Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1990, Blaðsíða 32
' V
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Riistjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1990.
Tveir létust
í mótor-
hjólaslysi
Tveir ungir menn á bifhjóli létust
í slysi á Suðurlandsvegi á móts við
Ölvusborgir í Hverageröi um sjöleyt-
ið í gærkvöldi. Slysið varð með þeim
hætti að rúta, sem var að koma frá
Reykjavík, var að beygja til vinstri
frá Suðurlandsvegi í átt að Ölfus-
borgum. Mennirnir komu á mótor-
hjólinu á eftir og tókst ökumanni
ekki aö hægja ferðina til að afstýra
slysi.
Mennimir tveir voru fluttir á
slysadeild Borgarspítalans í Reykja-
vík en þeir létust í sjúkrabíl á leið-
inni. Annar mannanna er úr Reykja-
vík en hinn var frá Selfossi. Þeir
voru 20 og 21 árs gamlir. Ekki er
unnt aö greina frá nöfnum þeirra að
svo stöddu.
-ÓTT
Patreksfjörður:
Vantaði
stýrimann
Varöskipsmenn fóru um borð 1 bát
frá Patreksfirði fyrir helgina. Við
skoðun kom í ljós að enginn stýri-
maður var á bátnum. Varðskips-
menn hafa gefið sýslumanninum á
Patreksfirði skýrslu vegna þessa
máls.
Landhelgisgæslan getur ekki vísað
bátum til hafnar þótt réttindamenn
séu ekki um borð og ekki heldur ef
rangt er skráð á bátana. Eingöngu
er hægt að vísa bátum til hafnar ef
skipstjóri hefur brotið af sér ítrekað.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði hef-
ur málið til meðferðar. -sme
á faraldsfæti
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra og kona hans, Edda Guð-
mundsdóttir, fóru í opinbera heim-
sókn til Egyptalands í gær. Er ferðin
í boöi forsætisráðherra Egypta. Eru
viðræður við Mubarak, forseta
Egypta, ráðgerðar. Þá er einnig
áformaður fundur með Yasser Ara-
fat, leiðtoga frelsissamtaka Palest-
ínumanna í Túnis.
Síðan mun forsætisráðherra halda
á alþjóðaráðstefnu um umhverfismál
í Bergen.
17. maí fara forsætisráðherrahjón-
in síðan i opinbera heimsókn til
Tékkóslóvakíu í boði forsætisráð-
herra Tékka. Þar mun forsætisráð-
herra eiga viðræður við Václav Ha-
vel, forseta landsins, og Alexander
Dubcek, forseta þjóöþingsins.
-hlh
LOKI
Nú má Arafat fara
aö vara sig.
Jens Olafsson í Gmndarkjöri:
Búinn að selja allar
||A||tfh| iT> n|A il~| rnt
wwisi'Ciiiiriicir wiiiflii
ég færðist of mikið 1 fang segir Jens
„Ég færðist of mikið í fang. Það
er gott að þekkja sinn vitjunartíma
og gera hlutina meðan maður ræð-
ur þeim sjálfur. Ég verð einhvem
tíma að ganga frá fyrirtækinu en
hvað tekur við að því loknu veít
ég ekki. Verslunin í Garðabæ varð
mér erfiðust. Það hefur verið unnið
gegn mér en ég vil ekki tíunda þá
aðila í fiölmiölum," sagði Jens Ól-
afsson, kaupmaður í Grundarkjöri,
sem um helgina seldi hluta sex
matvöruverslana sinna.
Jensogfjölskyldahanshafaverið .
mjög áberandi að undanförnu
vegna þess að þau hafa keypt marg-
ar verslanir og verið í harðri sam-
keppni á matvörumarkaönum. Eft-
ir því sem næst verður komist voru
fimm af sex verslunum Grundarkj-
ara keyptar á kaupleigu.
Lögmaður Jens sagði að vissu-
lega hafi Jens mætt mótspyrnu en
hann vildi ekki, frekar en Jens,
segja frá hvaða aðilum það er.
Fyrirtækið Vallarás, sem seldi
Jens verslunina í Eddufelli, hefur
eignast þá verslun á ný. Kaupin
gengu einfaldlega til baka. Vallarás
hefur gert kauptilboð í verslunina
í Garðabæ. Fastlega er gert ráö fyr-
ir að Vallarás eignist þá verslun.
Búið er að selja Grundarkjörs-
verslunina við Bræöraborgarstíg.
Vallarás keypti ekki þá verslun.
Lögmaður Jens segir að búið sé
að gera tilboð í verslanirnar við
Stakkahlíð í Reykjavík og Furu-
grund í Kópavogi. Ekki er hægt að
gefa upp nafn tilboðsgjafa þar sem
stjórn Kron veröur kynnt málið í
dag. Kron seldi Jens báðar vcrslan-
irnar á kaupleigu og verður stjórn
þess að ákveöa hvort hún sætti sig
við nýja aðila á kaupleigusamning-
ana.
Öllu óvissara er raeð Grundar-
kjörsverslunina að Reykjavíkur-
vegi 72 i Hafnarfirði. Eigendur
hússins eru Hagskipti Iif. Sam-
kvæmt þvi sem DV kemst næst
hafa engar umræður farið íram
milli Jens og Hagskiptamanna. Sú
verslun er til sölu en samkvæmt
okkar heimildum er ekki ákveðinn
kaupandi kominn að þeirri versi-
„Menn sjá það ekki fyrir sér í
dag. Grundarkjör á ekki verslunar-
húsnæði en það á aðrar eignir.
Bæöi tæki og lager. Það er ekki
búið að fara í gegnum stöðuna,"
sagði lögmaður Jens Ólafssonar
þegar hann var spurður hvort
Grundarkjör verði gert gjaldþrota.
Eigendur Vallaráss eru Pétur R.
Guðmundsson og Lúðvik Th. Hall-
dórsson. DV náði ekki tali af þeím.
Hvorki Jens né lögmaður hans
vildu gefa upp söluverð þeirra
verslana sem þegar hafa verið seld-
ar.
-sme
Akureyri:
„Pinni kitlaður“
utan bæjarins
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Lögreglan á Akureyri stöðvaði 9
ökumerin fyrir of hraðan akstur um
helgina, flesta utan bæjarins, og óku
þeir allir á yfir 100 km hraða.
Sá sem hraðast ók mældist á 127
km hraða, tveir voru á 120 km hraða
og aðrir óku litlu hægar. Enginn
þessara ökumanna var sviptur öku-
leyfi, en þessum árstíma fylgir gjarn-
an nokkur hraðakstur og menn eru
gjarnir á að „kitla pinnann" þegar
sumarið heldur innreið sína.
Stakk af til
Reykjavíkur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Sannkallað Mallorca-veður hefur verið á Austurlandi síðustu daga. Þessar blómarósir nutu sólarinnar á Fáskrúðs-
firði í gær. DV-mynd Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði
Veðrið á morgun:
Þokuloft
yfir höfuð-
borginni
Á morgun verður hæg vestlæg
eða breytileg átt. Skýjað og víða
þokuloft eða súld vestanlands en
bjartviðri í öörum landshlutum.
í þokulotinu verður hiti á bilinu
5-9 stig en 12-16 stig annars stað-
ar.
NYR CLÆSILEGUR
VEITINGASTAÐUR
I MIÐBORGINNI
Jarlinn
TRYGGVAGÖTU
BILALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Lögreglan á Akureyri var tilkynnt
um hvarf 12 ára drengs á fostudags-
kvöld og var fariö að svipast um eft-
ir honum.
Síðar kom í ljós að drengurinn, sem
hafði farið að heiman í fússi, hafði
haldið til Reykjavíkur og fannst
hann á gistiheimili í höfuðborginni.
í