Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990. ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990. 17 Iþróttir Iþróttir Sport- stúfar Una Maria Óskarsdóttir frá Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu hefur veriö ráöin ritstjóri Skin- faxa, málgagns Ungmennafélags íslands og Fréttabréfs UMFÍ. Hún er fyrsta konan sem ráðin er rit- stjóri Skinfaxa og tekur við af Ingólfi Hjörleifssyni. Skinfaxi hefur veriö gefinn út óslitið i 80 ár og flutt fréttir af starfi ung- mennafélaga til hinna 40.000 fé- lagsmanna um land allt Víkingar eru bjartsýnir Víkingar héldu á dögunum aðal- fund knattspymudeildar félags- ins og samkvæmt heimildum DV var mikill einhugur í mönnum á fundinum. Vikingar hyggjast taka unglingamál mjög fóstum tökum í framtíðinni og er Emil Ragnarsson, formaður unglinga- ráðs, „höfundur“ nýrrar stefnu Víkinga í unghngamálunum. Stjóm knattspyrnudeildar var kosin á fundinum og er hún þannig skipuö: Gunnar Örn Krístjánsson formaöur, Kristinn Guðmundsson, Emil Ragnarsson, Sigurður Georgsson og Sigurður Bjarnason. Þess má geta aö 1. deildar hð Víkings æflr nú af meiri krafti en áöur og telja fróð- ir menn að Hæðargarðshðið komi betur undirbúið til leiks í sumar en áður. Svíarnir virðast frískir Svíar, sem eru búnir að undirbúa sig í um vikutíma fyrir HM í handknattleik, léku um helgina gegn Suður-Kóreumönnum á tjögurra landa móti í handknatt- leik sem fram fór í París. Svíar sigruöu örugglega, 32-25, eftir að hafa haft yfírhöndina í leikhléi, 16-12. Magnus Wislander skoraði 7 mörk fyrír Svía, Njörn Jilsen 6/3, Erik Hajas 5, Staffan Olsson 3, Per Carlén 3, Sten Sjögren 2, Magnus Cato 2, Jonas Persson 2, Ola Lindgren 1, og Johan Eklund 1. Frakkar viröast sterkir því að þeir sigruðu Pólverja með tíu marka mun um helgina, 28-18, eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 12-8. • Loks má geta þess að Júgó- slavar, sem leika sem kunnugt er meö íslendingum í ríðli í Tékkóslóvakíu, léku á dögunum tvívegis gegn Ungverjum í Ung- verjalandi. Jafntefli varð í báðum leikjunum, 19-19 í þeim fyrri og 23-23 í þeim síðari. Becker og Lendl sigursælir Vestur-þýski tenniskappinn Bortis Becker sigraði á opna belg- íska meístaramótinu í tennis inn- anhúss sem fram fór um síðustu heigi. Becker lék til úrslita gegn landa sínum, Karl Uwe Steeb, og sigraði 7-5, 6-2, og 6-2. í Toronto í Kanada lék Ivan Lendl lístir sin- ar og sigraði á „Sky Dome" mót- inu um helgina. Hann sigraði Tim Mayotte í úrslitum, 6-3, og 6-6. Fjarðarbilliard áfram á toppnum Fjarðarbilliard sigraði Billiard- stofuna Faxafeni 12 með 5-1 í 1. deildar keppni Samtaka snóker- stofa á dögunum og er i efsta sæti aö loknum tveimur umferð- um meö 11 vinninga og eitt tap. Snóker -í Mjódd vann Snóker- höllina, 5-1, og er í öðru sæti með 10 vinninga og Ingólfsbilliard, sem vann Billiardstofu Selfoss, 5-1, er í þriðja sæti með 9 vinn- inga. Bifliardstofan, Klapparstíg 5, sigraði Knattboröstofu Suður- nesja og er í 4. sæti meö 7 vinn- inga. Billiardstoía Kópavogs er með 6 vinninga eftír 3-3 jafnteflí viö BS Bilhard, Billiardstofa Sel- foss er einnig með 6 vinnitiga, Billiardstofan Faxafeni 12 og BS Bilhard eru með 4 vinninga, Snó- kerhöflín er með 2 en Knattborð- stofa Suðumesja rekur lestina með 1 vinning. Badminton: ísland vann Belgíu - í karlaflokki Karla- og kvennalandsliðin í bad- minton léku í gær sína fyrstu leiki í undanrásum í heimsmeistarakeppni landsliða í badminton sem fram fer í Austurríki. Karlaliðið lék gegn Belgíu og sigr- aði, 4-1. Broddi Kristjánsson íslands- meistari og Þorsteinn Páll Hængsson unnu andstæðings sína í einliðaleik og þeir félagarmr unnu sinn leik í tvíliðaleik og það gerðu einnig Árni Þór Hallgrímsson og Ármann Þor- valdsson. Kvennaliðið tapaði fyrir Búlgaríu, 1-4. Þórdís Edwald og Guð- rún Júhusdóttir unnu eina sigur ís- lands í tvíliðaleik. íslensku stúlkurn- ar fengu ódýran vinning í gær en þá mætti lið Perú ekki til leiks. Karlalið íslands er í riðli með N-Kóreumönn- um, sem eru nýliðar í keppninni, Frökkum og Belgum. Kvennalið ís- lands er í riðli með Búlgörum, ítölum, Belgum og Perúmönnum. -GH SSP veðbankinn í London spáir í heimsmeistarakeppnina: Möguleikar íslands einn á móti sextán - í 5.-7. sæti á styrkleikalistanum og leikur um 7. sætið • Brasilíski leikmaðurinn Romario, sem leikur með hollenska liðinu PSV, var á dögunum útnefndur besti leikmað- ur deildarinnar árið 1989. Hér sést hann í leik með PSV gegn Ajax um helgina. Ajax vann leikinn, 3-2, og saxaði á forskot PSV í deildinni.-GH Simamynd Reuter Valsmenn hættu keppni í miðjum leik: Málið komið inn á borð dómstóls HSÍ Sá sem hefur samband við SSJP veð- bankann í Bretlandi og leggur eitt þúsund krónur undir að ísland verði heimsmeistari í handknattleik 1990 fær senda ávísun að upphæð 16 þús- und krónur til baka. En sá sem velur sennilegasta kost- inn og spáir Sovétmönnum sigri fengi hins vegar þúsundkalhnn sinn aðeins tvöfaldaðan. SSP veðbankinn tekur nú á móti veðmálum um verðandi heimsmeist- ara í handknattleik og hefur metið styrkleika þjóðanna sem keppa til úrshta í Tékkóslóvakíu. Samkvæmt því mati er íslandi spáð 5.-7. sæti í keppninni en landshð Tékka og Ung- verja eru metin jöfn því íslenska að styrkleika. Listinn frá SSP lítur þanmg út: 1. Sovétríkin...............1:2 2. Júgóslavía...............1:7 3. Suður-Kórea..............1:8 4. Austur-Þýskaland.........1:10 5-7. Tékkóslóvakía..........1:16 5-7. ísland.................1:16 5-7. Ungverjaland...........1:16 8-9. Svíþjóð................1:25 8-9. Rúmenía................1:25 10. Spánn....................1:40 11. Pólland..................1:50 12-13. Sviss.................1:100 12-13. Frakkland.............1:100 Japan, Kúba og Alsír komast ekki á blað. Sovétríkin og Suður- Kórea í úrslitaleik? Lokaröðin í Tékkóslóvakíu getur reyndar aldrei fylgt hstanum ná- kvæmlega. Sovétríkin og Júgóslavía geta ekki mæst í úrslitaleik þar sem þessar þjóðir munu leika í sama milli- riðh, þeim sama og ísland kemst í að öllu eðlilégu. Miðað við þessar forsendur ættu Sovétmenn og Suður-Kóreubúar að leika um gullið í Tékkóslóvakíu, en Júgóslavar myndu mæta Tékkum eða Ungverjum í leik um bronsið. Aust- ur-Þjóðverjar myndu leika um 5. sæt- ið við Tékka eða Ungverja en island um 7. sætið við Svía eða Rúmena. Spánn myndi leika um 9. sætið við Svía eöa Rúmena og Pólverjar viö Frakka um 11. sætið. ísland í öflugri milliriðlinum? Þessi uppröðun gefur líka til kynna að væntanlegur milhriðill íslands sé mun öflugri en hinn milliriðillinn. Fari allt „eftir bókinni" verða Sovét- ríkin, Austur-Þýskaland, Pólland, Júgóslavía, ísland og Spánn í öðrum riðlinum en Suður-Kórea, Tékkósló- vakía, Rúmenía, Ungverjaland, Sví- þjóðogFrakklandíhinum. -VS Atvik, sem upp kom á alþjóðlegu handknattleiksmóti í Garðabæ um helgina, ætlar að draga dilk á eftir sér. Valur og Grótta voru meðal þátt- tökuliða á mótinu og í leik þeirra í milli kallaði þjálfari Vals, Þorbjörn Jensson, menn sína af leikvelli. Vals- menn voru ekki ánægðir með frammistöðu dómaranna í leiknum og gengu af leikvelli. Liðsmenn og þjálfari héldu til búmngsherbergis en þrátt fyrir að reynt hafi verið að fá Valsmenn til að koma til leiks á ný, gáfu þeir sig hvergi og héldu heim á leið. í kjölfarið var þeim vísað úr mótinu. Auk Valsmanna og Gróttu tók ís- lenska unglingalandshðið, A-lands- lið Bandaríkjanna, KR og Stjarnan þátt í mótinu. Mótið fellur inn í reglu- gerð HSÍ um handknattieiksmót og af þeim sökum er atvikið, sem upp kom í Garðabæ, komið inn á borð dómstóls HSÍ. í reglugerö HSÍ um handknatt- leiksmót segir orðrétt: Flokk, sem hættir leik, áður en dómari gefur merki um að leiktími sé liðinn, má setja í leikbann allt að sex mánuði, bæði flokkinn í heild og hvern ein- stakan leikmann og dæma allt að 10.000 krónur í sekt. „Málinu hefur verið vísað til mín en ég á alfarið eftir að kynna mér málavöxtu. Ég veit af þessu atviki en um nánari tildrög veit hins vegar ekkert um. Máhð verður tekið til meðferðar hjá dómstólnum þegar málsgögn hafa borist inn á borö. Þingfesting verður að fara fram inn- an sjö daga en í henni felst að málið verður fært inn í þingbók dómstóls- ins. Aðilum málsins verður gert færi á að skila inn greinagerð," sagði Valgarður Sigurðsson, formaður dómstóls HSÍ, í samtah við DV í gær- kvöldi. DV tókst ekki að hafa samband við Þorbjörn Jensson, þjálfara Vals, vegna þessa máls -JKS Friðrik sæmdur heiðursorðu ÍSÍ • Friðrik Jensson. Ómax Garðarsson, DV, Eyjurru Á aðalfundi Knattspyrnufélagsins Týs í Vestmannaeyjum, sem haldinn var fyrir skömmu, var Friðrik Jens- son sæmdur heiðursorðu íþrótta- sambands íslands, sem er æðsta við- urkenning sem veitt er fyrir störf innan íþróttahreyfmgarinnar. Friðrik er annar Vestmannaeying- urinn sem nýtur þessa heiðurs. Val- týr Snæbjömsson var fyrsti Eyja- FIRMAKEPPNI Firmakeppni Fylkis í fótbolta verður haldin í Seljaskóla dagana 24. og 25. febrúar. Uppl. gefur Einar I síma 84998 frá kl. 12-18 daglega. Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Þróttar veröur haldinn í Þróttheimum þriðju- daginn 27. febrúar nk. og hefst stund- víslega kl. 19.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Félagar, fjölmennið. Stjórnin. maðurinn, sem fékk þessa viöur- kenningu. Friðrik er einn af stofnfé- lögum Týs og veittu Týrarar honum gullmerki við þetta tækifæri og er hann annar Týrarinn sem það fær. Birgir Sveinsson, formaður Týs, þakkaði Friðrik vel unnin störf í þágu félagsins og það brautryðjenda- starf sem hann hefur unniö, m.a. var hann fyrsti þjálfari í handbolta á ís- landi. Fjorir judo- menn á World Cup Fjórir íslendingar verða meðal þátttakenda í heimsbikarkeppni í júdó, World Cup, sem fram fer í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi um næstu helgi. Bjarni Friðriksson keppir í -95 kg flokki, Halldór Hafsteinsson í -86 kg tlokki, Eiríkur Kristinsson í -71 kg flokki og Helgi Júlíusson í -65 kg flokki. -VS Stúfar frá Englandi Gunnar Sveiribjömsson, DV, Englandi: Bob Pearson, hinn nýi stjóri Millwah, er nú orðinn áhyggjufullur út af stöðu liðsins í deild- inni. Pearson sagði eftir tapleikinn gegn Co- ventry á laugardaginn var að hami myndi breyta varnartaktík hðsins og héðan í frá yrði ekki oftar leikið með fjögurra mamia vörn. • Sigur Sheftield Wednesday gegn Arsenal kom knattspyrnusérfræðingum lítt á óvart því ensku meistararnir hafa ekki unniö leik á Hillsborough í meira en tvo áratugi. Andrúmsloftið frábært • Derek Mountíield, sem skoraði annað marka Aston Viila gegn WBA í bikarnum, sagði eftir Ieikmn að tilfmningin á meðal leik- manna Villa nú væri sú að þeir geti unnið hvaða lið sem er. Mountfleld bætti því við að andrúmsloftið i herbúðum Villa væri frábæri og sjálftraust leikmamia ótrúiegt og þeir gætu varla beðið eftir næsta leik. • Tony Cottee, leíkmaður Everton, varbjart- sýim eftir bikarleikinn gegn Oldham og sagði að 2. deildar liðið væri mjöggott en möguleik- arnir væru nú allir hjá Everton þar sem þeir fengu tækifæri aö leika við þá á Goodison Park. Cottee sagöi að það hefði verið ánægju- legt aö skora og sérstaklega vegna þess að Oldham hefði farið illa með hans gömlu félaga í WestHamí deildarbikarnum í síðustu viku. • Graham Roberts, leikmaður Chelsea, fór ekki fogrum orðum um Nottingham Forest eftir viðureign Uðanna um helgina. Roberts sagði að Forest hefði ekki átt skilið stigin í þessum leik og mark Þorvaldar Örlygssonar heföi verið gegn gangi leiksins. Barnes meiddur • John Barnes varð fyrir því óláni að meiðsh tóku sig upp í nára gegn Southampton á laug- ardaginn var og nú er óvíst hvort kappinn verði orðinn góður fyrir 8 liöa úrslitin í bik- arnum. Sams konar meiðsli voru þess vald- andi að Bames missti af þremur leikjum í desember síðastliðnum. • Jimmy Case og Sammy Lee hjá Southamp- ton fóru lofsamlegum orðum um fyrrum fé- Iaga sína hjá Liverpool eftir bikarleik félag- anna. Kapparnir sögðu að ekkert félag stæöi Liverpool snúning og rauði herinn myndi án ails vafa hampa bikarnum í vor. Eini mögu- menn á borð við Van Basten og Rijkaard í sínu liði, aö öðrum kosti er það vonlaust mál. • Aston Villa hefur örugglega undirbúið sig frábrugðið öðrum liðum undir bikarleikinn við nágranna sína i WBA. Ástæðan fyrir sigri Villa varð sú að leikmenn iiðsins Jéku bingó við ellilifeyrisþega dagana fyrir hinn mikil- væga leik. • Fulham átti í mesta basli við Notts County í leik Mðanna í 3. deíld um helgina. í hálfleik var staðan 1-1 og þá notuðu stuðningsmenn liðsins tækifærið og þúsundir þeirra mót- mæltu sölunni á leikvangi liðsins. Þetia hefur haft góð áhrif á leikmennina því að Fulham skoraði flögúr mörk í síðari hálfleik. Halldór fer ekki ^■LokerenB - forseti félagsins dró boð sitt til baka Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Forseti Lokeren sem hafði boðið Valsmanninum Halldóri Áskelssyni til félagsins dró í gærkvöldi til baka boð sitt að fá Halldór, eins og til stóð. Þetta kom þjálfurum Lokeren mjög á óvart þar sem forsetinn hafði lofað að þeir mættu leita að leikmönnum fyrir næsta keppnistímabil. í dag eru fjórir útlendingar hjá félaginu og til stóð að selja einn af þeim en það gekk ekki upp og því tók forseti Lokeren þá ákvörðun aö draga boð sitt til baka. Sigurjóni boðinn samningur Forráðamenn Boom, félagsins sem Sigurjón Kristjánsson leikur með, hafa nú boöið honum að framlengja samning sinn við félagið en hann rennur út í byijun apríl. Forráða- mennirnir vilja að Sigurjón verði út maímánuð en í þeim mánuði skýrist hvort Boom leikur til úrslita um sæti í 1. deild. Siguijón sagði í sam- tali við DV að hann væri að hugsa um að slá til og vonast í leiðinni eftir stærri samningi. • James „Buster" Douglas, hinn nýi heimsmeistari í yfirþungavigt í hnefa- leikum, heldur hér á lofti hinu eftirsótta gullbelti fyrir sigurinn á Mike Ty- son.-GH Símamynd/Reuter Laugdælir unnu IS - mikil barátta um annað sætið í deildinni Einn leikur fór fram í 1. deild karla í körfuknattleik. Laugdælir sóttu þá ÍS heim og sigruðu örugg- lega, 79-92. Með þessum sigri eiga Laugdælir möguleika á að hreppa annað sætið í deildinnni sem gefur rétt til að leika um sæti í úrvals- deildinni. • í 2. deild karla í handboltanum unnu Armenningar B-iið FH, 29-26, og í bikarkeppninni í handknatt- leik var einn leikur, B-hð Víkings tapaði fyrir Aftureldingu, 29-35. í 3. deild karla vann B-lið Fram Ögra, 34-23. • í 1. deild ensku knattspyrnunar sigraði Charlton hð Luton, 2-0. -GH Rögnvald og Stefán fengu góða dóma - dæmdu á alþjóðlegu móti í Tékkóslóvatóu HSI fékk myndir af Kúbumönnum - landslið USA hafði spólur meðferðis „Forráðamenn keppninnar komu að máli við okkur eftir mótið og létu í ljós ánægju með dómgæslu okkar. Rúmenar lýstu einnig yfir áhuga á að við dæmdum á alþjóðlegu móti í Búkarest í nóvember," sagði Rögn- vald Erlingsson handknattleiks- dómari en hann dæmdi ásamt Ste- fáni Arnaldssyni á sex landa kvenna- móti í boginni Cheb í Tékkóslóvakíu á dögunum. Á þessu móti voru samankomnar sterkustu kvennahandknattieiks- þjóðir í heiminum að undanskildum Norðmönnum og S-Kóreumönnum. Rögnvald og Stefán dæmdu fimm leiki á mótinu, sem stóð yfir í viku- tíma. „Sovétmenn hafa á að skipa geysi- lega sterku hðið enda fór svo að þær unnu mótið. Mikið var rætt meðal manna um komandi heimsmeistara- keppni og var ekki annað að heyra en að undirbúningur þeirra gengi vel,“ sagði Rögnvald Erlingsson, í samtali við DV í gær. Rögnvald og Stefán munu dæma viðureign Drott og Gdansk í 8 hða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa 17. mars næstkomandi. Þetta verður fyrri leikur liðanna og fer hann fram íHalmstad. -JKS Ekkert verður úr því að HSI sendi mann úr sínum röðum til að taka leik Kúbumanna upp á myndband. HSÍ hafði áformað að taka leik Rúmeníu og Kúbu upp á myndband en þjóðirnar leika tvo landsleiki rétt fyrir heimsmeistarakeppnina í -Tékkóslóvakíu. Bandaríska landsliöið í handknatt- leik, sem dvelur þessa dagana í æf- ingabúðum hér á landi, hafði í fórum sínum myndband af leik Kúbu- manna frá því í nóvember. Banda- ríska hðið lék við Kúbumenn um sæti í úrslitakeppninni í Tékkósló- vakíu og sigraði Kúba í leiknum, 22-9. Kúba leikur sem kunnugt er í sama riðh og íslendingar í heims- meistarakeppninni. Bogdan Kowalc- zyck og landsliðsstrákamir munu því á næstu dögum fara yfir leik Kúbumanna en heimildir herma að þeir eigi sterku hði á að skipa. Það hefði verið HSÍ kostnaðarsamt dæmi að senda mann til Rúmeníu en nú sparast þeir peningar og ekki veit- ir af því aðeins þátttaka landsliðsins í heimsmeistarakejjpninni er mikið fyrirtæki fyrir HSI. -JKS Rögnvald Erlingsson. • Stefán Arnaldsson. Bayer Leverkusen komst upp að hlið Bayern Munchen á toppi Bundesligumiar í Vestur-Þýska- landi um hðna helgi er liöiö sigr- aöi Homburg, 3-1. Leik þessum var frestaö á síðasta ári en keppn- in í vestur-þýsku knattspyrnunni fer á fulla ferð um næstu helgi. Lou Macari hættur Lou Macari, fyrrum leikmaður með Manchester United og fram- kvæmdastjóri hjá Swindon Town í ensku knattspyrnunni, hefur hætt sem frainkvæmdastjóri enska 2. deildar liðsins West Ham. Macari ienti í leiðinlegum málum hjá Swindon í tengslum við 0-5 tap liðsins gegn New'castie í ensku bikarkeppntnni 1987 og var jafnvel talað um mútur í því sambandi. Macari hefur sætt ásökunum vegna þessa máls og iegið undir ámælum og ásökun- um og var svo komið að hann taldi aö mál þetta væri fariö að hafa áhrif á gang mála hjá West Ham. Liöinu hefur gengið afleit- lega í síöustu leikjum. Macari var sjötti framkvæmdasljóri West Ham á 90 árum og starfaði hjá félaginu í 8 mánuði. Enn sigrar Minnesota Hið skemmtilega lið Minnesota, Timberwolves, sem er á sínu fyrsta ári i NBA deildinni heldur áfram að korna á ovart og liðið hefur nú sígrað í síðustu fimm leikjum sínum. í síðasta leik sín- um vann Minnesota lið Atlanta Hawks með 108 stigum gegn 98. Nýjustu úrslitin úr NBA-deild- inni eru þessi: Washington - Indiana...116-97 Charlotte - Seattle....70-85 Milwaukee -Chicago.....88-111 LALakers - Boston.....116-110 Golden State - Phoenix.113-131 Portland - 76ers.....109-110 Dougiasgegn Holyfield James „Buster“ Douglas, ný- krýndur heimsmeistari í þunga- vigt hnefaieíka, er farinn að skipuleggja titilvörn í kjölfar hins glæsta sigurs gegn Mike Tyson á dögunum er hann rotaði mikla durg. John Johnsson, fram- kvæmdastjóri Douglas, tilkynnti í gær að Douglas myndi berjast gegn Evander Hoiyfieid í sept- ember. Linford Christie óákveðinn Breski spretthlauparinn, Linford Christie, hefur verið valinn tilaö keppa fyrm Bretiand á Evrópu- meistaramótinu innanhúss sem fram fer í Giasgow í næsta mán- uöi. Ekki er bó talið víst að iiann keppi þar því að hann hefur ekki enn gert upp hug sinn. Christie mun ekki mjög æstur í að keppa í Glasgow. Hann hefur allan hug á því að bæta heimsmetið í 60 metra hlaupi og telur sig varla reiðubúinn tii þess í Glasgow. Taka Belgar Elkjær? Kristján Bembuxg, DV, Belgiu: Hno Guidoddi, fyrrverandi for- seti ítalska knattspyrnuliösins Verona, hefur ákveðnar skoöanir á því iivað Belgar eiga að gera fyrir lokakeppni HM í knatt- spyrnu á Ítalíu í sumar. Guidoddi sagði við belgíska sendinefnd á dögunum sem var að kanna að- stæöur á Ítalíu að það besta sem Belgar gætu gert væri aö taka Ðanann, Preben Elkjær Larsen, sem fai-arstjóra til Ítalíu. Belgar munu leika í Verona og Larsen lék lengi með liðinu og var ótrú- lega vinsæll í borginni. Daninn lék um árabil í Belgiu og er giftur belgískri konu. Nú er bara að sjá hvort Belgamir fara að ráöum ítalans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.