Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1990, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990.
Utlönd
Atlantshafsbandalagið:
Helmingsfækkun
skammdrægra
kjarnavopna í Evrópu
Vamarmálaráðherrar Atlants-
hafsbandalagsins eru nú að und-
irbúa helmingsfækkun skamm-
drægra kjarnavopna í Evrópu vegna
þeirra lýðræðisumbóta sem átt hafa
sér stað í austurhluta álfunnar.
Bandalagsþjóðirnar hafa samþykkt
að ijarlægja kjarnavopn sem hægt
er að skjóta úr fallbyssum, hvort sem
það verður einhliða eða í samráði við
yfirvöld í Moskvu. Kjarnavopn þessi
eru hvort sem er svo skammdræg
að þau ná ekki til Moskvu.
Ólíklegt er þó talið að endanleg
ákvörðun um málið verði tekin á
fundinum, sem haldinn er í Kanan-
askis í Kanada, um þetta mál eða
einhver önnur atriði er viðkoma
heildarhernaðaráætlun bandalags-
ins. Ráðherrarnir telja að leiðtoga-
fundur bandalagsríkjanna í júlí sem
haldinn verður í London sé rétti stað-
urinn til að taka slíkar ákvarðanir.
Um 2000 kjarnavopn munu vera í
Evrópu af þeirri tegund sem ráð-
herramir vilja fjarlægja og er það
um helmingur skammdrægra vopna
á meginlandinu. Drægni vopnanna
er á bilinu 15 til 30 km. Afgangurinn
em Lance-flaugarnar sem ekki verða
endumýjaðar og flugvélasprengjur.
Flest þessara vopna geta aðeins hitt
skotmörk í Austur-Evrópu en ekki í
Sovétríkjunum.
Vestur-þýskir, hollenskir og aðrir
embættismenn á fundinum í Kanada
sögðu að vopnin væm nú orðin bæði
stjórnmálalega og hernaðarlega
þarflaus en sendinefnd Breta lét þau
orð falla að engin ástæða væri til að
flýta sér að fjarlægja þau, ákvörðun
gæti beðið þangað til lokið væri end-
urskoðun á heildarvarnaráætlun
bandalagsins. Margar þjóðir Nato,
þar á meðal Vestur-Þýskaland, Belg-
ía og Holland, vilja einnig að allar
Lance-flaugamar verði fjarlægðar en
Bretar kjósa að halda sumum.
Búist er við aö Nato ákveði að í
stað skammdrægra vopna muni
koma sprengjur og kjarnavopn sem
skotin verða úr lofti. En ekki hefur
enn verið rædd sú viðkvæma spum-
ing hvar þessum vopnum veröur
komið fyrir.
Reuter
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Manfred Wörner, breski varnarmálaráðherrann Tom King og Ger-
hard Stoltenberg, ráðherra Vestur-Þýskalands í varnarmálum, ræða saman við komuna til Kananaskis.
Símamynd Reuter
AUKABLAÐ
GARÐAR OG GRÓDUR
4
Miðvíkudagínn 16. maí nk. mun aukablað um garða
og gróður fylgja DV.
Meðal annars verður fjallað um málningu utanhúss,
áburðargjöf, hellulagnir, verðkönnun á garðverkfærum,
illgresíseYðingu, trjáklíppingar o.fl., o.ff.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu
aukablaði, vinsamlega hafi samband við auglýsíngadeíld
DVhíð fýrsta í síma 27022.
Athugíð að skílafrestur auglýsínga er fýrír
fimmtudaginn 10. maí.
Auglýsíngar, Þverholtí 11, sími 27022.
Stjórn Michels Rocard, forsætisráðherra Frakklands, var ekki felld í gær-
kvöldi er atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu fór fram. Símamynd Reuter
Frakkland:
Kommúnistar björg-
uðu Rocard
Kommúnistar í Frakklandi ákváðu
á síðustu stundu að greiða ekki at-
kvæði gegn stjórn Rocards þegar at-
kvæðagreiðsla um vantrauststillögu
gegn stjórninni fór fram í gærkvöldi
á franska þinginu.
Nokkrum mínútum fyrir atkvæða-
greiðsluna tilkynntu kommúnistar
að þeir gætu ekki hugsað sér að
greiða atkvæði með hægri flokkun-
um og þar með var ljóst að ekki yrði
nein stjómarkreppa.
Fyrrum forsætisráðherra Frakk-
lands, Jacgues Chirac, og- hægri
ílokkarnir höíðu borið fram van-
trauststiUögu gegn ríkisstjórninni
vegna nýrra laga um sakaruppgjöf
til handa stjórnmálamönnum sem
aílað hafa fjár til flokka sinna með
ólöglegum hætti. Lög þessi hafa vak-
ið gremju margra embættismanna.
Michel Rocard forsætisráðherra
varði nýju lögin með því að segja að
þau hreinsuðu til í því gamla kerfi
sem ríkt hefði. Hins vegar yrði ekki
um að ræða sakaruppgjöf í nýjum
tilfellum.
Kommúnistar, sem einir greiddu
atkvæði gegn nýju lögunum, sögðu
að vantrauststillaga hægri flokk-
anna hefði átt að breiða yfir þá stað-
reynd að þessir flokkar hefðu greitt
atkvæði með nýju lögunum.
Ef stjórnin hefði verið felld hefði
Rocard neyöst til að segja af sér og
að öllum líkindum hefði þurft að
boða til nýrra kosninga.
Reuter
Fellibylur á Indlandi:
Átján manns
hafa farist
Talið er að a.m.k. átján manns leggingvarðáuppskeruogeignum.
hafi farist er fellibylur óö yfir suð- Fellibylurinn hélt innreiö sína í
austurhlutalndlandsá240km/klst. landið í gær með því að fletja út
Líklegt verður þó að tefiast að mun hús, draga tré upp með rótum og
fleiri hafi farist eftir því sem emb- slíta rafmagnslínur. Vitað er að 15
ættismenn segja. manns létu lífið í Visahapapnam
Að sögn starfsmanna veðurstof- og þrír létu lífiö á mánudag er veör-
unnar í Andhra Pradesh höíðu að- iö fór yfir Madras. Yfiröld höfðu
eins borist fréttir frá einu svæði ijarlægt um 125.000 manns írá
af sjö, sem fellibylurinn hafði farið heimilum sínum í 40 þorpum áður
yfir, og töldu þeir að fellibylurinn en veðrið skall á en búist er við
hefði verið mun verri en sá sem fór miklum flóðum.
yfir svæðið árið 1977 en þá létu Reuter
10.000 manns lifið og gifurleg eyði-
FastafulHrúi hjá Nato
grunaður um njósnir
Fastafulltrúi Lúxemborgar hjá
Nato er grunaður um njósnir fyrir
Sovétríkin og hefur hann sagt af sér
embætti sínu, að því er utanríkisráð-
herra Lúxemborgar, Jacques Poos,
tilkynnti í gær.
Fastafulltrúinn, Guy De Muyser,
hefur starfað hjá Nato og verið sendi-
herra í Belgíu frá því í mars 1986.
Talsmaöur Nato í Brussel vildi í
gær ekkert tjá sig um málið og ekki
hefur verið greint frá því hvort talið
sé að sendiherrann hafi skaöað
bandalagið mikiö meö meintum
njósnum sínum. Embættismaður í
Lúxemborg segir bandarísku leyni-
þjónustuna hafa komið upp um Mu-
yser.
Reuter
Guy de Muyser. Simamynd Reuter.