Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990. Útlönd Bauöst tii að borða súpu Havel sýnir sigurmerkiö t Toronto I Kanada gær. Sfmamynd Reuter Forseti Tékkóslóvakíu, Vaclav Havel, sló á létta strengi í hádegis- verðarboði forsætisráðherrans í Ontario í Kanada í gær og bauðst til að borða bara súpu í hádegismat tilað forsætisráðherrann ætti fyrir fleiri hádegisverðum. Havel notaði þó einnig tækifæriö til að hrósa efnahagsstyrk Kanada en Kanada- menn heyra nú samt bara slæmar fréttir af efnahagsástandinu í landinu. Havel lauk í gær tveggja daga heimsókn sinni 1 Kanada og hélt til Washington i Bandaríkjunum. Flugvél hrapaði á hús Nokkrum mínútum eftir aö mæðgumar Margrethe Salling og Benedic- te, sem er átta ára, höfðu farið ft-á heimili sfnu í Támby á Amager í Kaupmannahöfh hrapaöi eins hreyfils flugvél af gerðinni Beech-33 á hús þeirra sem varð fljótt alelda. Flugmaðurinn lést samstundis. Flugvélin var á leiðinni frá Kastrupflugvelli til Hróarskeldu og var gert ráð fyrir að ferðin tæki fimmtán minútur. Einni mínútu eftir flugtak missti flugturninn samband við flugmanninn og mínútu síðar var til- kynnt að flugvél hefði hrapað í Támby. Múrinn broilnn Austur-þýskir verkamenn byrjuöu í gærkvöldi að rifa niður Beriinarmur- Inn við Brandenborgarhliðið við míkil fagnaðariæti Austur- og Vestur- Berifnarbúa. Sfmamynd Reuter Þúsundir Austur- og Vestur-Þjóöverja fögnuðu ákaít 1 gærkvöldi þegar hafist var handa við að rifa niður Berlínarmúrinn við Brandenborgar- hliðið. Virtust menn fagna jafnmikið og þegar Austur-Þjóðveijum var leyft að fara gegnum hlið múrsins í nóvember siðastliðnum. í stað þess hluta múrsins sem riflim var mun verða sett upp vírgirðing. Austur-þýskir verkamenn munu vinna við niðurrif múrsins aö kvöld- lagi til að valda sem minnstum truflunum. Vonast þeir til að geta brotið hundraö metra kafla á kvöldi. Landamærastöövar eru enn viö múrinn en lögreglumenn og tollveröir láta sér fátt um finnast þó einhvetjir skjótist gegnum göt á múmum eða klifri yfir hann. Glufa á Albaníu Efnahagssérfræðingur stjómarinnar í Albaniu sagði 1 gær að albönsk yfirvöld ætluðu aö leyfa erlendar fjárfestingar í landinu. Hins vegar mega erlendir aöilar ekki eiga hlutdeild í innlendum fyrirtækjum. Dyrn- ar hafá sem sagt veriö opnaðar í hálfa gátt, eins og fréttaskýrendur segja. TO að dragast ekki enn meira aftur úr, þegar önnur Austur-Evrópuríki eru aö segja skilið við kommúnisma og taka upp markaðshagkerfi, kynntu albönsk yfirvöld ýmsar efhahagslegar endurbætur. Yfirvöld hafa ekki vfljað opinbera tölur um efhahagsástandiö í landinu því enn er litið á þær sem ríkisleyndarmál. Fyvrum ráðherra handtekinn Grískur dómari fýrirskipaði í gær handtöku á fyrrum ráðherra 8ósialistastjómarinnar vegna ásakana um skjalafals í sambandi viö ólöglega komsölu til Evrópu- bandalagsins. Bandalagið dæmdi Grikkland 1987 til aö greiöa 2,5 milljóna dollara sekt fýrir aö hafa flutt út júgóslavneskt korn og skráð það sem grískt til aö fa niður- greiöslur. Nikos Athanasopoulos er fyrsti ráðherrann í stjórn Andreas Pap- andreou sem er handtekinn í kjöl- far ásakana um aöild aö fjármála- hneykslum. Dómarinn kvaðst hafa fyrirskipaö handtökuna til að koma í veg fyrir að ráðherrann flýði úr landL Gríska þingið samþykkti í sumar að aflétta friðhelgi sex ráðherra Nikos Athanasopoulos, fyrrum að- sósíalistastjómarflmar, þar á með- stoðarfjórmólaráðherra i Grikk- al Papandreou, til að hægt yrði aö |an<Jij ó ieið fró hæstarétti í gær ákæra þó vegna meintrar aöildar ásamt lögreglumönnum. þeirra aö þremur hneykslismálum. simamynd Reuter Vaxandi ólga í Rúmeníu Um fjögur þúsund rúmenskir kola- námumenn gengu fylktu hði um göt- ur Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu, 1 gærkvöldi til aö lýsa yfir stuðningi við bráðabirgðastjórn Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar sem farið hefur með völdin í landinu frá því aö harðstjór- anum Ceausescu var steypt af stóli seint á síðasta ári. Námamennimir flykktust til Búkarest í kjölfar fiöl- mennrar mótmælagöngu andstæð- inga stjómarinnar um helgina þar sem ráðist var inn í bækistöðvar stjómarinnar. Iliescu, forseti Rúme- niu, fordæmdi í gær aðgerðir stjórn- arandstæðinga um helgina og sagði að endurtæki slíkt sig yrði gripið til harðra refsiaðgerða. „Iliescu, við munum hjálpa þér“ hrópuðu námamennimir í Búkarest í gær. Þúsundir mótmælenda á sunnudag kröfðust afsagnar Iliescu en hann gegnir embætti forseta. Þeir sögðu að hann hagaði sér eins og harðstjórinn Ceausescu en honum var steypt af stóli í desember síðast- liðnum og tekinn af lífi. Námamennimir í gær komu með lestum frá borginni Petrosani til að taka þátt í fiöldafundinum í höfuö- borginni þrátt fyrir hvatningu stjómvalda um að vera um kyrrt heima hjá sér. Fundurinn í höfuð- borginni í gærkvöldi var hápunktur fiöldasamkoma víös vegar um landiö til stuðnings stjóm Iliescus. Forsetinn varaði við því í gær að Rúmenía gæti orðið annað Líbanon nema' tækist að halda ofbeldinu í landinu í skefium. „Viljum við virki- lega annaö hernaðareinræði?" sagði hann og vísaði þar með tfl áratuga harðsfiómar Ceausescus. Rúmenskir kolanámumenn hrópa slagorð til stuðnings stjórn lliescus. Slmamynd Reuter Á fundi meö fulltrúum náma- manna lagöi forsetinn að þeim að virða nýja stjórnmálaflokka í landinu. Sagði hann að þeir væru nauðsynlegur hluti nýrrar Rúmeníu. En námamennirnir sögðu aö hinir nýju stjómmálaflokkar ættu enga virðingu skilið. Áætlað er að stjórn Iliescus sitji þar til að afloknum kosningum þann 20. maí næstkomandi. Þær kosningar verða þær fyrstu frjálsu í Rúmeníu frá árinu 1946. Reuter Leiðtogi kommúnista 1 Litháen: Vill viðræður við Moskvu Leiðtogi kommúnista í sovéska lýðveldinu Litháen, Algirdas Braz- auskas, hvatti í gær til viðræðna full- trúa lýðveldisins og Moskvustjórn- arinnar um sjálfstæði Litháens en um helgina spáðu tveir háttsettir kommúnistar í lýðveldinu því að það myndi lýsa yfir sjálfstæði fyrir árs- lok. Litháen og hin Eystrasaltslýðveld- in, Eistland og Lettland, vom sjálf- stæð ríki á millistríðsárunum en vom innlimuð í Sovétríkin árið 1940. Brazauskas sagði að viðræðurnar yrðu að hefiast „í nánustu framtíð" en sagði jafnframt að að lokaákvörð- un um sjálfstæöisyfirlýsingu Litháen yrði komin undir nýju þingi lýðveld- isins sem kosið verður til á laugar- dag. Búist er við að löggjafarþing Sovét- ríkjanna hefii fljótlega viðræöur um uppkast að lögum sem myndu, í fyrsta sinn, skilgreina við hvaða að- stæður lýðveldi geti sagt sig úr lögum við Sovétríkin. Reuter Eduard Sévardnadze, sovéski utanríkisráðherrann: Mörg ár í samein- ingu Þýskalands Sovéski utanríkisráöherrann, Eduard Sévardnadze, kvaöst í gær telja að nokkur ár, í að það minnsta, væm í sameiningu þýsku ríkjanna. „Ég held ekki að sameining muni eiga sér stað eins fljótt og þeir halda í Bonn,“ sagði utanríkisráðherrann í viðtali við Izvestia, dagblað sovésku sfiómarinnar. Sévardnadze sagði að hann hefði varað vestur-þýska utanríkisráð- herrann, Hans-Dietrich Genscher, við aö Kremlarstjórn myndi ekki horfa upp á það aðgerðalaus að sam- einað Þýskaland gengi til liðs við Nato, Atlantshafsbandalagið. Hann sagði að Sovétríkin gætu lagt til ýmsa aöra kosti. Utanríkisráöherrann kvaðst hafa „íhuga hugsanlegar afleiðingar" sagt við Genscher, er þeir hittust í sameiningar þýsku ríkjanna. Kanada nýverið, að hann ætti að Reuter Eduard Sévardnadze, utanríkisráöherra Sovétríkjanna. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.