Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 6
HhWAJX ,6! SUDAaOT8Ö4 22 FÖSTUDÁGUR 19. JÁXÚAR 19ÍK}. Regnboginn: Landslag í þoku Kvikmyndaklúbbur íslands sýnir í Regnboganum á laugardaginn kl. 15.00 Landslag í þoku (Topio stin Omichli) sem var valin besta kvik- mynd Evrópu í fyrra. Leikstjóri er Theo Angelopoulous. Fjallar myndin um ferðalag þvert yflr Grikkland en feröalög hafa alltaf verið snar þáttur í myndum Ange- lopoulous. Aðalpersónumar eru systkinin Voula, sem er 14 ára, og Alexand- ros, 5 ára. Þau bíða oft á járn- brautarstöðinni eftir því að faðir þeirra snúi aftur. Móðir þeirra sem vanrækir þau hefur sagt þeim að hann sé í Þýskalandi, en hklega er hann ekki til. Dag einn stíga bömin um borð í lest til Þýskalands til að leita að föður sínum. Þeim er fljótlega hent út úr lestinni vegna þess að þau eru miðalaus en þau halda þrátt fyrir það áfram tilviljunarkenndri ferð sinni til landamæra, sem em óskil- greind, því ekki liggja landamæri Grikklands og Þýskalands saman. Á ferðinni verða þau vitni að ýms- um atburðum og hitta kynlega kvisti. Theo Angelopoulous fæddist í Aþenu 1935. Áður en hann hóf nám í kvikmyndagerð stundaði hann nám í lögfræði. Hann stundaði nám við kvikmyndaskóla franska ríkis- ins en það nám varð endasleppt því hann var rekinn úr skólanum. Angelopoulous sneri aftur til Grikklands. Hann vann fyrir sér sem kvikmyndagagnrýnandi við blaðið Democratica þar til blaðið var bannað af herforingjastjórn- inni 1967. Ári eftir það gerði hann sína fyrstu stuttmynd. Myndir Angelopoulous þóttu í fyrstu minna á myndir Miklós Jancsó, það er að segja fá og löng myndskeið í hverri mynd. Á síð- ustu árum hefur stíll hans þróast og myndir hans orðið hraðari og loks með Landslagi í þoku hefur hann öðlast alþjóðlega viðurkenn- ingu. -HK Kvikmyndir - Kvikmyndir Laugarásbíó: Losti Eftir smálægö snýr A1 Pacino sterkur aftur til leiks í sakamála- myndirini Losta (Sea of Love) sem Laugarásbíó frumsýnir í dag. Kvik- mynd þessi hefur vakið mikla at- hygh í Bandaríkjunum og þá ekki síst stórleikur A1 Pacino í hlutverki rannsóknarlögreglumannsins Frank Keller sem lifir fyrir vinn- una. Þegar myndin hefst er hann að fá viðurkenningu fyrir 20 ára starfsaldur. Um leið er morðingi á kreiki í New York sem notar einka- málaauglýsingar í dagblaði til að nálgast fómarlömb sín. Frank fær málið til meðferöar og ásamt félaga sínum gera þeir til- raun til að ná til morðingjans gegn- um einkamálaauglýsingarnar. Þessi tilraun þeirra félaga ber loks árangur en ekki á þann veg sem Frank bjóst við. A1 Pacino hefur leikið margar löggur á leikferli sínum og bætir hér einni í safnið og kæmi ekki á óvart þótt hann fengi sjöttu óskarstilnefninguna fyrir leik sinn í þessari mynd. Ellen Barkin, er leikur þá konu sem Keller grunar sterklega um moröin, hefur einnig fengið góða dóma fyrir leik sinn og er samleik- ur þeirra í senn innilegur og erót- ískur. Leikstjóri er Harold Becker sem hefur verið nokkuð brokkgengur á ferli sínum. Hann er innfæddur New Yorkbúi sem byrjaði feril sinn sem hönnuður og ljósmyndari. Leiddi það til þess að hann fór að stjórna gerð auglýsingamynda og stuttum myndum fyrir sjónvarp. Sína fyrstu kvikmynd, The Rag- man’s Daughter, gerði Becker í Englandi. Það var 1972. Hann gerir svo ekki aðra mynd í fullri lengd fyrr en 1979. Var það The Onion Field sem hann gerði eftir sögu Joseph Wambaugh. Síðasta kvik- mynd Beckers áður en hann leik- stýrði Losta var The Boost með James Woods og Sean Young í aðal- hlutverkum. -HK Al Pacino hefur fengið dóða dóma fyrir leik sinn í Losta. Stjömubíó: Skollaleikur Richard Pryor og Gene Wilder leika tvo blaðasala í Skolla- leik, annar er blindur, hinn er heyrnarlaus. Gamanleikararnir snjöllu Richard Pry- or og Gene Wilder leika aðalhlutverkið í nýrri gamanmynd, Skollaleik (See No Evil, hear No Evil), sem Stjömubíó frum- sýndi í vikunni. Mynd þessi naut mikilla vinsælda í Bandaríkjunum á síðasta ári. Richard Pryor leikur Wally sem er blindur og Gene Wilder Dave sem er heymarlaus. Þótt ekki séu þeir til stór- ræðanna að því er virðist fellur á þá grun- ur um morð, þótt ótrúlegt sé. Þeir félagar reka saman blaðasölu í New York. Samkomulagið er ekki alltaf upp á það besta því það er ekki bara að annar sé blindur og hinn heymarlaus heldur er samkomulagið ekki sem best. Wally er sóðakjaftur, hávær, dónalegur og montinn. Dave er hins vegar hæglátur, kurteis og hið mesta prúðmenni. Þeir passa þó hvor annan og er Wally eym Daves og Dave augu Wallys. Þegar maöur finnst myrtur við blaðasöl- una þeirra eru þeir grunaðir um morðið. Þeim ber þó saman við vitnaleiðslur. Dave segist hafa séð fagurleggjaða stúlku hlaupa af morðstað og Wally segist hafa fundið ilmvatnslykt. Þeir félagar halda því í leit að fagurleggjaðri konu sem ilmar vel og lenda þeir í ýmsum uppákomum í þeirri leit. Leikstjóri Skollaleiks er Arthur Hiller sem hefur áður leikstýrt Richard Pryor og Gene Wilder saman í kvikmynd. Var það Silver Streak serri gerð var 1976. Var þar um gamansama sakamálamynd að ræða sem þótti vel heppnuð. -HK Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins að Aðalstræti 92, Patreksfirði, á neðangreindum tíma: Báturinn Ver BA-112, þingl. eign Ól- afs Gunnarssonar, fer fram eftir kröíu Eyrasparisjóðs, Ólafs Birgis Ámason- ar lögfr. og Siglingamálastoftiunar ríkisins miðvikudaginn 24. janúar 1990 kl. 16.00. Miðtún 2,2 b, Tálknafirði, þingl. eign Ólafs Gunnbjömssonar, fer fram eftir kröfii Ingimundar Einarssonar hdl. miðvikudaginn 24. janúar 1990, kl. 18.00.__________ Miðtún 4,1 c, Tálknafirði, þingl. eign Kristjáns Karls Gunnarssonar, fer fram eftir kröfti Lífeyrissjóðs Vest- firðinga, Tryggva Guðmundssonar hdl. og Byggingasjóðs ríkisins mið- vikudaginn 24. janúar 1990, kl. 18.30. Dalbraut 24, Bíldudal, þingl. eign Þóris Ágústssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Eiríkssonar hdl., Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og Innheimtu ríkissjóðs fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 9.30. Strandgata 11, Bíldudal, þinffl. eign Rækjuvers hf., fer fram eftir kröfu Byggðastofhunar, Magnúsar Norðdahl hdl. og Innheimtustofunnar sf. fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 9.30. Dalbraut 34, Bíldudal, þingl. eign Magnúsar Björgvinssonar, fer fram eftir kröfu Lögheimtunnar hf. fimmtu- daginn 25. janúar 1990 kl. 10.00. Dalbraut 40, Bíldudal, þingl. eign Óskars Bjömssonar, fer fram eftir kröfu Jóhanns H. Níelssonar hrl., Inn- heimtustofunnar sf. og Byggingasjóðs ríkisins fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 10.30. Túngata 29, Tálknafirði, þingl. eign Sigmundar Hávarðarsonar, fer fram eftir kröfu Byggingasjóðs ríkisins fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 9.00. Grænibakki 3, Bíldudal, þingl. eign Andrésar Garðarssonar, fer fram eftir kröfu Hallgríms B. Geirssonar hrl., Jóns Eiríkssonar hdl., Innheimtustof- unnar sf. og Byggingasjóðs ríkisins fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 11.00. Hafnarbraut 2, Bfldudal, þingl. eign Edinborgar hf., fer fram eftir kröfu þrotabús Kaupfél. V.-Barð., Gísla Baldurs Garðarssonar hdl., Fiskveiða- sjóðs íslands og Innheimtu ríkissjóðs fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 11.30. Brunnar 14, Patreksfirði, þingl. eign Erlu Hafliðadóttur, fer fram eftir kröfu Hróbjarts Jónatanssonar hdl. fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 13.00. Urðargata 2, Patreksfirði, þingl. eign Erlu Hafliðadóttur, fer fram eftir kröfu Hróbjarts Jónatanssonar hdl. og Innheimtu ríkissjóðs fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 13.30. Stekkar 19, Patreksfirði, þingl. eign Öivinds Solbakk, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands, Gunnars Sæ- mundssonar hrl., Benedikts Ólafsson- ar hdl. og Ólafs Sigurgeirssonar hdl. fóstudaginn 26. janúar 1990 kl. 9.30. Aðalstræti 21, efri hæð, Patreksfirði, þingl. eign-Ásbjöms Ólafssonar, fer fram eftir kröfií Lífeyrissjóðs Vest- firðinga miðvikudaginn 24. janúar 1990 kl. 17.30.________________ SÝSLUMADUR BAReASTRANDARSÝSLU Nauðungaruppboð annað og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins að Aðalstræti 92, Patreksfirði, á neðangreindum tíma: Fífustaðir, Bíldudalshreppi, þingl. eign Áma Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Eyrasparisjóðs, Þórólfs K. Beck hrl., Stofnlánadeildar landbún- aðarins, Haraldar Blöndal hrl. og Skúla Pálssonar hrl. fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 15.00. Báturinn Vigdís Helga BA401, þingl. eign Gests Gunnbjömssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Fjárheimtunnar hf., Jóns Eiríkssonar hdl., Landsbanka Islands, Eyrasparisjóðs, Guðmundar Markússonar hrl. og Siglingamála- stofhunar ríkisins fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 15.30. Túngata 37, Tálknafirði, tal. eign Gests Gunnbjömssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Hjaltasonar hrl. og Amar Höskuldssonar hdl. fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 16.00. Laufás, Tálknafirði, þingl. eign Jó- hönnu Helgu Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 16.30.______________________________ Grænibakki 8, Bfldudal, þingl. eign Jónu Runólfsdóttur, fer fram eftir kröfu Byggingasjóðs ríkisins, Lands- banka_fslands, Sigurbergs Guðjóns- sonar hdl., Magnúsar Norðdahl hdl., Ævars Guðmundssonar hdl. og Inn- heimtu ríkissjóðs fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 17.00. Aðalstræti 15, Patreksfirði, þingl. eign Helga R. Auðunssonar, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 18.00. _____________________________ Móatún 16, Tálknafirði, þingl. eign Jóns Þorgilssonar, fer fram eftir kröfu Ammundar Backman hrl. og Bygg- ingasjóðs ríkisins miðvikudaginn 24. janúar 1990 kl. 14.00. Gilsfjarðarbrekka, Geiradalshreppi, þingí. eign Hugrúnar Einarsdóttur, fer fram eftir kröfu Stoftilánadeildar landbúnaðarins miðvikudaginn 24. janúar 1990 kl. 14.30. Túngata 15, efri hæð, Patreksfirði, þingl. eign Aðalsteins Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Verslunarbanka íslands, Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Ólafs Garðarssonar hdl., Innheimtu- stofunnar sf., Patrekshrepps og Inn- heimtu ríkissjóðs fimmtudaginn 25. janúar 1990 kl. 18.30. Urðargata 20, 3. hæð, Patreksfirði, þingl. eign Ingibjargar Hjartardóttur og Helga Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Verslunarbarika Islands, Sigríðar Thorlacius hdl., Sigurmars K. Alberts- sonar hrl., Innheimtustofunnar sf. og Lögheimtunnar hf. föstudaginn 26. janúar 1990 kl. 9.00. SÝSLUMAÐUR BARÐASTRANDARSÝSLU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.