Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990. 27 Fréttir Hreppsnefndar- raunir í Tálknafirði Lúövíg Thorberg, DV, Tálknafirði: Margir Tálknfirðingar eru þegar farnir að velta framboösmálum vegna næstu sveitarstjórnarkosn- inga fyrir sér, sumir í fúlustu alvöru en aðrir með snert af léttúö. Farið er að stinga upp á nöfnum væntan- legra framboðslista og hafa heyrst nöfn eins og kvennalistinn, karlalist- inn, listi háðra kjósenda, listi óháðra íhaldsmanna, AA-listinn, listi Þjóð- arflokksins og fleira. En kannski verður bara boðið fram klofið. í frétt í DV 24. janúar sl. var sagt frá því að hreppsnefndarmeirihluti sjálfstæðismanna í Tálknafirði væri endanlega klofinn. í fréttinni kom einnig fram að klofningurinn hefði byrjað þegar í upphafi kjörtímabils- ins. Minnihluti hreppsnefndar, „Óháðir“, missti fljótlega ó-ið og nú er svo komið aö þriðjungur fyrrver- andi meirihluta er orðinn endanlega háður „Óháðum" og má þvi segja að meirihluti hreppsnefndar sé nú skip- aður háðum. Hvort bókhald sveitarfélagsins er í óreiðu eður ei kemur sjálfsagt fljót- lega í ljós og þá jafnframt hvort sveit- arstjórinn verður rekinn því þess var krafist á hreppsnefndarfundi nýlega en ákvörðun í brottrekstrarmálinu var frestaö. Loðdýrabænd- ur óhressir með stjórnvöld Akraborgin við bryggju á Akranesi sl. sumar. DV-mynd Garðar Jarðgöng endalok Akraborgar: Til bóta fyrir alla - segir Helgi Ibsen, framkvæmdastjóri Skallagríms Geir A. Guðsteinsson, DV, Dalvfic Loödýrabændur við Eyjaíjörð eru mjög óánægöir með að fyrri ákvörð- unum ríkisstjórnar og Alþingis frá síðasta sumri um aðstoð viö búgrein- ina skuli ekki framfylgt. Sumir bændur ganga jafnvel svo langt að fullyrða að stjórnvöld ætli að bíða það lengi með ákvarðanatöku að menn hreinlega gefist upp. Vandi Framleiðnisjóðs, sem á aö leysa vanda loðdýrabúanna, mun þá verða minni, en væntanleg mun vera reglu- gerð frá landbúnaðarráðuneytinu til lausnar vanda loðdýrabænda. Að sögn Jóns Hjaltasonar, for- manns Loödýraræktarfélags Eyja- fjarðar, var loðdýrabúunum uppá- lagt að gefa upp skuldastöðu til Framleiðnisjóös fyrir 20. janúar vegna fyrirhugaðrar skuldbreyting- ar á lausaskuldum í langtímalán, en áætlað er að þessar lausaskuldir séu rúmar 280 milljónir króna. Lítils háttar hækkun varð á refa- skinnum en óbreytt verð á minka- skinnum nú nýlega á danska upp- boðsmarkaðnum. Þó seldust aðeins um 20% þeirra skinna sem í boði voru. Framboð af refaskinnum í heiminum hefur minnkað úr 5 millj- ónum í 3 milljónir skinna og um 40 milljónir minkaskinna verða á upp- boðsmörkuöunum nú. Ekki er gert ráð fyrir að verð á loöskinnum verði komið í jafnvægi fyrr en í fyrsta lagi árið 1992. 25 bú eru nú á félagssvæði Loð- dýraræktarfélags Eyjafjarðar og á þeim eru nú 6 þúsund ásettar minka- læður og 1500 refalæður. Pörun (mökun) hefst nú innan tiðar svo ákvarðanatöku stjórnvalda er beðið með óþreyju. Garðar Guðjónsson, DV, Akranesú „Það er alveg ljóst að það rekur eng- inn skip við hliðina á jarðgöngum eða brú yfir Hvalfjörð en ég er sann- færður um að göng verða til bóta fyrir alla landsbyggðina," sagði Helgi Ibsen, framkvæmdastjóri Skalla- gríms, en Skallagrímur á og rekur Akraborg. Ríkið er stærsti hluthafinn í Skalla- grími og styrkir reksturinn beint. Akraborg fær um 20 milljóna króna styrk frá ríkinu á þessu ári. „Hugmyndir um gerð brúar eða ganga eru okkur alls enginn þyrnir í augum - þetta hlýtur að vera fram- tíðin. En þeim framkvæmdum verð- ur ekki lokið fyrr en eftir nokkur ár og við munum reka Akraborgina þangað til. Skipið verður þá orðiö nokkuð gamalt en söluhæft," sagöi Helgi. Félag aldraðra á Höfn kaupir hús: Verkalýðsfélagið Jökull gaf eftir- stöðvar kaupverðsins, 1,8 milljón Akranes: Tímabært að hætta - segir Andrés Ólafsson hjá Framsókn Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Andrés Ólafsson, einn þriggja bæjar- fulltrúa Framsóknarflokksins á Akranesi, hefur ákveöið að stefna ekki að endurkjöri í kosningunum í vor. Jón Hálfdánarson eðlisfræðing- ur tekur að öllum líkindum þriðja sætiö á B-listanum. „Ég hef starfað lengi að bæjarmál- um og finnst tímabært að hætta, taka mér hvíld frá þessu,“ sagði Andrés í samtali við DV. Andrés er þriðji bæjarfulltrúinn sem ákveður að hætta, en áður hafa Jóhann Ársælsson Alþýðubandalagi og Guðjón Guðmundsson Sjálfstæð- isflokki ákveðið að láta af setu f bæj- arstjórn. Framsóknarmenn á Akranesi hafa ekki gengið endanlega frá framboðs- lista sínum, en allar líkur eru á að Ingibjörg Pálmadóttir og Steinunn Sigurðardóttir verði áfram í tveimur efstu sætum listans. Stöðvarqörður: Nýja kirkjan fokheld Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Bygging nýrrar kirkju á Stöðvarfirði hófst á síðasta ári og nú er byggingin fokheld. Arkitekt kirkjunnar er Björn Kristleifsson á Egilsstöðum, byggingameistari er Ævar Ármanns- son á Stöðvarfirði en bróðir hans, Örvar Ármannsson, gerði raflagna- teikningar. Verkfræðistofa Austur- lands á Egilsstöðum sá um hönnun- arvinnu. Kirkjan er með nýstárlegu útliti, um 300 m2 að grunnfleti, og þar verð- ur mjög góð aöstaða fyrir kirkju- gesti, kirkjukór og prest. Byggingar- kostnaður a siðasta an var um 8 milljónir króna. Nú er verið að und- irbúa framkvæmdir á þessu ári og tryggja fjármagn, m.a. hjá jöfnunar- sjóði sókna sem úthlutað er af Bisk- upsstofu. Stöövarhreppur hefur ekki lagt fram fjármagn til kirkjubygging- arinnar ennþá, hvað sem síðar verð- ur, enda ekki í hans verkahring, að sögn Bjöms Hafþórs sveitarstjóra. Til aö gera kirkjuna nothæfa þarf 8-10 milljónir króna, helst á þessu ári. Ef það tekst ætti að vera hægt að messa í kirkjunni í lok þessa árs, aö sögn sveitarstjóra. Júlía Imsland, DV, Höfn: Félag aldraðra á Höfn hefur flutt fé- lagsstarfsemi sína í eigiö húsnæði í Miðgarði sem Verkalýðsfélagiö Jök- ull átti áður en þegar Jökull flutti í nýtt húsnæði í haust var eignarhluti þess, 2A í Miðgarði, til sölu. Stjórn Félags aldraðra ákvað þá að leita leiða til að kaupa þetta húsnæði og voru þeir Hörður Júlíusson formað- ur og Gísli Arason ritari kosnir til að annast húsakaupin. Það samdist fljótt um verðið, 2,8 millj. kr. með milljón í útborgun. Eftirstöðvar vaxtalausar, greiddar eftir getu fé- lagsins. Eftir þessa niðurstööu var leitaö liðsinnis bæjarstjórnar meö útborg- unina og var það auðsótt mál. Bæjar- stjórn afhenti félaginu ávísun upp á eina milljón kr. Þegar húsið var af- hent nýju eigendunum tilkynnti Björn Grétar Sveinsson, formaður Jökuls, að verkalýðsfélagið ætlaði að gefa félagi aldraðra eftirstöðvar kaupverðsins, 1,8 millj. kr„ og bað það vel að njóta. Á Höfn eru 125 ellilífeyrisþegar og af þeim dvelja 40 á elli- og hjúkrunar- heimilinu Skjólgarði. Þátttaka f fé- lagsstarfi aldraöra er nokkuð góð, komið saman á laugardögum og farið í gönguferðir eða stutt ferðalög ef veður leyfir. Annars er spilað, sungið eða önnur skemmtun innandyra. Hótel Höfn heldur þorrablót fyrir eldri bæjarbúa, sem eru fjölsótt. Meðeigandi í Miðgarði er Kvenfé- lagið Tíbrá. Kirkjubyggingin nýja á Stöðvarfirði DV-mynd Ægir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.