Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990. Útlönd Ungböm verða fyrir sprengjubrotum Stríðandi fylkingar kristinna í Beirút börðust í návigi í gær og rigndi meira aö segja sprengjubrotum yfir ungbörn i sjúkrahússvöggum. Blóð Jiakti gólf eins sjúkrahússins. Að minnsta kosti tuttugu og firam manns biðu bana og þrjátíu 0g fimm særðust í átökunum sem talin eru þau verstu frá því aö borgarstríðið í Líbanon hófst fyrir fimmtán árum. Taliö er að fómarlömb bardaganna í gær geti verið miklu fleiri þar sem margir lágu enn á götum úti seint í gærkvöldi. Eldur logaöi í tugum bygginga. Að sögn sjónarvotta voru margar íjöl- skyldur innilokaöar. Sprengjur lentu á skrifstofum Rauða krossins og eidur kom upp í sjúkrabifreiðum. Ekki eitt einasta hús er sagt hafa slopp- ið i sprengjuregninu i gær. Krabbamein frá feðrum til barna Mikil tíðni krabbameins meðal barna í bresku þorpi hefur veriö rakin til vinnu feðra þeirra í kjarnorkuveri í grenndinni. Þetta er niöurstaða rannsóknar vísindamanna sem birt var í gær. í henni kemur fram að mikil geislun gæti hafa haft áhrif á sæði mann- anna, leitt til stökkbreytingar sem síðan gæti valdið því að börnum þeirra væri hætt við að fá krabbamein. Verkamannaflokkurinn ítrekaöi and- stöðu sína gegn kjarnorkuverum og yfirvöld fyrirskipuðu þegar í staö rannsókn. Óveður í V-Evrópu Nota þurfti báta til að bjarga fólki úr húsum sinum i Frakkiandi eftir að áin Rón flæddi yfir bakka sína i gær. Símamynd Reute. Aö minnsta kosti tvö hundruö þúsund skiðamenn voru veöurtepptir í frönsku Ölpunum i gær og i Sviss lét einn maöur lifið og annar særðist er aurskriða féll á þá. Um tíu franskir skiðastaðir, þar á meðal Val d’Isere, Tignes, Arcs 2000, Valmorel og La Plagne, voru einangraðir vegna byls og rigningar sem komu af stað snjó- og aurskriðum. Svissneskir hermenn voru á neyðarvakt í sumum héruðum þar sem veðrið var verst. Nokkur þorp í Sviss eru einangruð og mikil hætta er á aurskriöum. í suðurhluta Vestur-Þýskalands fórust nokkrir er ár flæddu yfir bakka sína og vatn flæddi inn í híbýli manna. Frétlir af dauösföllum vegna óveðursins hafa einnig borist frá AusturríkL Stjórnmálasamband á ný Bretar og Argentínumenn tóku í gær upp stjórnmálasamband á nýjan leik en því var slitiö áriö 1982 þegar Falklandseyjastríðið stóð yfir. Sam- komulag náöist eftir tveggja daga viðræður fulltrúa þjóöanna á Spáni. Samkvæmt samkomulaginu munu Bretar opna eitt hundrað og fimmtíu mílna landhelgi Falklandseyja fyrir skipum írá Argentinu. En sarokvæmt nýjum öryggissamþykktum þurfa bæöi ríkin aö láta vita með góöum fyrir- vara hyggist þau senda herskip á vettvang. Argentína réöst inn í Falklandseyjar árið 1982 og hélt yfirráðum yfir þeim í tíu daga. Bretland náði eyjunum aftur á sitt vald eftir að um eitt þúsund hermenn höfðu fallið í hörðum bardögum. Reuter Býðsl tll samstarfs Konur i bæjarvinnunni í Búkaresf i kafiihléi. Simamynd Reuter Innanríkisráðhen-ann í Rúmeníu, Mihai Ghitac, sem hvattur hefur verið til að segja af sér vegna ásakana um aðild að morðum á mótmælend- um í byltingunni í desember síðastliðinn, bauðst i gær til að hafa fuilt 8amstarf við þá sem rannsaka atburðina. Háttsettir herforingjar hafa sakað innanríkisráðherrann um að hafa átt beinan þátt í morðunum í Timisoara þar sem byltingin hófst. „Ef hermennimir hefðu gert eins og þeim var skipað hefði bærinn verið jafn- aöur viö jörðu.“ Hingað til hafa aðeins borist ásakanir á hendur öryggis- lögreglunni vegna moröanna á óbreyttum borgurum. Ghitac, sem er íjög- urra stjömu herforingi, var útnefndur innanríkisráðherra af Þjóðfrelsis- hreyfingunni sem tók við völdum í kjölfar fails Ceausescus. DV Sænska stjórnin biðst lausnar: Feldt hættir Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sviþjóðar, og Kjell-Olof Feldt, fjármála- ráðherra, voru áhyggjufullir á svip á þingi í gær. Símamynd Reuter Kjell-Olof Feldt, fjármálaráðherra Svíþjóðar, ætlar að hætta stjóm- málastörfum, að því er sænska dag- blaðið Dagens Nyheter greinir frá í morgun. Minnihlutastjóm sænska jafnaðarmannaílokksins baðst lausnar í gær eftir að ljóst var aö hún hafði tapað atkvæðagreiðslu á þingi um efnahagstillögur. Stjórnin mun sitja þar til arftaki hennar hefur ver- ið fundinn. Orðrómur hafði verið á kreiki í þinghúsinu í Stokkhólmi í gær um væntanlega afsögn Feldts þar sem hann var hvorki viöstaddur ríkis- stjórnarfundi í gær né í fyrradag. Feldt mun tilkynna á fundi með fréttamönnum í dag hvað hann hyggst taka sér fyrir hendur í fram- tíðinni. í gærkvöldi gengu leiðtogar stjórn- málaflokkanna hver fyrir sig á fund þingforseta, Thage G. Petersons. Þeim var uppálagt að greina ekki frá viðræðunum við þingforsetann og voru því orðfáir er þeir komu af fundi hans. Lars Werner, formaður Vinstri flokksins kommúnistanna, sagði þó að þingforseti hefði beðið um skoðan- ir á því hvernig leysa mætti krepp- una. Werner vildi þó ekki láta uppi sín eigin svör við spurningunum. Wemer sagði það ábyrgðarleysi af stjóminni að biðjast lausnar. „Viö höfum ekki fellt stjórnina. Hún tók þann kostinn að segja af sér þegar tillögur hennar um bann við launa- hækkunum og verkfóllum vom ekki samþykktar,” sagði hann. Carl Bildt, leiðtogi Hægri flokksins, sagði aðspurður að hann hefði ekki verið beðinn um að mynda stjórn. Bengt Westerberg, formaður Þjóðar- flokksins, vildi ekki segja hvað hann hefði sagt við þingforseta en gat þess í leiöinni að hann væri ekki viss um hvort forsætisráðherrann Ingvar Carlsson hefði í hyggju að mynda nýja stjórn jafnaðarmanna. Westerberg ítrekaöi þá ósk sína aö boðað yrði til kosninga og lét að því liggja aö ágreiningur væri um kosn- ingar meðal jafnaðarmanna. Wester- berg útilokaði stjórnarsamstarf Þjóð- arflokksins með jafnaðarmönnum. Hann sagði það þó mögulegt að sam- þykkja stjórn sem hefði það eina hlutverk að boða til kosninga. Leiðtogi Miðflokksins, Olof Jo- hansson, reiknaöi ekki með því að taka þátt í stjórnarsamstarfi með jafnaðarmönnum. Kvað hann við- ræðurnar við þingforsetann mest hafa snúist um upplýsingar um tæknilegu hliðina í sambandi við af- sögn stjórnarinnar. Fréttin um afsögn Feldts kom Carl Bildt á óvart og kvaö hann það myndu veikja Jafnaðarmannaflokk- inn. Bildt kvaðst vera þeirrar skoð- unar að minnst tveir ráöherrar til viðbótar myndu segja af sér á næst- unni en hann vildi ekki nefna nein nöfn. Um tilefni afsagnar Feldts sagöi Bildt: „Hans eigin flokksfélagar hafa svo oft beitt hann ofríki og svo hefur hann þurft að svara fyrir stefnu sem hann hefur ekki trúað á.“ TT Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, er nýkominn heim úr heimsókn til Vestur-Þýskalands. Símamynd Reuter Austur-Þjóðverjar um sameiningarhugmyndir: Fljótfærni kann að A-Þýskaland skaða Austur-þýsk stjómvöld vísuðu því alfarið á bug í gær að efnhagsleg sameining þýsku ríkjanna sé yfirvof- andi eins og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hefur látið hafa eftir sér. Segja þau slíkar yfirlýsingar blekkja almenning. Talsmaður austur-þýsku stjómar- innar, Wolfgang Meyer, sagði á fundi með blaðamönnum í gær að fljót- fæmi í sameiningu Austur- og Vest- ur-Þýskalands kynni að reyna skað- legt fyrir Austur-Þýskaland og gjörv- alla Evrópu. Þessi ummæli tals- mannsins koma aðeins degi eftir að Hans Modrow, forsætisráöherra Austur-Þýskalands, kom heim úr opinberri heimsókn til Vestur- Þýskalands. „Sameining gjaldmiðla ríkjanna sem og efnahags getur ekki átt sér stað tafarlaust,” sagði talsmaðurinn í gær. „Sameining þýsku ríkjanna verður að vera hluti af sameiningu Evrópu, tryggja öryggi allra ná- granna okkar... sérstaklega Sovét- ríkjanna," Modrow og Kohl náðu samkomu- lagi um að sett yrði á laggimar nefnd sem myndi kanna sameiningu efna- hagskerfa ríkjanna. Austur-Þjóð- verjar óttast að sameining og notkun vestur-þýska marksins í austri geri að engu sparifé þeirra og hafi í för með sér efnahagsleg vandkvæði, allt frá hærra verðlagi til aukins at- vinnuleysis. Austur-þýskir stjórnmálamenn beina nú öllum sínum kröftum aö fyrirhuguðum kosningum í mars og hefur stjómin hafnað öllum róttæk- um breytingum sem kunna að valda óróa eða usla áður en niðurstöður kosninganna liggi fyrir. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.