Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Blaðsíða 32
! Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 i þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við j ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990. Kópavogur: Alger v uppsfokk- un hjá Framsókn Framsóknarmenn í Kópavogi hafa valiö nýtt fólk til aö skipa efstu sæti á framboðslista flokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar í Kópavogi. Skúli Sigurgrímsson, sem er eini bæjarfulltrúi flokksins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Fulltrúaráö Framsóknarflokksins í Kópavogi ákvað listann í gær. Sex ífstu sæti eru þannig skipuö: Sigurð- ar Geirdal, Inga Þyrí Kjartansdóttir, ?áll Magnússon, Stefán Arngríms- ;on, Marta Jensdóttir og Ómar Stef- insson. Þaö stefnir í miklar breytingar í jæjarstjóm Kópavogs. Miklar breyt- ngar veröa á framboðslistum Sjálf- itæöisflokks og Framsóknarflokks. 3á hefur Heimir Pálsson, forseti >æjarstjómar og oddviti Alþýðu- )andalagsins, ákveöiö aö gefa ekki íost á sér til endurkjörs. -sme ' Léstí vinnuslysi Ungur maður lést í vinnuslysi í Kolbeinstaðamýri á Seltjarnarnesi í ’ærmorgun. Slysiö varö á vinnu- svæöi Hagvirkis þegar maðurinn var ið stýra valtara upp á tengivagn Iráttarbíls. Valtarinn var ekki kom- nn alla leið upp þegar hann stakkst íiður og lenti á toppnum. Talið er ið maðurinn hafi látist samstundis. vlaðurinn var 29 ára gamall og lætur :ftir sig eiginkonu og eitt barn. -ÓTT Kópavogur: Vélsleðum stolið Tveimur vélsleðum var stoliö úr jeymsluhúsnæði á Skemmuvegi 34 í Kópavogi í nótt og fannst annar oeirra um hálfniuleytiö í morgun. Þegar DV fór í prentun stóö leit yfir aö hinum sleðanum. Hann er grár neö gráu sæti og er af tegundinni Polaris Trailer árgerö 1989. Sleðinn ?em fannst í morgun var á Skeiðvell- mum í Víðidal. Sleðarnir sem stohð var munu kosta á aðra milljón sam- LOKI Er iðnrekendafélagið að breytast í víg-lund? Steingrímur mun „Stofnun aflamiðlunar verður tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi i dag. Við verðum að afgreiöa málið. Það verður að höggva á hnútinn því þetta getur ekki gengiö svona lengur. Við getum ekki látið ákvörðun um nýtt flskverð stranda á þessu atriði,“ sagði Steingrímur Hermamisson forsætisráðherra í morgun. Steingrímur gaf loforð um aö aflamíðlun yrði stofnuð, þegar kjarasamningarnir voru undirrit- aðir á dögunum. Hann getur gert þaö með reglugerð, en málið strandar á andstöðu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrikisráð- herra. Viðskiptadeild utanríkisráðu- neytisins hefur séð um úthlutun leyfa til gámaútflutnings um langt skeið. Samkomulag hefur náðst milli hagsmunaaðila um að stjórn aflamiðlunar verði skipuð tveimur fulltrúum frá útgerðarmönnum, einum frá fiskvinnslunni, einum frá sjómönnum og einum frá fisk- verkunarfólki. Jón Baldvín vill að auk þess komi í stjórnina fulltrúar frá fiskmörkuðunum og heildsöl- um í gámaútflutningi. Á það mega hagsmunaaðilarnir ekki heyra núnnst. Þetta er deilan sem leysa þarf, eða höggva á hnútinn eins og Steingrímur orðaði það. Steingi'ímur sagði að þegar þessi ríkisstjórn var mynduð heföu framsóknarmenn látið mikið af hendi til Borgaraflokksins. Þá var ákveðið að þessi mál færðust frá utanríkisráðuneytinu til sjávarút- vegsráðuneytisins. Utanríkisráð- herra var með fyrirvara um hvern- ing stjóm aflamiðlunar yrði skipuð og það hefur ekki breyst og sam- komulag ekki náðst. „Nú verður að takast að ná sam- komulagi um aflamiðlunina oggefa út reglugerð. Við erum búnir að tala um þetta fram og aftur í nokkra mánuði og það verður að höggva á hnútinn,“ sagði Stein- grímur Hermannsson. Samkomulag er sagt komið í yfir- nefhd um nýtt fiskverö en beðið ákvörðunar um stofnun aflamiðl- unar með að birta það. Aflamiðlun er skilyrði þess að samkomulag um nýtt fiskverð takist. Þar er gert ráð fyrir að fiskverð hækki um 3 pró- sent og aö þeir sem landa öllum afla heima, utan fiskmarkaöa, fái 12 prósent löndunarálag. Það var krafa fulltrúa sjómanna meðan málið var enn hjá Verðlagsráöi. -S.dór Útför séra Róberts Jack fór fram í gær. Athöfnin var gerð frá Bústaðakirkju. Fyrir kistunni gekk sekkjapípuleikari. Eins og kunnugt er var séra Róbert skoskur. Hann kom ungur maður hingað til lands og nam guðfræði við Háskóla íslands. DV-mynd S Iðnrekendur: Víglundur gefur kost á sér „Ég hef ekki gefið annað til kynna en að ég sé tilbúinn til að vera áfram formaður Félags íslenskra iðnrek- enda,“ sagði Víglundur Þorsteins- son, formaður félagsins, en stjórnar- kjör fer fram í næsta mánuði. Lýður Friðjónsson, forstjóri Vífilfells, sagði í DV í gær að hann væri að hugsa málið hvort hann gefur kost á sér í formannssætið, en margir hefðu hvatt hann til að gera það. Kosning til stjórnar Félags ís- lenskra iðnrekenda er óhlutbundin og fer þannig fram að fyrirtækin, sem mynda félagið, fá senda kjörs- eðla. Á þá ber mönnum að rita nafn þess er þeir vilja kjósa sem formann. Hann er kosinn árlega. Síðan nöfn þriggja annarra stjórnarmanna sem kosnir eru tfl tveggja ára í senn. Vegna þessa fyrirkomulags eru í raun allir innan félagsins í framboði og því ekki um það að ræða að ákveðnir menn gefi kost á sér þótt þeir geti gefið til kynna áhuga sinn á að setjast í stjórn félagsins. -S.dór Veðrið á morgun: Sums staðar éljaveður Á morgun verður breytileg átt á landinu með éljum víða viö sjó- inn en yfirleitt þurru og björtu veðri inn til landsins. Hiti verður um og yfir frostmarki syðst á landinu en vægt frost annars staðar. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Úti að aka í 40 ár BÍLALEIGA v/FIugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.