prófkjör og
loyalistamir hópuðust á Sögu til
að styðja þá ákvörðun.
Af hveiju ættu líka sjálfstæðis-
menn að vera hafa fyrir því að láta
kjósa um það hvaöa menn skipi
framboðslistann? Davíö Oddsson
ræður því sem hann vill ráða og
stjómar borginni af slíkum skör-
ungsskap að þar veröur ekki bætt
um betur. Aðrir borgarfulltrúar
eru til uppfyllingar og handaupp-
réttinga og hafa staðið sig með núk-
illi prýði í þeim hlutverkum. Þar
þarf engu að breyta. Allt er þetta
sómafólk sem er ekki þekkt fyrir
annaö en að vera óþekkt og láta
fara lítið fyrir sér.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn fer aö
efna til prófkjörs kann það að ger-
ast að nýtt fólk gefl kost á sér sem
ekki veit að það á að láta fara lítið
fyrir sér og getur jafnvel farið að
trufla borgarstjórann við störf sín.
Slíkt væri ábyrgðarlaust meö öllu
og ástæðulaus áhætta. Ef einhverj-
um kynni að detta í hug að breyta
listanum er nærtækast að bera það
undir Davið sjálfan, sem ræöur því
hvort sem er. Útkoman úr próf-
kjöri mundi verða návæmlega sú
sama og Davíð vill að hún sé og
þess vegna er miklu betra að stytta
sér leiðina og tala beint við Davíð
sjálfan í staðinn fyrir að vera að
ómaka sig við prófkjör.
Ekki má heldur gleyma því að
allir em hundrað prósent klárir á
því að Davíö mun vinna auðveldan
sigur í borgarstjómarkosningun-
um í vor. Kosingamar era formsat-
riði og þetta vita hinir flokkarnir
líka. Þess vegna era þeir hættir við
aö hafa prófkjör eins og Sjálfstæð-
isflokkurinn, nema þá helst þeir
hjá Alþýðuflokknum og Borgara-
flokknum.Borgaraflokkurinn hef-
ur ekki prófkjör vegna þess að
hann veit ekki hvort nokkur er enn
í flokknum, en Alþýðuflokkurinn
ætlar að bregða á það ráð að hafa
opiö prófkjör sem mun hugsanlega
leiða til þess að Alþýðuflokkurinn
mun bjóða fram fólk úr öðrum
flokkum.
Þannig geta borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins, sem ekki komast
lengur á D-hstann þegar Davíð vill
ekki lengur hafa þá á Ustanum, tek-
ið þátt í prófkjöri hjá Alþýðu-
flokknum og komist bakdyramegin
í borgarstjóm. Þessi tilhtssemi Al-
þýðuflokksins við sjálfstæðismenn,
sem rúmast ekki á lista Sjálfstæðis-
flokksins, er ný af nálinhi í pólitík.
En hún er í samræmi við tíðarand-
ann og þann mikla einhug sem rík-
ir um það að Davíð stjómi borginni
áfram. Á næsta kjörtímabili mun
hann sem sagt eiga borgarfulltrúa
á öðrum Ustum en sínum eigin, til
viðbótar við þá sem hann hefur í
vasanum frá þeim flokkunum sem
eru búnir að gefast upp við aö hafa
prófkjör í sínum eigin flokkum.
Dagfari bendir á að svona stabílt
póUtískt ástand ereinsdæmi í Evr-
ópu um þessar mundir. Til skamms
tíma var ástandið einnig stabílt í
Austur-Evrópu þar sem einn flokk-
ur og einn maður réðu ferðinni, en
nú er búið að eyðileggja það. Nú
er déskotans lýðræðið búið að eyði-
leggja það. Reykjavík stendur ein
eftir eins og vin í eyðimörkinni.
Viö getum verið stoltir af þessu sta-
biUteti, Reykvíkingar.
Úr þvi sem komið er telur Dag-
fari það einsýnt að borgarstjórnar-
kosningar era óþarfar. Það á að
leggja niður svona kosningavit-
leysu. Prófkjör eru óþörf og kosn-
ingar eru óþarfar meöan Davíðs
nýtur við. Næst á fuUtrúaráðið í
Sjálfstæðisflokknum að fjölmenna
á Sögu til að greiöa atkvæöi með
því aö borgarstjórnarkosningar
verði lagðar niður meðan Davíð
Oddsson er borgarstjóri. Það vita
alUr hvernig úrslit þeirra verða
hvort sem er. Þar að auki er
ástæðulaust að kjósa fólk í borgar-
stjórn til að rétta upp hendumar
þegar Davíð sjálfur getur gert þetta
einn.
Dagfari