Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Page 1
Eddie Skoller grínast við áhorfendur þegar hann skemmti í Islensku óperunni fyrir tveimur árum. Eddie Skoller í íslensku óperunni: Húmor sem slendingar kunna að meta Fyrir tveimur árum kom hinn þekkti grínisti Eddie Skoller til landsins á vegum Lionsklúbbsins Njarðar og hélt þrjár skemmtanir í íslensku óperunni og var húsfyllir á þeim öllum. Vegna fjölda tilmæla var farið að reyna að fá hann aftur til landsins og tókst það fyrir stuttu en Skoller er mikill heimshomaflakkari og hefur skemmt í öllum heims- homum. Mun hann skemmta á laug- ardags- og sunnudagskvöld. Eddie Skoller, sem er fertugur að aldri, er nú talinn vinsælasti skemmtikraftur á Norðurlöndum og hefur hann ávallt fyllt stærstu tón- listarsali í mörgum löndum. Nýlega hefur hann heimsótt svo ólíkar borg- ir sem Moskvu, Singapore, Hong Kong, Bangkok, Manila, Melboume og London. Skoller kemur ávallt fram einn með gítarinn sinn og sem skemmtikrafti hefur honum verið líkt við Victor Borge. Eddie Skoller fæddist í Bandaríkj- unum. Faðir hans, Arne, fæddist í Sovétríkjunum og móðir hans, Ingrid, fæddist í Svíþjóð. Þegar Eddie Skoller var sex ára gamall flutti fjöl- skylda hans til Danmerkur þar sem hann ólst upp. Fyrstu skref hans á leiksviði sem skemmtikraftur vom í kringum 1970 og einnig lék hann á þeim tíma í söngleiknum Hárinu eða 1971. Fljótlega eftir það byrjaði hann að koma fram einn sem tónlistarmaður og um leið notfærði hann sér með- fæddan húmor sér til framdráttar. Hann vakti fljótlega athygli og söng inn á metsöluplötur sem ekki aðeins urðu vinsælar í Danmörku heldur víða í Evrópu. Má nefna lagið What Did You Learn in School Today sem varð það lag sem vakti fyrst athygli á honum hér á landi. Það er mikill fengur aö fá Eddie Skoller til landsins. Þessum skemmtilega grinista tekst aö ná fram hjá áhorfendum hlátri sem lifir lengi í minningunni. Þess má geta að allt starf innan lionshreyfingar- innar er unnið í sjálfboðavinnu og því fer afiur afrakstur tónleikanna óskertur til líknarmála. Ferðafélag íslands - árstíðaferð: Heiðmörk aö vetri Ein af nýjungunum, sem Ferðafélag íslands býður upp á í ár, eru árstíða- ferðir í Heiðmörk. Verður fyrsta ferðin farin á sunnudaginn og nefnist hún Heiðmörk að vetri. í augum A gönguferð í Heiðmörkinni. flestra er Heiömörkin líklega fyrst og fremst sumarland til útiveru en hún getur einnig verið heillandi á vetuma. í árstíðaferðum verður jafnan farið í skógarreit Ferðafélagsins en árið 1950 fékk félagið úthlutað spildu í Heiðmörkinni þar sem gróðursettar hafa verið um hundrað þúsund trjá- plöntur. Þangað hafa verið farnar gróðursetningarferðir á hverju vori og á síöari árum til grisjunar og áburðargjafar. í gönguferðinni á sunnudaginn verður komið víðar við en í skógar- reitnum. Byrjað verður við Höfuð- leðurshól hjá Silungapolh og haldið að Hólmsborg, fallega hringhlaðinni fjárborg frá árinu 1918. Þaðan er gengið í Skógarhlíöarkrika og Skóg- arreit FÍ og síðan til baka að Rauð- hólum. Rauðhólarnir eru sem kunnugt er friðlýstir gervigighólar, um 80 að tölu. Fyrir friðlýsinguna 1961 var þar unnið mikið efnisnám svo eystri hluta þeirra var mikið spillt. En þeir eru ekki síður skoðunarverðir af þeim sökum. Gangan er tilvalin fjölskylduferð og er brottfór frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, kl. 13. ...... —' ** Fyrsta kvikmyndin á vortímabili er Landslag í þoku sem var kosin besta kvikmynd í Evrópu i fyrra. Kvikmyndaklúbbur íslands: Nítján kvikmyndir ávortímabili Kvikmyndaklúbbur íslands hóf þriðja sýningartímabil sitt í gær með sýningu myndarinnar Lands- lag í þoku (Topio stin Omichh) sem er grísk frá 1988 og er leikstjóri Theo Angelopoulos. Sú mynd var valin besta kvikmynd Evrópu 1989. Verður landslag í þoku endursýnd á laugardaginn og er nánar fjallað um hana á kvikmyndasíðu í helg- arkálfinum. Næsta kvikmynd, sem klúbburinn sýnir, er einnig eftir Angelopoulous og heitir Ferð til Kithira. Megináherslur á þessu vortíma- bih verða lagöar á film noir mynd- ir frá Bandaríkjunum og á sænskar kvikmyndir frá öðrum og þriðja tug aldarinnar. Einnig verða sýnd- ar þrjár hrylUngsmyndir í lok tímabUsins. Tvær eru eftir B- myndákónginn Roger Corman og ein eftir Andy Warhol en það er þrívíddarmynd hans um Franken- stein. Þá verða sýndar tvær kvikmynd- ir frá Ítalíu, þijár frá Sovétríkjun- um, tvær frá Grikklandi og ein ferá Frakklandi. Og síöast en ekki síst verður ein íslensk kvikmynd, Rokk í Reykjavík, eftir Friðrik Þór Frið- riksson. Starfsemi kvikmyndaklúbbsins byggist á því að meðUmir hans kaupi félagsskírteini sem gilda frá 18. janúar til 26. maí. Með því öðl- ast þeir rétt á að kaupa aðgöngu- miða á hóflegu verði. Aðgöngumið- ar fást ekki aíhentir nema gegn framvísun félagsskírteinis. Félags- skírteinið kostar 100 kr. og að- göngumiðinn 300 kr. á hverja sýn- ingu. Sýningar eru í Regnboganum við Hverfisgötu á fimmtudögum kl. 21.00 og 23.15 í Utlum sal og á laug- ardögum kl. 15.00 í stórum sal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.