Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990. 13 Lesendur „Gott væri að hafa banka opinn á laugardögum, segjum frá kl. 9.30-12,“ segir m.a. í bréfinu. Bankalokun og vinnusvik Ólöf Ólafsdóttir skrifar: Bankaþjónusta hér á landi hefur talsvert verið til umræðu undanfar- ið. Aðallega er fólk að tala um vaxta- mál, háa vexti og kostnað ýmislegan sem bankastofnanir taka í þóknun fyrir þjónustu - sem sumum fmnst þó ekki vera of mikil. Ég ætla ekki að dæma þann þátt sérstaklega, nema hvað varðar afgreiðslutímann hjá bönkum og öðrum innlánsstofn- unum. Það var þannig fyrir ekki mörgum árum að bankar voru opnir einu sinni í viku síðdegis, held milh kl. 17 og 19 og þá sparisjóðsdeildirnar eingöngu. Þetta er liðin tíð, utan hvað Landsbanki íslands og Spari- sjóður vélstjóra hafa enn opið síðdeg- is. - Landsbankinn sama dag og fyrr, fimmtudaga, og Sparisjóðurinn á fostudögum - og þá alveg frá því um morguninn frá 9.15 til 18 að kvöldi. Aðrir bankar, t.d. íslandsbanki og Sparisjóður Reykjavíkur, veita ekki þessa þjónustu. - Það eru því aðeins tveir hankar sem hafa opið síðdegis og það aðeins einn dag í viku hverri hvor banki. Aðra daga er afgreiðslu- tími banka aðeins frá kl. 9.15 til kl. 16. - Um helgar er engin bankaþjón- usta svo ég viti. Það er mjög bagalegt fyrir útlendinga yflr sumartímann. Þeir geta hvergi skipt erlendum pen- ingum sínum nema á hótelum og í leigubílum. Minnir á gjaldeyrisvið- skiptin í austantjaldslöndunum. En svo er það vandamál okkar ís- lendinga sjálfra sem ég ætla ekki að gleyma og varðar bankalokunina kl. 16. Þessi venjulegi afgreiðslutími frá 9.15 til 16 þýðir að fólk, sem er í vinnu alla virka daga, hefur engan tíma til að sinna bankamálum sínum nema í vinnu- og matartíma. Matartími er nú orðinn aðeins hálftími víðast hvar, svo hann nægir ekki til að fara í banka, enda hópast fólk í bankana á þessum tíma, svo að þar er mikil þröng á þingi, einkum um mánaða- mót. Þetta opnunarkerfi bankanna, sem nú er við lýði, skapar mikinn eril á vinnustöðum og menn eru að fá að skreppa í bankann í tíma og ótíma. Af þessu hljóta að skapast talsverð vinnusvik. En ekki er hægt að kalla það öðru nafni að fara úr vinnu til að sinna bankastörfum ef það er í vinnutíma gert. Ég skora á forráða- menn banka og innlánsstofnana að koma málum þannig fyrir að allir bankar séu opnir hvern dag vinnu- vikunnar milli kl. 5 og 6 síðdegis. Einnig væri gott að einhver banki væri opinn á laugardögum, segjum frá kl. 9.30-12. Það hlýtur að vera hægt að koma slíku kerfi á og bjóða upp á bankaþjónustu sem er í takt við tímann. Samkvæmt upplýsingum, sem les- endasíða DV aflaði sér, mun vera opinn eins konar gjaldeyrisbanki á vegum Landsbankans á Hótel Loft- leiðum og er hann opinn frá morgni til kvölds hvern dag vikunnar. KERTAÞRÆÐIR ípassandi settum. Leiðari úr stáibiöndu. Sferkur og þoiif að leggjast ( kröppum heygjum. ViA- nám aðeins 1/10 af viðnðmi Margföld neistagaði. Kápa sem deyflr fruflandl rafbylgjur. 5. leikvika - 3. febrúar 1990 Vinningsröðin:111 -X1X-X1X-2XX 1.120.086- kr. 1 var meö 12 rétta - og fær hann: 784.071 kr. á röö 25 voru meö 11 rétta - og fær hver: 11.5864 kr. á röð Munið hópleikinn - allar upplýsingar í síma 91 -688322. j SSP&É& i ; £* Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða með korti. Þú gefur okkur upp: ' ■■ - Nafn pitt og heimiiisfang, sima, nafnnúmer og S-pm&c>rt gildistfma og númer mmm*t greiðstukorts. Hámark kortaúttektar í síma kr. 5.000,- • . _ ] SMÁAUGLÝSINGADEILD j Aimm i ÞVERHOLTI 11 SIMI 27022 VfSA Því ekki Tannhauser? Einar Sturluson skrifar: í framhaldi af umræðu um upp- færslu á óperunni Manon Lescaut á Listahátíð datt mér eftirfarandi í hug. - í fyrra var hér hljómleikaupp- færsla á einni fegurstu óperu Wagn- ers, Tannháuser, sem misheppnaðist að hluta vegna þess að hinn erlendi tenór var illa fyrirkallaður. Engu að síður er hér fyrir hendi kór, þjálfaður í Tannhauser, svo og íslenskir söngvarar með reynslu af þessu verki. Mætti ekki færa þessa óperu upp aftur með sama hætti? - Það yrði bæði ódýrt og vinsælt. Síðan mætti reyna að fá heims- fræga Wagnertenóra, eins og René Kollo eða Peter Hoffmann, til að vera með. - Kristján Jóhannsson er hins vegar ekki Wagnertenór og myndi því ekki koma til greina við flutning þessarar óperu. Húsaleiguokur í Reykjavík? Leigjandi skrifar: Ég veit um fólk sem leigir miðl- ungsíbúð á 40 þús. krónur á mánuði. Aö vísu vinna bæði hjónin úti en ástandið er ekki gott hjá þeim. Þau eru að gefast upp og tala um að flýja land. - Þau munu vera fleiri ung- mennin sem eru að reyna að stofna heimili en verða fyrir barðinu á húsaleigu, og henni hárri. Hvenær ætlar ríkisvaldið að sporna við hrikalegri húsaleigu sem er að sliga margt fátækt fólk? Hve- nær ætlar ríkisvaldið að skattleggja þetta okur og sjá til þess að þeir sem greiða leigu fái að telja hana fram sem frádrátt á skattframtali. - Slíkt er réttlætismál. Það er til skammar fyrir ASÍ og BSRB að hafa ekki þessi mál til umræðu í almennun kjara- samningum og ná fram úrhótum í málum leigjenda. En betra er seint en aldrei. Ég skora á ráðamenn ASÍ og BSRB að vakna af dvalanum. Hjálpum þeim sem eru neyddir til að greiða háa húsaleigu. - Stöðvum landflóttann! Þingraunir í raun Haraldur Guðnason skrifar: Áður en okkar menn á Alþingi yfirgáfu leiksviðið og fóru í langa jólafríið, sýndi sjónvarpið þá hug- ulsemi að lyfta fortjaldinu eina kvöldstund. - Jón krataforingi veð- urtepptur heima, eða svo gott sem. Því var verr hans vegna. Jón er heimspólitíkus eins og ÓRG. Nú langar þessa pólitísku pönk- ara að rugla saman reytum, svo mjög sem þeim hefur tekist að minnka flokka sína. Ólafur gæti lagt í bú með sér ljósálfa sína og aðstoðarráðherra. Tal Stefáns Valgeirssonar var þó nokkuð skondið og minnti helst á Ragnar Reykás - með stjórninni í fyrri hluta ræðunnar - á móti í hínum seinni. Illa var honum laun- uð fylgispektin þegar mest á reið, settur út af sakramenti í musteri Mammons. Tímabært hjá Borgurum að gera kaup við „þrenninguna“. Bæði var að þar var komiö hiö þráða tæk- ifæri til ráðherradóms, sem varla kemur aftur, og svo veitti nú ekki af að fá tvo heimaráðherra. - Júlíus fær vonandi sinn rétta ráðherratit- il áður en 25% ríkisstjórn vor gefur upp öndina. - Rennur mörgum góð- um rekka til rifja lækkandi stjama landsfeðra í könnunum, en flóa- markaðsfólk er að nálgast efstu þrep vinsældanna. Nú eru margir okkar glápara miðnæturþingfrétta í sjónvarpi all- reiðir út í fjölmiðlavaldið. - Sá prúði piltur, Ingimar, hættur. Eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. - Nú er og næsta vonlítið að Guðrún forseti SÞ hlaupi undir hagga (eða út undan sér) með þing- fréttir, því slík framtakssemi hefur ill áhrif á geðheilsu sjálfstæðis- manna. - Forseti lét það raunar ekki á sig fá og var ægihress - að sögn Tímans. (Meira á morgun...) HASLITANIR OPIÐ LAUGARDAGA HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÓÐINSGÖTU 2. Sími 22138,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.