Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990. 11 Meiming Fiðluleikarinn Yuzuko Horigome PEUGEOT MEST SELDI FÓLKSBlLLEVrV Meðal erlendra gesta á Listahátíð í Reykjavík að þessu sinni er jap- anski og undirleikari hennar, píanóleikarinn Wolfgang Manz. Þau munu leika kammertónlist í íslensku óperunni laugardaginn 9. júní oghefjast tónleikarnir klukk- an 17. Á efnisskránni er Sónata nr. 1 í D dúr eftir Ludvig van Beetho- ven, Einleikspartíta nr. 2 eftír Jó- hann Sebastian Bach, Fjögur stykki eftir Anton Webern og Són- ata eftir César Franck. Horigome er fædd í Tokýo og lagði stimd á tónlistamám þar í borg við Toho Gakuen tónlistar- skólann. Aðalkennari hennar í fiðluleik var prófessor Toshiya Eto. Lauk hún prófi 1980. Það sama ár sigraði hún í hinni frægu og mikil- vægu samkeppni, sem kennd er við Elísabetu Belgadrottningu og hald- in er í Brussel. Þar meö komst skriður á frama hennar alþjóðlega, en áður hafði hún notið mikillar hylh í Japan. Síðan hefur Hori- gome leikið á tónleikum með öllum helstu hljómsveitum beggja vegna Atlantshafs. Meðal hljómsveitar- stjóra sem sýnt hafa mikið dálæti á leik hennar eru Claudio Abbado og André Previn. Horigome hefur leikið inn á margar hljómplötur, m.a. fiðlukon- serta og einleikssónötur J. S. Bachs. Þá er það talið henni til vegsauka að hún kom fram í kvik- myndinni „Testimony" sem fjallar um ævi Dmitri Shostakovitsj. Undirleikarinn Wolfgang Manz er þrítugur að aldri og hefur unnið til verðlauna í samkeppni ungra tónhstarmanna víða um Evrópu og komið fram sem einleikari með virtum hljómsveitum, einkum í Þýskalandi og á Bretlandseyjum. Hann er tahnn í fremstu röð ungra píanóleikara í heimalandi sínu Þýskalandi. Meðal þess athyghsveröasta sem verður á efnisskrá þeirra skötuhjú- anna eru „Fjögur stykki“ eftir Án- ton von Webern og gefur það gott tílefni til þess að fjalla nánar um þetta tónskáld. Webern er enn lítt þekktur meðal almennings en því meir dáður af tónlistarfólki. Flutn- ingur verka hans verður æ tíðari og ótvírætt að þeirra er framtíðin. Anton von Webern fæddist í Vín 1883. Hann hóf ungur tónhstarnám, en litlum sögum fer af afrekum hans á því sviði fyrr en hann gerist nemandi Arnolds Schönbergs í tón- smíðum 1904. Djúp vinátta með gagnkvæmri virðingu varð milh nemandans og kennarans, sem haíði mikh áhrif á verk beggja. Annar uppáhaldsnemandi Schön- bergs, sem varð einnig mikill vinur Weberns, var Alban Berg, höfund- ur óperunnar Wozzek sem sýnd var á Stöð 2 nú á dögunum. Til þessara þriggja manna er oft vitnað sem „Vínarskólans síðari" í viðurkenn- ingu þess að engir menn hafa meira mótað þróun tónhstar á tuttugustu öld, ef frá er talinn Stravinsky. Webern var tónfræðingur og skrifaði doktorsritgerð sína um flmmtándu aldar tónskáldið Heinrich Isaac. Eftír að hann lauk námi hjá Schönberg hóf hann ferU sem hljómsveitarstjóri, þótt hann hefði ekki sérstaka þjálfun tU þess. Hann var framarlega í „Verein fur Musikalische Privatauffurungen", félagi sem Schönberg var einn höf- uðpaurinn í og stofnað var til flutn- ings á nýrri tónlist sem ekki var hljómgrunnur fyrir hjá hefð- bundnum stofnunum tónhstarlífs- ins. Hljómsveitarstjórn Weberns leiddi tíl þess að hann fékk hluta- stöðu við austurríska útvarpið. Síðar fékk hann kennslu við blindraskóla og eru þar í aðalatriö- um taldar veraldlegar vegtyllur hans. Valdataka nasista sviptí hann fljótlega þessum störfum og haíði Webern þá ofan fyrir sér og fjölskyldu sinni með partaskrifum fyrir útgáfufyrirtækið „Universal“. Webern lét lífið fyrir byssuskotí amerísks hermanns í stríöslok 1945. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Tónsmiðar Webern voru í fyrstu undir greinhegiun áhrifum meist- arans þótt snemma komi fram ein- kenni sem síðan héldust út feril hans. Meðal verka frá þessum tíma er Passacaglia op. 1 fyrir hljóm- sveit þar sem fram komu ýmis per- sónuleg séreinkenni, einkum í út- setningunni. Fyrstu alvarlegu tilraunir We- bems tíl að losa sig undan hlekkj- um hefðbundins tónamáls er að finna í kórverkum og sönglögum op. 2-4. í þessum verkum er ekki hægt að tala um tóntegund lengur. Rytmískur púls er vart heyranleg- ur heldur er hljóðfalhð fljótandi í breytilegum hraða, en lengd hend- inga óregluleg. Verkin eru stutt, htið um beinar endurtekningar og yfirleitt með lágum styrk. Allt era þetta einkenni sem héldust hjá Webern. Þegar Webern hafði þannig yfir- gefið tóntegundir blastí við sá vandi að finna aðra aðferð tíl þess að skipuleggja hljóðfæratónlist. í sönglögunum haföi texti Stefans George gegnt að vissu leyti hlut- verki undirbyggingar. Þessi vandi varð enn erfiðari fyrir þá sök að Webern leit svo á að ekki væri leng- ur hægt að nota hefðbundin vinnu- brögð um úrvinnslu á þemum, þar sem þau voru í huga hans óaðskilj- anleg tóntegundum og tónflutn- ingi. Webern tekst á við þessi við- fangsefni í Fimm þáttum fyrir strengjakvartett op. 5, Sex stykkj- um fyrir hljómsveit op. 6 og Fjórum stykkjum fyrir fiðlu og píanó op. 7, sem Yuzuko Horigome og Wolf- gang Manz ætla að flytja okkur eins og áður er getíð. Verk þessi eru stutt og byggja á andstæðum þar sem annars vegar tónlistinni eru nfiög þröngar skorður settar í styrk, tónsviði, lit og hljómagerð, en hins vegar eru þessir sömu þættír hafðir mjög breytílegir. Úr- vinnsla í venjulegum skilningi er nánast engin. Webern var ljóst að ekki yrði mjög lengi haldið áfram á þessari braut. Hann leitaði fyrir sér meö frekari notkun texta, svipað og Schönberg, og samdi lög við ljóð Rilkes. Þá komu aftur verk fyrir strengjakvartett og hljómsveit. í verkum þessum hneigist Webern th enn styttri og sparsamlegri tón- smíða og í tílefni af því lýsti hann því með töluverðum áhyggjum að sér fyndust verk verða aö enda jafnskjótt og hinar 12 nótur hefðu birst. I þessum anda eru t.d. Fimm stykki fyrir hljómsveit op. 10, þar sem eitt verkið er aðeins sex og hálfur taktur að lengd, og fyrirferð- armesta efnið í hverjum takti eru þagnir. Fiðluleikarinn Yuzuko Horigome. Webern tók fljótlega upp tólftóna aðferð Schönbergs og verk hans samin eftir þeirri aðferð höfðu gíf- urleg áhrif á ung tónskáld sem komu fram eftír síðari heimsstyrj- öld og hafa enn. Það var einkum fyrir áhrif Weberns sem Stravin- sky, sem fram til þess hafði verið í samkeppni og listrænni andstöðu við Schönberg og fylgismenn hans, sneri snögglega við blaðinu og tók að semja tólftónamúsík. frA vestur- EVRÓPU Á ÍSLANDI SlÐASTLIÐUX TVÖÁR PEUGEOT 205 Sparneytinn 5 manna fólksbíll með útlit eins og það á að vera. Kjörinn „Besti bíll í heimi“ síðast- liðin fimm ár skv. „Auto Motor und Sport“. Verð frá kr. 599.800,- JÖFURhr Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 - þegar þú kaupir bíl - u Fjötdi bílasala, bíla- umboða og einstakl'inga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum geróum og í öllum veróflokkum meó góöum árangri í DV-BÍLAR á laugardögum. Athugið aó auglýsjngar í DV-BÍLAR þurfa aó berast í síóasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla daga frá kl. 09.00 til 22.00 nema laugardaga frá kl. 09.001 i I 14.00 og sunnudaga frá kl. 18. OOtil 22.00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ veróuraó berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.