Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990. 3 Fréttir Deilur ísraela og Palestinumanna magnast stöðugt og nú er peningurinn frægi, sem Arafat sýndi Steingrimi, kominn í spilið. Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, endurtók rökstuðning sinn um landakortið af Stór-ísrael, sem hann flutti Steingrimi í Túnis, á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf í síðustu viku. ísraelsmenn mótmæla enn og segja að „landakort" Arafats sé steinbrot frá árinu 37 fyrir Krist. Reuter Atvinnumiölun námsmanna: Tíu bílasölur við Ártúnshöfða taka sig saman: Ráða vaktmann með hund til gæslu að næturlagi - vegna skemmdarverka á 30 bílum á svæðinu að undanfórnu Aðstandendur tíu bílasölufyrir- tækja við Ártúnshöfða hafa tekið sig saman um aö ráða vaktmann á svæðið vegna mikilla skemmdar- verka sem voru framin á svæðinu nýlega. Verður þá eftirht haft með bílum allan sólarhringinn á við- komandi bílasölum. „Við teljum okkur verða að bjóða viðskiptavinum upp á meira ör- yggi. Við samþykktum því að ráða til þess gæslumann með hund til að vakta svæðið frá klukkan tíu á kvöldin til átta á morgnana. Á okk- ar svæði var nýlega farið á sex bíla- sölur og þijátíu bílar skemmdir. Við héldum því fund um máliö og þar var samþykkt að leita tilboða fyrir öryggisgæslumann með hund, ljóskastara og tilheyrandi. Þegar hann hefur störf ætti hann að geta verið við hverja bílasölu á 10-15 mínútna fresti," sagði Ingi- mar Sigurösson bílasali en hann er í forsvari þeirra tíu bílasala sem ætla að koma á sameiginlegri ör- yggisgæslu við Ártúnshöfða. Ingimar sagði í samtali við DV að eitt tilboð hefði borist frá örygg- isgæslufyrirtæki vegna útboðsins og annað væri á leiðinni. Bílasal- arnir gera ráö fyrir að kostnaður á hvert fyrirtæki vegna gæslunnar verði um 20 þúsund krónur á mán- uði. -ÓTT Um 900 á skrá en 200 störf í boði - álíka mörg störf 1 boði og í fyrra en 300 fleiri á skrá „Málin hjá okkur standa þannig að um 900 námsmenn hafa látið skrá sig hjá Atvinnumiðlun námsmanna, en það eru rétt rúm 200 störf í boði. í fyrra voru álíka mörg störf í boði en þá voru ekki á skrá hjá okkur nema um 600 námsmenn. Ástandiö er því til muna verra í ár en í fyrra,“ sagði Elsa Valsdóttir, hjá Atvinnu- miðlun stúdenta í samtali við DV í gær. Hún sagðist ekki hafa heyrt neitt ákveðið um hið svo kallaða náms- mannaátak í ár en í fyrra var shkt átak gert til að auka atvinnu náms- manna. Hún sagðist þó vita til þess að það hefði verið rætt hjá opin- berum aðilum. Óskar Hallgrímsson, hjá atvinnu- máladeild félagsmálaráðuneytisins, sagði að Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra hefði borið erindið upp í ríkisstjórninni, en hann sagði að það hefði enn ekki verið afgreitt. Það er ljóst af ummælum Elsu Valsdóttur að atvinnumál náms- manna hafa ekki um árabil staðið verr en um þessar mundir. -S.dór NÝTT SSiAeto) Sérstakar LIBERO bleiur fyrir stráka, sérstakar LIBERO bleiur fyrir stelpur. Strákableiurnar eru þykkastar að framan, stelpubleiurnar eru þykkastar í miðjunni, þar sem þörfin er mest. Nú er líka teygja að aftan, sem heldur bleiunni á réttum stað. Framhjóladrifinn 5 manna fjölskyldubíll, fallegt útlit, frábærir aksturseiginleikar, spameytinn og á einstöku verði. L Rúmgóður fjölskyldubíll með 1289 cc 63 hö Hér er hugsað fyrir öllu til ferðalaga og flutninga, tvískipt niðurfellanlegt aftursæti 60/40 og framsætið er einnig hægt að leggja alveg niður að aftursætum. Lúxus innrétting, þurrka á afturrúðu, þokuljós ofl. Verð kr. 510.400 vél, 5 gíra, 5 dyra. Verðkr. 469.900 ÐŒiQU-LS JÖFUR ÞEGAR Í>Ú KAUPIR BÍL Hafðu samband við söludeildina strax í dag. Söludeildin er opin alla virka daga kl. 9-12 og 13-18 og laugardaga kl. 13-17. Síminn er 42600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.