Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990. 2. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Toyota Hiace pallbíll, 1,5 t, dísil, árg. 1984, 5 gíra, sparneytinn og góður bíll, ekinn 120.000. Bílnum fylgir grind og segl yfir pallinn. Uppl. í síma 91-17678 milli kl. 17 og 21. Bianca 2000 baðinnrétt. 30-40% afsl. Poulsen, Suðurlandsbraut 10, sími 686499. Útsölustaðir: Málningarþjón- ustan, Akranesi, Húsgagnaloftið, ísafirði, og flest kaupfélög um land allt. Suxuki Fox með V6 Ford vél, Willys hásingar. læstur framan og aftan, 538 drif, 36" dekk o.m.fl. Skipti möguleg. Uppl. í síma 98-34699. Skíðapakkar: Blizzard skiði, Nordica skór, Look bindingar og Blizzard staf- ir. • 70-90 cm skíðapakki kr. 12.340,- • 100-130 cm skíðapakki kr. 13.670,- • 140-165 cm skíðapakki kr. 15.510,- • 170-178 cm skíðapakki kr. 15.990,- Skíðapakkar fyrir fullorðna: kr. 19.000,- - 22.300,- 5% staðgrafsláttur af skíðapökkum. Póstsendum. Útilíf, Glæsibæ, s. 82922. Unglingaúlpur á kr. 5 þús. Útsölunni lýkur næstu daga. London, Austurstræti. Citroen BX 16 TRS, árg. ’85, ekinn 76 þús. Glæsilegur bíll á góðu verði ogj kjörum, sumar- og vetrardekk, silfur- I litaður. Uppl. í síma 91-17678 milli kl. 17 og 21. | VtjganJ Uh'iwg i OL Cdgary ■ BQar til sölu Gönguskíðaútbúnaður i miklu úrvali á hagstæðu verði. •Gönguskíðapakki: skíði, skór, bindingar og stafir. • Verð frá kr; 9260. Póstsendum. Útilíf, Glæsibæ, s. 82922. Econoline 150, sjálfskiptur, árg. 1978, 6 cyl., til sölu, þarínast smáviðgerðar, einnig 6,2 dísilvél, gírkassi og milli- kassi. Uppl. í síma 985-20066 eða 92-46644 eftir kl. 19. GMC Classic 250, 8 cyl. dísilpallbíll, árg. ’87, 4x4, ekinn 66 þús., vökva- stýri, beinskiptur, stærri pallurinn, duglegur og sparneytinn' bíli. Góð greiðslukjör. Uppl. í síma 91-17678 milli kl. 17 og 21. Ford F 250 pallbíll '79 til sölu, á Benz hásingum. Verð 1500 þús. Öll skipti koma til greina, t.d. bíll eða vélsleðar. Uppl. í síma 674305 eða 71996 eftir kl. 20. Jón Tómas. Suzuki Fox SJ 410 '87 til sölu, ekinn 40.000, óbreyttur, verð 630.000, skipti á ódýrari. Úppl. á skrifstofutíma í s. 688277, hs. 24158 og 651076. Subaru station 1800, árg. 81, 5 dyra, 4x4, vínrauður, beinskiptur, 5 gíra. Góður bíll á 220 þús., má greiðast á 6 mánuðum. Uppl. í síma 91-17678 milli kl. 17 og 21. Toyota Hilux Double Cap, árg. ’85, turbo dísil, 2-5 manna, ath. skipi á ódýrari. Snjódekk og sumardekk á felgum, íjöl- hæfur bíll. Til sýnis og sölu hjá bíla- sölu Matthíasar v/Miklatorg, þar sem bílafjöldinn er, síma 24540 og 19079. BR0SUM / og allt gengur betur * ■ Sumarbústaöir Smiöum sumarhús. Sími 91-652388 og 675134. ■ Þjónusta Gröfuþjónusta, simi 985-21901 og 91-689112, Stefán. Tökum að okkur alla gröfuvinnu, JCB grafa með opn- anlegri framskóflu, skotbómu og framdrifi. Urval - verðið hefur lækkað r + MINNINGARKORT Sími: 694100 TOBfflRGUWARSVErfl Reykjavík Meiming „Ur sjónvarpsmyndinni Englakroppar eftir Friðrik Þór Friðriksson. Englakroppar Sjónvarpskvikmyndin Englakroppar eftir þá Friðrik Þór Friðriksson og Hrafn Gunnlaugsson var frumsýnd á sunnudagskvöldið á besta áhorfstíma fjölskyldunn- ar, klukkan hálfníu. Varfærnisleg viövörun fylgdi um það að atriði í myndinni væri ekki við bama hæfi. Var ekki þar með sjálfsagt að tímasetja sýninguna dálítiö seinna í dagskránni, þegar að minnsta kosti yngstu börnin væru komin í koju? Eins og sjónvarpsáhorfendur sáu var þarna sagt frá tveimur englum, sem falla fyrir freistingum, en það getur sem kunnugt er hent jafnvel bestu engla. Þessir englar eru makindalegir að sötra sjeik í sjoppu nokk- urri þegar að ber þrjá ribbalda sem nánast að tilefnis- lausu ráðast að englunum. Þeir eru orðnir svo þungir af sælgætisáti, að þeir ná ekki fluginu, og upphefst þar með ljótt ofbeldisatriði þar sem englarnir eru barðir í klessu í bókstaflegri merkingu, bensíni hellt yfir þá og þeir brenndir. í myndinni segir svo frá eftirmálum þessa atviks og því hvernig hinum seku hefnist fyrir athæfið. Einhvem veginn fór það svo að myndin náði ekki flugi frekar en englarnir þrátt fyrir það að úrvinnslan væri að mörgu leyti snjöll. Hrafn er með mikil ólík- indalæti í sögunni og áhorfendur sitja eftir sýninguna og vita fæstir í sinn haus hvaö hann var að fara. Vís- ast getur hver og einn lagt út af söguefninu á sinn hátt hvort sem er á bókstaflegan eða táknrænan hátt, en hvort margir hitta á það sem höfundurinn vfldi sagt hafa skal ósagt látið. Ef ég ætti að lýsa myndinni meö einu orði, sem auð- vitað væri alveg forkastanlegt, myndi ég segja aö hún væri prakkaraleg. Ýktar áherslur í leik og ámátlegar uppákomur bregöa skoplegu ljósi á viðfangsefnið, sem auðvitað er undir niðri í hæsta máta alvarlegt. Boðskapurinn gæti meðal annars verið sá að aldrei sé að vita hvar menn hitta engla fyrir (hvort sem þeir eru nú himn- skir eða ekki) og því beri okkur að vera við aðra, eins og við viljum að þeir séu við okkur. Annars fari Ola fyrir okkur. Myndatakan er oft stórgóð og klippingar snjallar þannig að myndin rennur vel þó að söguþráðurinn sé slitróttur. Hörkugott hð leikara dregur hvergi af sér undir stjóm Friðriks Þórs og lyftir mýndinni. EgOl Ólafsson og Pétur Einarsson eru rosalegir í nærmyndum og Leiklist Auður Eydal Gísh Halldórsson gerir bæjarstjóranum óborganleg skO. Kristbjörg Kjeld, Guðrún Þórðardóttir og Harald G. Haralds skila sínum persónum hka skýmm og vel unnum. Það er ekki gott að segja hvers vegna valið er að gera mynd eftir þessu handriti þegar völ er á mörgum öðmm yrkisefnum. Það er hka spurning hvort jafn- sjálfstæðir hstamenn og þeir Hrafn og Friðrik skilji ekki eftir sig svo skýr, en um leið ólík höfundarein- kenni á verki sem þessu, að það valdi togstreitu á mOli yrkisefnis og úrvinnslu. Það var alla vega blendin ánægja að berja Engla- kroppana augum á sunnudagskvöldið. RÚV SJÓNVARP: ENGLAKROPPAR Sjónvarpskvikmynd etlir Friðrik Þór Friðriksson. Handrit: Hrafn Gunnlaugsson. Stjórn kvikmyndatöku: Tony Forsberg. Leikmynd: Geir Óttar Geirsson. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Klipping: Skatti Gunnarsson. Hljóó: Agnar Einarsson. Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson. -AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.