Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990.
3
Fréttir
Afkoma togaraflotans 1989:
Guðbjörg ÍS áfram í
sérflokki ísfisktogara
- Akureyrin og Örvar hæst frystitogara
Guöbjörg ÍS var sem fyrr í algerum
sérflokki ísfisktogara á síðasta ári,
bæöi hvaö aflamagni og aflaverð-
mæti viðkemur. Skipið veiddi 6.189
lestir í fyrra og brúttóverðmæti þess
afla var 357,6 milljónir króna. Sá
minni togaranna sem varð í 2. sæti
er Breki VE sem fiskaði 5.586 lestir
og brúttóaflaverðmætið var 214,5
milijónir króna.
Af frystitogurunum var Akureyrin
EA hæst með 6.247 lestir og aflaverð-
mætið var 510,3 milljónir króna. Örv-
ar HU varð í 2. sæti með 5.515 lestir
og aflaverðmæti 453,1 milljón króna.
Og svo furðulegt sem það er, þá eru
engir aðrir frystitogarar fyrir ofan
Guðbjörgu ÍS, hvaö aflaverðmæti
viðkemur.
Af stóru togurunum er útkoman
best hjá Viðey RE sem veiddi 4.210
lestir og aflaverðmætið varð 242,6
milljónir króna. Ögri RE varð í 2.
sæti með 2.454 lestir og aflaverðmæti
upp á 220,3 milljónir króna.
Ef allur togaraflotinn er tekinn
kemur í ljóst að meðalskiptaverð-
mæti á hvert kíló var í fyrra 33,36
krónur en var 27,06 árið áður. Aftur
á móti varð meðalafli á hvern út-
haldsdag minni í fyrra en áriö áður
eða 12,3 lestir á móti 13,1 lest árið
1988. Meðalskiptaverð á hvern út-
haldsdag var í fyrra 408.426 krónur
en var áriö áður 347.236 krónur.
-S.dór
Atkvæðagreiðsla um kjarasamningana:
Félögin hafa frest
til 16. febrúar
Meðalskipta-
verðmæti
skuttogaranna
1989
Minni skuttogarar
'I. Vestm. - Snæfellsnes
2. Vestfirðir
3. Norðurland
4. Austurland
1989 1988 Mismunur milliára
28,70 21,70 32,23%
30,44 25,73 18,31%
30,21 25,73 17,41%
33,22 26,97 27,92%
!i. Meðaltal allra minni skuttogara
30,64
24,19
26,67%
Stærri skuttogarar
1. Hafnarfjörður og Reykjavik
2. Akureyri
42,19 30,80
22,79 19,02
36,98%
19,78%
3. Meðaltal allra stærri togara
32,49
24,91
30,41%
Aðildarfélög Alþýðusambandsins
sem voru aðilar að kjarasamningun-
um, sem gengið var frá aðfaranótt
síðastliðins föstudags, hafa frest til
16. febrúar að láta atkvæðagreiðslu
fara fram í félögunum um samning-
ana.
Eitt félag hefur þegar samþykkt
samningana. Það er verkalýðsfélagið
á Blönduósi sem samþykkti þá með
30 atkvæðum gegn 2.
Eskfirðingar voru með fund í gær-
kveldi, Verkalýðsfélagið Jökull á
Höfn í Homafirði boðar fund í kvöld
og í Neskaupstað er boðaður fundur
á fostudaginn.
Stóru verkalýðsfélögin á Reykja-
víkursvæðinu hafa enn ekki ákveðið
hvenær fundir verða haldnir um
samninganan.
Talið er að auðveldara verði að fá
nýju kjarasamningana samþykkta
út á landi en á höfuðborgarsvæðinu.
Það er því ekki ólíklegt að félögin þar
bíði fram á síðustu daga með að halda
fundi til aö geta bent á að samning-
arnir hafi verið samþykktir um allt
land. -S.dór
Meðaltal allra frystiskipa
53,65
45.85
17,01
Alljr togarar, meðaltal allt landið
33.36
27,06
23,23