Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990. Fréttir Orkusala til Bretlands verður stöðugt hagkvæmari kostur: Fengjum þrefalt hærra verð en til stóriðju - beðið eftir frumkvæði Breta Mikinn útbúnað þarf til að koma sæstrengnum fyrir á sjávarbotni en hér sést mynd af tækinu sem plægir strenginn niður í botninn. Talið er að það tæki verksmiðjuna tvö ár að framleiða sæstreng á milli íslands og Skotlands og hann myndi kosta 40 milljarða króna. A næstu árum er fyrirsjáanleg hækkun á orkuverði í Bretlandi og er talið að það ýti enn frekar á eftir hugmyndum um orkusölu þangað. Eins og komið hefur fram í tímarit- inu Popular Science eru tæknilegar hindranir varðandi orkusölu frá ís- landi nánast úr sögunni. í kjölfar orkusöluumræðu fyrir tveim árum lét Landsvirkjun gera úttekt á málinu og kom þá í ljós að framkvæmdin var talin geta borið sig. í dag mun samkeppnisstaðan Fréttaljós: Sigurður M. Jónsson hafa batnað enn frekar, enda hefur orkuverð farið hækkandi og mun hækka meira, að sögn Agnars Olsen, yfirverkfræðings hjá Landsvirkjun. Þaö kom fram hjá Halldóri Jónat- anssyni, forstjóra Landsvirkjunar, að þessi orkusöluhugmynd er að koma enn frekar inn í myndina hjá fyrirtækinu. Vegna væntanlegrar orkusölu til stóriðju hafa athugánir á þessu sviði legið niðri undanfariö en búast má við að þær verði vaktar upp fljótlega og þá jafnvel á næsta ári. Þá eru miklar breytingar að eiga sér stað 1 Bretlandi en á næsta ári verður orkusala þar einkavædd og hafa því heimamenn verið uppteknir af því. Bjóst Halldór viö að bresk fyrirtæki myndu vekja máls á hug- myndinni fljótlega eftir að einkavæð- ingin er gengin um garð. Breytingunum í Bretlandi er ætlað að auka samkeppni og hagkvæmni í rekstri og auðvelda jafnframt fyrir- tækjum, er bjóða ódýra orku, að komast inn á markaðinn. Þeir myndu því væntanlega fagna orku frá íslandi. Orkuverð um 40 til 50 mill í þeim athugunum sem Landsvirkj- un hefur látiö gera kom i ljós að orkuverð þeirra þyrfti aö vera svipað og frá nýjum kjarnorku- og kola- orkuverum í Bretlandi. Reiknaðist mönnum til að orkuverðið yrði þá á bilinu 40 til 50 mill kílówattiö frá endastöð í Skotlandi. Það er nánast þrefalt hærra en það orkuverö sem rætt hefur verið um í tengslum við stóriðju en það er á bilinu 12 til 18,5 mill. Athuganir Landsvirkjunar miðuð- ust við að seld yrðu úr landi 500 megawött í upphafi. Það var talið kosta um einn milljarð sterhngs- punda eöa um 100 milljarða króna; Kostnaðurinn skiptist þannig að strengurinn var talinn kosta um 40 milljarða króna en virkjanimar um 60 milljarða. Að sjálfsögðu hefur ekk- ert verið ákveðiö með eignarhaldið á sæstrengnum én síöur er gert ráð fyrir að Landsvirkjun eigi hann. Síöar er talið að þaö gæti orðið raunhæft að selja um 1.000 til 1.500 megawött til viöbótar. Strengurinn sem um ræðir er svokallaður jafn- straumsstrengur en orkutapið á leið- inni á endastöð í Skotlandi er talið vera um 10%. Samkeppni við Frakka Á Bretlandseyjum er mikill mark- aöur fyrir orku og talið er aö hann eigi eftir að stækka enn frekar. Nú þegar selja Frakkar þangað orku í gegnum sæstreng sem liggur um Ermarsund. Sú orka er framleidd í kjarnorkuverum sem eru rekin af franska ríkinu. Það er athyghsvert að andstaða við kjarnorkuver er einna minnst i Frakklandi af öhum V-Evrópulöndum ög hefur það ýtt undir raforkuframleiöslu með kjarn- orku í Frakklandi. Á þennan hátt eru seld um 2.000 megawött í dag en mikil leynd er yfir verðinu. Bretar eru að loka kjarnorkuver- um og þá er gert ráð fyrir því að umhverfissjónarmið veröi sterkari gagnvart þeim og kolaorkuverum í framtíðinni. Allt mun það stuðla að hærra orkuverði sem tahð er koma orku frá íslandi til góða. í dag er einhver umframorka í Skotlandi frá kjamorkuverum en strax upp úr aldamótum er taliö að hún verði búin þannig aö allar Bret- landseyjar þyrftu meiri orku þá. -SMJ í dag mælir Dagfari Fyrir gesti og gangandi er lítill munur á byggöinni á höfuðborgar- svæðinu. A landakortinu er þetta nánast sams konar byggð og sam- fehd og það þarf flóknar útskýring- ar og oftast óskiljanlegar til að gera fólki grein fyrir því aö norðan Kópavogslælqar stendur Reykja- vík en sunnan lækjar sé önnur byggð og annað sveitarfélag. Þetta finnst ókunnugum skrítiö því eng- in era landamærin og raunar ekk- ert sem skfiur þessi tvö sveitarfélög í sundur nema þessi lækur sem varla sést lengur. í báðum þessum sveitarfélögmn er sams konar fólk í úthti, þar eru starfandi sams konar flokkar og á báöum stöðum gengur fólk í sams konar skóla, les sams konar blöð og talar sams konar tungumál. En þá er líka upptalningin tæmd. Að öðru leyti eru aðstæður gjörólíkar pg á það einkum við í póhtíkinni. í Kópavogi eru nefnilega vinstri flokkamir í meirihluta, meðan Reykjavík heldur uppi ceausisku einræði frá hægri. í Kópavogi vant- ar peninga. í Reykjavík á bæjar- stjómin nóga peninga. í Kópavogi er alt í hers höndum en í Reykjavík byggja þeir útsýnisveitingahús til að láta sér ekki leiöast. Kópavogslækurinn Það er ekki nóg með það að Kópa- vogsbúar séu öðruvísi en Reykvík- ingar, heldur eru samheijar í póht- íkinni eins og ólíkir þjóðflokkar. í Reykjavík er aht blúndulagt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og engum dett- ur í hug að kíósa annað en íhaldið og Davíð, ef Reykvíkingar fá að kjósa á annað borð. í Kópavogi mega sjálfstæðismenn hins vegar þakka fyrir ef einhver fæst th að kjósa þá. Þessi munur hefur sjaldan komið betur í ljós en einmitt nú um helg- ina þegar sjálfstæðismenn í Kópa- vogi efndu til prófkjörs. Þar teija þeir sig þurfa að efna til prófkjörs til aö vita hverjir eigi að vera í framboði. Þaö þurfa þeir ekki að gera, sjálfstæðismenn í Reykjavík. I Reykjavík vita þeir upp á hár, hverjir eru hæfastir til að sitja í borgarstjóra fyrir sig og þurfa ekki aö spyija kjósendur ráða. En hin- um megjn við lækinn situr annaö sjálfstæöisfólk, sem ekkert veit og lætur draga sig á kjörstað til aö krossa við væntanlega frambjóð- endur. Þar er meira aö segja miklu fleira fólk sem gefur kost á sér, heldur en kemst að, ólíkt því sem gerist í höfuðborginni, þar sem ekki gefa kost á sér aðrir en þeir sem komast að. Og svo gerist það í prófkjörinu að kjósendur flokksins taka upp á því aö velja í efstu sætin aht annað fólk, heldur en hefur verið í efstu sætum fram að þessu. Það var sem sagt framin bylting í Kópavoginum um helgina. Nýtt og bláókunnugt fólk fékk langflest atkvæða og traustir sjálfstæðismenn og for- ystumenn sem hafa ahð allan sinn aldur í bæjarstjóminni, húrruðu niður vinsældahstann og komast ekki aö. Af þessu prófkjöri er ljóst aö það er miklu alvarlegra mál aö vera sjálfstæðismaður fyrir sunnan Kópavogslækinn héldur en fyrir noröan hann. Óheppni bæjarfuh- trúa Sjálfstæöisflokksins er í því fólgin að búa vitlausu megin viö lækinn. Ef þeir væru svo heppnir að búa ögn norðar, ef þeir væru svo lánsamir að vera bæjarfulltrúar hjá Davíð, hefðu þeir aldrei þurft að fara í prófkjör og aldrei þurft að falla fyrir einhveijum nóbódd- íum. Munurinn á milli lífs og dauða í póhtíkinni er sem sagt ekki meiri en þessi eini lækur. Á meðan sjálfstæðismenn í Reykjavik sigla hraðbyri í einn kosningasigurinn enn og vita raun- ar ekki ennþá, hverjir bjóða fram á móti þeim, sitja sjálfstæðismenn í Kópavogi uppi með þau örlög, að þeir eru meira að segja fehdir af sínum eigin flokksmönnum! Laun heimsins eru ekkert nema van- þakklæti, þegar menn búa vitlausu megin viö lækinn. Dagfari kann enga skýringu á þessu regindjúpi mhh reykvískra sjálfstæðismanna og þeirra í Kópa- voginum. En hitt veit Dagfari að það kann aldrei góðri lukku að stýra, að vaða út í það lýðræði að leyfa fólkinu að ráða. Þeir í Kópa- voginum eiga að læra af reynslunni og þeir eiga að læra af Davíð, að prófkosningar eru misskhningur. Út úr þeim kemur ekkert nema klúður. Lýðræðið er alltaf th vand- ræða. Það þekkja þeir sem búa rétt- um megin við Kópavogslæk. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.