Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 3
mu h/:.ívja- m m'jfAYYwm FÖSTUDÁGUR 19.' JÁNÚAR 1990. Dans- staðir Ártún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporiö leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Bjórhöllin, Gerðubergi 1, Opið öll kvöld frá kl. 17.30-1 og um helgar til kl. 3. Lifandi músík fimmtudags-, fóstudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöld. Casablanca, Skúlagötu 30 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Danshöllin, Brautarhölti 22, s. 23333 „Þjóðbjörg og Doddi bregða fyrir sig betri fætinum" frumsýning laugar- dagskvöld. Klakabandið frá Ólafsvík leikur fyrir dansi fóstudags- og laug- ardagskvöld á annarri hæðinni. Lúdó og Stefán leika fyrir dansi í Mánasal á fóstudagskvöld. Duus-hús, Fischersundi, simi 14446 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Fjörðurinn, Strandgötu 30, simi 50249 Hljómsveit leikur fyrir dansi á fóstu- dags- og laugardagskvöld. Danshúsið Glæsibær, Álfheimum, sími 686220 Danshljómsveitin leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Gestasöngvari Haukur Morthens. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík Hin góðkunna hljómsveit Ðe Lónlí Blú Bojs leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fóstudagskvöld, hljómsveit- in Síðan skein sól leikur fyrir dansi laugardagskvöld. Borgarkráin er op- in til kl. 24 báða dagana. Gömlu dans- arnir með hljómsveit Jóns Sigurðs- sonar á sunnudagskvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, simi 82200 Dansleikir fóstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Opið frá kl. 19-1. Hótel ísland, Ármúla 9, sími 687111 Einkasamkvæmi fóstudagskvöld. Söngskemmtunin „Rokkóperur" á laugardagskvöld. Hljómsveitin Stjórnin leikur fyrir dansi laugar- dagskvöld. Á Café Islandspilar Kvartett Tómasar R. Einarssonar á laugardagskvöld. Hótel Saga Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi. Keisarinn v/Hlemmtorg Diskótek föstdags- og laugardags- kvöld. Sportklúbburinn, Borgartúni 22 Hljómsveit leikur fyrir dansi fóstu- dags- og laugardagskvöld. Pöbb og diskó. Staupasteinn, Smiðjuvegi 14D, s. 670347 Hljómsveit leikur fyrir dansi fóstu- dags- og laugardagskvöld. Tunglið og Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, simi 621625 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. HTIttMTTlf IffFlfl I HTl lltllin.il s Hlfll'HllHWl-IUi ' uffjífM J t i l.ft.l-t 5. Hl vVt S : * ' í f Ff tf! i í í i f 1) Margrét Guðmundsdóttir, Bessi Bjarnason og Rúrik Haraldsson halda Klakabandið leikur fyrir dansi í Danshöllinni um helgina. uppiglensi í skemmtiprógramminum Þjóðbjörg og Doddi. Danshöllin: Þjóðbjörg og Doddi bregða undir sig betri fætinum Nýtt skemmtiprógramm verður frumsýnt í Danshöllinni á laugar- dagskvöld. Er þaö sýningin Þjóð- björg og Doddi bregða undir sig betri fætinum. Leikstjóri og hand- ritshöfundur er Hlín Agnarsdóttir. Leikarar eru hin landsþekktu Bessi Bjamason, Rúrik Haraldsson og Margrét Guðmundsdóttir. Margrét og Rúrik leika hjónin Sissu og Dodda. Þegar leikurinn byijar eru þau að búa sig undir að fara á ball, þá birtist Þjóðbjörg (Bessi Bjarnason) en hún er móðir Dodda sem ávallt verður Uth drengurinn hennar. Það endar með því að þau fara öll þrjú á dansleik- inn, leikurinn gerist svo á sviði og á gólfi og við borð í salnum. Inn í leikinn fléttast svo skemmti- prógramm í Danshöllinni, söng- konan Jóhanna Þórhallsdóttir og danspar sem sýnir sérstaklega æfð- an dans fyrir sýninguna. Tvær hljómsveitir leika fyrir dansi í Danshöllinni um helgina. Á fostudagskvöld leika Lúdó og Stef- án og Klakabandið frá Ólafsvík leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Nokkrir meðlimir í Klúbbi matreiðslumeistara, talið frá vinstri: Bragi Ingason, Brynjar Eymundsson, Sigurvin Gunnarsson, Skúli Hansen, Kristján Sæmundsson, Gísli Thoroddsen, Birgir Pálsson, Þórarinn Guð- laugsson og Hilmar B. Jónsson. Hótel Holiday Inn: Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðsiumeistara íþróttahöllin á Akureyri: Vélsleðasýning - Vélsleðamarkaður í íþróttahöllinni á Akureyri verður um helgina sýning á vél- sleðum, útbúnaði og útilífsvörum. Sýndar verða 1990 árgerðimar af Artic cat, Polaris, Ski-doo og Yama- ha. Einnig verður til sýnis úrval af notuðum sleðum og hjólum sem verða til sölu á útisvæði. Þá verða einnig á sýningunni aftanísleðar, vélsleðakerrur, kuldafatnaður, kuldaskór og margt fleira sem, tengist útiveru á vetuma. Boðið verður upp á verklega kennslu í notkun Loran staðsetn- ingartækja kl. 15 á laugardaginn. Skátar verða til staðar og gefa leið- beiningar og heilræði um ferðalög og ef veður leyfir verður samæfing björgunarsveita og landhelgisþyrl- unnar. Sýningin er opin á laugar- daginn frá kl. 13-18 og á sunnudag- Allir nýjustu vélsleðarnir og út- búnaður verður til sýnis á vél- sleðasýningunni i íþróttahöllinni á Akureyri. inn frá kl. 11-16. í tengslum viö sýninguna verður haldin árshátíð LÍV í Sjallanum á laugardagskvöld og hefst hún með borðhaldi kl. 19.30. Klúbbur matreiðslumeistara hefur gengist fyrir stofnun matar- klúbbs og verður fyrsti kvöldverö- urinn á laugardaginn á Hótel Holiday Inn. Klúbbur þessi verður takmarkaður við íjörutíu meðlima- kort og er þegar farið að selja þau. Gildir hvert kort fyrir tvo. Kortin verða númeruð og geta menn framselt þau til annarra geti þeir ekki mætt umrætt kvöld. Ætl- unin er að hafa einn hátíðarkvöld- verö á ári og ef til vill fleiri uppá- komur. Aðaltilgangur stofnun klúbbsins er fjáröflun Klúbbs matreiðslu- meistara. Nú þegar er KM orðinn aðili að alheimssamtökum mat- reiöslumeistara og er ætlunin að taka þátt í alþjóðlegum matreiðslu- keppnum. Það kostar ærið fé fyrir litinn klúbb og lítið þátttökuland. Kvöldverðir í matarklúbbnum verða ekki ódýrir en matreiðslu- meistararnir lofa líka að þeir verði ógleymanlegir. Fyrsti hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara er þeg- ar ákveðinn eins og áður sagði á laugardagskvöldið og verður heið- ursgestur þetta fyrsta kvöld Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, en veislustjóri Ragnar Borg, heiðurs- konsúll Ítalíu á íslandi. Brandarakeppni á Hótel Borg Skemmtileg nýjung verður á Hótel Borg á sunnudagskvöldið þegar aöstandendur staðarins ætla að efna til brandarakeppni. Hefst hún kl. 22 og verður þannig háttað að þrír „grafalvarlegir" menn verða valdir í dómnefnd. Þegar þaö er búið mega gestir staðarins koma upp og segja brandara eins og þá lystir. Ef einhver fær alla dómnefndar- menn til að brosa og hlæja fá allir frían bjór en ef aðeins tveir brosa og hlæja fær aðeins kvenfólkið bjór. Má búast við að margir snið- ugir brandarar líti dagsins ljós en hvort þeir verða nógu sniðugir til að dómnefndarmenn brosi kemur ekki í ljós fyrr en á sunnudags- kvöld. Borgarleikhúsið: Töfrasprotinn Barna- og fjölskyldusýningin Töfrasprotinn, sem er á stóra sviði Borgárleikhússins, hefur notið mikilla vinsælda. Um helgina er uppselt á báðar sýningarnar sem verða kl. 14 á laugardag og sunnu- dag. Höll sumarlandsins er einnig sýnt á stóra sviðinu. Þrítugasta sýningin verður um helgina og sú fertugasta og fimmta á Ljósi heims- ins á litla sviðinu. Verða sýningar á „Höllinni“ og „Ljósinu" í kvöld, laugardag og sunnudag og hefjast þær kl. 20. Næsta verkefni Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu er Kjöt eftir Ólaf Hauk Símonarson. Standa lokaæfingar yfir þessa dag- ana en frumsýning er fyrirhuguð fostudaginn 26. janúar. Verkið ger- ist í vesturbænum í Reykjavík 1963, baka til í virðulegri kjötverslun, og ber margt á góma hjá verslunar- Steinn Ármann Magnússon og Kjartan Bjargmundsson leika Baldur og Álf sem leita Töfrasprot- ans. stjóranum og starfsmönnum hans. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.