Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990.
(M) MOTOROLA
FARSÍMAR
Verð frá
85.657,-
Fjarskipti hf.
Fákafeni 11
sími 678740
Nú er hægt að hringja inn .
smáauglýsingar og greiða
nafn þitt og heimilisfang,
síma, kennitölu og
gildistima og númer
greiöslukorts.
•
Hámark kortaúttektar
í síma kr. 6.000,-
•
SMÁAUGLÝSINGADEILD
ÞVERHOLTI 11
SÍMI 27022
V0RIÐ ER K0MIÐ
VIÐERUMTIL-ENÞÚ?
Það er staðreynd að míkil-
vægasta atriði hvers bíls eru
góðir og öruggir hjólbarðar
Það er Iika staðreynd að Michelín eru góðír og
öruggir hjólbarðar.
MUNDU MICHELIN MARKAÐINN
michelin MICHELIN - MIKILVÆGT ATRIÐI MICHELIN
HMBARBASmM H/F
SKEIFUNNI 5, SÍMAR 68-96-60 OG 68-75-17
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A
VflLDfl ÞÉR SKABA!
Utlönd
Þrýst á Hiescu:
Mótframbjóðend
ur með tilboð
Ion Ratiu, frambjóðandi Bænda-
flokksins, kváðust myndu draga
framboð sitt til baka ef fliescu gerði
slíkt hið sama. Sögðu þeir að þing-
kosningar gætu farið fram samt sem
áður og að þingið gæti kosið forseta
eftir kosningarnar.
Iliescu, sem stöðugt er minntur á
tengsl sín við stjóm Ceausescus af
mótmælendum í Búkarest, brást
ekki strax við tilboðinu. En þar sem
þvi hefur verið spáð að hann muni
sigra í kosningunum er fastlega talið
að hann muni hafna því.
Forsetinn sagði á kosningafundi í
bænum Ploiesti í gær að frambjóð-
endur stjórnarandstöðunnar réðust
fremur á persónu hans en stefnu
hans í stjórnmálum. Campeanu
kvaðst með tilboði sínu vilja reyna
að koma á stöðugleika í Rúmeníu.
Bæði hann og Ratiu hafa sakað
stuðningsmenn Iliescus um að hafa
barið á frambjóðendum stjórnarand-
stöðunnar.
Iliescu bauðst á ný til þess í gær
að taka aftur upp samningaviðræður
við leiðtoga mótmælenda sem hafst
hafa við í miðborg Búkarest frá því
22. apríl. Viðræður höfðu verið ráð-
gerðar á þriðjudaginn en fóru út um
þúfur þar sem forsetinn vildi ekki
leyfa að fundurinn yrði tekinn upp á
myndband.
Reuter
Tveir af forsetaframbjóðendunum þrýsta á Ion Ihescu, forseta bráða-
þremur í Rúmeníu hafa boðist til að birgðastjórnarinnar. Radu Campe-
draga sig í hlé til þess að reyna að anu, frambjóðandi fijálslyndra, og
Stuðningsmenn Þjóðfrelsishreyfingarinnar í Rúmeníu hylla lliescu forseta
á kosningafundi i gær. Símamynd Reuter
Umbætur í Albaníu
Yfirvöld í Albaníu, síðasta vígi að til hafa aðeins barnshafandi þátt í öryggismálaráðstefnu aust-
harðlínukommúnista í Evrópu, konur verið undanþegnar henni, urs og vesturs, en lykillinn að þátt-
hafa tilkynnt umbætur á mannrétt- allir Albanar munu geta sótt um töku Albaníu er virðing fyrir
indum í landinu. Munu einstakl- vegabréf og litiö verður á flótta úr mannréttindum,
ingar hafa meira vald og eins hefur landinu sem ólöglegt ferðalag yfir Umbæturnar í Albaníu þykja
skilgreiningunni á glæpum gegn landamærin en ekki sem fóður- gefatilkynnaaðeitthvaðerumenn
ríkinu verið breytt. landssvik, og refsing fyrir að dreifa þar að linast í afstöðu sinni en hing-
Hin opinbera fréttastofa Albaníu trúarlegum áróðri verður afnumin. aö til hafa albanskir kommúnistar
ATA sagði í gær aö einhugur heföí Tilkynnt var um umbæturnar á afneitað þeim breytingum sem orð-
verið í þinginu þegar lögin voru samatímaogAdilCarcani,forsæti- ið hafa í kringum þá.
samþykkt. Nú veröa konur undan- ráðherra Albaníu, lýsti yfir áhuga Rcuter
þegnar dauöarefsingunni en hing- þarlendra stjórnvalda á að taka
Suður-Kórea:
Lögreglan hótar
aðgerðum
- mótmælendur gefast ekki upp
Lögreglan í Suöur-Kóreu hét því
að hún myndi brjóta á bak aftur and-
ófs- og mótmælaaðgerðir í landinu,
en stúdentar og aðrir andófsmenn
vöruöu við því að aðgerðir gegn
stjóminni væru rétt aö hefjast.
Seint í gærkvöld tóku um 100.000
manns þátt í mótmælunum víða í
Suður-Kóreu og eru það stærstu
mótmælafundir í heilt ár. Lögreglan
sagði að hún hefði handtekiö 1190
manns á meðan á aðgerðunum stóð,
350 lögreglumenn hefðu særst og 57
andófsmannanna, en ekki var getið
um alvarleg meiðsli.
Auk lögreglunnar hafa innanríkis-,
atvinnumála-, menntamála- og
dómsmálaráðherrar landsins sagt að
ólöglegum og ofbeldisfullum mót-
mælum veröi útrýmt. Dómsmálaráð-
herrann, Yi Jong-nam, sagði í sjón-
varpsviðtali að stjómin hefði reynt
til hins ýtrasta að beita ekki ofbeldi
á skólasvæðum þar til nú, en stúd-
entar meö bensínsprengjur kæmu af
stað ólgu í þjóðfélaginu. I framtíðinni
muni því lögreglunni verða beitt
strax á skólasvæðunum til að koma
í veg fyrir ólöglega mótmælafundi.
Bandalag stúdentahópa og andófs-
manna hefur tilkynnt að það muni
standa fyrir mótmælum upp á hvem
einasta dag á háannatímanum. Svip-
aðar aðgerðir árið 1987 neyddu
stjórnina til að fallast á beinar for-
setakosningarnar, þær fyrstu í 16 ár.
Hvatinn að mótmælunum í gær var
að Roh Tae-woo forseti myndaði nýj-
an stjórnarflokk með stuðningi
tveggja fyrrum stjómarandstæð-
inga. Skoðanakannanir hafa sýnt að
fylgi forsetans féll stórkostlega eftir
myndun flokksins.
Lögreglan var algjörlega óviðbúin
mótmælunum, sem stöðvuðu alla
umferð í margar klukkutíma. Nokk-
ur fjöldi ungmenna réöst á menning-
armiðstöð Bandaríkjanna í Seoul og
braut um 15 gluggarúðar í bygging-
unni, auk þess sem fyrsta hæð húss-
ins varð illa úti í bruna. Starfsmaður
bandaríska sendiráðsins í Seoul
sagði að róttæklingamir hefðu verið
á leið í annan borgarhluta og hefðu
Stúdentar gefast ekki upp.
Símamynd Reuter
ekki verið að ráðast á Bandaríkja-
menn neitt fremur en aðra.
Þeir sem standa að mótmælunum
sögðu'blaðamönnum aö þeir myndu
halda aögeröum áfram í Seoul í
nokkra daga enn en síðan verða þær
færðar til Kwangju í suðvesturhluta
landsins þar sem ráðgert er að efna
til fjöldamótmæla þann 18. maí til að
minnast þess að tíu ár eru liðin frá
uppreisninni 1980 sem endaði með
blóðugum bardögum.
Reuter