Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Síða 6
22
MÁNUDAGtJR 15: JANÚAR 1990.
Iþróttir
• Hér er Hannes Hilmarsson að
leiðbeina yngsta nemandanum,
Arnari Hallbjörnssyni, 10 ára. Arnar
tilheyrir reyndar ekki þessum ald-
ursilokki, en fékk að fljóta með, enda
áhugasamur með afbrigðum. Byrj-
endur eru með hvítt belti.
DV-mynd Hson
Umsjón:
Halldór Halldórsson
Fram meistari 2. flokks
með miklum tilþrifum
• Reykjavikurmeistarar ÍR i 3. flokki karla í innanhússknattspyrnu. Liðið
er þannig skipað: Brynjar Arnarsson, Bjarki Stefánsson, Arnar Valsson,
Arnar Jónsson, Aðalsteinn Richter, Helgi Hannesson, Kjartan Kjartansson,
Guðjón Guðmundsson og Gunnar Gurfnarsson. Þjálfari er Kristján Guð-
mundsson. DV-mynd Hson
„Karate á auknum vinsældum að
fagna, í það minnsta í Garðabæ. Hér
æfa að staðaldri um 100 manns, þar
af eru 40 byijendur. Aðsóknin er svo
mikil að við urðum að vísa fólki frá.
Þessir nemendur, sem eru nú að æfa,
lofa mjög góðu og áhugi þeirra er
mikill. Ég er viss um að þeir geta náð
mjög langt haldi þeir áfram af sama
krafti og hingað til,“ sagði Hannes
Hilmarsson en hann var við kennslu
fyrir byijendur þegar DV leit inn á
æfmgu hjá karatedeild Stjörnunnar
um áramótin.
Hann sagði ennfremur að þeir
nemendur, sem hann væri að þjálfa
nú, væru í grunnkennslu eða 1. stigi
en stigin væru 10 talsins fyrir ungl-
ingaúlO kyu).
Gaman að prófa eitthvað nýtt
DV tók stúlkurnar tali eftir æfmguna
og spurði þær hvað væri svona heill-
andi við karate: „Þetta er mjög
skemmtilegt og styrkjandi á allan
hátt og gamán að prófa eitthvað
nýtt,“ sagði Kristín Berghnd Valdi-
marsdóttir. Stöllur hennar, Bryndís
Garöarsdóttir og Elísabet María Stef-
ánsdóttir, tóku undir þessi orð og
bættu við að það væru allir í fótbolta
eða handbolta. Þær hefðu allar spilað
og æft handbolta en viljað breyta til.
„Við ætlum að halda áfram og reyna
að ná langt í íþróttinni," voru loka-
orð stúlknanna. En hvað skyldi vera
erfiðasta sparkið? „Það er „Yoga-
Giri“, það er alveg bijálæðislegt en
rosalega erfitt,“ var viðkvæði stelpn-
anna.
En nú gafst ekki lengri tími til að
spjalla við stúlkurnar því að þjálfari
þeirra kallaði á þær til að horfa á
vídeómynd frá síðustu heimsmeist-
arakeppni og slíka veislu var náttúr-
lega engan veginn hægt aö láta fara
fram hjá sér.
Hson
• Hluti af hinum stóra hópi sem
stundar karate hjá Stjörnunni. Stúlk-
urnar i aftari röð, frá vinstri eru:
Kristín Berglind Valdimarsdóttir, El-
ísabet María Stefánsdóttir og Brynd-
ís Garðarsdóttir. Kennarinn, Hannes
Hilmarsson, er annar frá vinstri í
fremri röð. Aðrir eru Einar Einars-
son, Viktor Davíö Sigurðsson, Þröst-
ur Freyr Snæbjörnsson, Andri Ægis-
son og Arnar Hallbjörnsson (10 ára).
DV-mynd Hson
Um 100 manns æfa
karate í Garðabæ
- litið inn á æfingu hjá Stjömunni
- frammistaða ÍR-inga í Reykjavikurmótinu vekur athygli
Tilþrif 2. flokks strákanna í Fram
voru hreint stórkostleg í Seljaskóla
sl. sunnudag en þá var leikið til úr-
slita í Reykjavíkurmótinu í knatt-
spymu innanhúss. Þeir sigruðu flest
liðanna með miklum yfirburðum og
unnu síðan KR í úrslitaleik, 6-3.
KR-ingar stóðu sig nokkuð vel fram-
an af leiknum en síðan ekki söguna
meir. Staðan í hálfleik var 3-1 fyrir
Fram.
Tækni Framara er slík að það
minnti einna helst á sirkusatriði, slík
vom tilþrifin. Ljóst er að hér er í
uppsiglingu stórÚð og verður gaman
að fylgjast með framhaidinu. Mörk
Fram skoruöu þeir Anton Markús-
son 2, Ríkarður Daðason, Pétur Mar-
teinsson, Guðmundur Gíslason og
Guðbjartur Auðunsson.
KR-liðið byijaöi nokkuð vel og
skoruðu strákamir fyrsta mark
leiksins en þeir áttu einfaldlega ekk-
ert svar við fjölbreyttum leik and-
stæöinganna. Þjálfari þeirra gerði og
mistök í innáskiptingum, sem kost-
aði í það minnsta eitt mark. Það gerði
þó ekki gæfumuninn. KR-liðið er
sterkt á pappírnum en að öllum lik-
indum hafa þeir ekki imdirbúiö sig
nógu vel í þetta sinn. Mörk KR gerðu
þeir Ólafur Jóhannsson, Óskar Þor-
valdsson, og Flóki Haildórsson.
ÍR-ingar meistarar í 3. flokki
Til úrslita í 3. flokki léku ÍR og Vík-
ingur. Leikurinn var mjög spennandi
alveg frá fyrstu mínútu tÚ þeirrar
síöustu. Leikurinn var lengst af jafn
í markatölu. Enþegar flautað var til
leiksloka höfðu IR-ingar vinninginn,
6-5. ÍR-liðið var heilsteyptara og er
sigurinn því réttlátur. Hjá Víkingum
bar mest á Helga Sigurðssyni sem
skoraði 3 mörk. Gauti Marteinsson 1
og Guðmundur 1. Mörk ÍR: Gunnar
Gunnarsson 3, Kjartan Kjartansson
2, Amar Valsson 1. ÍR-ingar eru með
góðan 3. flokk og em strákamir til
alls vísir á leikárinu. Þessi liðskjarni
varð Reykjavíkurmeistari 1986 (ut-
anhúss) og náði 3. sæti á íslandsmót-
inu (utanhúss) í 4. flokki 1988.
Athygli vakti hin góða frammi-
staða ÍR-inga í hinu nýafstaöna
Reykjavíkurmóti. Félagið vann 2
meistaratitla og komust öll önnur
karlalið félagsins í milliriðla og var
ÍR eitt félaga sem hampaði þeim ár-
angri. Það er mikill vakning innan
félagsins um þessar mundir, ekki
hvað síst er varðar yngri flokkana
og ætti hinn nýi grasvöllur þeirra
ekki að spilla fyrir á komandi sumri.
Myndir af öðrum meisturum veröa
að bíða næsta mánudags.
-Hson
• Reykjavíkurmeistarar Fram i 2. flokki karla. Aftari röó frá vinstri: Ólafur
Orrason stjórnarmaöur, Pétur Marteinsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Anton
Markússon, Ríkharður Daðason, Þorsteinn Bender, Haukur Pálmason og
Magnús Jónsson þjálfari. Fremri röð: Guðmundur Gíslason, Hrannar Hall-
kelsson, Steinar Guðgeirsson, Friðrik Þorsteinsson, Guðbjartur Auðunsson
og Þorri Ólafsson. DV-mynd Hson