Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1990, Blaðsíða 1
Háskólabíó kl. 14.00 á morgun: 60 ára afmælistónleikar Lúðrasveitarinnar Svans Lúðrasveitin Svanur var stofnuð þann 16. nóvember 1930 og minnist sextíu ára afmælis með tónleikum í Háskólabíói laugardaginn 21. apríl kl. 14.00. Hljómsveitina skipa nú um 60 hljóðfæraleikarar og hefur lúðra- sveitin aldrei verið íjölmennari. Af verkum á efnisskrá tónleikanna má nefna Concerto fyrir blásara og ásláttarhljóðfæri eftir Pál P. Pálsson. Það verk hefur aðeins einu sinni ver- ið flutt áður. Þá veröur frumflutt verk eftir Össur Geirsson. Nefnist það Sögur af sæbjúgum og var samið sérstaklega fyrir lúðrasveitina í til- efni afmælisins. Einnig verða flutt verk eftir J.P. Sousa, Rossini, Brahms, Gordon Jacob og fleiri þekkt tónskáld. Fjórir einleikrarar koma fram á tónleikunum. Stjórnandi Lúörasveit- arinnar Svans er Róbert Darling. Lúðrasveitin Svanur heldur 60 ára afmæiistónleika i Háskólabiói kl. 14.00 á morgun. Kjarvalsstaöir: Sigurður Örlygsson opnar 18. sýninguna Sigurður Örlygsson opnar á morg- un, laugardaginn 21. apríl, kl. 14.00 sýningu á málverkum á Kjarvals- stöðum. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 11.00 til 18.00 og lýkur sunnudaginn 6. maí. Verkin eru öll unnin á síðustu 12 mánuðum með akrýl og olíulitum á striga en hlutirnir eru unnir úr timbri, pappa og trémassa. Öll verkin á sýningunni eru stór eins og venja er hjá Sigurði. í allt eru þau sjö og heita Framfarir, Vitund þjóðarinnar, Tímamót, Á frama- braut, Orkustöð, Opinber heimsókn og Óvissa. Sigurður er fæddur í Reykjavík 28. júlí 1946. Hann lærði fyrst við Mynd- Hsta- og handíðaskóla íslands á árun- um 1967 til 1971. Þá var hann á Kon- unglegu dönsku listaakademíunni 1971 til 1972 og síðan við Art Stud- ents League í New York 1974 til 1975. Sigurður hefur verið stundakenn- ari við Myndlista- og handíðaskólann frá árinu 1980. Hann hefur verið í félögum myndlistarmanna og þar á meðal formaður FÍM 1984 til 1985. Hann var einn af stofnendum og eig- endum Gallerí Sólon íslandus 1976 til 1978 og Gallerí Gangskör 1986. Sigurður hefur haldið fjölda sýn- inga hér heima og einnig í öðrum löndum. Sýningin nú er 18. einkasýn- ing hans. Sigurður hlaut Menningarverð- laun DV fyrir sýningu sem hann hélt á Kjarvalsstöðum árið 1988. Sigurður Örlygsson heldur nú 18. einkasýningu sína. Hún verður opnuð á Kjarvalsstöðuin á morgun kl. 14.00. Á Vorvindum i Borgarleikhúsinu sýnir íslenski dansflokkurinn fjögur verk eftir þrjá höfunda. Önnur sýning er í kvöld kl. 20.00. íslenski dansflokkurinn: Vorvindar í Borgarleikhúsi íslenski dansflokkurinn frum- sýndi á sumardaginn fyrsta list- danssýninguna Vorvinda i Borgar- leikhúsinu. Á sýningunni eru fjögur verk eftir þrjá sænska danshöfunda, þau Birgit Cullberg, Per Jonsson og Vlado Juras. Þrír erlendir gestadansarar taka þátt í sýningunni. Það eru Per Jons- son, Kenneth Kvarnström og Joac- him Keuch. Aðeins verða fimm sýn- ingar á Vorvindum. Þær næstu eru í kvöld kl. 20.00 og á sunnudagskvöld- ið 22. apríl einnig kl. 20.00. Birgitt Cullberg er íslendingum aö góðu kunn því íslenski dansflokkur- inn sýndi árið 1983 Fröken Júlíu eft- ir hana. Þegar Fröken Júlía var sýnd hér dansaði Vlado Juras sem gestur í nokkrum sýningum. Hann er nú listdansstjóri í Norrköping. í fram- haldi af heimsókn sinni hingað samdi hann Myndir frá íslandi. Þaö verk fjallar um fimm sjómannskonur sem bíða komu manna sinna. Þetta er hálftíma verk fyrir fimm kven- dansara. Per Jonsson er talinn einn athygl- isverðasti danshöfundur Svía af ungu kynslóðinni. Á sýningunni eru tvö verk eftir hann. Annað heitir Schakt og er um 25 mínútna ballett fyrir þrjá karldansara. Hitt er styttra verk, samið sérstaklega fyrir kven- dansara íslenska dansflokksins. Vorvindar eru tímamótasýning í sögu íslenska dansflokkins þar sem nú er í fyrsta sinn samvinna milli hans og Leikfélags Reykjavikur. Tónskáldakynning í listasafni Sigur- jóns Ölafssonar - sjá bls. 29 Alltumíþróttir helgarinnar - sjábls. 31 — Mosfellingar sýna Þið munið hann Jörund - sjábls. 19 Sýning Braga Hannessonar í Gallerí Borg - sjábls. 20 — Kvikmyndahúsin umhelgina - sjábls.30 Vinsælustu myndböndin - sjábis.32

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.