Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990
29 .
Skák
Jón L. Arnason
Á opnu móti í Royan í Frakklandi í
fyrra kom þessi staða upp í skák Englend-
ingsins Gallagher, sem hafði hvítt og átti
leik, og Cabrilo, Júgóslavíu. Svartur ógn-
ar biskupnum á b3 en hvítur lét sig það
litlu skipta:
22. Hxd7! Dxd7 23. Hxf7! Báðir hrókamir
fóma sér fyrir málstaöinn! Nú er ekki
að sjá að svartur eigi vöm. Ef 23. - Hxf7
24. Bxe6 Dc6 25. Bxf7+ Kli8 26. Bxg6 og
vinnur. Og ef 23. - Dc6, þá 24. Hxffi +! og
nú 24. - Kxf8 25. Rxh7+ Kf7 26. Rg5+ og
næst 27. Dxg6; eða 24. - RxfB 25. Bxe6 + !
Rxe6 26. Dxh7+ Kf8 27. Df5+ og vinnur;
eða 24. - Hxf8 25. Bxe6+ Kh8 26. Dxc6
Rxc6 27. Rf7 + Hxf7 28. Bxf7 Rgxe5 29. Be8
og vinnur endataflið létt. Svartur reyndi
23. - axb3en eftir 24. Hxd7 Hfl+ 25. Hdl
Ra2+ 26. Rxa2gafst hann upp.
Bridge
ísak Sigurðsson
Undankeppni íslandsmótsins í sveita-
keppni í flokki kvenna og yngri spilara
fór fram um síöustu helgi. Sextán sveitir
mættu til leiks í kvennaflokki sem er
ánægjuleg flölgun um 4 sveitir frá fyrra
ári. Aðeins 7 sveitir spOuðu í undan-
keppninni í flokki yngri spilara, einni
færri en í fyrra, og er það óheillavænleg
þróun. Úrslitakeppni fjögurra hæstu
sveita í báðum flokkum verður háö um
næstu helgi.
Menn hafa löngum haft það á orði að
tölvugefin spil séu líklegri til að innihalda
mikla skiptingu á höndunum, heldur en
handgefm spil. Þetta spil, sem kom fyrir
í kvennaflokki um helgina, bendir til hins
gagnstæða, en það var handgefiö við
borðið. Sagnir vom fjömgar:
V ÁDG93
♦ Á1096543
+ 4
* ÁD974
♦ KG108653
V 6
♦ -
* Á7653
N
V A
S
¥ K107
♦ --
+ KG982
* 2
V 8542
♦ KDG872
+ D10
Fjögur lauf vesturs vom ásaspurning og
pass austurs eftir fjögur hjörtu lofuðu
einum ás og síðan enduðu sagnir í 7 spöð-
um. Suður átti útspil og var svo óheppinn
að spiia út tlgulkóng út í tvöfalda eyðu
hjá andstöðunni og þar með fauk ijjarta-
tapslagurinn út í veður og vind. Á hinu
borðinu létu andstæðingamir sér nægja
að stoppa í fimm spöðum.
Krossgáta
■J r r z~ T~
V J r
10 l
n 771 Uf
J7- 1 r-
5 W* 201
Z2 1
Lárétt: 1 illviðri, 5 varúð, 8 lausung,
9 vesala, 10 bæn, 12 sýl, 13 róta, 15
kirtiU, 17 útUm, 18 vægð, 19 snúning-
ar, 21 ekki, 22 forfeður, 23 þvo.
Lóðrétt: 1 þíða, 2 vindur, 3 þröng, 4
óvUd, 5 málmi, 6 kerald, 7 mælti, 11
formóðir, 14 óska, 16 ófús, 18 snæða,
19 leit, 20 samstæðir.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 þor, 4 kunn, 8 er, 9 áin, 10
ei, 11 gnýr, 13 dys, 14 nafnið, 16 æða,
17 angi, 19 vinn, 21 næm, 23 ráma,
24 fá.
Lóðrétt: 1 þegn, 2 ornaði, 3 rá, 4 kim-
an, 5 und, 6 neyð, 7 nisti, 12 ýfa, 15
inna, 16 ævi, 18 gæf, 20 ná, 22 má. i
LáUi og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísaijörður: Slökkvihð sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreiö 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek-
anna í Reykjavik 16. febrúar - 22. febrúar er
í Reykjavíkurapóteki Og Borgarapóteki.
Þaö apótek sem fyrr er nefnt annast
eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl.
9 að morgni virka daga en til kl. 22 á
sunnudögum. Upplýsingar um læknis-
og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
Norður Austur Suður Vestur 9-19. Bæði apótekin hafa opið fostudaga
14 1* 24 4+ frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
4» Pass 5♦ 64» og th skiptis annan hvem helgidag frá
74 7* P/h kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga ki. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
aö sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í þvi apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opiö kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í sfma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavógur
og Seltjamames, sími 11166, Hafnar-
fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri,
sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráöleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl:
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspitalinn: Mánud.-fóstud. ki.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15.30-16.30
Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensósdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandiö: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aöra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 1,930-20.
Vistheimilið Vífilsstöðum: Sunnudaga
kl. 15-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar-
daga kl. 15-17.
Vísir fyrir 50 árum
Þriðjudagur 20. febrúar.
Finnar vinna mikinn sigur.
Þeir hafa gersigrað 18. og hluta af 6. herfylki fyrir
norðan Ladogavatn.
Spakmæli
Ef þú vilt lifa lengi skaltu sýna hófsemi
í hverjum hlut, en gæta þess jafnframt
að missa ekki af neinu.
Ók. höf.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga
og laugardaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi.
Uppl. í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Geröubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13—19. ,
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn;
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Geröubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 11-17.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagaröurinn er opinn alla
daga kl. 11-17.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugard. og sunnud.
kl. 14-17 og þriðjudagskvöld kl. 20-22.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 14.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsahr í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn’Norræna hússins: mánud. -
laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-18 og eftir
nánara samkomulagi í síma 52502.
J. Hinriksson, Maritime Museum,
Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél-
smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17
þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn Islands. Opið þriöjud.,
fimmtud., laugardaga og sunnudaga, kl.
11-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230.
Akureyri, sími 24414.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 51336.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa-
vogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel-
tjarnarnes, sími 621180,
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjöröur, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, simi
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
aö fá aðstoö borgarstofnana.
Tilkyimiiigar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Lífiínan. Ef þú hefur áhyggjur eða
vandamál þá er til lausn. Hringdu í síma
62-37-00. Lífiínaii allan sólarhringinn.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 21. febrúar
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Það verður mjög annasamur dagur hjá þér í dag. Fáðu sem
flesta til samvinnu við þig. Vertu vingjamlegur og þú færð
vinsemd á móti.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Þú ert óöruggur með eitthvað. Láttu tímann vinna með þér
og úrlausnin kemur fyrr en varir. Njóttu þess að vera til í
kvöld.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Það verðim mikið um eitthvað óvænt hjá þér í dag. Flest
verður mjög ánægjulegt. Þú gætir lent i erfiðleikum varð-
andi gagnrýni.
Nautið (20. apríI-20. maí):
Gríptu þau tækifæri sem bjóðast til að gera hlé á hefð-
bundnum verkum. Láttu þér ekki leiðast, snúðu þér að nýj-
um verkefnum.
Tvíburarnir (21. maí-21. júní):
Stjömumar em þér ekki njjög hagstæðar. Félagslífið verður
ekki upp á marga fiska og ástarsamband mjög stormasamt.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Mistök annarra geta sett allt úr sambandi hjá þér. Þú verður
að byija upp á nýtt og halda áfram þar sem frá var horfið
á nýjum nótum. Happatölur em 8,17 og 28.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Þú hefur ekki mikið peningavit en það kemur ekki að sök í
ákveðnum viðskiptum. Góö úrlausn gæti fengist á máli sem
þú hefur spáð mikið í.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Félagar þínir em sjálfum sér næstir þegar eitthvað stangast
á við þarfir þeirra. Einbeittu þér aö eigin hagsmunum og
láttu aðra eiga sig.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þaö er mjög afslappað andrúmsloft í kringum þig eins og er.
Njóttu þess á meðan þaö endist. Happatölur em 6,23 og 25.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Fjármáhn em mjög í brennidepli hjá þér og ekki að tilefnis-
lausu. Sóaðu ekki peningum þínum í óþarfa. Hugaðu að
heilsunni.
Bogmaðurínn (22. nóv.-21. des.):
Bogmenn eiga það til að verða fyrir áhrifum frá öðrum.
Reyndu að treysta sjálfsöryggi þitt. Hræðstu ekki aö bera
fram hugmyndir þínar.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Óvæntir hlutir gætu unnið á móti þér. Taktu það ekki nærri
þér þótt einhver snúi við þér baki. Dagurinn verður mjög
viðkvæmur.