Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990.
5
r>v Fréttir
Akureyri:
fjolgun
auðgun-
arbrota
Gylfi Kristjánason, DV, Akureyii
MMl flölgun varð á auðgunar-
brotum á Akureyri á síðasta ári
miðaö ,við árið á undan, sam-
kvæmt upplýsingum frá rann-
sóknarlögreglunni í bænum.
Þjófnaðir á Akureyri á síðasta
ári voru 187 talsins, en voru 141
árið á undan. Misnotkun tékka
•var kærö í 43 tilfellum miðað viö
26 árið á undan og tilfeRum um
tékkafals tjölgaði úr 31 í 90 á milli
áranna.
Af öörum umfangsmiklum
málaflokkum má nefna að bíl-
þjóihuðum flölgaði úr 13 í 23, inn-
brotura úr 30 í 74, minniháttar
líkamsárásum úr 43 í 62, meiri-
háttar líkamsárásum úr 7 í 9 og
skemmdarverkum úr 85 árið 1988
í 108 á síöasta ári. Það jákvæð-
asta, að sögn Daníels Snorrason-
ar, var að slysum í umferðinni
fækkaðí úr 63 árið 1988 í 46 á síð-
asta ári.
Alls fékk rannsóknarlögreglan
á Akureyri 1858 mál til meðferðar
á síöasta ári en árið áður voru
mál 1457 talsins. Verulegan hluta
þessarar íjölgunar mála má rekja
til skipulagsbreytinga sem m.a.
eru fólgnar í þvi að rannsóknar-
lögreglan hefur nú tekið að sér
imúieimtu sekta og írágang mála
fyrir bæjarfógetaembættið. Læt-
ur nærri aö. fjölgun mála af þeim
sökum sé um 300.
Ólafsfjarðarmúli:
gegn í mars
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyii
Jarðgangamenn í Ólafsfjarðar-
múla eru komnir úr jólaleyfi og
teknir til við sprengingar að nýju.
Þegar þeir tóku til starfa aftur
eftir áramótin voru göngin orðin
tæplega 2700 metra löng og því
tæplega 500 metrar eftir þar til
göngin verða komin alla leið i
gegn.
Vinna við gangagerðina heíúr
alla tið gengiö mjög vel og er á
undan áætlun. Með sama áfram-
haldi er reiknað með að fljólega
í mars nái göngin gegnum fjalliö
og tekur þá við önnur vinna, s.s.
viö frárennslisrennur, vegagerö,
lýsingu og fleira. Göngin verða
ekki opnuð fýrir umferö fyrr en
öllum framkvæmdum er lokið,
en talið er að þaö verði í septemb-
er eða október.
FRAMLEIÐUM
ALLAR GERÐIR
STIMPLA
P0a)S3(l«æ
KRÚKHALSI 6 SlMI 671900 [I
SLEPPTU EKKI
HENDINNI
AF HEPPNINNI!
Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfall og hjá Happdrætti Háskólans,
því 70% af veltunni renna beint til vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikil
og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 2000 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur
hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt
númer - allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 milljónir króna í hverjum
mánuði og 25 milljónir í desember.
Tryggðu þér happamiða strax - þú mátt bara til!
HAPPDRÆTTI
HASKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
ARGUS/SÍA