Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990.
Fréttir
Jón Stefánsson með Footloose nokkrum mínútum ettir að þau voru afhent
í fimmta sinn um helgina. DV-mynd G.Bender
Færi sjálfur í
endurhæfingu
- segir Helgi Valdimarsson prófessor
„Ef ég mundi ekki stunda mína
sérgrein í fjögur ár færi ég í sex
mánaða endurhæflngu áður en ég
færi að stunda mína sjúklinga aftur.
Ég álít þetta vera mikilvægt atriði í
þjónustu sem byggist á fræðum sem
eru í svo miklum framfórum að mað-
ur á fullt í fangi með að halda við
þekkingu sinni þó maður sé stöðugt
að starfa aö þvi, hvað þá ef maður
er að gera eitthvaö allt annað,“ sagði
Helgi Valdimarsson, fulltrúi lækna-
deildar Háskóla íslands í sérfræði-
nefnd læknadeildar sem neitaði ís-
lenskum lækni um sérfræðileyfi í
bama- og unglingageðlækningum þó
að hann hefði fengið slík réttindi í
Svíþjóð.
Helgi sagði að það ákvæði íslenskr-
ar reglugerðar að læknar fengju ekki
sérfræðingaleyfi ef óeðlilega langur
tími liði frá lokum sérfræðináms
væri mjög mikilvægt. í norræna
samningnum um starfsréttindi í heil-
brigðisþjónustu væri skýrt tekið
fram að ef um verulegan mun í hæfn-
iskröfum væri að ræða milli land-
anna væri hægt að synja læknum
um réttindi. Hann sagði að íslenska
ákvæðið um tímalengd frá lokum
sérfræðináms væri slíkt atriði.
Auk þess benti Helgi á túlkun for-
manns eftirlitsnefndarinnar með
samningnum, Mogens Kjærgaard-
Hansen, í kjölfar deilna Dana og Svía
um samninginn en hann segir samn-
inginn vera til þess að tryggja at-
vinnuréttindi íbúa eins lands í öðr-
um löndum en ekki til þess að lækn-
ar geti sótt sín starfsleyfi hjá því
landi sem geri minnstu kröfurnar og
snúið síðan heim með réttindin til
að sniðganga strangari kröfur í
heimalandinu. í ljósi túlkunar for-
mannsins sé því engin hætta á eftir-
mála vegna þessa máls í eftirlits-
nefndinni.
-gse
Jón Stefánsson
fékk Footloose
verðlaunin
Þrír listar á Flateyrí
„Það var gaman að fá þessi sér-
stöku verðlaun og þetta er glæsilegur
gripur “ sagði Jón Stefánsson stjóm-
andi Langholtskirkjukórsins á opnu
húsi hjá Stangaveiðifélagi Reykja-
víkur, en hann er fimmti stanga-
veiðimaðurinn sem fær Footloose
verðlaunin. Áður höfðu Ólafur H.
Ólafsson, Steingrímur Hermanns-
son, Ingvi Hrafn Jónsson og Jón B.
Þórðarsson fengið þau. En þessi
verðlaun eru veitt þeim veiðimönn-
um sem sigrast á erfiðu líkamlegu
ásigkomulagi til þess að getað stund-
að stangaveiði. Jón Stefánsson veiddi
fótbrotinn niður í Miðfjarðará og fær
því verðlaunin í fimmta sinn sem þau
era veitt. Hann og Pétur R. Guð-
mundsson veiðifélagi Jóns veiddu 20
laxa.
-G.Bender
Guðrún Helga, DV, Vestflörðurru
Þrír listar hafa komið fram til sveit-
arstjórnarkosninga í Flateyrar-
hreppi 26. maí.
D-listinn
Á D-lista Sjálfstæðisfélags Önund-
arfjarðar eru: 1. Eiríkur Finnur
Greipsson tæknifræðingur, 2. Guð-
mundur Finnbogason verkstjóri, 3.
Kristbjörg Magnadóttir húsmóðir, 4.
Magnea Guðmundsdóttir, 5. Brynj-
ólfur J. Garðarsson sjómaður, 6.
Kristjana Kristjánsdóttir húsmóðir,
7. Kristín Rúnarsdóttir húsmóðir, 8.
Steinþór Bjarni Kristjánsson nemi,
9. Guðbjartur Jónsson verslunar-
maður, 10. Reynir Traustason sjó-
maður.
F-listinn
Á F-lista Framsóknar- og félags-
hyggjufólks eru: 1. Kristján Jóhann-
esson verkamaður, 2. Guðmundur
J. Kristjánsson skrifstofumaður, 3.
Ágústa Guðmundsdóttir verslun-
arm. og leiðbeinandi, 4. Gunnlaugur
Finnsson bóndi og kennari, 5. Reynir
Jónsson skipaafgreiðslumaður, 6.
Gróa Bjömsdóttir húsmóðir, 7. Einar
Haröarson framkvæmdastjóri, 8.
Þórður Guðmundsson bifvélavirki,
9. Margrét Hjartardóttir verkamað-
ur, 10. Guðni A. Guðnason verk-
smiðjustjóri.
L-listinn
Á L-lista Alþýðuflokks og óháðra
eru: 1. Sigurður Þorsteinsson sjó-
maður, 2. Björk Kristinsdóttir póstaf-
greiðslustúlka, 3. Guðmundur J. Sig-
urðsson verkamaður, 4. Sigurður J.
Hafberg sjómaður, 5. Sigurður H.
Garðarsson sjómaður, 6. Magnús
Eggertsson sjómaður, 7. Ragnheiður
Erla Hauksdóttir húsmóðir, 8. Ægir
E. Hafberg sparisjóðsstjóri, 9. Guð-
mundur Björgvinsson bifvélavirki,
10. Kristján V. Jóhannesson trésmið-
ur.
Erilsamt í Keflavík
Helgin var erilsöm hjá lögregl- varlega atburði. Eitthvað var um
unni í Keflavik sökum mikillar ölv- slagsmál og aðra fylgifiska ölvun-
unaríbænum.Þráttfyrirþaögerö- ar.
ist ekkert sem hægt er að kalla al- -sme
Kópavogur:
Grábröndóttur fressköttur
Grábröndóttur fressköttur hefur
haldið til á lögreglustöðinni í Kópa-
vogi frá því um miðja síðustu viku.
Lögreglan vill endilega aö eigendur
kattarins vitji hans.
Kötturinn, sem er ungur og mjög
ljúfur, leitaöi skjóls á lögreglustöð-
inni að nóttu til. Ef eigandi kattarins
les þetta þá veit hann hvar kisu er
að leita - á lögreglustöðinni í Kópa-
vogi.
-sme
í dag mælir Dagfari
Sæluríki á jörðu
Dagfari hlustaði á eldhúsdags-
umræðurnar. Það var mikil upplif-
un. Einkum þegar hlustað var á
ráðherrana. Þetta eru allt vörpu-
legir menn og flugmælskir og Dag-
fara er til efs aö annað eins mann-
val hafi áður verið samankomið í
einu lagi í einni og sömu ríkis-
stjórn. Fyrir nú utan hitt hvað þeir
standa sig. Það var eins gott aö
maður hlustaði á þessa umræðu. í
allan vetur hafa fjölmiðlar og
stjórnarandstaðan verið að halda
því að þjóðinni að hér væri allt að
fara til andskotans og að ríkis-
stjórnin væri sú versta í sögu lýð-
veldisins. Skoðanakannanir benda
til þess að óvinsældir stjórnarinnar
séu jafnvel meiri en óvinsældir
Thatcher í Bretlandi og er þá langt
til jafnaö. í Rúmeniu skutu þeir
Ceausesco á færi og konuna hans
með þegar þeir loksins náðu til
hans.
Þannig fer fyrir óvinsælum þjóð-
arleiðtogum og Dagfari hélt um
tíma að íslensku ráöherrarnir færu
sömú leið þegar þeir kæmu heim
úr utanlandsreisum sínum og þetta
var aðeins orðiö tímaspursmál
hvenær upp úr syöi hjá reiðum al-
menningi. Hér var allt að fara norð-
ur og niður.
En svo kom eldhúsdagsumræðan
og þá heyrðist sannleikurinn. Þá
fékk þjóðin loksins að vita hvemig
hún hefur það. Þegar fólk er svo
utangátta og ruglað af áróðrinum
í stjórnarandstöðunni og hefur
ekkert annað að miða við en sína
eigin buddu þá er ekki von til þess
að neinn átti sig á því hvernig hann
hefur það. En ráðherrarnir bættu
heldur betur úr þvi og það var eins
gott að Dagfari hlustaði á þá í eld-
húsdagsumræðunni.
Verðbólgan er í fyrsta skipti kom-
in niður í eins stafs tölu í tvo ára-
tugi. Vöruskipta- og viðskiptajöfn-
uður er hagstæður. Gengið er rétt
skráð. Fiskvinnslufyrirtækin eru
rekin með hagnaði, atvinnuleysi er
þverrandi, íslendingar eru farnir
að lána sjálfum sér meir heldur en
fengið er að láni í útlöndum og
rúsínan í pylsuendnanum er sú, að
kaupmáttur er meiri en hann var
í mesta góðærinu fyrir fimm árum.
Álverið er á næsta leiti og samning-
arnir við Evrópubandalagið hafa
gengið svo vel að engin hætta stafar
af því fyrir íslendinga þótt einhver
bið verði á niðurstöðum.
Það er bókstaflega ekkert að,
nema þá ef vera skyldi barlómur-
inn í stjórnarandstöðunni sem hef-
ur verið að þvælast fyrir í þinginu
og halda uppi málþófi af því vín-
berin eru súr. Ef marka má ræður
ráðherranna hefur ríkisstjórnin
unnið þrekvirki og enda þótt eng-
inn haii áttað sig á þessu gósen-
ástandi þá væri þaö fíflaskapur að
vefengja álit ráðherranna. Þeir vita
jú best, eins og glöggt kom fram í
þessari umræöu.
Til að kóróna þessar staðreyndir
höfðu ræðumenn undir höndum
nýja skýrslu frá Efnahags- og fram-
farastofnun Evrópu (OECD) sem
staðfesti í meginatriðum allt sem
sagt hefur verið af ríkisstjórninni
um fyrri ríkisstjórnir. Einmitt af
því ráðherramir gera sér grein fyr-
ir að þjóðin hefur ekki vanist því
að taka mark á þeim höföu þeir
fengið sannleikann sendan í pósti
frá OECD og lásu hann upp úr
ræðustólnum. Það sem útlendingar
segja um ástandið á íslandi, hlýtur
að vera rétt.
í þessari skýrslu segir að Þor-
steinn Pálsson hafi verið vondur
stjórnandi en Steingrímur sé góður
stjórnandi. Það var illa stjórnaö í
góðærinu en vel stjórnað í hallær-
inu. Allt passar þetta við það sem
ráðherrarnir og stjórnarflokkarnir
hafa verið að segja að undanfórnu
en þeir hafa talað fyrir daufum
eyrum vegna þess að þaö hafði eng-
inn gert sér grein fyrir því hversu
vel hefur verið stjórnað. Enginn
hcfur orðið var við þaö, enginn
hefur vitað hversu gott hann hafði
það og allir voru að kvarta og
kveina, einmitt þegar þeir höföu
það betra en nokkru sinni fyrr.
Það er alveg sama þótt fyrirtækin
haldi áfram að fara á hausinn, eða
launamennirnir eigi ekki fyrir
matnum eða fyrirvinnan fái ekki
vinnu. Við höfum það mjög gott og
megum vera stolt af þessari ríkis-
stjórn, sem hefur fært okkur para-
dís á jörð og má ekki vamm sitt
vita.
Dagfari er himinglaður yfir þess-
um tíðindum. Nú veit hann hvað
hann hefur það gott þegar honum
líður hvað verst.
Dagfari