Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Síða 28
36 MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990. Merming Lífið og listin Strax í upphafi sýningar Nemendaleikhússins á Glötuðum snillingum er gefinn tónninn um einstak- lega ljúfa og skemmtilega kvöldstund með útskriftar- hópi Leiklistarskólans og færeyska skáldinu William Heinesen. Til sögu eru nefndir íbúar smábæjar í Fær- eyjum snemma á öldinni, og áhorfendur fylgjast með þeim í gleði og sorg. Við kynnumst björtum vonum og brostnum draumum einstaklinganna í þessu litla samfélagi þar sem kyrrstaöa ríkir og tækifæri til frægðar og frama eru fátíð. Þessi leikgerð Caspars Koch eftir samnefndri skáld- sögu byggir að vonum mikið á þeirri skrýtnu og skemmtilegu persónuflóru sem blómstrar gjarna í bókum Heinsens og birtist ljóslifandi í málverkum hans og teikningum. Yíir frásögninni er ljúfsár, svolít- iö tregablandinn blær, sem gerir kröfu um það að far- ið sé nærfærnum höndum um þessi breysku mann- anna börn. Og þó að kímnin sé ekki langt undan í frá- sögninni fer því fjarri að skopast sé að persónunum. Málfar persónanna í Glötuðum snillingum er lifandi og safaríkt, en það er Þorgeir Þorgeirsson, sem þýddi leikgerðina. Hann hefur sem kunnugt er þýtt mörg verk Heinesens á íslensku og hlotið verðskuldað lof fyrir þá vinnu. Sjónarhorn höfundar er mildilegt, hann horfir yfir veröld sem var og hópinn sinn sem amstrar og bjástr- ar í þessu litla plássi frá vöggu til grafar. Inntak sög- unnar er boðskapur um væntumþykju og samhygð í fábrotnu samfélagi og hina sammannlegu reynslu aö eiga sér óhöndlanlegan draum. Draum, sem birtist í ýmsum myndum og aldrei rætist, en gefur þó lífinu tilgang og gildi á meöan hann er. Glötuðu snillingarnir þrír eru bræður, Kornilíus, Síríus og Márus. Þeir eru listelskir mjög en ekki að sama skapi lánsamir og saga þeirra er óttalega rauna- leg. Vonin, sem í lok verksins er gefm um betri tíð, fylg- ir Orfeusi hinum unga þegar hann leggur upp út í hinn stóra heim. I þorpinu blómstrar ástin í ýmsum myndum en trú- arsöfnuður undir innblásinni handleiðslu Ankersens sparisjóðsstjóra reynir að andæfa gegn öllum verald- legum lystisemdum. Áhangendur hans hafa megnasta ýmigust á fylliríi og lauslæti og hlusta með sælukennd- um hrolli á skrautlegar játningar villráfandi sauða sem snúið hafa til betri vegar. Frá Janniksen er í söfnuðinum en eiginmaður henn- ar, smiðurinn sterki hefur mestu skömm á öllu trúar- brölti. Dóttir þeirra, Júlía, er heldur lausgyrt og veld- ur miklu uppnámi þegar upp kemst að hún er ófrísk en kærastinn hlaupinn á brott. Fjölmargir aðrir koma við sögu, svo sem Urður á Klöpp, en hún er skyggn og sér lengra en aðrir. Hún á dótturina Kornelíu sem er blind og elskar tón- Ust. Þá má nefna Matt Gokk er viðsjárverður og hefur myrkraverk á pijónunum en hvorki Óli sprútt né Jacobsen ritstjóri geta komið í veg fyrir þau þó að þeir gruni hann um græsku. Þessar persónur og margar fleiri túlka fjórðubekk- ingar Leiklistarskólans af áhuga og þrótti. Þau skipta með sér hlutverkunum og leika tvö til fjögur hlutverk hvert svo að það gefur auga leið að oft þarf að hafa Leiklist Auður Eydal snör handtök þegar þau bregða sér úr einu gervi í annað. Persónurnar bera nokkuð sterk einkenni, eru ákveðnar „týpur" og furðu margar munu geymast í minni áhorfenda eftir þessa ágætu sýningu nemenda LÍ. Bræðurnir þrír, sem þeir Hilmar Jónsson, Björn Ingi Hilmarsson og Baltasar Kormákur leika, eru túlk- aðir af einlægni og vandvirkni og Edda Arnljótsdóttir átti góðan leik, bæði sem hin fjölvitra Urður á Klöpp og eins í hlutverki stelpugopans Júlíu Janniksen. Katarina Nolsöe tókst á við þrjú ólík hlutverk. Hún lék hina bryöjulegu frú Janniksen með nokkrum fyrir- gangi og auk þess hefðarmeyjuna Leonóru og Elíönu, sem þvær flöskur í kránni. Erling Jóhannesson lék m.a. skálkinn Matta Gokk með hæfilegum sjarma og Eggert Arnar Kaaber hinn einkar mannlega Óla sprútt. Harpa Arnardóttir túlkaði ágætlega bæði upphafna tilbeiðslu safnaðarkonunnar, frú Nillegaard, og sömu- leiðis mun veraldlegri tilfinningar hennar í garð trúar- leiðtogans. Og Ingvar Eggert Sigurðsson var hreint óborganlegur sem Ankersen sparisjóðsstjóri og safn- aðarformaður. Taktar og svipbrigði voru mjög vel unnin og hvorki of né van þó að auðvelt sé að yfir- keyra í hlutverkinu. Það er án efa ekki hvað síst að þakka öruggri og íhugulli leikstjóm Stefáns Baldurssonar, hversu heild- stæð og vandlega unnin sýning þetta er. Leikmynd Guðrúnar S. Haraldsdóttur er opinn pall- ur meðfram langvegg. Form leikmyndarinnar gefur bæði rými og frjálsræði sem er notað út í æsar í sýning- unni, en hún nýtur sín tæpast fyrir þá sem sitja næst sviðsbrún og hafa ekki yfirsýn yfir hana í heild. Bún- ingarnir, sem Guðrún sá líka um, með aðstoö Þórunn- ar E. Sveinsdóttur, eru sem slíkir vel valdir en þeir tímasetja sýninguna um miðja öldina þó að hún eigi að gerast mun fyrr og þess vegna verða t.d. umræðurn- ar um áfengisbannið hálfannkanaiegar. Gunnar Reynir Sveinsson samdi á sínum tíma tón- list við verkið og sér Þorvaldur Bjömsson um hljóð- færaleik. Lögin eru áheyrileg og lífgar tónlistin enn frekar upp á sýninguna. Fjórðubekkingar útskrifast nú í vor eftir strangt nám. Sýningin á Glötuðum snillingum er þriðja og síðasta verkefni þeirra í Nemendaleikhúsinu og mega allir aðstandendur vel una þeim árangri sem þar næst. Nemendaleikhúsið sýnir i Lindarbæ: GLATAÐA SNILLINGA eftir skáldsögu Williams Heinesen Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikgerð: Caspar Koch Þýðandi: Þorgeir Þorgeirsson Leikmynd og búningar: Guðrún S. Haraldsdóttir Tónsmíðar: Gunnar Reynir Sveirisson Lýsing, hljóö og tæknivinna: Egill Ingibergsson -AE Andlát Þóra Margrét Þórðardóttir frá Gauksstöðum á Jökuldal lést á öldr- unardeild Landspítalans 4. maí. Charlotta Steinþórsdóttir, Þórsgötu 1, andaðist á Landspítalanum 3. maí. Guðmundur Pálsson, Eskihlíð 8, and- aðist 4. maí. Randi Arhgríms, Suðurhólum 24, lést í Borgarspítalanum 1. maí. Þórunn Jónsdóttir, Hraunbæ 132, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðju- daginn 1. maí. Jarðarfarir Gísli Árnason og Ragnhildur Jens- dóttir. Jón fluttist til Reykjavíkur 1946 og hóf störf hjá Skattstofu Reykjavíkur þar sem hann starfaði, síðast sem afgreiðslustjóri, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Eftirlifandi eiginkona hans er Arndís Hannesdóttir. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Útfór Jóns verður gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. hann lést 1987. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Útför Þorvald- ínu verður gerð frá Nýju kapellunni í Fossvogi í dag kl. 16.30. Anna Árnadóttir frá Þverá er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Pétur Hjartarson, Blesugróf 20, Reykjavík, lést 29. apríl sl. Útfór hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Nils Friðrik Pétursson, Dalbraut 27, andaðist 24. apríl sl. Útförin hefur farið fram. Björg Sigríður Hermannsdóttir, Mel- gerði 13, Reykjavík, andaðist 30. apríl. Útfór hennar fer fram frá Bú- staðakirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 13.30. Sigríður Theodórsdóttir, húsmæðra- kennari frá Bægisá, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 29. apríl 1990, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 13.30. Þorvaldur Reynir Gunnarsson frá Þorfmnsstöðum, Önundarfirði, verð- ur jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 15. Ingvar Kjartansson forstjóri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 8. maí kl. 13.30. Útför Lilju Jónsdóttur, Hjúkrunar- heimilinu Grund, fer fram frá Landa- kotskirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 10.30. Ólavía Þórunn Theodórsdóttir, Stór- holti 41, Reykjavík, verður jarðsung- in frá Langholtskirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 15. Jarðsett verður í Foss- vogskirkjugarði. Kristmundur Árnason frá Hnaukum, Álftafirði eystri, Skjólbraut 7a, Kópa- vogi, verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju í dag, 7. maí, kl. 13.30. Námskeið Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í skyndihjálp. Það hefst þriðjudaginn 8. mai kl. 20 og stendur í 5 kvöld. Námskeiö- ið verður haldið að Fákafeni 11, 2. hæð, í nýju húsnæði deildarinnar. Ollum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Þeir er áhuga hafa á aö komast á námskeiðið geta skráð sig í síma 688188. Kennsludag- ar verða 8., 9., 14., 15. og 17. maí. Kennd verður skyndihjálp við helstu slysum, m.a. endurlífgun, stöðvun blæðinga, við- brögð við bnma, kali, ofkælingu og il. Leitast verður við að heimfæra nám- skeiðiö á slys í byggðum og óbyggðum. Fyrirlestrar Atvinnumöguleikar háskóla- menntaðra kvenna hjá SÞ Igor Vailye, fulltrúi ráðningarskrifstofu Sameinuði þjóöanna, mun hinn 8. maí nk. halda fyrirlestur í stofu 101, Lög- bergi, Háskóla íslands, kl. 20 um atvinnu- möguleika háskólamenntaðra kvenna hjá Sameinuöu þjóðunum. Allsherjar- þing Sameinuöu þjóðanna hefur sett það markmið að í árslok 1990 skuli 30% há- skólamenntaðra starfsmanna stofnunar- innar vera konur en til samanburðar má geta þess að hinn 30. júní 1989 voru kon- ur 26,9% starfsmanna í þessum flokki. Kynning Vallye er þáttur í viðleitni ráðn- ingarskrifstofu Sameinuöu þjóðanna í að ná þessu markmiði. Fundir Kvenfélag Seljasóknar heldur fund þriðjudagskvöldiö 8. maí kl. 20.30 í Kirkjumiðstöðinni. Tískusýning. Fræðslufundur í Skólabæ Fræðslufundur verður haldinn kl. 20.30 í Skólabæ við Suðurgötu 26 miövikudag- inn 9. maí. Fyrirlesari verður Jörgen Ole Bærenholt, landfræðingur við Roskilde Universitetscenter í Danmörku. Hann dvelst á íslandi nú um 6 vikna skeiö við rannsóknir, m.a. á sjávarþorpum en hef- ur að undanfómu verið að athuga svæða- þróun við Norður-Atlantshaf. Efni fyrir- lestrarins: Orsakir dreifðrar byggðar - um lifsform og auðlindastjórnun í sjáv- arþorpum við Norður-Atlantshaf. I fyr- irlestrinum verða kynntar hugmyndir um lifsform og svæðaþróun á íslandi og Færeyjum og komið inn á sömu atriði hvað varðar Grænland og Norður-Noreg. Fyrirlesturinn miðar að umræðum um umhverfis-, félags- og efnahagslega þróun sem byggir á svæðaþróun og opinberri stefnu stjórnvalda. Tónleikar Tónleikar í íslensku óperunni Ungur tenór, Ólafur Árni Bjamason, heldur sína fyrstu opinbem tónleika í íslensku óperunni þriðjudaginn 8. maí kl. 20.30. Við hljóðfærið verður Ólafur Vignir Albertsson. Ólafur Ámi nam söng hjá Guðrúnu Tómasdóttur og Sigurði Dementz Franzsyni, síðan hjá Klöm Barlow við Tónlistarháskólann í Bollm- ington Indiana. í vor söng Ólafur fyrir umboðsmenn óperuhúsa í Þýskalandi og hefur verið ráðinn fyrsti tenór við óperu- húsið í Regensburg. Debut hlutverk Ólafs verður Don José í óperanni Carmen eftir G. Bizet. Á efniskrá tónleikanna verða ítalskar antikaríur, íslensk og skandín- avísk lög, þýskar og ítalskar ópemaríur. Tapad fundið Tara litla ertýnd Hún er ljós labrador hvolptík og býr á Öldugötu 15 í Reykjavik. Ef einhver hefur séð hana eða veit hvar hún er niðurkom- in þá vinsamlegast hafið samband í síma 12310. Fjölnúðlar jón G. Gíslason lést 30. apríl sl. Hann fæddist á Króki í Selárdal 25. ágúst 1910 Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldína K. Jónsdóttir lést 30. apríl sl. Hún fæddist 9. september 1898 á Staðarhöfða í Innri-Ákraneshreppi. Hún giftist Steingrími Pálssyni en Þá var f jör á Fróni Aðeins eínn dagskrárliður stend- ur upp úr eftir frekar bragðdaufa helgi á sjónvarpsstöðvunum tveim- ur. Það er að sjálfsögðu söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þar sem íslendingum tókst loks að hrista fram úr ermunum lag sem féll í góðan jaröveg dómnefnda. Víð enduðum í fjórða sæti eins og frægt er orðið og megum vel við una. Útsendingin sjálf var ekki frá- brugðin því sem áður hefur veriö. Lá þó við slysi í byijun þegar Spán- verjar urðu að byrja upp á nýtt vegna einhverra galla í hij óði. En eftir þessa byyjunarörðugleika gekk allt að mestu snurðulaust fyrir sig. Arthur Björgvin Bollason var þulur og stóö sig með prýði eins og hans var von og vísa. Hrifning hans á franska flytjandanum var mikil og vitnaði hann í tíma og ótíma um lostafulla fegurð söngkonunnar. Útsendingfrá söngvakeppninni stóð í þrjá klukkutíma og oft hefur landinn lýst yfir hversu leiðinleg keppni þessi væri og það væri tímasóun að horfa á hana en þaö var alls ekki svo á laugardagínn, fyrst og fremst vegna góðrar frammistöðu Stjórnarinnar og einn- ig vegna þess að talningin hefur ekkií langantíma verið jafhspenn- andi. ítalska og írska lagið skiptust á að vera i fyrsta sæti þar til ljóst var við næstsíðustu stigagjöfma að ítalska lagið myndi sigra. Þá má segja Júgóslövum til hróss að öðru- vísi en áður þá töfðu kynnar keppn- innar aldrei fyrir með blaðri sem svo oft hefur verið yfirborðskennt ogleiðinlegt. Að lokum vil ég minna á tvo dag- skrárliði á rás tvö á sunnudagseftir miðdögum sem unnendur góðra dægurtónlistar ættu ekki aö láta frarn hjá sér fara. Ellý Vilhjálms er með virkilega góðan þátt, Með liækkandi sól, þar sem þekkt lög fyrri ára fá að njóta sín. Ellý kynnir lögin á einkar aðlaöandi og innileg- an hátt. Þá er ekki síöur skemmtiloj þáttaröö Magnúsar Þórs Jónssonar (Megasar), Raymond Douglas Davi; og hljómsveit hans, þar sem hann rekur feril einhverrar þekktustu hljómsveitar rokksögunnar, Kinks Hilmar Karlsso

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.