Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990. 31 Smáauglýsingar Fréttir ■ Bílar til sölu Suzuki Samurai 413 JX ’88 til sölu, á nýjum 30" dekkjum og 8" White Spoke felgum, ekinn 25 þús. km, selst beint eða í skiptum fyrir Toyota LiteAce eða svipaðan bíl, ’86-’87, mætti vera með bílasíma. Sími 91-54317 eftir kl. 18. Ford pickup, árg. '84, 4wd, ekinn 57 þús. mílur, 6 cyl., 4,9 lítra vél, 4 gíra kassi, beinskiptur, toppeintak. Til sýnis og sölu á Bílasölu Ragnars Bjarnasonar, s. 673434 eða á kvöldin í síma 20475. M. Benz 230E ’81 til sölu, gullfallegur bíll, ný vetrardekk. Ath. skipti á ódýr- ari bíl. Uppl. á Bílasölu Ragnars Bjamasonar, sími 673434, og á kvöldin í síma 667146. MAN, árg. 1986, 14,192, til sölu. Uppi. i síma 985-23341 og heimasíma 91-39153. Siwiri Sport Sporttoppar á Econoline, millistærð með gluggum og toppgrind. Uppl. í síma 91-71306 eða 985-24800. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Grænibakki 8, Bfldudal, þingl. eign Jónu Runóifsdóttur, fer fram eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins, Lands- banka Islands, Sigurbergs Guðjóns- sonar hdl., Magnúsar Norðdahl hdl. og Ævars Guðmundssonar hdl. á eign- inni sjálfri mánudagixm 19. febrúar ’90 kl. 16.00. Urðargata 20, Patreksfirði, þingl. eign Ingibjargar Hjartardóttur og Helga Haraldssonar, fer fram eftir kröfú Líf- eyrissjóðs Vestfirðinga, Islandsbanka, Sigríðar Thorlacius hdl., Sigurmars K. Albertssonar hrl., Innheimtustof- unnar s/f og Lögheimttmnar hf. á eigninni sjálfri mánudaginn 19. febr. ’90 kl. 18.__________________________ á jörðinni Fífústöðum, Bfldudals- hreppi, þingl. eign Ama Jóhannesson- ar, fer fram eftir kröfú Stofhlánadeild- ar landbúnaðarins, Þórólfs Beck hrl., Eyrasparisjóðs, Haraldar Blöndal hrl. og Skúla Pálssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 21. febr. ’90 kl. 11.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Hvítasmmusöfnuðurinn rís upp gegn Einari J. Gíslasyni: Til þessa hafa orð Einars verið lög - segir Garðar Ragnarsson sem andstæðingar Einars styðja „Það sem Einar J. Gíslason hefur sagt og gert hefur verið lög í söfnuð- inum. Þegar ég kom heim eftir að hafa verið fjarri í 21 ár fann ég strax að það hafði myndast spenna í söfn- uðinum vegna þess hvemig málum hans hefur verið sinnt og söfnuður- inn er stöðugt að minnka,” sagði Garðar Ragnarsson sem andstæðing- ar Einars J. Gíslasonar í Fíladelfíu- söfnuðinum vilja fá sem næsta for- stöðumann. Deilur hafa komið upp í Fíladelfíu- söfnuðinum um val á eftirmanni Ein- ars sem ákveðið hefur að hætta eftir að hafa verið í forystu í 19 ár. Á fundi í söfnuðinum á miðvikudagskvöldið ætlaði Einar að tilnefna Hafliða Kristinsson sem eftirmann sinn en margir safnaðarmenn gátu ekki sætt sig við þá aðferð. Á endanum var fallist á að viðhafa svokallaða „leynilega skoðanakönn- un“ um valið á Hafliöa. Hún fer fram 23. og 24. febrúar. Þar er söfnuðinum gefinn kostur á að svara því játandi eða neitandi hvort hann vill Hafliða fyrir forstöðumann en ekki verður kosið um aöra. Þetta líta menn á sem hálfan sigur fyrir Einar. En það var fleira sem gekk gegn Einari á fundinum. Hann lýsti því yfir að hann ætlaði að sitja áfram í stjórninni þótt hann hætti sem for- stöðumaður. Þetta gat söfnuðurinn ekki samþykkt og var ákveðið að öll stjórnin viki um leið og nýr forstöðu- maður tæki við störfum. „Auðvitað má líta á þessa niður- stöðu sem vantraust á Einar en mál hefðu ekki þurft að ganga svona langt,” sagði Garðar. „Eg skil vel af- stöðu Einars sem verið hefur ótví- ræður leiðtogi lengi en ég hefði ekki gert þetta svona og vildi heldur ekki þurfa að taka við söfnuðinum með þessum hætti. Ég tel skoðanakönnunina óheppi- lega en það getur verið að hún sé óhjákvæmileg eins og mál hafa þró- ast. Hafliði stæði líka betur á eftir ef hann væri kosinn beinni kosn- ingu. Það er nauðsynlegt að ein- hugur ríki um forstöðumenn. Það er eins og söfnuöurinn hafi einangrast hér á landi. i öðrum lönd- um er það viðtekin venja að Hvíta- sunnusöfnuðirnir kjósi sér forstöðu- menn og að nýr forstöðumaður velji menn til að stjórna með sér. Það val er síðan borið undir atkvæði í söfn- uðinum. Ég veit hins vegar ekki til þess að skoðanakönnun hafi verið viðhöfð til að söfnuðurinn geti sagt álit sitt á einum manni. Ég vil ekki líta á mig sem keppi- naut Hafliða. Við höfum unnið sam- an og milli okkar er góð vinátta. Ég hef ekki gefið kost á mér í embætti forstöðumanns og þegar ég kom heim frá Danmörku ætlaði ég mér ekki að taka slíkt starf að mér. Ég hafði þá verið forstöðumaður fyrir söfnuðinum í Óðinsvéum og vildi nú taka þátt í almennu safnaðarstarfi,” sagði Garðar Ragnarsson. -GK Enn mjög gotl verð á f iski á Bretlandsmarkaði - Bylgjan fékk 152.55 krónur aö meðaltali fyrir ýsuna Enn er mjög gott verð á fiski í Bretlandi eins og eftirfarandi ber með sér. Bv. Bylgjan seldi afla sinn í Hull alls 84 lestir fyrir 11 milljónir króna, meðalverð 131,36 kr. kg. Þorskur seldist á 131,05 kr. kg, ýsa á 152,55 kr. kg, ufsi á 71,37 kr. kg og blandaður flatfiskúr 127,36 kr. kg. Bv. Gullver seldi í Grimsby 8. febrúar 1990 alls 161 lest fyrir 24,9 milljónir króna, meðalverð 154,90 kr. kg og er hæsta meðalverð sem fengist hefur í Bretlandi. Þorskur seldist á 157,09 kr. kg, ýsa 147,94 kr. kg, ufsi 142,01 kr. kg, karfi 94,51 kr. kg, grálúða á 152,57 kr. kg og blandaður flatfiskur 134,18 kr. kg. 9. febrúar voru seld úr gámum alls 998 tonn af fiski fyrir 144 milljónir króna. Meðalverð var 144,40 kr. kg. 12. febrúar var seldur fiskur úr gámum alls 470,5 lestir fyrir 65 milljónir kr„ meðalverð 138,88 kr. kg. 13. febrúar voru seldar úr gámum alls 352 lestir fyrir 48.916.780,67 kr. Þýskaland Bv. Skafti seldi afla sinn í Bre- merhaven 7. febrúar 1990 alls 151,9 lestir fyrir 15,7 milljónir króna, meöalverð 103,54 kr. kg. Þorskur seldist á 113,32 kr. kg, ufsi á 103,13 kr. kg, karfi 107,37 kr. kg og grálúða á 120,38 kr. kg. Bv. Hjörleifur seldi í Bremer- haven 9.2. alls 89,9 lestir fyrir 7.941.260,72 kr. Meðalverð var 88,25 kr. kg. Bv. Ásbjöm seldi afla sinn í Bremerhaven alls 169 lestir fyrir 16,2 milljónir króna, meðalverð 95,81 kr. kg. Þorskur seldist á 94,90 kr. kg, ufsi 81,79 kr. kg, karfi 99,86 kr. kg og blandaður flatfiskur á 54,87 kr. kg. Bv. Dagrún seldi í Bremerhaven 14.2. alls 135 lestir fyrir 12,6 milljón- ir króna. Metútflutningur á síld og makríl segir í Fiskaren. Nýtt met var sett í útflutningi á síld og makríl árið 1989 segir fram- kvæmdastjórinn Jan Peter-Schop, en hann er framkvæmdastjóri fyrir Norway Pelagisk Fish LTD. Á síðastliðnu ári var útflutningur á síld og makríl að verðmæti 710 milljónir norskra króna en var árið 1988 615 milljónir n. króna. Helstu kaupendurnir eru Japanir og Efna- hagsbandalagsríkin. Tvær af hverjum þrem saltsíidartunnum fara á markað í Austur-Evrópu. Endursagt úr Fiskaren 7. febrúar 1990. Freðfiskverð á Bandaríkja- markaði samkvæmt verð- lista í Fish-Price-Current íslenskur þorskur, bein- og roð- laus, 2,30 $ lb. eða 330,60 kr. kg. Kanadískur þorskur, bein- og roð- laus, 1,65-1,75 $ lb. eða 217-231 kr. kg. Islands-ýsa, roð- og beinlaus, 2,90 $ lb. eða 384 kr. kg. Kanada-ýsa, roð- og beinlaus, 2,20- 2,30 $ lb. eða 230-250 kr. kg. íslands-karfi, bein- og roðlaus, 1,62 $ lb. eða 213 kr. kg. íslands-karfi, beinlaus með roði, 1,55 $ lb. eða 204 kr. kg. íslands-karfi með roði, 1,35 $ lb. eða 178 kr. kg. Kanada-karfi með roði, 1,25-1,30 $ lb. eða 165 kr. kg. Kanada-ufsi, bein- og roðlaus, 1,30-1,35 $ lb. eða 171-178 kr. kg. íslands-ufsi, bein- og roðlaus, 1,36 $ lb. eða 179,50 kr. kg. Þorskblokk frá Íslandi/K- anada/Japan 211-217 kr. kg. Tókýó: Síðustu daga hefur verð á laxi verið 1.550 yen eða nálægt 660 kr. kg og er það 50 yenum lægra verð en fékkst fyrir norskan lax nokkru áður. Talið er að nokkuð hafi verið um undirboð og hafi það haft mjög slæm áhrif. Chile selur til Japan 50% af framleiðslu sinni á ári eða um 2000 tonn. Áætla Chilemenn að árið 1990 verði framleiðsla þeirra 16.400 lestir og 1991 verði hún 28.800 tonn. Chile er með þessum hætti að festa sig í sessi á japanska mark- aðnum. Um þessar mundir kaupa Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson japanskir peningamenn eldiskvíar þeirra Chilebúa. Laxinn frá Chile hefur verið á 90 króna lægra verði en norskur lax. Madrid Að undanfórnu hefur verð á norskum laxi hækkað nokkuð. Út- flytjendur virðast hafa lært það að hafa ekki of mikið framboð af hon- um á markaðnum. Meðalverð- hækkun er 45 kr. kg. Yfirleitt er fiskurinn ágætur og hefur það mik- ið að segja. Framboð á laxi frá Skot- landi og Færeyjum er eins og verið hefur um þetta leyti árs. Norðmenn telja að þeir hafi ekki verið í svo langan tíma einir á markaðnum með lax. Mikið hefur borist af lýsu á markaðinn að undanfömu frá Chile. Þetta hefur sett strik í reikn- inginn hjá Spánverjum sem verið hafa stærstir í lýsu á markaðnum. Óvíst er hvaða áhrif sala á þessum fiski hefur á laxamarkaðinn. Boulogne Miðvikudaginn 14. febrúar var seldur fiskur frá íslandi og var verðið fremur iágt. Ekki virðist gott aö spá hvernig markaðurinn í Boulogne verður frá degi til dags og hafa menn, sem flytja talsvert út til Frakklands, ekki getað gert sér grein fyrir því hvað ræður verðinu. Ufsi.........................63 krónur kílóið. Karfi........................75 krónur kílóið. Blálanga........94-105 krónur kílóið. Langa.......................126 krónur kílóið. Keila.......................115 krónur kílóið. Árangursríkar veiðar við Ástralíu Ný fisktegund hefur fundist við strendur Ástralíu sem heitir Or- ange Roughy. Ástralíustjórn stað- festir að mikil veiði hafi verið á miðunum að undanfórnu og stærstu landanir hafa verið í Melbourne, fullferriú hjá Longva- togurunum. Stjórnvöld vilja takmarka veið- arnar og vilja þess vegna ekki ótak- markaðan togarafjölda á miðin. Þau hugsa sér að vernda stofninn. Miklar rannsóknir hafa farið fram á lifnaðarháttum hans og hafa menn fundið hrygningarsvæði fisksins. Hann virðist hrygna viö stóra neðansj ávarfj allgarða í miklu magni. Fiskurinn heldur sig á miklu dýpi en þegar hrygning er búin fljóta seiðin upp og eru í yfirborðinu þar til þau eru orðin sjálfbjarga. Árið 1986 veiddust 400 tonn, 1987 veidd- ust 14.000 tonn og 1988 veiddust 46.000 tonn af þessum fiski. Þessi fisktegund veiðist einnig við Sydney en ekki er fullkannaö hvað mikið er af henni þar. í Syd- ney er verið að byggja stóran fisk- markaö sem ætlað er að kosti 148 milljónir norskra króna. Þessi markaður er talinn einn fullkomn- asti fiskmarkaöur í heimi, tölvuv- æddur, svo viðskiptin ganga fljótt og fá menn peninga strax. Neysla Ástralíubúa er talin vera 17 kíló á hvert mannsbam í landinu. Mikill fjöldi fisktegunda er á markaönum og þekki ég þær ekki allar, en mjög mikið er um risakrabba sem er 2-3 kíló og er seldur á háu verði. Lauslega endursagt úr Fiskaren.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.