Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 8
24 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990. Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson V Þaö er áberandi hvaö gaman- myndir eru vinsælar þessa dagana. Fjórar efstu myndirnar á listanum eru gamanmyndir. Farsinn The Naked Gun heldur fyrsta sætinu en fær verðugan keppinaut fljót- lega þar sem Working Girl kemur beint inn í íjórða sætið, sína fyrstu viku á lista. Nánar er fjallað um þá mynd hér á síðunni. Tvær aðrar myndir koma inn á listann. Hin rómaða myod Francis Ford Coppola um bílasmiöinn Tuc- ker fer í áttunda sætið og saka- málamyndin The Gunrunner í níunda sætið. Mynd þessi hefur nokkra sérstöðu. Hún er kanadísk og gerð 1984. Ekki trúðu framleið- endur á myndina og var hún sett í geymslu. Það var ekki fyrr en stjarna Kevin Costners fór aö skína skært að dustað var af henni rykið og hún sett á markaðinn. DV-LISTINN 1. (1) The Naked Gun 2. (10) My Stepmother is a Aiien 3. (2) Her Alibi 4. (-) Working Girl 5. (3) Who Framed Roger Rabbit 6. (4) Three Fugitive 7. (5) Rain Man 8. (-) Tucker 9. (-) The Gunrunner 10. (6) Cry in the Dark irkYi © Lyginni líkast THE ADVENTURES OF BARON MUNC- HAUSEN Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Terry Gilliam. Handrit: Char- les McKeown og Terry Gilliam. Aóal- hlutverk: John Neville, Eric Idle, Sarah Polley, Oliver Reed, Uma Thurman, Sting, Robin Williams og Jonathan Pryce. Bresk 1988.121 mín. Ekki viö hæfi mjög ungra barna. v>m«t «5« «85 me ~m -ík «KM»3WwiMcatt-r«Kanf-r»jUH * Það vakti mikla athygli þegar hluti af Monty Python genginu ák- vað að hella sér út í gerð einna dýrustu myndar sem framleidd hefur verið í Evrópu með lygasögur Munchausen baróns í farteskinu. Gilliam var fengin til að leikstýra þessu en hann á meðal annars að baki hinna furðulegu Time Bandit ásamt hinni lofuðu Brazil sem ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur fengu að sjá nýlega. Útkoman er mjög í ætt við Time Bandit. Sést það meðal annars á furöulegri sviðsmynd og allt að því tilraunakenndri starfsemi við hana ásamt því að leita uppi nýstárleg sjónarhorn fyrir myndavélina. Stundum tekst þetta ákaflega skemmtilega en miöur þess á milli. Sjónræn upplifun verður oft mjög sterk í myndinni. Það væri til að æra óstöðugan að ætla að fara að tíunda söguþráðinn en sjálfsagt eru þeir margir sem kannast við ævintýri barónsins úr Æskunni. Myndin er uppátektar- söm og inn á milli eru sjöll atriði og má meðal annars nefna innskot Robins Williams sem karhnn í tunglinu. -SMJ PERSONAL VENDETTA Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: John Leewellyn Moxey. Handrit: Stephen Zito. Aðalhlutverk: Susan Lucci, Mlchael Nader, Rosco Born. Bandarísk 1988. 91 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Myndin segir frá ungri konu sem horfir á foreldra sína myrta í maf- íudeilu. Hún er tekin í fóstur af háttsettum mafíuforingja og teng- ist síðan fjölskyldunni. Stúlkan er gáfuð, hæfileikarík og fogur og kemst að loky m til metorða í maf- íunni. Á köflum nær myndin þokkalega mafíudrama en flatneskjuleg per- sónusköpun slær hana niður þess á milli. Það er ekki nema gamli mafíuforinginn Viktor sem býr yfir þeim persónutöfrum sem vega svo þungt í blóhefndaranda mafíu- mynda. Myndin dettur niður á köfl- um en hún býr þó yfir ákveðnum sjarma sem ber hana hálfa leið. Annars mun Guðfaðirinn III vera á leiðinni svo aö aðdáendur mafíu- mynda geta farið að taka gleði sína á ný. -SMJ ★★‘/2 0 Rösk stúlka WORKING GIRL Útgefandi: Steinar. Leikstjóri: Mike Nichols. Handrit: Kevin Wade. Framleiðandi: Robert Greenhut og Laurence Mark. Aðalhlutverk: Sigo- urney Weaver, Melanie Griffith og Harri- son Ford. Bandarisk 1988. 108 min. öllum leyfð. Þrátt fyrir snyrtilegt handrit, dá- góðan leikstjóra og umsetið leik- aralið þá skorti eitthvað á til þess að myndin næði aö verða vendi- punktur fyrir aðstandendur henn- ar. Það var helst að hagur Griffit batnaði enda myndin til þess fallin að vekja athygli á henni. Leikstjórinn Nichols á að baki merkar myndir eins og The Gradu- ate og Who’s Afraid of Virginia Woolf? Hann fékk reyndar óskar- inn fyrir The Graduate sem er ef ‘ Fjólublá furðuvera PURPLE PEOPLE EATER Útgefandi Háskólabió. Leikstjóri: Linda Shayne. Aðalhlutverk: Ned Beatty, Shelley Wint- ers og Neil Patrick Harris. Bandarisk, 1988 - sýningartimi 87 mín. Þótt ótrúlegt sé er hugmyndin að handriti Purple People Eater kom- ið frá dægurlagatexta við vinsælt lag í kringum 1960. Lagið, sem heit- ir sama nafni og myndin, náði miklum vinsældum og hefur oft verið leikið síðan en samt er það furðulegt að nokkrum skuli detta í hug að gera kvikmynd eftir textan- um sem varla getur talist neitt meistaraverk. Aðalpersónan er Billy Johnston, tólf ára, sem finnur í garði afa síns fjólubláa furðuveru. Eftir að Billy hefur sannfærst um að furðuveran sé saklaus takast með þeim góð kynni og kemst hann að þvi að æðsta ósk verunnar er að leika í rokkhljómsveit. Hann fer því á stúfana ásamt afa sínum sem fljót- lega kemst að leyndarmálinu og stofnar hljómsveit sem brátt vekur athygh... Ned Beatty, sem leikur afann, er traustur karakterleikari en eins og með fleiri leikara í myndinni er eins og hann geri sér grein fyrir hversu tilgangslaus þessi fram- leiðsla er og því er leikur hans allur hinn tilgerðarlegasti. Og blessuð furðuveran ætti ekki að koma fyrir augu eldri barna en sjö ára þvi að búningurinn er eins og hann sé fenginn að láni í næstu grímubún- ingaverslun. Þótt hér sé um söguþráð aö ræða sem eingöngu ætti að vera fyrir yngstu kynslóðina er varla hægt að telja Purple People Eater barna- mynd. Tónlistinni, sem skiptir miklu máli, er beint að unglingum og Little Richard og Chubby Chec- ker eru jafn framandi verur fyrir börnin og fjólubláa furöuveran. -HK MELAXIF. GRIFFÍTH Hcr timc has tomc. til vill helst minnst núna fyrir það að vekja athygli á Dustin Hoff- mann. Hér er útkoman áferðarfalleg „sex útnefninga" mynd sem tekur fyrir nokkuð hefbundin uppasögu- þráð og er í raun ekkert annað en kvennleg útgáfa af Wall Street Oli- vers Stone. Myndin segir frá ungri og metn- aðarfullri stúlku (Griffith) sem fær vinnu sem aðstoðarmanneskja enn metnaðarfyllri konu (Weaver) sém þar að auki er komin lengra áleið- is. Auk þess að berjast í viðskipta- lífinu eigast þær við í rúminu og þar er Harrison Ford verðlaunin. Myndin er dæmigerð fyrir þá fag- mennskuframleiðslu sem Holly- wood á svo auðvelt ifteð að töfra fram. Að sönnu er lítil dýpt í efninu en hver hefur áhyggjur af því á meðan allir eru að skemmta sér? -SMJ ★★ Blóðsugur á veiðum FRIGHT NIGHT 2 Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Tommy Lee Wallace. Aðalhlutverk: Roddy McDowall, William Ragsdale, Traci Linn og Julie Carmen. Bandarisk, 1989 - 99 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Einhver frískasta hryllingsmynd seinni ára er Fright Night sem fjall- aði um blóðsugu eina sem heim- sótti Bandaríkin ásamt fylgdarliði og fór að stunda ófagra iðju sína. Blóðsugunni var að lokum komið fyrir kattamef af unglingsdreg ein- um, Charley, og blóðsugueyðaran- um Peter Vincent. í Fright Night 2 eru þeir Charley og Peter Vincent mættir aftur til leiks og blóðsugunum hefur heldur betur fjölgað. I fyrstu vill Vincent ekki trúa orðum Charley að blóð- sugur séu aftur komnar á kreik, en sannfærist brátt og lenda þeir fljótlega í miklum hasar í viðskipt- um sínum við blóösuguliðið sem er misjafnlega langt komið í starfi sínu. Fyrir blóösugunum fer leikkonan Regine sem er hin glæsilegasta. En undir fögru skinni er hinn forni fjandi af ætt Drakúlu greifa og er hún í raun systir blóösugunnar úr fyrri myndinni og hefur heitið því að hefna sín á Charley... Eins og í fyrri myndinni er ekki langt í húmorinn. Að vísu er Roddy McDowall ekki jafnfyndinn og í fyrri myndinni en blóðsuga ein, sem er aö stíga sín fyrstu spor i starfi sínu með misjöfnum árangri, bætir úr því. Helsti munur á myndunum tveimur hlýtur að vera framlag leikstjóranna. Fyrri myndinni stjórnaði Tom Holland og sýndi þar frumlegheit í leikstjórn og efnis- meðferð sem vöktu athygli á mynd- inni og gerðu hana vinsæla. Hann er fjarri góðu gamni nú og Tommy Lee Wallace reynir að apa eftir Holland og tekst það í sumum at- riðum en ekki öðrum. Unnendur hryllingsmynda verða sjálfsagt ekki fyrir vonbrigðum, en mikið kunni ég betur við gömlu góðu blóðsugurnar sem mjúklega stungu tönnunum í háls fórnar- lambanna með þeim árangri að ekkert fór til spillis. í Fright Night 2 er græðgin svo mikil að blóðslett- urnar eru úti um allt eftir þær. -HK ★★ m Skógarævintýri CIRCLES IN A FOREST Útgefandi Bergvík. Leikstjóri: Regard van den Bergh. Aóalhlutverk: lan Bannen, Judi Trott og Arnold Vosloo. Bresk, 1989 - sýnlngartimi 92 min. Bönnuó börnum innan 12 ára. Circles in a Forest er kvikmynd sem ekki fer mikið fyrir enda ekki gerð samkvæmt tískuformúlum dagsins í dag. Hér er á ferðinni mynd sem fyrst og fremst sýnir mannlegar tilfinningar og gerir mun á góðu og illu. Circles in a Forest gerist á nitj- ándu öld. Aöalpersónan er Saul Barnard sem elur aldur sinn í skóg- um Afríku. Allir hans ættingjar eru skógarhöggsmenn sem aðeins fara út úr frumskóginum til að selja afurð sína kaupmönnum sem stórgræða á þeim. Barnard hefur takámarkaðan áhuga á skógar- höggi, hann fær mikinn áhuga á fílum og vingast við einn þeirra sem kallast Stóri fótur. Þegar finnst ’ gull í skóginum hættir Saul skógarhöggi og fer að leita að gulli. Hann kynnist kaup- mannsdótturinni og þau fella hugi saman en er stíað sundur af föður hennar. Vandamálin hlaðast upp en eins og í rómantískum myndum eru lausnimar farsælar. Þótt Circles of a Forset sé nokkuð yfirboröskennd og gamaldags þá er hún alls ekki slæm afþreying. Leikur aðalleikaranna hefði að vísu mátt vera betri en í heild er myndin manneskjuleg og lifandi. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.