Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Síða 25
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990.
49
Sviðsljós
Það reynir á jafnvægislistina þegar fjórir drengir reyna í sam-
einingu að hreyfa sig á þessum spýtum.
Beint skai það verða. Þessi drengur ætlar sér greinilega að
pútta golfkúlunni ofan í holuna í einu höggi.
Þessar ungu stúlkur létu sig ekki muna um að brosa framan
í Ijósmyndarann i blíðunni á laugardaginnn. DV-myndir GVA
Útihátíð í Austurbæjarskóla
Það var mikil ásókn í að fá andlitið litað en boðið var upp á andlitsförðun
í porti Austurbæjarskólans.
Meðan fólkið beið í biðröð fengu Kim Larsen og félagar sér snæðing innan-
dyra og gátu ekki stillt sig um að taka eitt lag undir borðum.
DV-myndir GVA
Kim Larsen er vinsæll
Frá því á laugardaginn hefur Kim
Larsen ásamt hljómsveit sinni, Bell-
ami, verið á þeysireið yfir landið og
skemmt í íþróttaskemmum á Akra-
nesi, Akureyri og Hafnarfirði. Hann
hélt sína fyrstu skemmtun á laugar-
daginn á Gauk og Stöng og var það
greinilega allt of lítill staður fyrir svo
vinsælan söngvara, því eins og sjá
má af annarri myndinni myndaðist
löng biðröð við Gauk á Stöng löngu
áður en hljómleikarnir hófust.
Kim Larsen sannáöi það í þessari
íslandsferð sinni að hann er vinsæl-
asti norræni söngvarinn á íslandi.
Löngu áður en farið var að hleypa inn á tónleika Kim Larsen hafði mynd-
ast löng röð fyrir framan Gauk á Stöng.
í tilefn'i af sextíu ára afmæli Aust-
urbæjarskóla var haldin útihátíð í
porti skólans um síðustu helgi. Til-
efnið var sextíu ára afmæli skólans.
Foreldrafélag skólans sá um undir-
búning og tókst þessi hátíð framar
vonum. Mikið var um skemmtanir í
skólaportinu eins og myndirnar sýna
og mættu núverandi og fyrrverandi
nemendur og áttu saman góða stund.
Fimm ættlið-
ir í karllegg
Á þessari mynd má sjá fimm ættliði
í karllegg sem er einstakt. Ættfaðir-
inn, sem situr fremst, er Ólafur J.
Guðmundsson frá Laugardal í
Tálknafirði. Hann er orðinn 89 ára
og dvelur á Hrafnistu i Hafnarfirði.
Við hlið hans er yngsi ættliðurinn,
Heimir M. Jökulsson. Það er faðir
hans, Jökull S. Barkarson, sem
heldur á honum. Að baki þeim
standa Guömundur J. Ólafsson,
sonur Ólafs, og sonur hans, Börkur
A. Guðmundsson.
Vinna á kjördag
Sjálfstœöisflokkinn íReykjavík vantar sjálfboóaliða til
margvíslegra starfa á kjördag, laugardaginn 26. maí.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Sjálfstœöisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
eöa í síma 82900frá kl. 9 til 22 vifka daga
ogfrá kl. 13 til 18 um helgar.
Sjálfstæðisflokkurinn
íReykjavík
Borgar stj órnarkosningar
26. maí 1990
<-