Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1990, Blaðsíða 24
48 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1990. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Hjónafólk, pör, einstakl. Við leggjum áherslu á yndislegra og fjölbreyttara kynlíf, höfum geysilegt úrval af hjálp- artækjum ástarlífsins f. dömur og herra. Einnig úrval af æðislegum nær- fatnaði á frábæru verði á dömur og herra. Verið velkomin, sjón er sögu ríkari, ath. póstkr. dulnefnd. Opið 10 18 virka daga og 10 14 laugard. Erum á Grundarstíg 2 (gengið inn frá Spítalastíg), sími 14448. * * Kokkajakkar, buxur, svuntur og húfur. Mjög hagstætt verð. Komið og kynnið ykkur nýja bæklinginn. Merkjum kokkajakka. Burstafell, Bíldshöfða 14, sími 38840. Dráttarbeisli, kerrur. Framleiðum allar gerðir af kerrum og vögnum. Original 9.S.Ó.) staðall dráttarbeisli á allar teg. bíla. Áratuga reynsla. Allir hlutir í kerrur og vagna. Hásingar 500 kg 20 tonn, með eða án bremsa. Ódýrar hestakerrur og sturtuvagnar á lager. Veljum íslenskt. Víkurvagnar, Dal- brekku, símar 91-43911, 45270. Hornsófar, sérsmiðaöir eftir máli. Sófa- sett og stakir sófar. Bjóðum upp á marga gæðaflokka í leðri. Leðurlux og áklæði. fslensk framleiðsla. GB-húsgögn, Bíldshöfða 8, sími 91- 686675. ■ Húsgögn Vönduð þýsk leðursófasett, 3 + 1 + 1. Verð frá 148.500 stgr. Úrval af borð- stofusettum. Leðurklæddir borðstofu- stólar, borðstofuborð úr viði, einnig úr stáli og gleri, stækkanleg, margar gerðir áf sófaborðum. GP húsgögn, Helluhrauni 10, Hafnar- firði, sími 651234. Opið laugardaga frá kl. 10 16. Ótrúlegt úrval af stökum stólum, með eða án arma. Einnig sófasett, borðstofusett, skápar, skrifborð, sófa- borð, speglar, hnattbarir og margt fleira. Verið velkomin. Nýja Bólstur- gerðin, Garðshorni, sími 91-16541. ■ Sumarbústaðir Til sölu rúmgóð sumarhús með sólstofu í 3 stærðum, með eða án svefnlofts. Uppl. í síma 91-652934. Geymið auglýsinguna. Tilboð óskast í þennan sumarbústað. Hann er um 50 fm á 2000 fm eignarlóð 60 km frá Reykjavík. Uppl. í síma 91-71174 og síma 78985 eftir kl. 19 á kvöldin. Til sölu glæsilegt 44 fm heils árs hús með svefnlofti, á góðum stað ca 40 km frá Rvík. Uppl. í símum 91-77795 og 91-75387 eftir kl. 18. ■ Bátar Smábátaeigendur! Höfum fyrirliggj- andi talstöðvar, dýptarmæla, ratsjár, lóran C og sjálfstýringar í trillur. Friðrik A. Jónsson hf., Fiskislóð 90, s. 91-14135 og 91-14340. Kreditkortaþj. ■ Bílar til sölu Gleraugnagrind með neti á MMC L300, Tpyotu LandCruiser, II, Range Rover. Vélsmiðja Viðars og Eiríks, sími 91-44350. MMC L 300 4x4, árg. 1983, til sölu, krómfelgur, ný dekk, aukadekk á felg- um fylgja, 8 manna. Bíll í góðu standi. Uppl. í síma 92-12410. Man 15-216, árg. 72, til sölu, krani Hiab 550, hliðarsturtur. Verð 650 þús., greiðslukjör. Uppl. í síma 93-41238 eft- ir kl. 19. Fallegur Benz ’84 190E til sölu, sjálf- skiptur, álfelgur, sóllúga, low profile dekk og fleira. Skipti möguleg á ódýr- ari. Uppl. í símum 91-622515 og 985- 28616. Kvikmyndir____________________________________dv Háskólabíó: Geimstríð ★★ Gömul geimbrýni Star Trek hefur löngum. verið séramerískt fyrirbrigði, sem hefur átt í erfiðlejkum utan landsteinanna. Tvær síðustu á undan þessari komust aldrei í bíó hér, sennilega vegna þess að gert er ráð fyrir að áhorfandinn hafi allmikla þekkingu á forsendunum að baki myndanna. Ef, og aðeins ef, þekking þessi er fyrir hendi þá er þessi nýjasta dágóð skemmtun en þaö er eitthvað farið að þynnast og það er ekki bara hár aðalleikaranna. Þeir eru orðnir of gamlir og feitir til að tolla lengur í hlutverkum sínum og er þetta að ölium líkindum í síðasta sinn er við fáum að sjá þá Kirk og Spock. Star Trek myndirnar hafa, eins og þættirnir á undan þeim, reynt að vera eilítið gáfulegri en samkeppnin, og skotbardagar hafa aðeins verið forleikur að einhvers konar hugljómun á vitsmunasviðinu. Svo er einnig hér og flækist áhöfn hins nýsmíðaða Enterprise inn í leit bróður Dr. Spock, Sybock, að aldingarðinum Eden og þeim frumkrafti, hverju nafni sem hann nefnist, er hann byggir. Handritið slær bæði á léttar og alvarlegri nótur og nær takmarki sínu oftast en tími stóru geimmyndanna er löngu liðinn og áhrifin engan veg- inn þau sömu og forðum. í þessu langvinna geimstríði er komið að „game over“. Star Trek V: The Final Frontier. Bandarisk 1989, 106 mín. Leikstjóri: William Shatner. Leikarar: William Shatner, Leonard Nemoy, DeForest Kelley, James Doohan, Walt- er Koenig, Lawrence Luckinbill, David Warner, George Takei, Nichell Nichols, Charles Cooper, Spice Williams. Háskólabíó: Við erum engir englar ★★ Snöggsoðin stórmynd Þrátt fyrir góðan ásetning hefur einvalaliöi listamanna ekki tekist að gera meira en stundarafþreyingu, þótt ekkert hafi verið til sparað. Sögusviðið, fjallabær á mörkum Bandaríkjanna og Kanada, var byggt frá grunni og tveir rándýrir stórleikarar, Robert DeNiro og Sean Penn, fengnir til að leika langt fyrir neðan hæfileikamörk sín. Þeir eru tveir flóttafangar sem dulbúa sig sem prestar og leita skjóls í klaustri einu í áðurnefndum bæ og bíða færis að sleppa yfir landamærin. Brölt þeirra er á köflum skondið en ósennilegt. DeNiro, sem einu sinni var mjög vandlátur á hlutverk, hefur heldur betur khkkað en Penn hins vegar er alveg heima í hlutverki einfeldning- ins, félaga hans. Penn hefur leikið allar gerðir hlutverka og með þessari sannar hann að gamanleikur er hans sterkasta hlið. Hart að ekki skuh fást meira út úr þessu hæfileikafólki. We’re No Angels. Bandarísk 1989, 107 min. Leikstjóri: Neil Jordan (Mona Lisa, The Company of Wolves, High Spirits) Handritshöfundur: David Mamet (House of Games, Things Change) Leikarar: Robert DeNiro, Sean Penn, Demi Moore, Hoyt Axton (Gremlins), Ray McAnally (My Left Foot), James Russo (Extermities). Gísli Einarsson Pontiac Trans Ám til söíu, árg. '86, ek- inn 41 þús. mílur, T toppur, rafrúðure, álfeglgur, cruiscontrol o.fl. Verð 1450 þús., skipti á ódýrari. Uppl. í síma 673434 og á kvöldin í síma 18984. Bíla- sala Ragnars Bjarnasonar. Til sölu Pontiac Trans Am, árg. ’81, skipti óskast á nokkuð ódýrari eða ódýrum gangfærum bíl, helst skoðuð- um, mihigjöf staðgreidd. Uppl. í hs. 91-51099 eða vs. 91-652753. Þór. ■ Ymislegt Akryl pottar, með og án nudds, verð frá 75.142.-, sýningarpottur á staðnum, allir fylgihlutir fáanlegir. Hönnun, sala, þjónusta. K. Auðunsson hf, Grensásvegi 8, sími 91-686088. ALLKFBEIRÍOCBEM Geðþekkur skrattakollur, Jack Nícholson! A, Jókerinn er hluti af Jack Nicholson en ég mun alltaf A JÉsSm minnast hans sem litla, kvensama skrattans í Nornun- um frá Eastwick. Sennilega vill hann helst láta muna é! sig þanníg, segir Karen, 28 ára vinkona leikarans. Á slóð tölvusnapa Einsýnt var að einhver var í einhvers konar bralli - ef til víll að reyna að koma sér inn í tölvunet bandaríska hersins. En hver? Og í hvaða tilgangi? Umhverfísvemd af lífí og sál Nú eru það regnskógarnir sem eru í tísku. Atorka umhverfisverndarsamtaka beinist að þvi að sannfæra heiminn um að þeir séu i útrýmingarhættu. Hvers konar umhverfisvernd nýtur mikillar hylli um þessar mundir í Hollywood.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.