Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Qupperneq 4
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990.
Fréttir
i>v
Málílutningi í Hafskipsmálinu lokið í Sakadómi Reykjavikur:
Það er búið að mæla
hér milljónir orða
- sagði Ragnar Kjartansson og afþakkaði að taka til máls
„Ég á aðeins um tvennt að velja, að
tala og tala þá í sólarhring eða taka
ekki til máls. Ég kýs seinni kostinn.
Það er búið að mæla hér milljónir
orða og ætli sé ekki nóg komið,“ sagði
Ragnar Kjartansson, fyrrum stjórn-
arformaður Hafskips, þegar honum
var gefmn kostur á að taka til máls
í lok málflutnings í Hafskipsmálinu.
Tveir aðrir ákærðir voru viðstaddir,
Björgólfur Guömundsson og Lárus
Jónsson, fyrrum bankastjóri Útvegs-
bankans. Þeir afþökkuðu einnig að
taka til máls.
Einhveijum lengsta málflutningi í
réttarsögu landsins er lokið. Hann
hófst í Sakadómi Reykjavíkur fyrir
einum mánuði. Það segir ekki alla
söguna þar sem vitnaleiðslur hófust
í desember í fyrra og þær stóðu
linnulítið þar til málflutningurinn
hófst. Ákærur voru gefnar út í nóv-
ember 1988. Fyrst voru fnnmtán lög-
menn sem unnu að vörnum í málinu
en þeim fækkaði nýlega um einn.
Jónatan Þórmundsson lagaprófess-
or, og sérstakur ríkissaksóknari í
málinu, hefur haft tvo lögmenn sér
til aðstoðar og dómararnir eru þrír.
Það hefur því mikill fjöldi löglærðra
verið upptekinn vegna þessa máls
svo mánuðum skiptir.
Málsvarnarlaun
Verjendumir fluttu seinni ræður
sínar á miðvikudag. Einn þeirra gerði
í dómsalnirrn
Sigurjón M. Egilsson
þá kröfu að sér yrðu dæmd rífleg
málsvamarlaun. Hann sagði svo
komið að fólk væri hætt að hringja á
skrifstofu sína - þar sem hann væri
aldrei við. Hann sagði ekki vanþörf
á, nú þegar hlé verður á málinu, að
rífa upp starfsemi síns fyrirtækis á
ný.
Tveir ákærðu, Ragnar Kjartansson
og Björgólfur Guðmundsson, hafa
verið í Sakadómi nær óslitið þann
tíma sem máhð hefur verið til með-
ferðar þar.
Njáll, Bangsimon og guð
I upphafi ræðu sinnar á miðviku-
dag rakti Guðmundur Ingvi Sigurðs-
son, verjandi Björgólfs, í hvaöa per-
sónur lögmenn hefðu vitnað í ræðum
sínum. Þar mátti heyra nöfn eins og;
Njáll, Bergþóra, Halldór Laxness,
Charles Dickens, Þyrnirós og
Bangsimon.
Þessi upptalning var aöeins upphit-
un hjá Guðmundi. Hann vék næst
að málatilbúnaði ákæmvaldsins.
Hann sagði að hefði ákæruvaldið eða
rannsóknarar skilið launakjör for-
stjóranna hefðu þeir aldrei verið
Fjölmiðlar og umfjallanir þeirra
hefur oft borið á góma í Hafskipsmál-
inu. Guðmundur Ingvi sagöi það ekki
verjandi að ákæruvaldið léti stjórn-
ast af þrýstingi fjölmiðlafárs sem
kallar á blóð, kallar á ákærur.
Guðmundur herti enn á gagnrýni
sinni í garð saksóknara og sagði að
þessi ákæra væri tilraunastarfsemi
fræðimanns sem væri að láta reyna
á þanþol laganna. Hann sagöi að svo
virtist sem ákærðu væru ágætir til
tilraunastarfsemi en það mætti ekki
gleymast að þeir væru menn með til-
fmningar og að Jónatan Þórmunds-
son ætti ekki að hafa heimild til
þannig tilraunastarfsemi.
„Jafnvel sýknudómur getur ekki
Nýtt sjónvarpstækí
Notað upp í nýtt!
Víð sendum ykkur nýja tækíð
og sækjum það gamla
Ef ætlunin er að fá sér nýtt litsjónvarpstæki á næstunni
þá býðst ykkur eftirfarandi:
* Lengsta ábyrgð í Evrópu.
* Grundig - Vestur-þýsk hágæða litsjónvarpstæki í sérflokkí. 5 ára ábyrgð á
myndlampa og 3ja ára ábyrgð á öðrum hlutum.
* Orion - Vönduð og fullkomin lítsjónvarpstækí frá Japan. 5 ára ábyrgð á mynd-
lampa og 3ja ára ábyrgð á öðrum hlutum.
* Sendum ykkur nýja tækíð - sækjum það gamla (Frí þjónusta).
* Allar gerðír af eldrí sjónvarpstækjum teknar upp ný.
* Sjónvarpstækí í öllum stærðum: 14", 16", 20", 22", 25", 28".
Komíð og skoðíð okkar {jölbreytta úrval. Lipurt starfsfólk er ávallt til staðar.
Velkomín. Símínn okkar er 687720
Tílboðíð gíldír fýrir alla landsbyggðína!
Fjölskyldur úti á landí: Hringið og fáíð nánarí upplýsingar.
(Keyrum heím aðeíns á höfuðborgarsvæðinu.)
Tveir ákærðir. Ragnar Kjartansson og Garðar Sigurðsson, en hann átti sæti
i bankaráði Útvegsbankans.
ákæröir. Guðmudur Ingvi sagði að
ekki heíði vantað aö ákæruvaldinu
væri bent á þessa hluti. Hann sagði
að þeir hefðu ekki skihð málið, eða
ekki viljað skilja það. Hann sagöi
launasamninga forstjóranna vera
fyrir utan reynsluheim rannsóknar-
anna og þeir því ekki getað skhið þá.
„Þetta er uppgjörsmál og ekkert ann-
að,“ sagði Guðmundur Ingvi Sig-
urðsson.
Þá sagði hann að ef dómendur sak-
felli fyrir notkun jaðarreikninganna,
sem hann sagðist reyndar ekki hafa
trú á að gert verði lokuðu þeir augun-
um fyrir þeim heimildum sem Ragn-
ar og Björgólfur höföu samkvæmt
samningum viö stjórn Hafskip.
Verjandinn sagði aö Björgólfur
hefði verið í góðri trú þegar hann
notaði jaðarreikninginn fyrir sig per-
sónulega - enda hafi hann átt inni
hjá Hafskip umtalsverðar fjárhæðir.
Þá neitaði Guðmundur Ingvi því al-
farið sem Jónatan Þórmundsson
hafði sagt, að síðbúnar skýringar á
60 prósent reglunni hefðu kviknað
eftir yfirheyrslur yfir Sveini R. Ey-
jólfssyni hjá rannsóknarlögreglunni.
Guðmundur benti á að á árinu 1983
hefðu verið valdir sérstakir menn af
stjórn Hafskips til að semja við
Björgólf og Ragnar vegna innstæðna
sem þeir áttu hjá félaginu.
„Rannsóknurum og ákæruvaldinu
hefur gengið illa að skilja þessa reglu
og þá sérstaklega orðalagið „mætir
að hluta kostnaði". Laun eru að sjálf-
sögðu kostnaður fyrirtækis," sagði
hann.
Kallaráblóð
„Ég efast ekki um að sérstakur rík-
issaksóknari er dugmikill fræðimað-
ur og hann hefur leitað um aht dóma-
safn íslands, dómasöfn Norðurlanda
og víðar án þess að finna nokkurt
fordæmi.“ Þetta sagði Guðmundur
Ingvi þegar hann var að sýna fram
á hversu mikla sérstöðu Hafskips-
málið hefur.
Guðmundur benti Jónatan á að enn
hefði hann tækifæri til aö komast á
spjöld sögunnar og það gerði hann
með því að viðurkenna að ákæran
standist ekki lengur og draga máhð
frá dómi. „Þaö er enn lag,“ sagði
hann.
bætt þann mikla miska sem Björgólf-
ur og fjölskylda hans hafa orðið fyr-
ir. Meö ákærunni var hann brenni-
merktur fyrir lífstíð. Hann hefur tek-
ið út sína refsingu og sína afplánun.
Þetta verðið þið, virðulegu dómend-
ur, að hafa í huga þegar þið setjið
saman dóm,“ sagði Guðmundur
Ingvi í lok ræðu sinnar.
Reynslulítill kennari
Jón Magnússon, verjandi Ragnars
Kjartanssonar, sagði það vera gott
að Jónatan segði þetta mál mikla
reynsu fyrir sig. Jón sagði það gott
að reynsluhtill háskólakennari heíði
getað lært af þessu máli.
Jón Magnússon og Jón Steinar
Gunnlaugsson töluðu báðir um gögn
málsins. Þeir komu báðir inn á
hversu samvinnufúsir ákærðu hefðu
verið og aö þeir hefðu oft átt frum-
kvæði að gagnaöflun. Þeir nefndu
sérstaklega Ragnar Kjartansson í því
sambandi.
Jón Magnússon sagði að það yrði
að taka öll gögn ákæruvaldsins með
fyrirvara þar sem þau hefðu verið
rofin í sundur ásamt fleiri athuga-
semdum. Jón Magnússon sagði að
það skorti allan ásetning ákærðu til
þeirra brota sem þeir eru ákærðir
um. Jón Steinar sagði, þegar hann
var að fjalla um ákærur á hendur
Helga Magnússyni, að það vantaði
sjálft afbrotið. Því stæðist ákæran
hvergi.
Aðrir verjendur
Aðrir verjendur gagnrýndu vinnu-
brögð saksóknara mjög. Jónas Aðal-
steinsson sagði ákæruna vera
byggða á misskilningi. Skúli Pálsson
sagði að ákæruvaldinu heföi ekki
tekist aö sanna ásetning. Helgi V.
Jónsson sagði að ósannað væri að
bankastjórarnir hefðu sýnt af sér
vanrækslu og hirðuleysi.
Þessar tilvitnanir eru aðeins hluti
þess sem verjendurnir höfðu um
vinnubrögð og málflutning ákæru-
valdsins að segja.
Dómur verður væntanlega kveðinn
upp um næstu mánaðamót. Öruggt
er, sama hver niðurstaða Sakadóms
Reykjavíkur verður, að málið kemur
til kasta Hæstaréttar. Hvenær þaö
veröur er óvíst á þessari stundu.