Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Síða 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Fjölflokkakerfi í Sovét?
Miklar breytingar kunna brátt að verða í Sovétríkjun-
um. Alræði kommúnistaflokksins kann brátt að verða
afnumið. Þetta er nú rætt á miðstjórnarfundi sovézka
kommúnistaflokksins. Leiðtoginn Gorbatsjov hefur tek-
ið undir hugmyndir þess efnis, að alræði flokksins verði
afnumið. Fátt hefur gerzt á þessari öld, sem merkilegra
er.
Kommúnisminn er afls staðar að hrynja. Ekki er ólík-
legt, að sovézki kommúnistaflokkurinn verði að fara
sömu leið og aðrir kommúnistaflokkar í Austur-Evrópu.
í fyrradag komu rúmlega tvö hundruð þúsund manns
saman á Qöldafundi í Moskvu tfl þess að krefjast um-
bóta. Gorbatsjov var lengi tregur til að ýta undir slíkar
breytingar. Hann gæti átt í vök að verjast, enda ekki
við öðru að búast. Almenningur getur ímyndað sér,
hversu sterkt valdaapparat harðlínumanna hlýtur að
vera. Kommúnistaflokkurinn hefur verið einráður síð-
an eftir byltinguna 1917. Hvarvetna í hinu stóra ríki
hafa harðlinumenn drottnað. Gorbatsjov hefur á valda-
skeiði sínu reynt að draga smám saman úr veldi harð-
flnumanna. Kannski verður úrslitaslagurinn milli harð-
flnumanna og umbótasinna einmitt þessa dagana. Harð-
flnumenn geta nefnflega reiknað með því, að völd þeirra
verði fltil eftir næstu kosningar. Almenningur hafnar
harðlínumönnum kommúnista. Almenningur mun
kjósa aðra menn og draga mun mjög úr völdum harð-
flnumanna. Því vitum við, að Gorbatsjov verður í hættu
þessa daga. En væntanlega tekst honum að sigra. Hann
hefur flöldann með sér. Enn gæti þó svo farið, að um-
bótaþróunin yrði stöðvuð, þótt vonandi verði svo ekki.
Gorbatsjov talar nú mikið um lýðræði. Lýðræðið
kæmist á, þegar fólk hefur fengið að velja milli ýmissa
flokka. Þetta höfum við séð gerast í mörgum ríkjum
Austur-Evrópu. Ekki er annað að sjá en að Gorbatsjov
hafi loks skilið, að lýðræði þarf, þótt ekki væri nema
til að sefa fólkið. Gorbatsjov vonar þó enn, að aflnenn-
ingur muni ekki steypa leiðtoganum, heldur sé hylli
hans nóg tfl þess að hann haldi völdum.
En kommúnisminn er að hrynja. Hann dugir ekki í
efnahagslegu tilliti, hvorki í Sovétríkjunum né öðrum
kommúnistaríkjum. Þetta sjá skynsömustu menn.
Þegar Marx og Engels rituðu kommúnistaávarpið,
var annað uppi á teningnum. Kapítaflsminn var í vanda.
Hann veitti almenningi ekki nægilega góð lífskjör. Hið
athyglisverðasta er, að mörg rök kommúnistaávarpsins
má nú heimfæra gegn kommúnismanum. Rökin um, að
kerfið hafi gengið sér tfl húðar, gilda nú enn, í þetta
skipti gilda þau gegn kommúnismanum. Þá má nefna
skrif Júgóslavans Djflasar um hina nýju stétt. Hann
hafði verið hátt settur í valdaklíku kommúnista í Júgó-
slávíu. En hann kaus að segja sannleikann um kommún-
ismann, og hann varð að víkja. í bók sinni um hina
nýju stétt voru settar fram afdráttarlausar skoðanir um,
hvernig völd kommúnista sköpuðu nýja yfirstétt. Við
minnumst aftur rakanna gegn kapítalismanum. Þau rök
gilda nú gegn kommúnismanum. Þegar talað var um
að öreigar allra landa sameinuðust, gekk það gegn kapít-
aflsmanum. í þetta skipti þurfa öreigar kommúnistaríkj-
anna að sameinast til þess að fella kommúnismann, og
flkur eru til þess, að þeir muni einmitt gera það.
Við verðum að vona samkvæmt fréttum, að alræði
kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum sé að renna sitt
skeið á enda.
Haukur Helgason
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990.
Um gerð reiðvega
Þessa dagana er ég að leggja fram
á Alþingi tillögu til þingsályktunar
um reiðvegaáætlun ásamt fleiri
þingmönnum.
Hestamennska nýtur sívaxandi
vinsælda. Umferð ríðandi manna
er víða orðin mjög mikil, einkum í
nágrenni þéttbýlisstaða. Sambýli
hestamennsku og umferðar ríðandi
manna við aukna umferð bifreiða
getur verið örðugt. Nauðsynlegt er
að taka tillit til hestamennsku í
umferðinni umfram það sem gert
hefur verið.
Óhjákvæmilegt er að gera sér-
staka reiðvegaáætlun þar sem for-
gangsröð framkvæmda kemur
fram. Gerð reiðvega er yíirleitt
ekki dýr en framkvæmd þarf að
vera með skipulegum hætti.
í vegalögum er einungis fjallaö
um reiðvegi í 46. gr. en þar segir:
„Vegagerð ríkisins skal aðstoða-
nýbýlastjóm við lagningu nýbýla-
vega og samtök hestamanna við
gerð reiðvega, enda sé kostnaður
greiddur af sérstakri fjárveitingu í
íjárlögum, samkvæmt vegáætlun
eða á annan hátt.“
Taka þarf af öll tvímæli um að
Vegagerð ríkisins skuli annast gerð
reiðvega enda er hún sá aðili í þjóð-
félaginu sem best er í stakk búin
til að taka að sér slíka framkvæmd.
Jafnframt þarf að afla fjár til
gerðar reiðvega umfram fé á fjár-
lögum til reiðvegageröar. Til
greina kæmi að leggja á sérstakt
hóffjaðragjald.
Tillagan
Tillagan hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að fela sam-
gönguráðherra að láta í samvinnu
viö samtök hestamanna og sveitar-
félaga gera reiðvegaáætlun.
Áætlun þessi skal gerð til fimm
ára í senn.
Samgönguráðherra skal skipa
nefnd er hafi það hlutverk að vinna
reiðvegaáætlun og endurskoða
hana reglulega.
í starfi sínu taki nefndin meðal
annars mið af eftirfarandi atriðum:
1) Gera skal reiðvegaáætlun til
fimm ára í senn og forgangsraða
verkefnum.
2) Hafa skal nána samvinnu við
m.a. Landssamband hesta-
mannafélaga, samtök sveitarfé-
laga og Vegagerð ríkisins, Nátt-
úruverndarráö, Landgræðslu,
Skógrækt ríkisins, Skipulags-
stjórn og Ferðaþjónustu bænda,
sem og einstök sveitarfélög og
landeigendur.
3) Bæta skal aðstöðu hestamanna
á þjóövegum og haga þannig að
öryggi gegn slysum verði sem
mest.
4) Umferð ríöandi manna verði í
raun viðurkennd sem hluti af
samgöngum landsmanna.
5) Friðlýsa þarf fornar reiðleiðir
og halda þeim við.
6) Við mat hestaumferðar verði
tekið tillit til hesthúsahverfa,
skeiðvalla, hrossabúa, haga-
göngu, staösetningar gisti- og
ferðamannastaða, veitinga- og
útivistarstaða.
7) Hlið verði á girðingum þar sem
alfaraleiðir og girðingar skerast.
8) Tryggja vemd svæða og leiða
sem hafa gildi vegna náttúrufeg-
uröar og eftirsóknarverðra skil-
yrða sem reiðland.
9) Að umferð ríðandi manna spilli
ekki ræktuðu landi, túnum,
görðum eða skógrækt og ónáði
ekki búfé.
Mikilvægt mál
Þessi þingsályktunartillaga, sem
hér er flutt, hefur það hlutverk að
fela samgönguráðherra í samvinnu
við samtök hestamanna og sveitar-
félaga að láta gera reiðvegaáætlun
og forgangsraða verkefnum en
Vegagerðin vinni síðan í samræmi
við þá reiðvegaáætlun.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja aö hestamennska nýtur sí-
vaxandi vinsælda og hestaeign fer
vaxandi. Ekki verður hjá því kom-
ist aö taka tillit til ríðandi manna
í umferðinni en aukin bílaumferð
á þjóðvegum landsins gerir þaö
KjáUaiiim
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður
nauðsynlegt að það sé gert með
skipulegum hætti.
Árið 1982 var gert samkomulag
milli Landssambands hestamanna-
félaga og Vegagerðar ríkisins um
gerð reiðvega. Reynsla af þessu
samkomulagi hefur ekki orðið
nægilega góð og nauösynlegt er að
skýra málin frekar og koma þeim
í fast horf. Bæði er að fé til gerðar
reiðvega hefur veriö mjög af skorn-
um skammti sem og að nauðsyn-
legt er að kveða skýrar á í lögum
um hver beri veg og vanda af reið-
vegagerð, hvernig til hennar sé afl-
að flár og hverjir vinni áætlun um
reiðvegagerð og forgangshraði á
verkefnum.
Óhjákvæmilegt er að umferð ríð-
andi manna verði í raun viður-
kennd sem hluti af samgöngum
landsmanna. Til þess að svo sé
unnt að gera verður að taka tillit
til umferðar ríðandi manna við
skipulagningu vegakerfis landsins.
Þaö þarf sérstaklega að taka tillit
til staðsetningar hesthúsahverfa,
skeiðvalla, hrossabúa, hagagöngu,
gisti- og veitingastaða, útivistar og
ferðamannastaða.
Mikilvægt er einnig að friðlýsa
fornar reiðleiðir og halda þeim við.
Með þeim hætti er varðveittur
ákveöinn þáttur í menningarsögu
landsins. Mikilvægt er einnig í
þessu sambandi að tryggja að gróö-
ur spillist ekki, að sjá til þess að
saman geti farið vemd og notagildi.
Hestamennska og hestaíþróttir
eru sem fyrr segir mjög vaxandi.
íslenski hesturinn er í auknum
mæli fluttur út sem útflutnings-
vara en jafnframt koma erlendir
feröamenn hingað til lands í
síauknum mæli til hestamanna-
móta og ferða á hestum.
Framhjá þeirri staðreynd geta
íslendingar ekki gengið og þurfa
að bregðast rétt við enda getur ein-
mitt hesturinn orðið mikilvægur
þáttur í uppbyggingu ferðamanna-
þjónustu á landinu í nánustu fram-
tíð. í því sambandi er auðvitað mik-
ið starf óunnið og margt sem þarf
að hafa í huga. Veitingastaðir þurfa
víða að gera hestamönnum kleift
að njóta þeirrar þjónustu sem þeir
hafa á boöstólum. Til þess þurfa
þeir að koma upp góðri hrossarétt,
vel malborinni og klæddri skjól-
girðingu, t.d. eins og hálfs metra
hárri. Aðstaða þarf að vera til
brynningar og æskilegt er að hey
geti verið til sölu. Gististaðir, tjald-
stæði og orlofsbúðir þurfa að hafa
aðstöðu til hagbeitar, þurfa að hafa
hrossaréttir og reiðtygjageymslur
á boðstólum.
Áningarstaðir
Ferðaþjónusta bænda þarf að
geta veitt hestamönnum fyrir-
greiðslu af ýmsu tagi, ekki bara að
leigja mönnum hross heldur einnig
að geta haft hagbeit til sölu. Sveit-
arstjórnir og upprekstrarfélög eiga
mörg góða skála á fjöllum, skála
sem nýta mætti betur og leigja
ferðafólki og gætu falhð vel inn í
ferðir ríðandi manna um landið.
Þannig mætti hugsa sér eins konar
net náttstaöa á hálendinu en hey
þyrfti að vera til sölu á sem flestum
stöðum svo að gróðri verði ekki
spillt.
Við gerð reiðvega þarf að hafa í
huga að heils árs vegir eru nauð-
synlegir í nágrenni hesthúsa-
byggða. Slíkir vegir eru eðlilegt
viðfangsefni viðkomandi sveitarfé-
laga, hestamanna og vegagerðar.
Til heils árs vega þarf að gera tals-
vert aðrar gæðakröfur en þeirra
vega sem aðeins eru notaðir stuttan
tíma ársins vegna þess að umferð
getur orðið mikil á takmörkuðu
svæöi á vetrum og vorum þegar
blautt er um. Slíkir vegir þurfa að
falla vel inn í skipulag sem gera
má ráða fyrir að mest álag sé á sem
næst hesthúsunum, í 5-10 km fjar-
lægö frá þeim, en eftir það dreifist
álagiö verulega.
Vel má hugsa sér að reiðvegir í
þéttbýli geti verið meðfram þjóð-
vegum eða lagðir sérstaklega um
útivistarsvæði en áherslu verður
að leggja á að friða alla reiðvegi
fyrir umferð vélknúinna farar-
tækja og kveða þarf skýrt á um
umferðarrétt með merkingum þar
sem reiðmenn þurfa að fara þvert
á veg. Víða eru gömlu malarvegim-
ir ágætir reiðvegir þegar þeir eru
opnir. Viö framkvæmdir reiðvega
þarf sérstaklega að gera ráð fyrir
áningarstöðum, helst með því móti
að víkja megi spölkorn frá vegi.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Umferð riðandi manna verði i raun viðurkennd sem hluti af sam-
göngum landsmanna," segir greinarhöfundur.
„Feröaþjónusta bænda þarf að geta
veitt hestamönnum fyrirgreiöslu af
ýmsu tagi, ekki bara að leigja mönnum
hross heldur einnig að geta haft hag-
beit til sölu.“