Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. FÉBRÚAR 1990. Fréttir Ferðaskrifstofuslagurinn að byrja: Sólarlandaferðir hækka sama og ekkert í verði - spönsk flugfélög sækja stíft í leiguflugið Nú er kominn sá tími að ferða- skrifstofumar fara að auglýsa sumaráætlanir sínar. Er búist við að flestar þeirra muni kynna verð sólarlandaferðanna um næstu helgi. Að vanda verður um harðan slag milli skrifstofanna að ræða enda þótt þær muni allar minnka sætaframboð sitt frá síðasta ári. Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða, sagði í samtali við DV í gær að verð á sólarlandaferðum á þessu ári yrði mjög svipuð og í fyrra. „Það verður fínt verð í boði,“ sagði Helgi. Helgi sagöist vera með mjög áht- legt tilboð frá Flugleiðum hf. í leiguflugið næsta sumar. Hann sagðist einnig vera með hagstæð tilboð frá spönskum flugfélögum í leiguflugið og til að mynda væri nú staddurt hér á landi fulltrúi frá einu slíku með tilboð í höndunum. „Við hjá Samvinnuferðum höfum ákveðið aö taka bara hagstæðasta tilboöi sem við fáum. Viö höfum enn ekki gengið frá neinum samn- ingum, en erum með í höndunum nokkur tilboð sem við erum að skoða,“ sagði Helgi. Ástæðan fyrir því að ferðaskrif- stofumar geta boðið lítt breytt verð í sólarlandaferðir í ár er meðal annars sú að nú bjóðast mjög hag- stæðir hótelsamningar á Spáni. Þar hefur orðið slíkur samdráttur á síð- ustu tveimur árum að hægt er að ná hagstæðari samningum nú en verið hefur um langt árabil. Og ef ofan á bætast hagstæðir samningar í leigufluginu ætti spá Helga Jó- hannssonar um „fínt verð“ að ræt- ast. -S.dór Flugvirkjar vinna við Boeing 737 þotuna sem Arngrimur Jóhannsson keypti at rikinu. Tæring kom í ijós eftir aö þotan kom heim úr skoðun í Bandarikjunum. DV-mynd Ægir Már ■ *Jj Lf.. T 1 | | f I V . • {/ '■ Tæring 1 stjómklefa „rikisþotunnar“: Kostnaður við viðgerðina talinn skipta milljónum - 9000 vinnustunda skoðun í Bandaríkjunum nýlokið Talið er að kostnaður ríkissjóðs vegna óvæntrar viðgeröar á Boeing- þotunni, sem það seldi Arngrími Jó- hannssyni nú eftir áramótin, geti numið 5 til 10 milljónum. Áður en ríkið afhenti Amgrími þotuna formlega í síðustu viku kom fram tæring í áli í stjómklefa vélar- innar. Enn er óljóst hver ber kostn- aðinn því að þotan telst enn í umsjón ríkisins Tæringin er einkum í hliðum stjómklefans og undir honum en einnig kom fram aö bitar í gólfi á klósettum vora tærðir í sundur. Þrátt fyrir þetta er ekki talið aö þotan sé hættuleg. Hún var nýkomin úr skoðun 1 Bandaríkjunum þar sem flugvirkjar lögðu 9000 vinnustundir í allsherjarskoðun á véhnni. Þá fannst engin tæring. Emil Eyjólfsson, formaður flug- virkjafélagsins og einn þeirra sem unnið hafa við þotuna, sagði í sam- tali við DV að í það minnsta hluti af tæringunni hefði átt að koma fram við skoðunina úti. Reiknað er meö að viðgerðin hér taki allt aö hálfan mánuð sem er mun lengri tími en áætlað var þegar viðgerðin hófst. Allt að fimmtán flugvirkjar frá Flug- leiðum hafa unnið við þotuna. Skoðunin, sem nú stendur yfir, er gerð eftir kröfu frá bandaríska loft- ferðaeftirlitinu sem vill að allar vélar af þessari gerð verði skoðaöar. Fyrir utan beinan kostnaö við viðgerðina verða tafir á að þotan verði afhent í leigu til Finnlands en þangað átti hún aö vera komin. -GK Kron verður Mikligarður Niðurskurður Qárlaganna kynntur í dag: Hörð andstaða fagráðherra gegn hugmyndinni Á ríkisstjómarfundi í dag mun Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra kynqa hugmyndir sínar að niðurskuröi fjárlaga upp á einn milij- arð króna. Eins og DV skýröi frá á laugardaginn er komin upp mikil og hörð andstaða fagráðherranna gegn niðurskurðarhugmyndum Olafs Ragnars. Þeir hafa hver á fætur öör- um lýst því yfir að ekki sé hægt að skera niöur hjá sér. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaöarráðherra, Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, Jón Baldvin utanríkisráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráðherra hafa allir lýst því yfir aö þeir séu andvígir niðurskurði í sínum ráðuneytum. Hugmyndir Ólafs Ragnars ganga út á það að skera niður í hlutfalli viö heildarútgjöld ráðuneytanna. Eða eins og hann sagði í samtali viö DV að skera niður 50 til 100 milljónir á nokkram stöðum en síðan um minni upphæðir hér og þar. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra hefur sagt í viðtali viö DV að skorið verði niður fé tíl uppbygg- ingar Bessastaðastofu. í það verk áttu aö fara um 200 milljónir króna í ár og má búast viö að það fé verði skorið að mestu leyti niður. Svavar Gestsson hefur sagt að hann leggi stól menntamálaráðherra að veði fyrir því að ekki verði skorið af við- gerðarfé Þjóðleikhússins. Samt er talið víst að það verði skorið niður ef niðurskuröarleiðin verður á ann- að borð farin. Þó af litlu sé að taka mun einnig vera hugsað til að skera niður fé til framkvæmda við Þjóðar- bókhlöðuna. Þá er ljóst að skorið verður niður fé til végaframkvæmda, tíl Bygginga- sjóðs ríkisins og Lánasjóðs náms- manna. Einnig verður lagt tíl að skera niður framkvæmdafé og mun það koma harðast niður á byggingu hafna og sjúkrahúsa í landinu. Og svo eins og Ólafur sagði, minni upp- hæðir hér og þar. Viðbrögð ráðherranna viö hug- myndinni að niðurskurði hjá hinum ýmsu ráðuneytum era á þann veg að ráðherraslagur er óumflýjanlegur í máhnu. Gæti allt eins orðið til þess að niðurskurðurinn verði minni en stefnt er að og lán, innlend eöa er- lend, tekin í staöinn. -S.dór Bílaborg hf.: Nýir hluthafar á leið inn? „Fyrirtækið reynir nú að sjálf- sögðu að bjarga sér,“ segir Haraldur Jónsson, framkvæmdastjóri Bíla- borgar hf., Mazda-umboðsins, en fyr- irtækinu hefur verið synjað af Skiptarétti Reykjavíkur um fram- lengingu á þeirri greiðslustöðvun sem það hefur haft síðastliðna tvo mánuði og rann út á sunnudag. Að sögn Haraldar Jónssonar eru nú viðræður við bæði innlenda og erlenda aðila um að koma inn í fyrir- tækið sem nýir hluthafar. „Það er ekkert ákveðiö í þeim efnum og raunar eru þessar viðræður á viö- kvæmu stígi, eins og gefur aö skilja." -JGH Stöö 2: Hlutafé fyrri aðal- eigenda greitt Miklagaröi hf. hefur verið hreytt í almenningshlutafélag. Félagið mun yfirtaka allan verslunarrekstur Kaupfélags ReyKjavíkur og nágrenn- is. Hlutafé í Miklagarði verður aukið um 200 til 250 milljónir króna. Það er nú 15 milljónir. Samband ís- lenskra samvinnufélaga hefur þegar skrifað sig fyrir 100 milljónum króna. Til stendur að fara í almenna hluta- fjársöfnun. Rætt verður viö starfs- fólk, félagsmenn í Kron, verkalýðs- félög og fleiri aðila. Nú eru um 500 manns á launaskrá hjá Miklagarði. Þar af eru 300 fast- ráðið starfsfólk. Engum hefur verið sa|i upp vegna þessara breytinga. A fiölmennum starfsmannafundi var samþykkt svohljóöandi ályktun: „Sameiginlegur fundur starfsmanna Kron og Miklagarðs fagnar þeirri ákvörðun aö rekstur þessara tveggja fyrirtækja skuli nú endanlega hafa veriö sameinaður í einu öflugu hluta- félagi. Starfsfólkið heitir því aö leggja sitt af mörkum til þess að árangurinn veröisembestur.“ -sme Fyrri aðaleigendur Stöövar 2, Olaf- ur H. Jónsson, Jón Óttar Ragnarsson og Hans Kristján Ámason ásamt nokkram öðrum athafnamönnum greiddu í gær 150 milljónir inn á hók í íslandsbanka sem greiðslu á hlutafé í Stöð 2. Frestur þeirra tíl að greiöa þetta umsamda hlutafé rann út í gær, 5. febrúar. Þetta 150 milljóna hlutafé skiptist þannig að Ólafur H. Jónsson lagði fram 50 milljónir, Jón Óttar Ragnars- son 15 milljónir, Hans Kristján Árna- son 10 milljónir, Húsvirki hf. 26 millj- ónir, Sólning hf. 18 milljónir, Teppa- búöin 14 milljónir, Hörður Jónsson verktaki, 15 milljónir og Hallgrímur Sandholt 2 milljónir. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.