Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990.
Utlönd
Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna:
Réttur flokksins til einræðis
ekki í samræmi við umbætur
Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna og leiðtogi kommúnistaflokksins, á fundi með kolanámumönnum á föstudag. A fundinum sagði forsetinn að
kommúnistaflokkurinn gerði ekki tilkall til valdaeinræðis. Símamynd Reuter
ZMikhail S. Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna og leiðtogi kommúni-
staflokksins, hefur hvatt félaga sína
í flokknum að láta af valdeinræði
flokksins og ryðja þar með veginn
fyrir tjölflokkakerfi í landinu. í ræðu
sem forsetinn hélt á allsherjarfundi
miðstjórnar flokksins í gær sagði
hann að þróunin á stjórnmálasvið-
inu gæti leitt til þess að aðrir flokkar
en kommúnistaflokkurinn - sem
verið hefur einráður í Sovétríkjun-
um í rúm sjötíu ár - verði settir á
laggirnar. Forsetinn sagöi að stjórn-
arskrárlegur réttur flokksins til
valdaeinræðis væri ekki í samræmi
við úmbætur og gaf þar með í skyn
að fjölflokkakerfi yrði tekið upp. En
hann sagði einnig að í raun væri fjöl-
flokkakerfi við lýði í Sovétríkjunum.
Hann hefur áður sagt að fjölflokka-
kerfi sé engin töfralausn og gefið þar
með í skyn að kommúnistar vilji
áfram vera ráðandi í sovésku þjóö-
félagi.
En fréttaskýrendur segja ræðu for-
setans í gær, þar sem kynnt var
uppkast að tUlögum sem veröur tekið
til umræðu á fyrirhuguðu þingi
flokksins, vera djarfasta kænsku-
bragð hans á fimm ára valdaferli og
fundur miðstjómarinnar tímamóta-
fundur. Með ræðunni í gær hefur
Sovétforsetinn lagt til að fallið verið
frá þeim grundvallarkenningum
stjómskipunar landsins sem veriö
hafa við lýði frá því árið 1917 þegar
rússneska byltingin átti sér stað.
Fjölflokkakerfi?
Samkvæmt fréttum Tass, hinnar
opinbem fréttastofu, lagði forsetinn
að flokksfélögum sínum að kasta frá
sér áratugulöngum kreddum. Þróun-
in kann að leiða til þess að aðrir
stjómmálaflokkar verði settir á lag-
girnar, sagði forsetinn á fundi með
rúmlega þijú hundmð fulltrúum
miðstjómarinnar. En íhaldssamari
öfl á þinginu gagnrýndu forsetann
og sögðu að slökun á aga hafi örvað
stofnun „and-sósíalískra stofnana“.
Þessar tillögur forsetans gefa í
skyn að hann sé hlynntur því aö tek-
ið verði upp fjölflokkakerfi í Sovét-
ríkjunum eftir 72 ára stjóm komm-
únista. Síðustu vikur hefur mátt
merkja sívaxandi óánægju almenn-
ings með einræði flokksins. Frétta-
skýrendur segja að ummæli forstans
geti orðið til þess að sovéskt þjóðfélag
nái nágrönnum sínum í Austur-
Evrópu en þar hafa umbótavindar
blásið. Sovétríkin eru nú eina þjóðin
í Austur-Evrópu þar sem ekki hefur
verið lofað fjölflokkakerfi en þrátt
fyrir þaö segja margir að umbótaá-
ætlun Gorbatsjovs sé undirrót um-
bótabylgju austantjaldsríkjanna.
Forsetinn lagöi til að fyrirhuguðu
flokksþingi verði flýtt og haldið í júní
eða júlí næstkomandi í stað október
eins og í fyrstu var áætlað. Á því
þingi munu fulltrúar íhuga og grand-
skoða allar reglur og lagabálka
kommúnistaflokksins og má búast
við að mikilsverðar ákvarðanir um
framtíð flokksins verði teknar.
Sjötta grein
stjórnarskrárinnar
I ræðu sinni á allsherjarfundinum
í gær hvatti Gorbatsjov ekki til þess
að sjötta grein stjórnarskrárinnar,
sem tryggir valdaeinokun kommúni-
staflokksins, verði afnumin. í grein-
inni er kveðið á um að flokkurinn
sé „leiöandi afl“ í þjóðfélaginu. En
þrátt fyrir aö Gorbatsjov hafi ekki
hvatt til þess að greinin verði felld
úr gildi gaf hann í skyn svo vart verð-
ur um villst að valdaeinræði flokks-
ins sé úrelt við núverandi kringum-
stæður.
Gorbarsjov gaf í skyn róttæka upp-
stokkun í forystuliði kommúnista-
flokksins, þar á meöal að harðlínu-
manninum Jegor Lígachev, verði
vikið til hiiðar. Sagði forsetinn að
breytinga væri þörf til að vernda
umbætur frá þeim sem vildu þær
feigar. En hann var orðfár um fram-
kvæmd slíkrar uppstokkunar.
í morgun var skýrt frá því í sovésk-
um fjölmiðlum aö háttsettur íhalds-
maður í flokknum, Leonid Bobykin,
hafi sagt af sér. Bobykin, flokksleið-
togi í Sverdlovsk, var andvígur um-
bótahugmyndum Sovétforseta og
einn þekktasti íhaldsmaður í mið-
stjórn flokksins.
Eins og við var að búast gagnrýndu
bæði harðlínumenn og umbóta-
sinnar forsetann fyrir tfllögur sínar
og gáfu þar með til kynna að búast
megi við harðvítugum deilum á kom-
andi þingi.
Tímamótafundur
Tveggja daga fundur miðstjórnar-
innar, hófst í gær, daginn eftir fjöl-
menn mótmæli fyrir utan Kremlar-
múra. Um tvö hundruð þúsund
manns komu saman til að krefjast
umbóta og að ráðamenn grípi til upp-
stokkunar hið snarasta. Hvatning
forsetans um svo viðamiklar breyt-
ingar sem hann lagði tfl í ræðu sinni
í gær kemur mitt í mikilli pólitískri
og efnahagslegri ólgu; Gorbatsjov
hefur ekki tekist sem skyldi að koma
til framkvæmda efnahagsumbótum
sínum, flokkurinn hefur misst stuðn-
ing meðal almennings og þjóðern-
iskröfur fara vaxandi.
Reuter
Dómari í íran-kontra málinu hefur nú fyrirskipað að Reagan, fyrrum
Bandarikjaforseti, verði yfirheyrður og að yfirheyrslurnar verði teknar
upp á myndband. Simamynd Reuter
Dómari 1 íran-kontra málinu:
Ronald Reagan
verði yf irheyrður
Ronald Reagan, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, bar fyrir sig í gær
stjómarskrárlegan rétt sinn sem
fyrrverandi forseti tfl að hindra að
dagbækur hans yrðu lagðar fram í
réttarhöldunum yfir John Po-
indexter, fyrrum öryggisráögjafa.
Dómari í iran-kontramálinu kvað
upp þann úrskurð að yfirheyrslur
yfir Reagan, teknar upp á mynd-
band, myndu tryggja réttlát réttar-
höld yfir Poindexter. Dómarinn fór
hins vegar ekki fram á að Reagan
kæmi fyrir réttinn. Dómarinn ít-
rekaði einnig kröfuna um að Reag-
an legði fram dagbækur sínar frá
1985 og 1986 um Iran-kontra málið
og gaf honum frest fram á kvöld.
Lögfræðingar Reagans sneru sér
strax tfl réttarins til aö leggja
áherslu á friðhelgi forsetans. Tals-
maður Reagans, Mark Weinberg,
sagöi í gær að lögfræðingar forset-
ans fyrrverandi væru að kanna
skipun dómarans um yfirheyrslur
á myndbandi.
Talið er að dagbækur Reagans og
yfirheyrslur yfir honum gætu
varpaö nýju ljósi á hlutverk hans
í íran-kontra málinu. Þaö fjallar
um leynflega sölu vopna til írans
og flutning á ágóðanum til kontra-
skæruliða í Nicaragua þegar
Bandaríkjaþing hafði samþykkt
bann við hernaöaraðstoð Banda-
ríkjanna. Af þeim 184 spurningum,
sem verjendur Poindexters vfldu
leggja fyrir Reagan vegna málsins,
samþykkti dómarinn 154.
Reagan hefur hvað eftir annað
fullyrt að honum hafi verið ókunn-
ugt um aö kontraskæruliöar hefðu
hlotið ágóðann af vopnasölunni.
Verjendur Poindexters halda því
hins vegar fram að Reagan hafi
vitaö um eða heimilað þær aðgerð-
ir sem Poindexter er ákæröur fyr-
ir. Poindexter kemur fyrir rétt 20.
febrúar.
Reuter