Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990.
Fréttir
Sjómenn í Vestmannaeyjum segja Aflamiðlun stríð á hendur:
Ætla að setja af la
í gáma og senda út
- tollyfirvalda að sjá til þess að reghim sé framfylgt, segir Sigurbjöm
Sjómenn í Vestmannaeyjum sam-
þykktu á fundi í gærkveldi aö segja
Aflamiðlun stríð á hendur. Þeir sam-
þykktu að halda á miðin, koma inn
á föstudaginn, landa aflanum í gáma
og láta reyna á það hvort þeir verði
stöðvaðir. Á fundinum í gær kom
fram að staðan væri nú þannig að
nauðsyn bryti lög, eins og einn ræðu-
manna komst að orði.
„Málin standa einfaldlega þannig
hjá okkur að ef við ætlum að halda
atvinnunni þá verðum við að gera
þetta. Við getum ekki losnað við fisk-
inn hér heima og þess vegna er ekki
um annað að ræða en selja hann á
erlendan markað,“ sagði Eyjólfur
Guðjónsson, skipstjóri á Gullberg-
inu, í samtali við DV í morgun.
Hann sagði einnig að það væri bara
„kjaftæði að sjómenn í Eyjum væru
að svindla.“ Það væri verið að búa
það til í Reykjavík. Hér væri um aö
ræða miðstýringarkerfi eins og verið
hefði í kommúnistaríkjunum, sem
nú væri víðast liðið undir lok.
„Það er tollyfirvalda að sjá til þess
að farið sé að lögum við þennan út-
flutning. Við höfum farið fram á það
að séð veröi til þess að tollurinn gefi
út tollskjöl til þeirra sem hafa rétt á
útflutningi en ekki annarra. Það hef-
ur því miður gerst að gefin hafi verið
út útflutningstollskjöl til aðila sem
ekki höfðu leyfi til gámaútflutnings.
Við ætlumst til þess að slíkt endur-
taki sig ekki,“ sagði Sigurbjörn Sva-
varsson, stjómarformaður Aflamiöl-
unar.
Hann sagði að á þetta myndi vænt-
anlega reyna á föstudaginn ef sjó-
menn í Vestmannáeyjum láta ekki
af fyrirætlun sinni.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra sagði í morgun að hann
hefði ekki og hefði aldrei haft neina
trú á Aflamiðluninni. Hann sagði að
eina raunhæfa lausnin í ferskfiskút-
flutningnum væri að hver kvótaleyf-
ishafi í landinu hefði leyfi til að flytja
út ákveðið magn af ferskfiski á ári.
Það leyfi ætti að vera framseljanlegt,
Svavarsson
þannig að þeir sem ekki eru í aðstöðu
til að flytja út ferskan fisk gætu þá
selt leyfi sitt öðrum sem flutt gæti
út. Þetta hefði ekki verið hægt meðan
sóknarmarkið var við lýði. Eftir 1.
september næstkomandi er þaö úr
sögunni og þá er hægt að taka þetta
kerfi upp. Jón taldi að lagasetning
þyrfti aö koma til ef koma ætti á út-
flutningskvóta til veiðileyfishafa.
-ÓG/S.dór
Framkvæmdastjórnarfundur Alþýöubandalagsins i gærkvöidi varð rólegri en við var búist en nýr fundur hefur
verið boðaður í næstu viku. Á fundinum var farið yfir niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna og má sjá að formað-
urinn, Ólafur Ragnar Grimsson, hefur undirbúið sig vel með talnagögn. Þá er fyrirhugað að halda miðstjórnarfund
i lok júní. DV-mynd BGS
Deila Aflamiðlunar og Vestmannaeyjabáta:
Menn geta ekki tekið
völdin í sínar hendur
- segir Sigurbjöm Svavarsson, stjómarformaöur Aflamiölunar
„Það má vel vera að þá skýringu
útgerðarmanna í Vestmannaeyjum
að fiskvinnslustöðvamar taki ekki á
móti aflanum verði að taka til ræki-
legrar skoðunar. Það réttlætir hins
vegar ekki aö menn taki sér það vald
að senda út gámafisk í óleyfi. Það er
í mínum huga af og frá að þeir fái
bónus fyrir það með því að leyfa þeim
að flytja út í þessari viku jafnmikið
og áður,“ sagöi Sigurbjöm Svavars-
son, stjómarformaður Aflamiðlunar,
í samtali við DV.
í Vestmannaeyjum em menn reiðir
vegna þess að gámaútflutningsfyrir-
tækin sem fóra fram yfir kvóta í síð-
ustu viku fengu 20 prósent skerðingu
í þessari viku,
Sigurbjöm sagði að stjórn Afla-
miðlunar hefði verið sammála um
að meðan hún ætti og væri að stjóma
þessum útflutningi væri ekki hægt
að horfa fram hja því þegar menn
sniðganga ákvarðanir hennar og
flyttu út án þess aö spyrja kóng eða
prest.
Aðspurður um þá fullyrðingu sjó-
manna í Vestmannaeyjum að breski
fiskmarkaðurinn þyldi 1500 til 1700
lestir á viku, sagði Sigurbjörn að
Aflamiðlun fengi tillögur frá Bret-
landi vikulega um hvað makaðurinn
þyldi að flutt Væri út.
„Við höfum að vísu ekki alltaf farið
nákvæmlega eftir þeim tillögum. Það
hefur þó tekist að stýra ferskfiskút-
flutningnum með þeim hætti að
verðiö hefur haldist uppi,“ sagði Sig-
urbjöm.
Hann sagöi að lokum að ef menn
gætu ekki losnað við aflann hér
heima væri ljóst að taka þyrfti út-
flutningsmálin til endurskoðunar til
aðfirravandræðum. -S.dór
Efsti maður á lista Samtíðar í Búðardal:
Tók 1,5 milljónir
oa taoaði sætinu
Efsti maður á lista Samtíðar í Búð-
ardal hefur sagt sig úr hreppsnefnd
í kjölfar brottvikningar úr starfi.
Manninum var fyrir um viku vikið
úr starfi Kjötpokaverksmiðjunnar
vegna brota í starfi. Samkvæmt
heimildum DV mun hann hafa dreg-
iö sér 1,5 til 2 milljónir á síöustu
tveimur ámm. Það vom samheijar
mannsins, á lista Samtíðar, sem
fengu hann til að segja sig úr hrepps-
nefndinni.
Listi Samtíðar vann sigur í kosn-
ingunum í Búðardal og fékk þrjá af
fimm hreppsnefndarfulltrúum. Allt
benti til þess að maðurinn yröi næsti
oddviti Laxárhrepps, en þar sem
hann er ekki lengur í nefndinni tekur
annar maður á listanum við forystu
Samtíöar.
Það var um miðja síðustu viku að
eigendur Kjötpokaverksmiðjunnar
sögðu honum upp störfum. Þrátt fyr-
ir að uppsögnin hafi komið til
skömmu fyrir kosningar sigraði listi
Samtíðar - reyndar aðeins með tutt-
ugu og eins atkvæðis mun.
Georg Lárasson, settur sýslumað-
ur í Dalasýslu, segir að embættinu
hafi ekki borist kæra vegna þessa
máls.
-sme
Stöð 2:
Kosningasjónvarpið varð tölvubilun að bráð
„Þetta var auðvitað mjög blóðugt._
að lenda í þessu eftir mikinn undir-
búning fréttastofunnar fyrir kosn-
ingasjónvarpið," sagði Páll Magnús-
son, fréttastjóri Stöðvar 2, en eins og
mörgum sjónvarpsáhorfendum er
kunnugt þá nánast brást algerlega
sú tölvuvinna sem fylgja átti kosn-
ingasjónvarpi Stöðvar 2.
Að sögn Páls þá var það ýmislegt
sem brást: Það var gagnagrunnurinn
sjálfur sem hrundi og ónýttist hann
alveg. Þá virkaði gagnakerfið ekki
og netforritin hrandu. Þetta leiddi til
þess aö þegar í upphafi sjónvarpsins
var ekki hægt að koma upplýsingum
á framfæri í myndrænu formi. Þegar
leið á dagskrána var unnt að sýna
einhverjar grafískar myndir en eng-
an veginn eins og ætlunin hafði ver-
ið.
„Aö mínum dómi var okkar dag-
skrá ekki bara samkeppnishæf, held-
ur betri en hjá keppinautunum. Allt
sem sneri að fréttastofunni virkaöi
mjög vel og upplýsingar utan af landi
bárast fljótt og vel. Aöstreymiö að
tölvunni var í fullkomnu lagi en
tölvuhlekkurinn í kosningasjón-
varpinu hrundi. Það var það sem
brást,“ sagöi Páll.
Tölvukerfið er nú í prófun hjá IBM
en kerfiö var frá þeim komið. Fyrir-
tækiö Tölvumyndir var síðan undir-
verktaki. Páll sagði að óljóst væri
hvort einhver eftirmáli yrði af þessu
en það lægi auðvitað ljóst fyrir að
Stöð 2 hefði lagt í mikinn kostnað
vegna sjónvarpsins. Sá kostnaður
heföi aö mörgu leyti farið fyrir lítið
vegna tölvuhrunsins.
-SMJ
Defla Vestmannaeyinga og Aflamiðlunar:
Þetta er ekkert annað
en aðför að sjómönnum
- segir Jóhann Noröflörð, skipstjóri á Öölingi VE
„Við munum ekki sætta okkur
við þetta enda er hér aðeins um
aðför að okkur sjómönnuro að
ræða. Það er mikill hiti í mönnum
og allur bátafloti Vestmannaeyja á
leið í land vegna þessarar fram-
komu Aflamiölunar í okkar garð.
Það er heldur ekki um annað að
ræða fyrir okkur en sigla í land og
hætta veiðum. Við megum ekki
flytja aflann út og getum ekki losn-
aö við hann hér í Vestmannaeyj-
um,“ sagði Jóhann Norðfjörö, skip-
stjóri á Öðlingi VE, í samtali við
DV í gær.
Sjómenn eru æfir vegna þess aö
Afiamiölun ákvaö að skerða út-
flutningsleyfi þeirra aðila sem fóru
yfír markið í síöustu viku um 20
prósent í þessari viku.
Jóhann sagði að Aflamiðlun væri
með þessari framkomu að skikka
menn sem reka hér útgeröarfyrir-
tæki til að íara á hausinn.
„Þaö væri fróölegt að fá aö vita á
hvaða forsendu Aflamiölunin er
rekin. Hvaða skýring er á því að
Skipaafgreiðslan, sem annast gá-
maútflutning meðal annars fyrir
okkur, hefur verið með leyfi fyrir
24 tonnum á viku aö undanfórnu
en fær nú leyfi fyrir 13 tonnum.
Það þýða 2 tonn á hvem bát í við-
skiptum. Eg vil líka fá svar við því
hvaö við eigum að gera við aflann
ef ekki má flytja hann út. í Vest-
mannaeyjum er nú bullandi hum-
arvertíð og fiskvinnslustöðvamar
taka ekki við afla okkar. Ef við
sendum hann allan á markaöina
fy rir sunnan orsakar það Verðhrun
og viö fengjum ekki verðlagsráðs-
verð fyrir aflann, hvað þá meira,"
sagði Jóhann.
Hann sagði það alveg Ijóst að þeir
sem úthluta gámaútflutningsleyf-
unum fylgdust ekki með því sem
er að gerast. Fiskverö í Bretlandi
væri alltaf að hækka og þaö væri
alveg ljóst aö markaðurinn þar
þyldi 1500 til 1700 lestir af fiski frá
Islandi í staö innan við eitt þúsund
lesta á viku eins og nú væri.
Þá benti Jóhann á að 30 til 40
prósent af gámaútflutningnum
væri á vegum fiskvinnslustöðv-
anna. Auk þess væru menn í einka-
geiranum að kaupa fisk á verð-
lagsráðsverði af bátum og selja út
og hirtu allan hagnaöinn sjálfir.
„Það er alveg ljóst aö ef þessi
höft eiga aö vera viö lýði setja þau
stóran hluta af útgerðinni á haus-
innsagði Jóhann Norðfjörö.
-S.dór