Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Qupperneq 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990.
Uflönd
Enn í flokknum
Rúmenski stjórnmálamaðurinn Silviu Brucan tilkynnti í gær að hann
væri enn félagi i Þjóðffeisishreyfingunni. Hann heföi aðeins sagt sig úr
framkvæmdaráði flokksins. Haft er eftir heimildarmanni nánum Brucan
að hann veröi áfram yfirmaður utanrikísmálanefndar Þjóöfrelsishreyf-
ingarinnar.
Það var á sunnudaginn sem Brucan, einn helsti hugmyndafræðingur
hreyfingarinnar, tilkynnti að hann segði sig úr forystu flokksins þar sem
stjómmálin í Rúmeníu einkenndust af metnaðargimd og framagræögi.
Auk þess væm höfðingjasleikjur áberandi.
Bmcan hefur lýst því yfir að menntamenn eigi aö stjórna landinu og
að verkameftn séu ihaldsafl í stjómmálum. Námsmenn vantreysta Bruc-
an og segja að skoðanir hans séu i anda Ceausescus.
Selja nærbuxur eftðr vigt
í verslun einni í Japan er nú reynt aö auka veltuna með því aö bjóða
nærbuxur, btjóstahaldara og sundfatnað til sölu eftír vigt, rétt eins og
sælgæti.
Verður grammið selt á þtjátíu krónur og þar sem margt af þessum fatn-
aði er fiöurléttur geta viðskiptavinimir gert ráð fyrir góðum kaupum.
Boesak heimsækir Mandela
Skotiö var á breska sendiráðiö i Pretoriu á sunnudaginn. Tallö er aö
ölgasinnaöir hægrí menn hafi verið aö mótmæla yfírlýstum stuöningi
breskra yfirvalda við umbótastefnu de Klerks, forseta Suöur-Afríku.
Simamynd Reuter
Mannréttindafrömuðurinn Allan Boesak sagði í gær aö hann ætlaði
að heimsækja blökkumannaleiðtogann Nelson Mandela í dag. Kvaðst
Boesak vonast til að fá nánari fregnir af því sem kæmi í veg fyrir iausn
Mandela. Boesak er prestur og forseti alþjóðlegra kirkjusamtaka sem eru
með aösetur i Genf.
Stjómin í Suður-Afríku hvatti í gær Mandela og Afríska þjóöarráðiö til
að tefja ekki viðræðumar um sameiginlega framtíð svartra og hvíta í
landinu. Menntamálaráðherra Suöur-Afríku, Stoffel van der Merwe, sagði
að ekki væri réttur timi til að setja ný skilyrði. Samkvæmt fréttum hefur
Mandela neitað að yfirgefa fangelsið á meðan neyðarlög em enn í gildi.
Walter Sisulu, einn leiðtoga Afríska þjóðarráösins, sem sleppt var úr
fangelsi fyrir nokkm, er væntanlegur til Suður-Afríku í dag frá Svíþjóð
þar sem hann var í heimsókn hjá Oliver Tambo, forseta þjóðarráðsins.
Talið er aö Sisulu komi með opinbert svar forystu ráösins við ræðu de
Klerks forseta frá fóstudeginum.
Morðtilraun á Grænlandi
Tvitugur Grænlendingur var handtekinn um helgina í Aasiaat, sakaður
um morðtilraun á stúdentagarðinum í bænum.
Maðurinn tók þátt í veislu á stúdentagarðinum á föstudagskvöld en á
miönætti var honum fleygt út þar sem hann hafði gengiö berserksgang.
Meðal annars hafði hann brotið sjónvarp og nokkrar rúöur, aö sögn lög-
reglunnar.
Tveimur klukkustundum síöar sneri maðurinn aftur með afsagaða
veiðibyssu. Hótaði hann að myrða þá sem höfðu hent honum út. Tókst
honum aö hleypa af einu skoti áður en hann var yflrbugaður. Enginn
varð fyrir skotinu.
Lofar fátækum hjálp
Rafael Angel Calderon heilsar stuðningsmönnum sínum.
Sfmamynd Reuter
Frambjóðandi sljómarandstöðunnar í Costa Rica, Calderon Foumier,
sem ailar likur benda til að taki viö forsetaembættinu af Oscar Arias,
hét þvi í gær að hann myndi hjálpa fátækustu þegnum landsins. Sam-
kvæmt lögum getur Arias ekki boðið sig fram aftur.
Þegar búið var að telja 90 prósent atkvæða í kosningunum á sunnudag-
inn haföi Calderon, sem bauö sig fram fyrir Einingarflokk jafnaðar-
manna, hlotið 51,3 prósent atkvæðanna en helsti keppinautur hans, Cast-
illo úr Þjóðfrelsisfiokknum, sem er við stjóm, 47,2 prósent.
Reuter
Shamir lofar við-
ræðum áfram
örvæntingarfullur ísraeli reynir aö komast framhjá óeinkennisklæddum
lögreglumanni aö flugvél þeirri sem kom meö særðu feröamennina til ísra-
els i gær. Ættingjar mannsins voru meðal þeirra sem særðust í árásinni
á langferðabifreiö í Egyptalandi á sunnudaginn. Símamynd Reuter
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
ísraels, hefur lofað að halda áfram
friðartilraunum í Miöausturlöndum
þrátt fyrir árásina á ísraelska ferða-
menn í Egyptalandi á sunnudaginn.
Egypska lögreglan handtók í gær
Palestínumann sem tahnn er hafa
verið einn þeirra hryöjuverkamanna
sem myrtu níu ísraelska ferðamenn
og særöu sautján aðra sem voru í
langferðabifreið nálægt Kaíró. Tveir
egypskir öryggisverðir biðu einnig
bana við árásina.
Þaö vakti athygli að Shamir skyldi
ekki saka Frelsissamtök Palestínu-
manna, PLO, um árásina. En aðstoð-
arutanríkisráðherra ísraels, Benj-
amin Netanyahu, sagöi að samtökin
Heilagt stríð, önnur þeirra samtaka
sem lýst hafa yfir ábyrgð á árásinni,
væru í tengslum viö Fatah-hreyfingu
Arafats innan PLO.
í yfirlýsingu sinni frá Túnis for-
dæmdu PLO árásina og hvöttu til að
friöarviðræðum yrði flýtt. Palest-
ínskir leiðtogar á herteknu svæðun-
um hafa einnig fordæmt árásina sem
þeir óttast aö ísraelskir öfgamenn
geti fært sér í nyt.
Likudflokkurinn, flokkur Shamirs,
ákvað að fresta fundi miðstjórnar
flokksins sem ráögerður hafði veriö
á miövikudaginn en á þeim fundi
haföi forsætisráðherrann hugsaö sér
að brjóta á bak aftur alla andstööu
gegn áætlununum um kosningar
Palestínumanna á herteknu svæöun-
um. Fremstur í flokki harölínu-
manna er Ariel Sharon, viöskipta-
og iðnaðarráöherra. Hann sfjórnaði
innrás ísraela í Líbanon 1982 sem
gerö var í þeim tilgangi að uppræta
starfsemi palestínskra skæruliða
þar. Sharon notaði í gær tækifærið
til að réttlæta andstöðu sína gagn-
vart tillögu um viðræður ísraela og
Palestínumanna í Kaíró undir eftir-
lití Egypta og Bandaríkjamanna.
í gær virtist hklegt aö fundi utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, ísra-
els og Egyptalands, sem fyrirhugaö-
ur var um næstu helgi, yrði frestað.
Reuter
Slobodan Milosevic, forseti Serbíu:
Engin málamiðlun möguleg
Ráöamenn í Serbíu, stærsta lýð-
veldi Júgóslvaíu, hétu því í gær að
láta ekki af hendi til Albana eina
tommu af landsvæði sjálfstjómar-
héraösins Kosovo en þar hafa nú
staðið yfir átök í tæpan hálfan
mánuð. „Serbar hafa mátt þola
nógu mikil svik og niðurlægingu
og munu ekki samþykkja neina
málamiðlun hvað varðar Kosovo-
hérað,“ sagði Slobodan Milosevic,
forseti Serbíu, í gær.
Þijátíu hafa týnt lífi í átökum í
héraðinu og eitt hundrað og tutt-
ugu slasast. Þar eigast við Albanir,
búsettir í héraðinu, og lögregla.
Albanimir fara fram á aukna sjálf-
stjórn, afsögn ráöamanna og póhtí-
skar umbætur. Sumir krefjast þess
aö héraöiö fái stöðu lýöveldis og
verði sjöunda lýðveldi Júgóslavíu.
En Milosevic, sem er serbneskur,
hefur vísað á bug öllum málamiðl-
unum. í gær sagöi hann í ávarpi
sínu til forystumanna lýðveldisins
að hver einasti íbúi Serbíu væri
reiðubúinn að flytja tíl Kosovo tíl
að koma í veg fyrir að Serbía yröi
að láta af hendi land. Hann varaði
við því að Serbar hefðu boðist til
að fara „og veija serbneskar konur
og börn“ í héraðinu. Þessi ummæli
forsetans eru þau harðorðustu síð-
an rósturnar hófust í Kosovo.
Átökin í Kosovo hafa ýtt undir
deilur Serbíu annars vegar og lýö-
veldanna Slóveníu og Króatíu hins
vegar. Yfirvöld í Slóveníu og Króa-
tíu hafa harðlega gagnrýnt Serba.
Alríkisstjómin hefur varað við því
aö eining ríkjasambands Júgóslav-
íu kunni að vera í hættu haldi svo
fram sem horfir.
Reuter
Langar raöir mynduðust við vatnstanka í Beirút í gær þegar langþráð þögn
féll yfir borgina eftir margra daga bardaga. En friðurinn var fljótt úti, i
morgun var vopnahléð sem náðist i gær rofið. Simamynd Reuter
Vopna-
hlé
rofið í
Beirút
Bardagar hófust í Beirút, höfuö-
borg Líbanons, í morgun á nýjan leik
og var vopnahlé þaö sem náöist milli
stríösaöila í gær þar með rofið.
Vopnahléð var einungis í gildi í átta
klukkustundir. Talið er að allt að
þijú hundruð manns hafi fallið og
þrettán hundruð særst í bardögum
kristínna í borginni síðustu daga og
em þetta meö hörðustu átökum sem
íbúar Beirút hafa séö.
í fjöllunum austur af borginni átt-
ust stríösaðilar - hermenn hliðholhr
Aoun, hershöíðingja kristinna, og
þjóðvarðlið Líbanons undir stjórn
Geagea - við í morgun, sjöunda dag-
inn í röð. Sjónarvottar segja að nú
sé barist í návígi í borgarhluta krist-
inna í Beirút. Þúsundir borgarbúa
hafa lokast inni í húsum sínum,
matarlausir og vatnslitlir og eru von-
litlir um að friður sé í nánd.
Reuter