Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990.
15
Ef marka má af fréttum
Um fátt hefur veriö meira rætt í
fjölmiðlum að undanförnu en það
sem kallað hefur verið „bruðl og
óráðsía í landbúnaði“.
Margir hafa lagt orð í belg en
flestir virðast þeir hafa eitt sameig-
inlegt markmið og það er að afla
tiltekinni skoðun - einhverjum
málstað - fylgis.
Fáir hafa sett fram sjónarmið eða
komiö með upplýsingar sem líkleg-
ar eru til að auðvelda venjulegum
íslendingi að átta sig á máiinu. Það
virðist m.ö.o. vaka fyrir mörgum
manninum að koma á framfæri
áróðri í þessu máh.
Fráleitflokkun
Það kann að vera ráðgáta hvaða
hagsmunir tengja menn saman
þegar atlaga er gerð að verðlagn-
ingarkerfi landbúnaðarins. Eitt er
hins vegar öllum Ijóst og það er að
útsöluverð algengustu neysluvöru
frá íslenskum landbúnaði er alltof
hátt. Þá er sama hvort miðað er við
verðlag á olíu og á gosdrykkjum
eða tekjur venjulegrar fjölskyldu.
Satt best að segja held ég þó að
afkoma tekjulægri hópanna hafi
mest áhrif á mat okkar á því hvað
sé hæfilegt verð fyrir landbúnaðar-
vörur og skynsamlegt gjald fyrir
þá þjónustu sem við getum ekki
verið án.
Samanburðurinn er alltaf erfiður
og vafasamur en því miður eru full-
yrðingar út í bláinn - upphrópanir
og jafnvel rangfærslur og skrök
mest áberandi í fjölmiðlaumræðu
síðustu daga.
Það er sorglegt að heyra besta
fólk setja jafnaðarmerki á milh
valdahagsmuna einstakra forystu-
manna í landbúnaði - milli hags-
muna einstakra fyrirtækja (afurða-
stöðva eða kaupfélaga) - mihi af-
komumöguleika í dreifbýh og svo
verðlagningarkerfis á landbúnað-
arvörum. Þessir hlutir eru alhr
Kjallarinn
Benedikt Sigurðarson
skólastjórl
settir í eina skúffu og kahaðir
„byggðastefna" þegar mikið hggur
við.
Fráleitt er að beita slíkri flokkun
og varla gert í öðru skyni en þvi
að koma í veg fyrir að þessir þætt-
ir verði krufnir óháð hver öðrum.
Tengslin eru auðvitað fyrir hendi
en þau eru ekki nauðsynjatengsl
og heldur ekki byggð á neinum
réttlætisviðmiðunum.
„Háa verðið“
„Hátt verð á landbúnaðarvörum"
er alls ekki staöreynd með tílvísan
th þess að það sé hærra en tíökast
í nágrannalöndunum. Það liggur
ahs ekki fyrir aö munur á fram-
leiðslukostnaði helstu vöruflokk-
anna sé sá sem viröist þegar htið
er th búðarverðs - og það hggur
heldur ekki fyrir að framlög th niö-
urgreiðslna og styrkja th land-
búnaðar séu hærri á íslandi en víða
í nágrannalöndunum.
Th þess að skera úr slíku er nauð-
synlegt að fram fari raunhæf at-
hugun á máhnu - athugun sem
grundvahast á því að athugendur
vilji komast að hinu sanna, en
stjómist ekki bara af löngun th að
þjóna einhverjum áróðurshags-
munum.
„Hátt verð á landbúnaðarvörum"
skýrist heldur ekki af því að af-
koma venjulegra bænda á voru
landi sé svo góð eða þeirra hlutur
af verðinu, sem við greiðum í búð-
inni, sé svo stór. Aldeihs ekki, en
hlutfalhð milh þess sem verslunin
og bankamir taka og þess sem rík-
ið tekur, sé það vegið á móti því sem
niðurgreiðslur og styrkir ásamt
hlut bóndans nema hér á landi,
kann að reynast talsvert annað hér
en t.d. í henni Ameríku.
Þetta þarf að skoða, ekki síst með
tilliti til þeirrar nauðsynjar sem
okkur ber th aö fá fram sanngjama
og leitandi umræðu um þetta brýna
hagsmunamál ahra venjulegra
heimha.
Kannski eiga þeir sem hafa
250-500 þúsund króna mánaðar-
laun erfitt með að átta sig á þvi
hvað er „sanngjamt" og kjósa
fremur að leita sér annarra viðmið-
ana en þeirra sem stúddar em sið-
feröhegum rökum. - Það virðist
a.m.k. örðugt að fá valdamenn
landsins th að setja sér fyrir sjónir
lífsmöguleika venjulegrar bama-
fiölskyldu þar sem tekjur mánaö-
arins fara aldrei yfir 80 þúsund og
uppsögnin tekur e.t.v. ghdi við
næstu mánaðamót.
Ég hef veitt því athygh að valda-
mönnum og fjölmiðlamönnum er
tamara að ræða um kjaramáhn út
frá merkingarlausum meðaltölum,
en forðast að beina athyglinni að
raunveruleika þess fólks sem hefur
htið fyrir sig að leggja - fólks sem
fær ekki meira en 50 þúsund krón-
ur fyrir aha sína vinnu.
Hvernig eiga líka forsprakkar
vinnuveitenda, ráðgjafar þeirra og
„ríkisjötumenn" að nenna að ergja
sig með því að hugsa um heimhis-
hald hjá „sauðsvörtum“? Þeir gætu
kannski fengið snert af samvisku-
biti!
„Vilji fólksins"?
Getur verið að mörgum finnist
of dýrt að kaupa þær mjólkurvörur
og það kjöt sem menn gjarna vilja
vegna þess að menn hafa einfald-
lega ekki peninga th að kaupa fyr-
ir? Getur verið að ástæðan fyrir því
hversu iha landbúnaðurinn stend-
ur áróðurslega nú um stundir sé
að einhverju leyti skýranleg með
því hversu mikið og vaxandi mis-
rétti staðfestist á kjaramarkaðn-
um? Við ríkjandi aðstæður er
a.m.k. enginn vandi að ýta undir
tortryggni í garð landbúnaðarins -
efla dehur manna á mhh og skapa
andúð á þeim aöferðum sem notað-
ar eru th að flytja fjármuni aftur
til landsbyggðarinnar í gegnum
lána- og styrkjakerfi opinberra
sjóða.
Það ættu ekki að þurfa að vera
uppi dehur um það hagsmunamál
venjulegs íslendings að lækka verð
á matvörum - samt er þetta að því
er virðist ekki á dagskrá hjá Al-
þingi. Kannski munu póhtískar
kreddur nokkurra launaðra verka-
lýðsforkólfa og rótgróinn íjand-
skapur í garð bænda koma í veg
fyrir að lækkun verðlags nauðsyn-
legrar heimihsvöru komist í alvöru
á dagskrá við gerð kjarasamninga.
Framlag fylgisveina fjármálaráð-
herrans th umræðunnar kann að
reynast spaugheg thraun th að
sameinast landbúnaðarfjendum í
Alþýðuflokknum, en getur samt
e.t.v. framkahað viðbrögð sem
koma aö gagni við að ná tökum á
máhnu (vegna þess að þeir fóru
með rangt mál).
Það fer vonandi að styttast í það
aö viö lærum að leita samstöðu um
brýn hagsmunamál um leið og við
gefum „réttlætisviðmiðunum" og
siðferðhegum mælikvörðum meiri
gaum þegar við mótum afstöðu
okkar tíl dægurmála. Pólitisk bar-
átta dagsins snýst um athygli og
virðist á stundum rekin með það
að leiðarljósi að „betra sé að veifa
röngu tré en öngu“. Póhtíkusar eru
famir að vísa til einhvers ímynd-
aðs „vilja fólksins" eins og hann
er kynntur í íjölmiðlum í kjölfar
misjafnlega vel gerðra skoðana-
kannana.
Við þær aðstæður er ekki spurt
um „frelsi, jafnrétti og bræðralag"
- áróðurinn og valdsæknin ræður
ferðinni. Hagsmunagæsla forrétt-
indahópanna á íslandi er e.t.v. ekki
í eðh sínu ólík alræði stalínismans,
en við megum vera óhemjulega
þakklát fyrir að valdbeitingartæki
hers og hugsanalögreglu skuh vera
lengra undan hjá okkur en í Aust-
ur-Evrópu. Forréttindi hinna fáu
eru alls staðar vont þjóðfélagsein-
kenni - en e.t.v. dulítið misvont.
Benedikt Sigurðarson
„Getur verið að mörgum finnist of dýrt
að kaupa þær mjólkurvörur og það kjöt
sem menn gjaman vilja vegna þess að
menn hafa einfaldlega ekki peninga til
að kaupa fyrir?“
Umferðarmálin
Tryggingarfélögum hefur liðist að hafa frjálsar hendur um úrvinnslu tjóna
og ákvörðun tjónabóta I umferðaróhöppum, segir hér m.a.
Umferðarlögin eru þau lög sem
brýna nauðsyn ber th að allir
landsmenn skhji og eigi auðvelt
með að theinka sér. Þessi lög verða
því að vera á alþýðumáh og með
þeim orðum sem almenningi er
tamt að nota við tjáningu sína á
þeim málum. Þessi lög verða einnig
að vera með stuttum en afdráttar-
lausum boðum og bönnum, þannig
að ekki fari á milli mála meining
þeirra í textanum.
Núverandi lög eru svo sorglega
laus við að hafa nokkurn þessara
kosta th að bera að það er ekki
hægt að flokka það undir annað en
beina óvirðingu við almenning í
landinu að Alþingi skuh bjóða
landsmönnum svona vinnubrögð.
Um langt árabh hefur verið að
þróast hér mikið los í málefnum
umferðarinnar. - Nú eru hinir
ýmsu aðhar famir að túlka þessi
lög á ýmsa vegu og aht upp í það
að vera þvert á þann textá sem
skrifaður er í lögunum. Þessi vit-
leysa hefur gerst hægt og bítandi,
þannig að fólk tók ekki eftír þessu
í fyrstu.
Nú er hins vegar þessi vitleysa
orðin svo ríkjandi að þeir sem vflja
skýringar eru áhtnir skrýtnir og
annaðhvort horft á þá með vor-
kunn eða þeim sýndur beinn dóna-
skapur.
Tjón og tjónabætur
Um margra ára skeið hefur trygg-
ingarfélögum hðist að hafa fijálsar
hendur um úrvinnslu tjóna og
ákvörðun tjónabóta vegna umferð-
aróhappa. Það er næsta furðulegt
að hagsmunaaðha skuh vera ætlað
að fjalia sjálfum um úrskurð er
KjáUarinn
Guðbjörn Jónsson
fulltrúi
snerta bótaskyldu hans eða ekki. -
Hinn aöilinn, ökumenn bifreiö-
anna, þeir fá hvergi nærri að koma.
Ef við verðum svo ólánsöm að
lenda í umferðaróhappi fáum við
ekki sjálf að skýra mál okkar fyrir
úrskurðaraðila í málinu. Við erum
háð endursögn lögreglu á okkar
málstað. Ég hef undir höndum
geigvænlega mörg dæmi um af-
drifaríkar mistúlkanir lögreglu á
framburði aðha að óhappi.
Það er einnig ljóst að thraunir
þessa fólks th að fá leiðréttingu á
þessum misskilningi bera í flestum
tilfeUum lítinn árangur. Því miður
eru of margir lögreglumenn sem
telja sig yfir það hafna að geta gert
mistök og valda þar með óbætan-
legu tjóni vegna vanþroska eða
þijósku.
Það er hins vegar umhugsunar-
efni að á íslandi í dag skuli vera í
gangi réttarkerfi sem er á sama
þroskastigi samskipta og við for-
dæmum hjá öðrum ríkjum. Við
gleðjumst yfir því að í skoðana-
könnunum erum við tahn vel
menntuð þjóð. Þó er okkur ekki
trúað fyrir því að tjá okkur sjálf
um atvik óhappa í umferðinni.
AUt þetta aðhaldsleysi hefur leitt
það af sér að telst th undantekning-
ar ef þú hittir fyrir í tjónadehd
tryggingarfélags mann sem kann
einhver skh á umferðarlögum. -
Þessum dehdum er þó ætlað að
taka fyrstu ákvörðun um réttar-
stöðu þína í óhappi.
Ef þú biður um skýringar á nið-
urstöðum þeirra setja þeir upp
þijóskusvip og segja. Þetta er okkar
skilgreining og um það er ekkert
meira að segja. Þetta er sagt með
aðeins öðrum orðum á leikvellin-
um hjá bömunum. Þar segja þau.
Af því bara. - Þroskastigið virðist
vera það sama.
Lögfræðingaklíkan
Flestír sem lenda í umferðaró-
happi era svo óheppnir að tjóna-
dehdir félaga þeirra komast hvor
að sinni niðurstöðunni. Þegar svo
háttar th er fyrstu ákvörðun um
sýkn eða sök fahn nefnd lögfræð-
inga tryggingarfélaganna sjálfra.
Nú gætí maður haldið að hagur
tryggingarfélagsins fæhst í því að
lögfræðingur þess héldi uppi mál-
stað síns viðskiptavinar. Einnig
gæti maður haldið að með iögjald-
inu væri maður að kaupa þessa
umræddu lögfræðiþjónustu. Stað-
reyndir, sem ég hef undir höndum,
sýna hins vegar að í fjölda tilfeha
taka þessir lögfræðingar afstöðu
með málstað andstæðingsins en
telja aht lygi sem fram kemur í
skýrslum viðskiptamanns þeirra.
Það er svo aht annað mál, og
miklu alvarlegra, að í bréfi frá
dómsmálaráðuneytinu frá 7. aprh
1986 er skýrt kveðið á um að þessir
menn hafa ekki heimhd þess ráðu-
neytis th að kveða upp svona úr-
skurði. Eftir úrskurði þessara
manna hafa tryggingarfélögin hins
vegar framkvæmt eignaupptöku
hjá fjölda viðskiptamanna sinna á
forsendum úrskurðar sem er utan
réttarkerfis á íslandi.
Hvað er til ráða?
Ég veit þaö vart. - Hinn 4. febrúar
1986 skrifaði ég öhum starfandi
þingflokkum á Alþingi bréf um
þessi mál. Enn í dag hef ég ekki
fyrirhitt einn einasta þingmann
sem viðurkennir að hafa orðiö var
við þetta bréf. Þó aíhenti ég það
sjálfur í þinghúsinu, merkt hveij-
um þingflokki fyrir sig.
Ef þingflokksformenn ætla ekki
að reyna að telja okkur trú um að
þingvörður sá er tók við bréfunum
hafi bara kastað þeim, er næsta
spuming: Komu þeir sér saman um
að stinga þessu undir stól?
Ef svo er, hvar er þá lýðræðið í
landinu statt?
Guðbjörn Jónsson
„Eftir úrskuröi þessara manna hafa
tryggingarfélögin hins vegar fram-
kvæmt eignaupptöku hjáQölda við-
skiptamanna sinna..