Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990. 23 íþróttir helgarinnar: Topplið gegn botnliðmn í handboltanum Það er útlit fyrir aö staðan í 1. deild karla í handknattleik breytist ekki ýkja mikið um helgina. Fjögur efstu hðin. mæta þeim íjórum neðstu í 12. umferð deildarinnar sem öll er á dagskrá kl. 16.30 á morgun, laugardag. Valsmenn, sem eru efstir, fá Gróttu í heimsókn á Hlíðarenda, og FH-ingar taka á móti KA í Hafn- arfirði. Það er ólíklegt að Grótta og KA sæki gull í greipar topplið- anna, en þó er rétt að hafa í huga að KA hefur gengið vel gegn FH í Firðinum síðustu árin. Stjarnan, sem er í þriðja sæti, mætir Víkingum, næstneðsta lið- inu, í Laugardalshöllinni. Ljóst er að Víkingar þurfa mikið að taka sig á ef þeir ætla sér að ná í stig úr þeirri viðureign. Þá leikur HK, neðsta liðið, gegn KR, sem er í 4. sætinu, í Digranesi, og það verður erfiður róður fyrir Kópavogsliðið. Fimmti leikurinn er viðureign ÍBV og ÍR í Vestmannaeyjum, en aðeins eitt stig skilur þessi lið að um miðja deildina. Þetta gæti orðið tvísýnasti leikur umferðarinnar. í 1. deild kvenna er leikin 13. umferð, sem reyndar lýkur ekki fyrr en með leik Fram og KR næsta miðvikudag. Haukar og Stjarnan leika í Hafnarfirði kl. 13.30 á morg- un, Víkingur og FH í Laugardals- höllinni kl. 15 sama dag og Valur og Grótta á Hlíðarenda kl. 18. Framarar geta enn styrkt stöðu sína í 2. deild karla í kvöld þegar þeir sækja Keflvíkinga heim. Leik- ur liðanna hefst kl. 20. Á morgun heíjast síðan tveir leikir kl. 15, Breiðablik og Valur b mætast í Digranesi og FH b og Haukar í Hafnarflrði. Fimm leikir í úrvalsdeildinni í úrvalsdeildinni í körfuknattleik fara fram fimm leikir á sunnudag- inn. Þar er spennan í rénun, enda nokkuð ljóst að KR, Njarðvík, Keflavík og Grindavík fara í úr- slitakeppnina og Reynir fellur úr deildinni. Kl. 16 hefjast leikir Hauka og Keflavíkur, Njarðvíkur og Vals og Tindastóls og ÍR og kl. 20 verður flautað til leiks hjá Grindavík og Þór og hjá KR og Reyni. í 1. deild karla fara þrír leikir fram kl. 14 á morgun, Bolungar- vík-Breiðablik, Snæfell-UÍA og Léttir-Víkveiji. Á sunnudag kl. 14 leika síðan UMSB og UÍA í Borgar- nesi. ÍR og ÍS leika í 1. deild kvenna í Seljaskóla kl. 14 Á morgun, Njarð- vík og KR kl. 14 á sunnudag og Grindavík og Haukar kl. 18 á sunnudag. Kópavogshlaupið Frjálsíþróttadeild Breiðabliks stendur fyrir Kópavogshlaupinu, sem fer fram á morgun, laugardag, og hefst það kl. 14 við Vallargerði- svöll í Kópavogi. Karlar hlaupa 6 kílómetra, konur og drengir 3 kíló- metra. Skráning fer fram á staðn- um en nánari upplýsingar fást hjá Héðinn Gilsson og félagar í FH mæta KA í 1. deildinni i handknattleik á morgun. Lúðvík Björgvinssyni í síma 45427. Badminton . Unglingameistaramót ÍA verður haldið á Akranesi um helgina. Á sunnudaginn verður síðan fyrir- tækjakeppni badmintonsambands- ins haldin í húsakynnum TBR. Beint frá knattspyrnu, handboita og skíðum Ríkissjónvarpið verður með bein- ar útsendingar frá þremur íþrótta- greinum um helgina, skíðum, knattspyrnu og handknattleik. Sýnt verður beint frá keppni í heimsbikarnum á skíðum báða dagana, frá kl. 11.15-13 á laugardag og 11.30-13 á sunnudag. Á morgun kl. 15 verður sýnt beint frá leik Arsenal og Tottenham í 1. deild ensku knattspyrnunnar og þar á eftir verður bein útsending frá 1. deild karla í handknattleik. Á und- an ensku knattspyrnunni, frá kl. 14-14.50, verður golfá dagskránni. Snóker og pool í beinni útsendingu Stöð 2 verður einnig með beinar útsendingar um helgina. Á morgun verður sýnt frá 1. deild karla í handknattleik frá kl. 17 til 17.45 og í íþróttaþættinum á sunnudag verður sýnt beint einvígi banda- rísks snillings í pool og íslands- meistarans í snóker. Þeir munu keppa í báðum þessum útgáfum af billjard. Auk þess verður í sunnu- dagsþættinum, sem stendur frá 13.30 til 16.30, ítalska knattspyrnan og bandaríski körfuboltinn. -VS HUGSUM FRAM A VEGINN AUGLVSING UM ÓSKILAHR0SS Eftirtalin hross, sem eru í vörslu hestamannafélagsins Fáks og ekki er vitað um eigendur að, verða seld á opinberu uppboði fyrir áföllnum kostnaði að liðnum 14 dögum verði réttir eigendur ekki búnir að vitja þeirra fyrir þann tíma og greiða af þeim áfallinn kostn- að. 1. Brúnn hestur, aldur ca 9 v., mark - fjöður aftan vinstra. 2. Rauðstjörnóttur hestur, aldur ca 10 v„ mark - stýft hægra. 3. Brúnn hestur, aldur ca 10-11 v„ ómarkaður. Uppboðið verður auglýst síðar. Nánari upplýsingar um hrossin verða veittar á skrifstofu Fáks í síma 672166 á milli kl. 14.00 og 18.00 virka daga. Hestamannafélagið Fákur Snæfellingar Upplýsingafundur um Evrópska efnahagssvæðið, EES, verður haldinn á vegum utanríkisráðuneytisins í Félagsheimilinu, Ólafsvík, í kvöld kl. 9. Jón Baldvin Flannibalsson utanríkisráðherra hefur framsögu og mun ásamt embættismönnum utanríkis- ráðuneytisins svara fyrirspurnum um viðræður Frí- verslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópubanda- lagsins, EB, um myndun sameiginlegs markaðar í Evrópu. . Utanríkisráðuneytið Laus staða Staða lektors í félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla is- lands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegri skýrslu um visindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavik, fyrir 16. febrúar nk. Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum íslendingi skóla- vist og styrk til háskólanáms í Sovétrikjunum háskólaárið 1990-91. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 1 50 Reykjavík, fyrir 1 5. febrúar nk. og fylgi staðtest afrit próf- skírteina ásamt meðmælum. Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Rannsóknastyrkir EMBÓ í sameindalíffræði Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO) styrkja vísindamenn, sem starfa í Evrópu og ísrael, til skemmri eða lengri dvalar viðerlendar rannsóknastofn- anir á sviði sameindalíffræði. Nánari upplýsingar fást um styrkina í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, og þar eru einnig fyrir hendi skrár um fyrirhuguð námskeið og málstofur ■ á ýmsum sviðum sameindaliffræði sem EMBO efnir til á árinu 1990. - Umsóknareyðublöð fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Sec- retary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022 40, Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Límmiði með nafni og póstfangi sendanda skal fylgja fyrirspurnum. Um- sóknarfrestur um langdvalarstyrki er til 16. febrúar og til 15. ágúst en um skammtímastyrki má senda umsókn hvenær sem er. Menntamálaráðuneytið *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.