Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990. 33 Sviðsljós Margaux Hemingway: Á réttan kjöl eftir sex ára ofdrykkju Margaux Hemingway, sonardóttir rithöfundarins Ernests Hemingway, hefur nú rétt úr kútnum eftir sex ára ofdrykkju. Margaux fæddist nánast með silfurskeið í munni en því fylgdi ekki eintómur dans á rósum. Gífur- legar kröfur voru gerðar til hennar, væntingamar voru miklar og mjög náið var fylgst með henni. Hún fór ekki spönn frá rassi án þess að það kæmi fram á síðum blað- anna. Eitt sinn er hún var að ræða viö blaðamann sagði hún eitthvað á þá leið að hana langaði til að veröa rithöfundur. Því var slegið upp dag- inn eftir og sagt að hún ætlaði að keppa við löngu látinn afa sinn á rit- velhnum. Hins vegar fór það svo að Margaux varö ljósmyndafyrirsæta og gerði það mjög gott í því starfi. Peningamir ultu inn og 19 ára gömul var hún orðin eitt þekktasta andlit heims. Margaux reyndi líka fyrir sér á hvíta tjaldinu. í myndinni Lipstick fékk hún lélega dóma. Hins vegar þótti yngri systir hennar, Mariel, stela senunni. Eftir þessa mynd var tilfinningalíf hennar eins og ferð í rússíbana, upp og niður. Hún gifti sig en skildi fljótt aftur. Margaux fór að drekka og borða æ meira. 25 ára var hún þegar orðin slæmur alkóhólisti og frá því lá leiðin aðeins niður á við. Eins og margar aðrar kvikmyndastjörnur, en alkóhólismi er mjög útbreiddur meðal stjarnanna í Hollywood, lét hún leggja sig inn á meðferðarstofnunina Betty Ford Clinic. Vistin var erfið og mjög dýr en bar árangur sem þegar er farinn að sjást. Margaux hefur alveg snúið við blaðinu. Hún hefur misst 20 kíló síð- an hún hætti að drekka, stundar sund, borðar grænmeti og heilsupill- ur og lifir mjög heilbrigðu lífi í alla staði. Hún býr í París og á franskan kærasta sem þeysir með hana á mót- orhjóli sínu. Er mál manna að hún sé nú fegurri en nokkru sinni. Hún hefur nýlokið við að leika í rómant- ískri ástarmynd og er hin ánægðasta. En Margaux er raunsæ. Hún segist alltaf verða alkóhólisti og þurfi því alltaf að vera á verði. Innst inni ótt- ist hún alltaf að falla þótt vel gangi. Margaux Hemingway, sonardóttir rithöfundarins fræga, hefur snúið við blaðinu eftir sex ára ofdrykkju. Madonna og Warren Beatty: Nú er það alvara Madonna og Warren Beatty eru tekin saman á ný eftir stuttan að- skilnað. Haft er eftir parinu að nú sé alvara á ferðum, þau séu bók- staflega sköpuð hvort fyrir annað. Warren Beatty var mættur út á flugvöll fyrir utan New York á dög- unum til að taka á móti Madonnu sem hafði verið í nokkurra daga fríi í París. Þar hafði hún ruslað upp í nokkrum tískuverslunum, sérstaklega hjá tískuhönnuðinum Jean Paul Gaultier sem mun vera sérlega vinsæll meðal rokkstjarn- anna. Var Madonna klædd svörtu frá toppi til táar þar sem hún tyllti sér á tá til að kyssa eftirvæntingar- fullan kærastann. Warren Beatty var vist prúðmennskan uppmáluð þar sem hann leiddi elskuna sína að limúsínu sem beið þeirra og flutti þau síðan á leyndan stað ein- hvers staðar í skýjakljúfaskógin- um. Madonna hitti Warren fyrst fyrir Warren Beatty tekur á móti Madonnu á flugvelli utan við New York fyr- ir skömmu. Eftir stuttan aðskilnað kemst ekki hnífurinn á milli þeirra. alvöru við töku myndarinnar Dick Tracy í sumar og fljótlega hljómaöi bingó í hjörtum þeirra. Síðan shtn- aði upp úr sambandinu og Ma- donna leitaði á náðir söngvarans Georges Michaels sem reyndar er sagður vera meira fyrir sæta stráka en stelpur. En skilnaðurinn við einn eftirsóttasta piparsvein Holly- wood til margra ára virtist hafa þau áhrif að tilfinningarnar í hans garð urðu æ heitari. Það virtist vera gagnkvæmt og nú er svo komið að hnífurinn kemst ekki upp á milli þeirra. Haft er eftir Madonnu að Warren sé akkúrat maður fyrir hana, nær- gætinn og hugulsamur. Annars héldu flestir að Madonna væri ólétt eftir Warren í haust en þá virtust mittislínurnar eitthvað vera farnar að rúnnast. Sá rúnn- ingur hvarf hins vegar en þar sem þau eru tekin saman á ný er aldrei að vita hvað gerist. Ólyginn sagði... er vægast sagt bálreið út í Roger Moore. Þaö þykir hún segir að það sé Roger að kenna að hún fékk ekki hlutverk í kvikmynd sem hann hefur nýlokið við, hins vegar fékk dóttir Rogers Moore, Deborah, vænt hlutverk í mynd- inni. Hver sagði að blóð væri ekki þykkara en vatn eins og enskir segja. Cher er loksins með barni eftir ótal til- raunir. Þessi vinsæla söng- og leikkona á tvö börn fyrir en von er á þriðja barninu í heiminn í júlí. Faðirinn mun vera hin þrít- ugi gítarleikari, Ritchie Sambora, sem Cher veiddi í karlagildru sína fyrir hálfu ári. Cher segir að eldri menn, eða jafnaldrar, eigi ekki upp á pallborðið hjá henni. „Ungir karlmenn eru miklu skemmtilegri," er haft eftir Cher sem er 43 ára en reynir sitt besta til að líta út eins og unglings- stelpa. Segir mörgum sögum af tilraunum Cher til að verða ólétt. Þannig hafði hún komið upp sæð- isbanka þar sem fyrrverandi kærasti hennar var eini aðili sem átti innlegg. Þegar þau skildu síð- an fyrir um hálfu ári vildi Cher víst ekki láta bankann góða af hendi. Síðan reyndi hún allt hvað hún gat, bæöi með því að nota nýja vininn og bankainnstæðuna, en ekkert gekk fyrr en nýlega. Brigitte Bardot hefur skrifað endurminningar sínar og á allt að koma fram um leikkonustarfann og einka- og ástahf þessa fyrrum kyntákns sem aldeilis má muna fífil sinn fegurri. Mun forlagið Double- day’s í New York hafa keypt út- gáfuréttinn og borgað htlar 220 milljónir fyrir. Franskt forlag hafði boðið Bardot 100 mihjónir en hún gaf löndum sínum langt nef. í bókinni mun Bardot fjalla hispurslaust og opinskátt um samband sitt við hina ýmsu kav- aléra. Bíða margir í ofvæni eftir uppljóstrunum og hneyksli með- an aðrir yppta öxlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.