Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990. 35 Perrier ölkelduvatn hefur nú verið fjarlægt úr islenskum verslunum meðan rannsókn fer fram. DV-mynd KAE Perrier tekið úr sölu Perrier ölkelduvatn verður tekið úr sölu á íslandi meðan rannsakað verður hvort það reynist mengað af bensen, að sögn Halldórs Runólfs- sonar hjá Hollustuvernd ríkisins. Lítið magn er til af Perrier hér á landi en það hefur verið flutt inn um nokkurt skeið og selst vel. Halldór Runólfsson taldi líklegt að niðurstöð- ur úr prófunum lægju fyrir í lok vik- unnar. 'Vegna benseninnhalds yfir mörk- um hefur ölkelduvatniö verið tekið úr sölu í Bandaríkjunum, Danmörku og Japan og víðar. í kjölfar sölu- stöðvunar hafa hlutabréf Perrier hríðfallið í verði. Alls hafa nú um 160 milljón fiöskur verið innkallaðar. Perrier-fyrirtækið kveðst hafa kom- ist fyrir mengunina sem það segir hafa orðið vegna mannlegra mistaka. 200 ml flaska af Perrier ölkeldu- vatni kostar 48-50 krónur í matvöru- verslunum. Verslunarmenn segja góða sölu hafa verið í þessum tísku- drykk uppanna þrátt fyrir að verðið sé talsvert hærra en á venjulegum gosdrykkjum. -Pá Póstur og sími frestar hækkunum Póst- og símamálastofnunin hefur ákveðið í samráði við samgönguráð- herra aö fresta að svo stöddu hækk- unum á gjaldskrám stofnunarinnar en gert er ráð fyrir henni í fjárlögum. Það er mat Pósts og síma að nýgerð- ir kjarasamningar leiði til minni út- gjalda fyrir stofnunina en ráð var fyrir gert. Póstur og sími vill í þessu sam- bandi benda á að á tímabilinu 1984 til 1989 hækkaði framfærsluvísitala um 190%. Á sama tíma hefur burðar- gjald fyrir almenn bréf hækkað um 203% en kostnaður fyrir símanotkun innanlands um aðeins 73%. _pj LífsstHL Ekki hægt að saga réttar kótelettur úr frosnu kjöti: Kótelettur eru ekki kótelettur 2-3 „Það sem íslenskum neytendum er selt sem kótelettur er í fæstum tilfell- um kótelettur. Þetta er samsafn af framhryggssneiðum, T-bone lamba- steik og kótelettum sem eru rangt sagaðar," sagði kjötkaupmaður með 25 ára starfsreynslu. Því er haldið fram að íslenskir neytendur fái í fæstum tilfellum rétt sagaðar kótelettur. Rétt söguð kóte- letta er hryggstykki með heilu rif- beini áföstu. Vegna þess að íslenskt lambakjöt er hengt upp og fryst skekkjast rifbeinin og þess vegna verða kóteletturnar í flestum tilfell- um með aukabeinflísum eins og flest- ir kannast eflaust við. Þar fyrir utan er yfirleitt farið of framarlega í hrygginn og kótelettur seldar með herðablaði þótt það teljist vera framhryggssneiðar. Úr aftari hluta hryggjarins eru skornar lamba arlega á slysadeild með beinflís Neytendur T-bone steikur sem eru líka seldar sem kótelettur. „Þetta er bara vinnufúsk og leti þeirra sem saga kjötið,“ sagði Jó- hannes Jónsson kaupmaður í sam- tali við DV. „Hitt er annað mál að meðan þessi verksmiðjuframleiðsla tíðkast og alltaf er unnið með frosið kjöt er varla hægt að ná almennileg- um kótelettum úr hryggnum. Yngra fólk veit ekki lengur hvernig al- mennileg kóteletta lítur út.“ Til þess að hægt sé að ná réttri kótelettu úr lambahrygg þarf hann að vera þíður og þá er skorið með- fram rifbeininu og síðan höggvið. Þessar vinnuaðferðir yirðast vera að mestu leyti horfnar. „Það er ekki til neinn samræmdur staðall yfir það hvað er rétt söguð kóteletta," sagði Arnþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri og varaformaður Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna, í samtali við DV. „Þar fyrir utan skekkjast rifbeinin þegar kjötið er hengt upp og fryst og þess vegna er varla hægt að saga kótelettur með heilu rifbeini.“ „Fólk hefur mjög misjafnan smekk og sumir vilja þynnri kótelettur, aðr- ir þykkri. Það kvartar eiginlega eng- inn undan beinflísunum," sagði Ein- ar Sigurðsson kjötiðnaðarmaöur í samtah við DV. Einar hefur í meira en tíu ár unnið í kjötborði í stórri verslun í Reykjavík. Hann hélt því fram að það væri smekksatriði hvað væri rétt söguð kóteletta. í hálsi Tveir til þrír á ári með bein- flísar í hálsi á slysavarðstofu „Það koma hér inn 2-3 tilfelli á ári þar sem beinflísar úr kótelettum sitja fastar í hálsi,“ sagði Sigurður Stef- ánsson, háls-, nef og eyrnasérfræð- ingur á Borgarspítalanum, í samtali við DV. „Þetta myndum við eflaust losna við ef kótelettur væru rétt sag- aðar.“ Það er einkum fólki með gervitenn- ur, þ.e. eldra fólki, sem er hættast viö að gleypa aðskotahluti eins og bein- flísar úr kótelettum. Viðkomandi fer í röntgenmyndatöku og er síðan svæfður og beinflísin fjarlægð með töng. Hættulegustu tilfellin eru þau þegar sjúklingurinn fer ekki strax tiír læknis og beinflísin nær að særa vélindað og valda sýkingu. -Pá íslenskar kótelettur eru undantekningalítið rangt sagaðar. Hverri kótelettu fylgir aukabeinflís sem valdið getur slysum. Þar fyrir utan eru framhryggs- sneiðar og T-bone lambasteikur oftast seldar sem kótelettur. DV-mynd KAE Góðrar þjónustu getið „Ég skipti yfir á vetrardekk um daginn og þurfti að fara tvisvar aftur með bílinn og láta gera við sama dekkið. Ég varð því að vonum svekkt þegar sama dekkið klikkaði einu sinni enn. Ég fékk góðar viðtökur á Hjólbarðaverkstæði Jóns Ólafssonar við Ægisíðu. Starfsmenn skiptu um dekk og gerðu við mér að kostnaðar- lausu og voru liprir og kurteisir." Þannig skrifar kona á bifreiðinni R-76577 sem telur ekki vanþörf á að geta þess sem vel er gert í þjónustu við neytendur og má það eflaust til sanns vegar færa. -Pá Finnar: Vilja banna alla asbestnotkun Stjórnskipuð nefnd í Finnlandi hefur lagt til að öll ný notkun as- bests og innflutningur til landsins verði bönnuð. Með því yrði komið í veg fyrir að vandi af völdum as- bests yxi meira en orðið er. Nefnd- in leggur og til að vandlega verði rannsakað hve víða í landinu as- best er notað og í hve mörgum byggingum það er að flnna. Lagt er til að þær byggingar verði allar rifnar eöa lagðar af á næstu 40 árum samkvæmt sérstakri áætlun. í tillögum nefndarinnar, sem kynntar voru atvinnumálaráð- herra Finna, er einnig lagt til að reglur um asbest í andrúmslofti á vinnustöðum verði hertar veru- lega. Talið er að um 10.000 manns í Finnlandi komist í snertingu við asbest við vinnu sína. Asbest er, eins og kunnugt er, talið valda krabbameini í lungum pg fleiri hættulegum sjúkdómum. í Finnlandi hefur notkun þess til einangrunar verið hætt að mestu því auðvelt er að nota önnur efni í stað þess sem ekki valda tjóni á heilsu manna. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.