Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990. Utlönd Malaysía: Atta hengdir fyrir eiturlyfjasmygl Han Tsui Ling, 32 ára að aldri, er fyrsta erlenda konan sem tekin er af lífi í Malaysíu fyrir meinta tilraun til að smygla eiturlyfjum. Hún, ásamt sjö öðrum, var tekin af lífi fyrir dögun í morgun. Símamynd Reuter Sjö menn og ein kona voru hengd fyrir dögun í morgun í Malaysíu fyr- ir meint brot á eiturlyfjalöggjöf landsins. Konan var fyrsta erlenda konan sem tekin er af lííi vegna þessa í Malaysíu. Allt var fólkið frá bresku nýlendunni Hong Kong. Áttmenningarnir voru handteknir árið 1982 fyrir að hafa í fórum sínum 12,7 kíló af heróíni. Þeir voru fundn- ir sekir þremur árum síðar fyrir meinta tilraun til smygsl. Öll átta neituðu ætið sakargiftum. Þrátt fyrir áfrýjun til æösta dóm stigs í Malaysíu, kröfur um náðun sem og beiðni um að aftöku þeirra ENGINN BÍLL KOSTAR yrðu frestað voru þau tekin af lífl skömmu fyrir sex í morgun að stað- artíma. Einn lögfræðinga þeirra sagði að farið hefði verið fram á náð- un við konung Malaysíu en að ekk- ert svar hefði borist. Forsætisráð- herra Bretlands, Margaret Thatcher, fór einnig fram á náðun fyrir átt- menningana en allt kom fyrir ekki. Alls hafa níutíu manns verið teknir af lífi í Malaysíu, þar af tveir Ástral- ir og einn Breti, fyrir brot á eitur- lyfj alöggj öf landsins. Samkvæmtlög- um í Malaysíu fær hver sá sem hefur á sér meira en 15 grömm af heróíni dauðarefsingu. Mikil eiturlyfjaneysla er meðal ungs fólks í Malaysíu. Eitt hundrað og þrjátíu þúsund íbúa landsins eru á skrá sem háðir eiturlyfjum en í Malaysíu búa sautján milljónir. Sumir sérfræðinga telja að rúmlega hálf milljón Malaysíubúa séu í raun háðir flkniefnum. Reuter Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sviþjóðar. Svlþjóð: EKKI NEITT ( • • • netna bíllinn sem þúfærð til umráða þegar þúferð með Arnarflugi til Amsterdam) Þú segir að þetta geti ekki átt sér stað. En líttu á málið með okkur hjá Arnarflugi. j Þú greiðir 27.880 krónur fyrir farið með Arnarflugi til Amsterdam » fram og til baka. Efþú ætlar að dvelja í viku í áfangastað, stendur þér jafnframt til boða bílaleigubíll í flokki B (Ford Fiesta/Peugeot 205) a til umráða án nokkurs leigugjalds. Tilboðið stendur til 15. júní og miðast við k að ekki séu færri en tveir um bíl. 5 Með Arnarflugi margborgar sig að vera úti að aka. O *> J u. ARNARFLUG - Jlug og bíll ogferðalög Hart deilt um EB-aðild Pólitískt stríð virðist nú vera í upp- sighngu í Svíþjóð um aðildina að Evrópubandalaginu, EB. Það þótti augljóst eftir fund utanríkisnefndar þingsins í gær. Ingvar Carlsson forsætisráðherra var mjög óánægður með yfirlýsingar Hægri flokksins og Þjóðarflokksins um að þeir væru hlynntir því að Svíar sæktu um aðild að Evrópu- bandalaginu á næsta kjörtímabili. Forsætisráðherrann sagði aö nást þyrfti póhtísk samstaða allra flokka í málinu. Eftir hörð orðaskipti við forsætis- ráðherrann óskaði Carl Bildt, leið- togi Hægri flokksins, eftir sérstökum fundi í utanríkisnefndinni þar sem rætt yrði um stefnu Svíþjóðar í utan- ríkismálum og um EB-málin. „Við verðum að fá að vita hvað stjórnin hyggst fyrir eftir að samningur milli Efta, Fríverslunarbandalags Evrópu og EB er í höfn. Sá samningur er engin lokalausn." Bengt Westerberg, leiðtogi Þjóðarflokksins, tekur undir þá kröfu Bildts að Svíþjóð verði að sækja um aðild aö EB á næsta kjör- tímabili að loknum kosningum 1991. Forsætisráðherrann sagði að það yrði fyrst raunhæft að ræða um aðild að EB þegar stríðshættan væri horfln og þegar EB heföi horfiö frá þeirri stefnu að ætla að samræma utanrík- is- og öryggismálastefnu aðildarríkj- anna. Benti Carlsson á að Sovétríkin væru enn hernaðarlegt risaveldi og að alltof léttúðugar yfirlýsingar um hlutleysisstefnu Svía hefðu veriö gefnar að undanfórnu. Olof Johansson, leiðtogi Miðflokks- ins, tók afstöðu með forsætisráð- herranum á fundi utanríkisnefndar- innar. TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.