Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. FÉBRÚAR 1990. Viðskipti Sauðárkrókur: Flug- farþegum fjölgar Þórhallur Ásmundss., DV, Sauðárkróki: Farþegum meö áætlunarflugi Flugleiða til Sauöárkróks íjölgaöi um 24% á síöasta ári. Þaö er auk- inn fjöldi ferða sem er talin aöalá- stæöan. Á síöasta vori tóku Flug- leiðir upp morgun- og kvöldfiug fjóra daga vikunnar. „Bæjarráðsmenn á Sauöár- króki höföu óskað eftir auknum fjölda ferða tii bæjarsins og þaö er ekki annað að sjá en þau rök, sem þeir settu fram, hafi staðist aö mestu leyti. Morgun- og kvöld- ferðirnar hafa nýst mönnum vel til viöskiptaferöa," sagði Gunnar Oddur Sigurðsson, umdæmis- stjóri Flugleiöa hér. Farþegum á leiðinni Sauöár- krókur-Reykjavík fjölgaöi um 28% en ekki nema 20% í norður- fluginu. Hins vegar fækkaöi far- þegum í innanlandsflugi Flug- leiöa um 2% á síðasta ári. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 4-7 LB.Bb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5-7,5 Lb 6mán. uppsógn 5-8 Ib.Bb 12pián. uppsögn 1ömán. uppsögn 8-9 lb 16 Ib Tékkareikningar.alm. 1-2 Sb Sértékkareikningar 4-7 Lb.Bb Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Sp Innlángengistryggð Bandarikjadalir 6,75-7.25 Sb Sterlingspund 13,75-14,25 Ib.Sb Vestur'-þýsk mörk 6.75-7,25 Sb Danskar krónur 10,25-11,0 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 20-22 Sb.Sp Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 21,5-28 Ib Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr) 25-26,5 Ib.Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Útlán til framleiðslu Isl.krónur 20.5 26,5 Ib SDR 10,75-11 Ib.Bb Bandaríkjadalir 9.75-10 Bb Sterlingspund 16,75-17 Bb Vestur-þýskmörk 9,75-10 Bb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 37,2 MEÐALVEXTIR Överðtr. feb. 90 37,2 Verðtr. feb. 90 7,9 ViSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 2771 stig Lánskiaravísitala feb. 2806 stig Bygginoavisitala feb. 527 stig Byggingávjsitala feb. 164,9 stig Húsaleiguvíáitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,666 Einingabréf 2 2,562 Einingabréf 3 3,071 Skammtímabréf 1,590 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,062 Kjarabréf 4,626 Markbréf 2,464 Tekjubréf 1,934 Skyndibréf 1,395 Fjólþjóðabréf 1,269 Sjóðsbréf 1 2,259 Sjóðsbréf 2 1,726 Sjóðsbréf 3 1,581 Sjóðsbréf 4 1,332 Vaxtasjóðsbréf 1,5935 Valsjóðsbréf 1,4990 HLUTABREF Soluverö aö lokinní jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 530 kr. Eimskip 477 kr. Flugleiðir 163 kr. Hampiöjan 174 kr. Hlutabréfasjóður 168 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr . Skagstrendingur hf. 371 kr. Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Olíufélagið hf. 344 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum. DV Eitt ótrúlegasta bréf til bílstjóra sem sést hefur: Sölufélagið, Bananar og Mata með ólöglegt samráð Þijú fyrirtæki, sem flytja inn um 90 prósent allra ávaxta til landsins, Sölufélagiö, Bananar hf. og Mata hf., eru með kolólöglegt samráö í verö- lagningu á ávöxtum. DV hefur undir höndum hreint ótrúlegt bréf sem sýnir neyte'ndum hérlendis samráð þessara fyrirtækja svart á hvítu. Þetta ótrúlega bréf fengu bíjstjórar Banana hf. til sín í fyrradag. Bréfið hefst svona: „Sölufélagið (Bananasalan), Mata og Bananar hf. hafa ákveðið í sameiningu að hækka verðið á bönunum frá og með degin- um í dag (sjá verðlista).“ Bréfið er dagsett 14. febrúar og sýn- ir það sem marga hefur grunað innan matvöruverslana í áraraðir að þeir sem flytja inn ávexti hafi með sér samráð um verðið. Síðar segir í bréfinu: „Hækkunin stafar af mikilli hækkun á heims- markaðsverði. Ef einhver hinna söluaðilanna hefur ekki hækkað verðið í dag, miðvikudag, gerum við það ekki heldur og verður þá gamla verðið enn við lýði en við eigum ekki von á þvi. Látiö okkur vita ef þið heyrið eða fréttið um eitthvað sem hinir kunna að aðhafast samfara þessari hækkun.“ Ekki er nóg með að í bréfinu segi að fyrirtækin þrjú hafi ákveðið í sameiningu að hækka verðiö heldur FEHSKIH ÁVEXTIR Óó GRÆNMÉfÍ VIKULEGA ananm lif♦______________ IMPORTER OF FRESH FnUlf AND VEGETABLES - WHOt.ESALER_ ReyKjnvíK. íá. febrviA l- 1990 T I l. BT LSTJORA BAHAMA HK Sftlufélap.ið (Bananrsnl.nn) , Mata n* lUnanar h f »>afn ákvoALð l sameLningu nð hæk'ka verðið A biiiiununi fré og með deginum í dnj» (s|* verðlista). HækkunLn stafar n£ mlkilli hækkun á heimsmnrkaðsverði. Ef einhver hlnna söluaðilanna liefur ekki hækkað verðið í dap, miðvikudag, gerum við það ekkl heldur oj» verður þá gamln veröiö enn við lýði, en við eigum okki von á því. Látið okkur vita ef þið heyrið eðn fréttið um oitthvað sem hinir kunna að aðhafast snmfara þessari hækkun. Bananar hf Hið otrúlega bréf Banana hf. frá þvi í fyrradag þar sem því er lýst yfir svart á hvitu að fyrirtækin Sölufélagið, Mata og Bananar hafi ákveðið i samein- ingu frá og með þeim degi að hækka verðið. Þessi þrjú fyrirtæki hafa um 90 prósent markaðarins í innflutningi á eplum, appelsínum og banönum. segir líka að ef einhver hinna hafi ekki hækkað verðið þennan dag skuli hætt við að hækka. Síöan kem- ur þessi dæmalausa setning: „En við eigum ekki von á því.“ Fyrirtækin þrjú eru með yfirburða stöðu á markaðnum í innflutningi ávaxta og eru þeir fyrst og fremst keyptir frá Amsterdam og Hamborg. Fróðlegt verður að bera saman verð á ávöxtum á þessum tveimur mörk- uðum. Bréfið frá Bönunum hf. í fyrradag er ekki hvað síst merkiiegt fyrir það að sett er skýrt á prent að fyrirtæki ákveði verð í sameiningu. Ætla mætti að fyrirtæki, sem á annað borð kæmu sér saman um verð, létu það duga að ræða saman um verð en gengju ekki svo beint til verks að til- kynna það á prenti. Nýlega gerðu margfrægir aðilar vinnumarkaöarins, Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands, hóflega kjarasamninga sem ætlað er að ná verðbólgu niður í eins stafs tölu og tryggja þannig kaup- mátt launþega sem best. Bréf Banana hf. frá því í fyrradag um samráð þessara þriggja fyrir- tækja getur vart hafa veriö skrifað á viðkvæmari tíma fyrir íslenska neyt- endur. -JGH Auglýsingar sem hitta 1 mark: Þær athyglisverðustu í sjónvarpi, að mati ímarks Imark, Islenski markaðsklúbb- urinn, hefur tilnefnt fimm auglýs- ingar í átta flokkum til úrslita í keppninni um athyglisverðustu auglýsingu ársins 1989. Þær sjónvarpsauglýsingar, sem ímark hefur valiö til úrslita, eru þessar: Hótelið. Auglýsingin er um Euro- kort Kreditkorta hf. Framleiðandi er GBB-Auglýsingaþjónustan. Minute maid. Auglýsingin er um ávaxtadrykk frá Verksmiðjunni Vífilfelli. Framleiðandi er íslenska auglýsingastofan. Hraðakstur. Auglýsingin er um hraðakstur og slys í umferðinni undir yfirskriftinni Liggur þér lífið á? Sjóvá-Almennar létu gera aug- lýsinguna. Framleiðandi er ís- lenska auglýsingastofan. Kaffihús Braga. Auglýsingin er um Bragakaffi og unnin fyrir Kaffi- brennslu Akureyrar. Framleiðandi er Auglýsingastofan Ydda hf. Spegill. Auglýsingin er um það hvernig veröldin getur breyst vinni menn í happdrætti. Það er Happ- drætti Háskólans sem auglýsir. Framleiðandi er Auglýsingastofan Argus hf. -JGH Það tekur sifellt á sig endanlegri mynd, hús Aðalverktaka í Keflavík sem þeir keyptu af Sparisjóði Keflavíkur á síðasta ári. Aðaiverktakar hafa leigt Sparisjóðnum neðri hæðina til tuttugu ára og Keflavíkurbæ efri hæðina, einnig til tuttugu ára. DV-mynd Brynjar Gauti Frægt stórhýsi í Keflavík Það tekur sífellt á sig endanlegri mynd, hiö fræga hús íslenskra aðal- verktaka í Keflavík sem komst hressilega í fréttimar á síðasta ári. Húsið er tveggja hæða en auk þess er kjallari undir þvi öllu. Hvor hæðin er um 1.100 fermetrar og sömuleiðis kjallarinn. Sparisjóðurinn í Keflavík hóf bygg- ingu þess en hætti viö allt saman og greip til þess ráðs að selja Aðalverk- tökum það. Húsið var þó ekki endanlega horfið úr greipum Sparisjóðsins. Hann tók nefnilega neðri hæð hússins á leigu til 20 ára. Efri hæðina tók svo Kefla- víkurbær á leigu, einnig til 20 ára. Að sögn Guðfinns Sigurvinssonar, bæjarstjóra í Keflavík, er aðalkostur- inn við húsnæðið aö bæjarskrifstof- urnar, tæknideild bæjarins og félags- málaskrifstofan verða nú á sama stað. En til þessa hefur stjórnsýsla Keflavíkurbæjar verið á tveimur stööum í bænum. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.