Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990. Fréttir Konan sem frelsaði sjö ára dreng frá Steingrími Njálssyni: Búið að færa dreng- inn úr gallabuxum - ég titraði af hræðslu eftir að ég kom út, segir konan við DV Þetta er myndin sem DV birti og varð til þess að vegfarandi bar kennsl á Steingrím Njálsson. „Hún sá mann sitja í bíl og horfa á drengi leika sér. Hún sá í andlit mannsins og þekkti hann af mynd sem hafði birst í DV. Hún kom inn til rrún og sagði mér hvað hún hafði séð. Skömmu síðar sá hún að maður- inn var að fara með lítinn strák upp tröppur á húsi. Ég sagði bara - guð minn góður, hvað getum við gert? Ég rauk í símann og hringdi í lögregl- una og spurði hvort hún vissi hvar Steingrímur Njálsson ætti heima. Lögreglumanninum brá við. Ég sagði að Steingrímur Njálsson hefði verið að fara með lítinn dreng inn í íbúð og bað þá að gá að því strax hvar hánn byggi og ef hann ætti heima þarna að fara þá þangað í hvelli,“ sagði kona sem í gær réðst inn í íbúö Steingrími Njálssonar og sótti þang- að 7 ára gamlan dreng sem var þar með hinum margdæmda kynferðis- afbrotamanni. Lögreglan ekki nóg „Mér þótti ekki nóg að hafa hringt í lögregluna, það er aldrei að vita hvað þeir eru lengi í ferðum. Ég sagð- ist ætla að hlaupa út. Maðurinn minn spurði mig hvað ég ætlaði að gera ef þetta væri nú ekki Steingrímur. Ég sagði að það hlyti að bjargast, ég gæti alltaf sagt að ég væri að leita aö einhverjum. Ég hljóp út og lagðist á báðar bjöllurnar. Dyrnar voru ekki alveg lokaðar þar sem stígvél af litl- um krakka kom í veg fyrir að þær lokuðust alveg. Gamall maður og unglingsstrákur komu út úr neðri íbúðinni. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja við þá. í því kom maður úr íbúðinni á efri hæðinni og hann leit niður til okkar. Ég sá strax að það var Steingrímur Njálsson. Ég þekkti hann líka af myndinni sem birtist í DV á sínum tíma. Ég spurði hann að nafni og hann svaraði strax, og sagö- ist heita Steingrímur. Hann þekkti mig náttúrlega ekki neitt. Eftir á var ég hissa á því að hann skyldi segja til nafns. Ég spurði hann hvort það væri lít- ill strákur inni hjá honum. Hann svaraði því játandi og sagði að strák- urinn hefði verið blautur og hann væri að þurrka fötin hans. Við þetta svar hélt ég áfram og fór inn í íbúð- ina. Þar sat lítill strákur á sófa. Það var búið að taka af honum gallabux- urnar. Strákurinn var svolítið skrít- inn á svipinn, augun voru star- andi.“ Leyndarmál - Reyndi Steingrímur aö veita mót- spyrnu? „Nei. Það gerði hann ekki. Ég sagði við strákinn að koma með mér. Steingrímur sótti buxurnar á ofn bak við hurðina. Það hafa ekki hðið nema tvær eða þrjár mínútur frá því þeir fóru inn í íbúðina þar til ég var kom- in þangað. Ég sagði við strákinn að ég ætlaði að fara með hann heim. Þegar ég kom út var lögreglan kom- in. Strákurinn ætlaði fyrst ekki að fara með mér. Ég bað hann að koma ég sagðist ætla að tala við mömmu hans. Þá sagðist hann ekki vilja fara heim því þetta væri leyndarmál. Eitt- hvað hefur Steingrímur verið búinn að segja við hann um þetta. Það er annað sem mér þykir skrít- ið. Þetta er íbúð sem borgin á. Hon- um hefur verið útveguð íbúð eða herbergi. Það er ekki nema eðlilegt að hjálpa mönnum sem eru að koma sér aftur út í lífið. En svona maður í hverfi sem er fullt af börnum. í næsta herbergi var maður sem lá þar í rúmi eða fleti. Ég efast ekki um að sá sem þar var veit hver Steingrímur er. Hvað er að þessum mönnum að láta það viðgangast að Steingrímur komi meö lítinn dreng með sér? Því eru þessir menn ekki hafði þar sem fylgst er með gerðum þeirra? Steingrímur spurði mig hvort ég væri mamma drengsins. Ég er viss um að hann hefur talið mig vera það. Lith drengurinn var mjög hissa enda hafði hann aldrei séð mig áður. - Varst þú aldrei hrædd? „Jú, þegar ég var komin upp stig- ana. En fólkið mitt vissi að ég hafði hlaupiö út og eins var búið að hringja í lögregluna. Eftir að ég kom út titr- aði ég af hræðslu." - Hvað þykir þér um myndbirtingar af afbrotamönnum? „Ég sagði þaö í gær að það hefði sýnt sig að myndbirtingar gætu átt rétt á sér og verið réttlætanlegar. Það hefur kannski orðið til þess að af- stýra því að Steingrímur færi illa með þennan litla dreng,“ sagði kon- an. -sme Steingrímur Njálsson: Langur ferill kyn- ferðis- afbrota Afbrotaferill Steingríms Njáls- sonar er langm- en hann hefur aöallega brotiö kynferðislega af sér gagnvart unghngspiltum. Þá hefur hann verið dæmdur fyrir líkamsárásír, þjófnaði, ljársvik, ítrekaðan ölvunarakstur og fleira. Árið 1963 var hann dæmdur vegna kynferðisafbrota á ellefu drengjum á aldrinum 9-13 ára. Þá var Steiní fjögurra mánæ 1987 og sjö mán rimur dæmdur i 5a fangelsi í maí aða fangelsi í des- ember 1986. Þa kynferðisafbrot voru í bál í Ólc á hóteli í Ólafsi i mál voru vegna a sem framin fsvíkurhöfn 1984, /ík sama árið og í íbúð Steingríms í Reykjavík 1986. Haustið 1987 var Steingrímur dæmdur i þriggja ára fangelsi i SflkflHnmi Rpvkia\n'knr firrnr kynferðisaíbrot fÍTPTiP Sá Jnm í 4.Í. gegn ungum íir xtíír ncrilfnv* of UJ. Cltg. ua UylH Hæstarétti en Steingrímur da hálfs árs fang Dómnum var rrrími QÍálfnm n UI Vcll UgUlUl ol stuttu siðar var mdur í tveggja og elsi í Sakadómi. ífrýjað, af Stein- öT imi ojaiiuiii u í febrúar 1988 ur Steingrím ti] & cJKctíruvcUuinu. dæmdi Hæstirétt- 12 mánaða fang- elsisvistar og lí viðeigandi hæ] fangelsisvistinn réttur kvað up Steíngrímur el mánaða vistar á i í framhaldi af i. Þegar Hæsti- 3 dóm sinn hafði ki losnaö vegna fyrri aíbrota sii Steingrímur v ilsstöðum í sr hann fór á hæli ma. ar vistaður á Víf- nátíma áður en í Vesturvík í Sví- þjóð. Slapp han inni á Vífílsstöí n tvivegis úr vist- )um. manuoum mánuðum fyrr Rtpinprímiir Ii sioar, premur r tímann, kom tjlCUtgilillUi 11 sem frjáls maf Viítnn lank p áilll II d oVipjOO ur. Ástæða þess ílfl inctinni r Chn þjóð var sú, að VKl VIÍ>Unni 1 OVl' mati lækna þar, að það þjónaöi rkki læknisfræöi- legum tilgangi aö hafa hann þar lengur en 12 mánuöi. -hlh Ragnar Kjartansson um mál Guðmundar J. Guðmundssonar: Mikil dramatík í varðhaldinu - ef ég sé eftir einhverju þá er það þetta mál „Það var mikil dramatík í varð- haldinu þegar þetta „stóra“ mál kom upp. Þetta var dæmigert fjölmiðla- ákærumál. Ef ég sé eftir einhveríu sem ég gerði hjá Hafskipi þá er það þetta mál. Ástæða þess er hvernig sómamaðurinn Guðmundur J. Guð- mundsson fór út úr þessu síðar. Hann vissi ekki hvernig peningamir voru tilkomnir. Þetta voru ahs ekki mútur. Þetta var ekki rætt innan stjómar félagsins enda átti aö fara leynt hveijir lögðu til peningana," sagði Ragnar Kjartansson, fyrrver- andi stjórnarformaður Hafskips, þegar hann svaraði spurningum um peningagjöf til orlofsferðar Guð- mundar J. Guðmundssonar, for- manns Dagsbrúnar og Verkamanna- sambandsins og þáverandi alþingis- manns. Eins og kunnugt er gáfu Hafskip og Eimskip Guðmundi peninga til fararinnar. Albert Guðmundsson af- henti Guðmundi peningana. Deilt er um hvort skipafélögin hafi gefið Guð- mundi 100 þúsund krónur eða 120 þúsund krónur. Samkvæmt bókum Hafskips var upphæðin 120 þúsund krónur. Guðmundur hefur hins veg- ar sagt að hann hafi aldrei fengið nema 100 þúsund krónur. 60 prósent reglan Ragnar Kjartansson og Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Hafskips, voru yfirheyrðir, að sjálf- sögðu annar í einu, í Sakadómi í gær. Farið var yfir þann kafla ákær- unnar sem snýr að sérstökum tékka- reikningum sem þeir höfðu í sinni vörslu. Deilt er um hvort þeir hafi haft heimild til að nota 60 prósent umfram fóst laun til eigin þarfa og til að mæta kostnaði vegna starfa sinna fyrir félagið. Stjórnarmenn, sem sáu um launasamninga við þá, hafa sagt að þeim hafi verið það heimilt. Þetta mun hins vegar ekki hafa komið skýrt fram á fyrri stigum þessa máls. Ragnar og Björgólfur í dómsalnum Sigurjón M. Egilsson segjast ekki í nokkrum vafa um að þeim hafi verið heimilt að ráðstafa þeim peningum sem féllu til sam- kvæmt hinni umdeildu reglu. Þegar þeir skýrðu einstakar ávís- anir báru þeir oft við 60 prósent regl- unni. Óumdeilanlegt er að þeir höfðu látið færa í bækur Hafskips kaup til eigin nota. Handvömm, annir og tímaleysi var nefnt sem hluti skýr- inga þess og eins aö ekki hafl komið athugasemdir vegna þess. Ragnar sagði einu sinni að hann hefði tví- mælalaust haft fulla heimild til að færa eigin neyslu til gjalda hjá félag- inu. Bjórgjafir Ein þeirra ávísana, sem Ragnar Kjartansson er ákærður fyrir að hafa gefið út, hljóðar upp á 15 þúsund krónur. Ragnar sagði að helmingur upphæöarinnar, 7.500 krónur, hefði farið til manns sem innti af hendi ákveöna þjónustu fyrir Hafskip. Maðurinn ók út gjöfum til nokkurra viðskiptavina. Ragnar sagöi að gjaf- irnar hefðu verið vel þegnar enda ólöglegar en búið sé að lögleiöa varn- inginn hér á landi. Bæði Ragnar og Björgólfur sögðust hafa verið í góöri trú þegar þeir ráð- stöfuðu peningum af tékkareikning- unum. Ragnar sagði meðal annars eitthvað á þessa leið: Þetta undir- strikar fáránleika málsins. Hann hlýtur að vera kenndur í lagadeild Háskólans, en þar hafið þið öll verið og sum undir leiðsögn Jónatans Þór- mundssonar, munurinn á ásetningi og góðri trú. Þetta á ekki heima í sakamáli. Ragnar Reykás Björgólfur Guðmundsson neitaði að hafa staðið að fjárdrætti. Hann sagði meðal annars: „Þetta er ekki íjárdráttur. Ákæruvaldið getur rætt það við Ragnar Reykás eða Valdimar Guðnason, en þetta er ekki fjárdrátt- ur.“ Björgólfur sagðist hafa neyðst til að yfirtaka ljósmyndafyrirtæki í Kaupmannahöfn. Það hafi hann gert vegnaþess aö ábyrgðir sem hann tók á sig féllu og til að forða sér frá frek- ara tjóni hafi hann fest kaup á fyrir- tækinu. Björgólfur sagðist hafa greitt alls 18,2 milljónir fyrir fyrirtækið. I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.