Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Síða 3
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990.
29
i>v Bflar
Sem fjögurra dyra smábíll er bíHinn ágætlega rúmur, nema hvað höfuð-
rými er heldur takmarkað fyrir þá sem eru í hávaxnari flokknum.
Til ökumanna
Gleðllegt sumar
Sumardekkin undir bifreiðina
Sparið naglana, bensínið og malbikið
GATNAMALASTJORI
Vélin þarf að snúast
Þessi nýja fjögurra strokka vél gef-
ur á pappírnum feikinóg afl, en í
reynd er þaö svo aö hún þarf aö snú-
ast nokkuð vel til aö bíllinn sé
skemmtilegur í akstri. Bestur er bíll-
inn í akstri þegar vélin er komin upp
í 4.500 snúninga á mínútu og aflið
nýtist best þegar snúningshraðinn
er kominn upp í 5.500 snúninga á
mínútu. Samkvæmt upplýsingum
framleiðenda er hámarksaflnýting
viö 6.500 snúninga á mínútu.
Hluti reynsluakstursins fór fram á
sjálfskiptum Charade Sedan og ef
þeim bíl var ekið á „venjulegan"
hátt þá var hann „latur“. Ef hins
vegar var stigiö vel á bensíngjöfina
þá var bíllinn bráöskemmtilegur í
akstri og tók vel við sér. Beinskipta
gerðin var hins vegar ágæt í aksti svo
lengi sem passaö var upp á að skipta
ekki of fljótt í of háan gír.
Vantar á innanrýmið
Vinsældir Charade byggjast fyrst
og fremst á því að þetta er lipur inn-
anbæjarbíll. Fyrir ökumenn í mínum
stærðarflokki er of lágt til lofts. Það
pirrar að hausinn skuli nuddast við
þakið í venjulegum akstri og að út-
sýnið um framgluggann sé eins og
sólskyggnið sé alltaf niðri. Það er
meira að segja skárra að sitja í aftur-
sætinu hvað höfuðrýmið varðar.
Þetta er nokkuð sem fer í taugarnar
á skrokklöngum manni, eins og ég
hef komist að raun um að ég er, en
háir ekki þorra ökumanna.
Góðir aksturseiginleikar
Charade hefur frá fyrstu tíð státað
af góðum aksturseiginleikum. Með
því að hengja farangursrýmið aftan
á bílinn hafa þeir aUs ekki versnað,
þvert á móti batnað. Þar ræður auk-
in þyngd á afturendanum auk þess
sem vélin hefur vaxið um einn strokk
og er þar af leiðandi þyngri. Aftur-
endinn á það til að sveiflast í kröpp-
um beygjum, en það er nokkuð sem
flestir japönsku smábílanna þurfa að
lifa við.
Hljóðeinangrun er í meðallagi og
- framhald
- sjá næstu síðu
HLJÓÐKÚTAR
NY SENDING I
FLESTAR GERÐIR
AMERlSKRA BÍLA
TURBO-KUTAR
með 2"-2'A"-2'/i"
stútum
Gæðavara - gott verð
Opið laugardaga kl. 10-13.
Póstsendum
BílavörubúÓin
FJÖÐRIN
Skeifan 2 simi 82944
önnumst alla almenna hjólbaröaþjónustu
jafnt fyrir vörubíla og fólksbíla.
Verið velkomin
'M
mtámmFMg
S.
Réttarháls 2 s. 84008 <& 84009 • Skipholt 35 s. 31055
Opið virka daga frá kl. 8:00-19:00 Laugardaga frá 8:00-17:00