Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Blaðsíða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Cher
sem er oröin 43 ára tilkynnti í
síðustu viku aö hún væri ófrísk,
komin þrjá mánuöi á leið. Faðir-
inn er gítarleikari hljómsveitar-
innar Bon Jovi, Richie Sambora.
Lýsti hún yfir mikilli ánægju meö
gang mála hjá þeim og sagðist
örugg um að Sambora yrði frá-
bær faðir. Ekki var Sambora, sem
er 30 ára, jafnákafur í gleðilátun-
um og sagði þegar hann var
spurður um hjónaband aö ekkert
slíkt væri á döfinni. Cher á fyrir
tvö börn; Chastity, sem er tvítug,
og Elijah Blue sem er 13 ára. Illar
tungur sögðu að bameign Cher
væri í raun aðeins enn ein leiðin
til að halda sér ungri en hún hef-
ur ekkert verið feimin viö að
segja frá yngingaraðferðum sem
hún notfærir sér.
Bill Cosby
sem leikur hinn fullkomna föður
í þáttum sínum og hefur skrifað
bók um foðurhlutverkið varð að
viðurkenna að ekkert samband
væri lengur á milli hans og dóttur
hans, Erinn, sem er 23 ára, og
sagði að hún væri ekki velkomin
á sitt heimili. Erinn, sem er næst-
elst barna Cosbys, hefur átt við
eiturlyfj avandamál að stríða og
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
Cosbys hefur honum ekki tekist
að venja hana af eiturlyfjunum.
„Hún hefur aldrei viljað vinna
og eftir að hún flutti að heiman
hefur hún ekki tollað í neinni
íbúð í meira en sex mánuði," seg-
ir Cosby.
Sean Connery
varð mjög undrandi á dögunum
þegar hann fékk fréttir af því að
eitt vinsælasta vikurrit í Banda-
ríkjunum, People, hefði valiö
hann kynþokkafyllsta mann í
heimi. Þessi úrslit eru samkvæmt
lesendakönnun. Connery, sem er
58 átta ára gamall, sagði að hann
hefði sjálfsagt verið ánægður með
þennan titil þegar hann var að
hefja leikferil sinn í James Bond
myndunum en í dag yrði hann
fyrst og fremst feiminn þegar
minnst væri á titilinn viö hann.
Eins og sjá má á þessari mynd koma sum listaverkin áhorfandanum spánskt fyrir sjónir.
Það má kannski reyna aö leika sér
inni i þessu furðuverki, gæti unga
stúlkan verið að hugsa með sér.
Listaverkið heitir Mungando og er
eftir Germain Ngoma sem kemur frá
Noregi.
DV-mynd Brynjar Gauti
Norræn
myndlistar-
samvinna
Lars-Áke Engblom, forstöðumaður Norræna hússins, og eiginkona hans,
Christina Engblom, ásamt tveimur sænskum listamönnum sem eiga verk
á sýningunni, Jan Svenungsson og Cecilia Edefalk.
í Norræna húsinu var á laugardag-
inn opnuð samnorræna sýningin
Aurora 3. Er hér um að ræða verk
eftir tuttugu unga norræna mynd-
listarmenn, fjóra frá hverju Norður-
landanna.
Sýningin kemur frá Norrænu lista-
miðstöðinni á Sveaborg við Helsinki.
Voru verkin valin af listfræðingum
frá hverju landi og er markmiðið að
sýna það sem er efst á baugi hjá
yngstu kynslóð norrænna lista-
manna. Sýningin verður í Norræna
húsinu til 11. febrúar.
Brekkurnar nýttar þegar
snjórinn er til staðar
Ljósmyndari DV var á ferð einn
daginn í fyrri viku og rakst þá á þessa
fjörugu krakka þar sem þeir voru að
leika sér í brekkunni við Breiðagerö-
isskóla en þar er ein fjölmargra smá-
brekkna í Reykjavík sem krakkar
nýta til hins ýtrasta þegar snjór er.
Þeir hafa meira að segja gefiö ein-
staka brekkum nafn. Má taka sem
dæmi Krummabrekku sem er á milli
Heiðargerðis og Miklubrautar.
Brekkan er aldrei kölluð neitt annað
þótt engin viti hver það var sem gaf
henni nafn.
Hér er komin glansandi rennibraut sem krakkarnir láta sig renna niður eftir.
Athygli barnanna hefur beinst að Ijósmyndaranum og er veifað til hans.
DV-myndirGVA
Orri Vigfússon hefur komið viða við siðustu daga og var mættur á hátíð-
ina. En hér heldur Ólafur H. Ólafsson á ávísun frá blaðamanni á Trout and
Salmon. En ávísunina fékk greinarhöfundurinn fyrir grein um úthafsveiðarn-
ar. Orri og Ingvi Hrafn Jónsson bíða spenntir eftir hvað sé að gerast.
Árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur:
Hinn sanni veiðiandi
sveif yfir yötnunum
„Árshátíðin tókst vel, verðlaunaf-
hendingin var glæsileg og skemmti-
atriðin voru góð. Veiðimenn og kon-
ur skemmtu sér vel á hátíðinni,"
sagði Stefán Á. Magnússon, formað-
ur skemminefndar Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, er 46. árshátíð félagsins
lauk á Hótel Sögu um helgina. Átta
bikarar og Gull og Silfur flugan voru
veitt fyrir stóra fiska. í fyrsta skipti
var veittur afreksbikar kvenna og
hlaut Guðmunda Kristinsdóttir hann
fyrir 19 punda lax sem hún veiddi á
Skipakletti í Hvitá. Það var Stanga:
veiðiárbókin sem gaf bikarinn.
„Það er alltaf viss stemmning hér
á þessari árshátíð, hér þekkjast
margir vel og sumir hafa veitt mörg-
um sinnum saman,“ sagði eldri mað-
ur og sagðist aðeins veiða á maðk. Veislugestir skemmtu sér feiknavel
Og áfram hélt geimið og því lauk og hér eru þau Lydia Guðmunds-
skömmu seinna. dóttir og Þorlákur Jónsson.
-G.Bender DV-myndir G.Bender