Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990. 11 DV Austur-Þýskaland: Átök í Leipag - ný bráðabirgðastjóm samþykkt í gær Hundruð austur-þýskra ungmenna gengu gæsagang um götur Leipzig í Austur-Þýskalandi í gærkvöldi, hrópuðu „Sieg Heil“, slagorð gegn gyðingum og brutu rúður. Rétt eins og brúnstakkar Hitlers, sem áttu þátt í að koma nasistum til valda á fjórða áratugnum, lentu þeir í átök- um við friðsama mótmælendur í borginni. Um eitt hundrað þúsund manns höfðu safnast þarna saman, eins og þeir gera í hverri viku, til að krefjast sameiningar þýsku ríkj- anna. Að minnsta kosti tveir hlutu meiðsl í þessum átökum. Þá urðu einnig róstur þegar nokkr- ir mótmælenda snerust gegn félög- um í flokki hægri öfgamanna sem þarna voru að aö dreifa flugritum. Á stjórnmálasviðinu í gær tók að lokum við samsteypustjórn komm- únista og sfjórnarandstöðu og eru þeir fyrrnefndu í minnihluta í stjórn- inni. Er það í fyrsta sinn í sögu lands- ins sem svo er. Á þingi samþykktu þingmenn full- trúa átta stjómmálahópa í hina nýju bráðabirgðastjórn Hans Modrows forsætisráðherra. Ráðherrarnir taka sæti við hhð þeirra'26 ráðherra sem þegar áttu sæti í ríkisstjórn þeirri sem tók við af harðlínumönnum í nóvember. Allir hinir nýju ráöherrar í stjórninni eru fulltrúar þeirra hópa sem nú eiga í viðræðum við stjórnar- flokkana flmm. Hin nýja bráða- birgðastjóm er þjóðstjóm andófsafla og stjórnarflokka landsins og er ætl- að að tryggja stöðugleika í Austur- Þýskalandi þar til að afloknum kosn- ingum 18. mars næstkomandi. Reuter Útlönd Austur-þýsk ungmenni gengu um götur Leipzig í gær og trufiuðu frið- samlega mótmælagöngu landa sinna sem þar voru til að krefjast sameining- ar þýsku ríkjanna. Símamynd Reuter . L'eádíefctísu! HIGH-DESERT BL0MAFRJ0K0RN Úrval tímarit fyrir alla lm Su-Kyong á leið í réttarsal i Seoul. Símamynd Reuter Til yfir 190 borga Frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam fljúga yfir 60 flugfélög til meira en 190 borga í öllum heimshlutum. Eitt þeirra er hollenska flugfélagið KLM sem Arnarflug hefur aðalumboð fyrir. Vegna sérstakra samn inga við KLM getur Arnar- flug boðið mjög hagstæð fargjöld til allra heimshorna. Tíu ára fangelsi fyrir heimsókn til Norður-Kóreu Þrátt fyrir að yfirvöld í bæði Norð- ur- og Suður-Kóreu leggi nú áherslu á leita sátta var suður-kóreska náms- konan Im Su-Kyong dæmd í gær í tíu ára fangelsi fyrir aö hafa farið til Norður-Kóreu án leyfis. Hún hafði að engu bann yfirvalda í Seoul við ferðum til Norður-Kóreu og fór þang- að í fyrrasumar til að taka þátt í heimsmóti æskunnar í Pyongyang. Im fór sem fulltrúi róttækra náms- mannasamtaka og var í Norður- Kóreu í einn og hálfan mánuð. Hún var handtekin samstundis er hún sneri aftur heim í ágúst. Vinir henn- ar og félagar hafa Utið á hana sem sameiningartákn en það virtist ekki hafa nein áhrif á dómarana í Seoul. Henni og ferðafélaga hennar, prest- inum Moon Kyu-Hyun, sem hlaut átta ára fangelsisdóm, var gefið að sök að hafa brotið lög sem kveða á um að einungis stjórn Suður-Kóreu eða þeir sem fengið hafa leyfi yfir- valda megi hafa samband við Norð- ur-Kóreu. Niöurstaða réttarins var að Im og Moon hefðu verið blekkt til að reka áróður fyrir yfirvöld í Norð- ur-Kóreu sem væru staðráðin í því að sigra suðrið með valdi og sameina landið undir fána kommúnismans. Stuðningsmenn og vinir hinna hand- teknu mótmæltu hástöfum í réttar- salnum þegar dómurinn var lesinn upp. Allt á sama stað Schiphol-flugvöllur hefur um árabil verið kjörinn besti tengiflugvöllur í heimi. Ein ástæðan er sú að þar er allt undir einu þaki og því einstaklega auóvelt að fara á milli véla. Fjölbreytni þjónustu þeirrar sem farþegar njóta er líka meiri en annars staðar. Og í fríhöfninni eru yfir 50.000 vörutegundir. Sætisnúmer alla leið Ef þú notfærir þér sérfargjöld Arnarflugs og KLM er ferðin um leið eins auðveld og hugsast getur. Þú færð strax í Keflavík sætisnúmer alla leið á áfangastað og þarft ekki aó hugsa um farangur fyrr en komið er á endastöð. L. Frá Amsterdam um allan heiminn ARNARFLUG HF. Lágmúla 7, sími 84477, Austurstræti 22, sími 623060, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sími 92-50300 TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.